Morgunblaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 37
mörkun standist ákvæðið á þeim grundvelli, að hún falli undir þær takmarkanir sem berum orðum eru heimilaðar í textanum sjálfum. Það snertir hins vegar ekki álitaefnið um túlkun sem hér ræðir. Að deila út réttlæti Þegar Páll tekur að ræða um heimildir dómstóla til að útdeila rétt- læti og telur þá hafa slíka heimild, kemur líklega í ljós djúp gjá milli skoðana okkar. Ekki veit ég hvaðan hann telur dómstólunum koma heim- ild til slíkra gjörninga. Það dugar ekki að hann geri okkur grein fyrir sjónarmiðum sínum um hvað teljast skuli réttlátt og gott í mannlífinu. Ef sjónarmið um það eiga að ráða, hlýt- ur niðurstaðan að verða sú hjá hon- um að þær dómsniðurstöður séu réttar sem falla að sjónarmiðum hans sjálfs um þetta, en ekki hinar sem hann telur óréttlátar, þó að þær kunni að falla að sjónarmiðum ann- arra manna um hvað teljist vera rétt- látt. Varla þarf að minna Pál á að stjórnkerfi okkar gerir ráð fyrir, að þeir menn, sem vilja berjast fyrir breytingum á lögum í átt til meira réttlætis að eigin mati, eigi að bjóða sig fram til setu á Alþingi en ekki að reyna að koma réttlæti sínu á um- boðslausir í gegnum dómstóla, kannski stundum vegna gremju yfir því að löggjafinn skuli ekki hafa stað- ið sig nógu vel. Hann nefnir skólabókardæmi um réttlætisúthlutun dómstóla sem fjallar um manninn sem er með dómi sviptur erfðarétti eftir föður sinn vegna þess að hann hafði myrt hann. Í tilvikinu er ekkert ákvæði í settum lögum um slíkan missi erfðaréttar og þar er ekki heldur tekið fram að erfðaréttur skuli haldast þrátt fyrir morðið. Lítum nánar á þetta dæmi. Er dómstóllinn að setja nýja reglu? Svarið er einfaldlega neitandi. Dóm- stóllinn er að beita réttarheimild. Það telst án vafa til meginreglna laga, að menn skuli ekki hagnast fjárhagslega á glæpaverkum sínum. Það er líka ljóst að lagareglur um að börn skuli taka arf eftir foreldra sína hafa ekki verið settar með það í huga, að barn gæti sótt sér arfinn með því að myrða foreldrið. Lög geta gengið út frá augljósum forsendum, sem ekki koma berum orðum fram í textanum sjálfum. Það má jafnvel segja, að það heyri til hugtaksins um arftöku barns eftir foreldri, að for- eldrið hafi andast án tilverknaðar barnsins. Allavega má styðja lög- skýringuna við eðli málsins. Nið- urstaðan verður sú, að dómstóllinn beitir réttarheimildum til að komast að niðurstöðu. Dómarinn setur ekki regluna sjálfur. Páll nefnir líka dóm Hæstaréttar 1997.683. Þar var því hafnað í máli, þar sem ung stúlka krafðist ör- orkubóta, að nota sönnunargögn um meðaltekjur kvenna um tekjutap hennar. Þetta var gert með vísan til jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Páll telur dóminn hafa falið í sér lofs- verðan skilning (!) á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Fyrir mér lítur dæmið þannig út, að dómurinn hafi falið í sér óheimila beitingu þessa stjórnarskrárákvæðis. Fara verður nokkrum orðum um þetta. Flest dómsmál skiptast í tvo meg- inþætti. Annars vegar er fjallað um málsatvik. Hins vegar er fjallað um lögfræðilega hlið máls, þ.e.a.s. hvern- ig lagareglum verði beitt á þau máls- atvik sem teljast sönnuð í máli. Við- fangsefnið í fyrrnefnda þættinum er afgreitt sérstaklega. Þar eru færð fram sönnunargögn, sem eru til þess fallin að styðja fullyrðingar málsaðila um staðreyndir. Tilfinningasemi eða óskhyggja koma ekki við sögu sönn- unarfærslu í dómsmálum. Við með- ferð þessa hluta dómsmálsins er m.a. beitt reglum um sönnunarbyrði, sem merkir, að sá aðili sem ber halla af skorti á sönnun um tiltekið máls- atriði beri um það sönnunarbyrðina. Þegar ung stúlka, sem ekki hefur neina tekjureynslu, slasast og dæma þarf