Morgunblaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 11
Sujan, og það gekk mjög illa að fá byggingar- leyfi. Ég var búinn að fá samþykki hjá því sem ég hélt að væru lögleg yfirvöld og var með papp- íra upp á það. En þegar ég kom á staðinn voru allir á móti því að ég byggði þarna. Smám saman varð mér ljóst að sjálfskipaður héraðshöfðingi réð lögum og lofum í héraðinu. Í þessu tilfelli var það kona, kommander Kaftar, fyrrverandi skæruliðaforingi. Talibanar gerðu nokkrar árásir til að ná þessu héraði á sitt vald, en urðu alltaf frá að hverfa. Hún var svo öflug. Í eitt skiptið sem ég kem í héraðið þá býður hún mér heim. Hún býr í hálfgerðu virki hátt í fjallshlíð með sonum sínum og stórfjölskyldu. Maðurinn hennar er látinn. Kaftar er um sex- tugt. Hún hylur ekki andlit sitt, er stórskorin og maður finnur strax að hún er fæddur foringi. Horfir beint í augun á manni, spyr ákveðinna spurninga og geislar af henni myndugleikinn. Það var borið á borð fyrir okkur feitt soðið lambakjöt, soðin hrísgrjón, brauð og heimatilbú- ið ósaltað smjör, sem oft er þrátt á bragðið. Ég borðaði þetta með bestu lyst, enda vanur svona góðmeti að heiman. Hún tók eftir því að ég gerði matnum góð skil og nefndi sérstaklega að það hefði komið erlendur blaðamaður sem móðgaði hana með því að bragða ekki á matnum sem hún bar fram. Ég er ekki frá því að hluta af þeirri velvild sem ég naut hjá Kaftar eigi ég að þakka því að ég gerði matnum góð skil.“ Kaftar talaði við Ríkarð um skólabygginguna og var áhugasöm um að stúlkur fengju að ganga í skólann. Hún spurði hvort hún fengi einnig kennslugögn og húsgögn í skólann, en þegar hafði verið ákveðið að það myndi fylgja. Kaftar samþykkti áformin um skólann og þá gat bygg- ingarvinnan hafist. „Hún sagðist skyldi sjá til þess að það yrði nóg af verkamönnum til að vinna við bygginguna. Það var greinilegt að