um líklegastan tekjumissi henn- ar út starfsævina, er viðfangsefnið að finna bestu fáanlegar upplýsingar um líklegar tekjur hennar í framtíð- inni ef hún hefði ekki slasast. Grípa verður til meðaltekna vegna þess að annað kemur ekki til greina. Sé það sannanleg staðreynd að konur í sam- félaginu hafi að jafnaði lægri laun en karlar, verður að leggja þetta til grundvallar í þessu efni, hvort sem mönnum líkar sú staðreynd eða ekki. Til að fjalla um væntanlegar framtíð- artekjur stúlkunnar í dómsmálinu má auðvitað tefla fram sjónarmiðum um að í þjóðfélaginu sé uppi rík við- leitni til að jafna þennan mun á næstu árum og áratugum. Líklegast sé að slík viðleitni muni bera árang- ur. Þess vegna standi líkur gegn því, að núverandi munur á launakjörum karla og kvenna muni halda sér á væntanlegri starfsævi stúlkunnar. Þessi málflutningur ætti að hafa áhrif á sönnunarfærsluna, stúlkunni til hagsbóta. Á endanum leysir dóm- stóllinn úr sönnunarhlið málsins og kemst að niðurstöðu um hver sé raunverulega besti fáanlegi mæli- kvarðinn á þetta. Svarið ræðst aldrei af persónulegri ósk dómara eða draumsýn hans um framþróun í launakjörum kvenna til framtíðar. Jafnræðisregla stjórnarskrárinnar kemur hér ekkert við sögu. Þeir sem fást við lögfræðileg við- fangsefni verða að ná valdi á þeirri hugsun, sem hér var lýst. Sá „júrid- íski þankagangur“, sem lögfræð- ingar þurfa að temja sér, felst kannski helst í hæfileikanum til að hugsa bara um eitt í einu. Í þessu dæmi felst hann í því, að láta ekki draumsýnina um jöfn laun karla og kvenna, hafa þau áhrif að litið sé fram hjá staðreyndum um mismun á þessum launum. Öll sjónarmið sem geta haft áhrif á sönnunarfærsluna eru frambærileg í dómsmálinu. Dóm- stóllinn þarf að meta hæfileg áhrif hvers þeirra með öllu ósnortinn af huglægum óskum um betra mannlíf. Í bók minni nefndi ég það til skýr- ingar á þessu sjónarmiði, að stúlkan sem slasaðist eigi ekki að njóta betri launakjara í bótum en hún hefði notið ef hún hefði ekki slasast. Meginreglur í flóknu umhverfi Undir lok greinar sinnar um bók mína tekur Páll Þórhallsson undir með mér um að lögfræðingar ættu ekki að láta flóknara lagaumhverfi sökum Evrópuréttar og ýmsa ný- tísku strauma villa sér sýn. Ég vil reyndar bæta því við að nýjar kring- umstæður, sem hann lýsir með þess- um hætti, gera það jafnvel brýnna en fyrr, að virtar séu meginreglur í stjórnskipun ríkisins, meðal annars um það hvar lagasetningarvaldið liggi og hvaða heimildir dómstólar megi nota við að komast að niður- stöðum. Í flóknu umhverfi skipta meginreglur miklu máli. Það hefur heldur ekki nokkur maður fært að því rök, hvaða þörf knýi menn til að virða ekki þessar reglur. Höfundur er prófessor við lagadeild HR. SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2003 37 FASTEIGNASALA HÁTÚNI 6a SÍMI 512 1212 - FAX 512 1213 Mjög falleg og rúmgóð 129 fm íbúð á 1. hæð, þar af 18,5 fm bílskúr með öllu í nýviðgerðu og fallegu viðhaldsfríu fjöl- býlishúsi á besta stað í Garðabænum. Yfirbyggðar svalir. Björt og rúmgóð stofa og borðstofa með fallegu eikar- parketi á gólfi. Við borðstofu er gengið út á mjög rúmgóðar 14 fm yfirbyggðar svalir. Mjög snyrtileg sameign, nýmál- uð. Húsið var tekið í gegn að utan fyrir ca 1 ári, þ.e.a.s. klætt og byggt yfir svalirnar. Góður garður með leiktækjum og fótboltavelli, tilvalið fyrir börnin. Stutt í alla þjónustu. Verð 15,9 m. Jón tekur vel á móti væntanlegum kaupendum í dag frá kl. 15-17. LYNGMÓAR 2 – GBÆ OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 15-17 BÚJARÐIR - BÚJARÐIR Til sölu hjá okkur er nú fjöldi áhugaverðra jarða, m.a. hlunnindajarðir, jarðir með greiðslumarki í sauðfé og mjólk, einnig jarðir fyrir garðyrkju, skógrækt, hrossarækt, svínarækt, frístundabúskap og ferðaþjónustu. Jarðir þessar eru víðsvegar um landið. Erum einnig með á söluskrá fjölda sumarhúsa og hesthúsa. Hjá okkur er einnig oft til sölu sauðfjár og mjólkurframleiðsluréttur. Fáið senda söluskrá í pósti eða nálgist eintak á skrifstofu. Minnum einnig á fmeignir.is og mbl.is. BÚJARÐIR - BÚJARÐIR Til sölu hjá okkur er nú fjöldi áhugaverðra jarða, m.a. hlunnindajarðir, jarðir með greiðslumarki í sauðfé og mjólk, einnig jarðir fyrir garðyrkju, skógrækt, hrossarækt, svínarækt, frístundabúskap og ferðaþjónustu. Jarðir þessar eru víðsvegar um landið. Erum einnig með á söluskrá fjölda sumarhúsa og hesthúsa. Hjá okkur er einnig oft til sölu sauðfjár og mjólkurframleiðsluréttur. Fáið senda söluskrá í pósti eða nálgist eintak á skrifstofu. Minnum einnig á fmeignir.is og mbl.is. Til sölu hjá okkur er nú fjöldi áhugaverðra jarða, m.a. hlunnindajarðir, jarðir með greiðslumark í sauðfé og mjólk, einnig jarðir fyrir garðyrkju, skógrækt, hrossa- rækt, svínarækt, frístundabúskap og ferðaþjónustu. Jarðir þessar eru víðs vegar um landið. Erum einnig með á söluskrá fjölda sumarhúsa og hesthúsa. Hjá okkur er einnig oft til sölu sauðfjár- og mjólkurframleiðsluréttur. Fáið senda söluskrá í pósti eða nálgist eintak á skrifstofu. Sölu enn FM aðstoða. Minnum einnig á fmeignir.is og mbl.is. Til sölu jörðin Syðri-Gegnishólar í Gaulverjabæj- arhreppi, Árnessýslu. Á jörðinni er rekið myndar- legt kúabú. Ágætar byggingar og landgæði. Framleiðsluréttur í mjólk um 124 þús. lítrar. Hér er um að ræða áhugaverða bújörð með allri áhöfn á góðum stað á Suðurlandi. Nánari upp- lýsingar á skrifstofu FM. Sjá ei nig fmeignir.is og mbl.is. 101060 SYÐRI - GEGNISHÓLAR LAUGAVEGUR 56 Til sölu eða leigu Laugavegur 56. Um er að ræða alla hús- eignina sem skiptist í 3 hæðir. Verslunarhúsnæðið er alls 175 fm. Mjög stór baklóð sem gefur ýmsa möguleika varðandi byggingarrétt á lóðinni. Höfum fengið til sölu þekkta og vel búna ljósa- og gjafavöruverslun í hjarta Selfoss. Verslunin er rekin í mjög vel staðsettu leiguhúsnæði og kemur áframhaldandi leiga til greina. Góð markaðshlutdeild. Ein- stakt tækifæri fyrir aðila sem vilja taka við góðu búi. Hagstætt verð. Góður sölutími framundan. Fyrirtæki á Selfossi Ljósa- og gjafavöruverslun Austurvegi 38 • 800 Selfossi Sími 482 4800 • Fax 482 4848 arborgir@arborgir.is - www.arborgir.is Upplýsingar á Fasteignasölunni Árborgum • Selfossi sími 482 4800 • Vefsíða: arborgir.is Falleg 2ja herb. íbúð í vestur- bænum til sölu, á 3 hæð. Parket á gólfum. Suðursvalir. Húsið allt nýtekið í gegn. Verður til sýnis sunnud. frá kl. 15.00-20.00. Keilugrandi 2 - Opið hús - til sölu Nánari upplýsingar í síma 899 7464 - Herdís Austur-Landeyjar Upplýsingar gefur sölumaður bújarða Jón Hólm Stefánsson í síma 896 4761. Rimakot Eyðijörð, húsalaust lögbýli. Stærð 65 ha. Grasi gróin hrossajörð. Liggur að sjó/Rimakotsfjöru - reki. Neðanverður Þjórsárdalur - skógrækt Afgirt um 40 ha mjög gott skógræktarland neðst í Þjórsárdal. Landið er húsalaust og tilbúið til plöntunar. Stutt í hitaveitu. Veiðiréttur. Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, s. 588 4477 eða 822 8242. Öll eignin við Álftamýri 1-3 er til sölu/leigu, samtals ca 1.600 fm. 706 fm á tveimur hæðum, innréttað sem aðgerða- og læknastofur. 264 fm á annarri hæð, innréttað fyrir sjúkraþjálfun og skrifstofur. 602 fm verslun og lager innréttað sem apótek. Mjög góð staðsetning. Mjög góð aðkoma. Næg bílastæði. Mögulegur byggingarréttur. Verð tilboð. ÁLFTAMÝRI TIL SÖLU/LEIGU Húsgögn Ljós Gjafavara Mörkinni 3, sími 588 0640 www.casa.is Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-15.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.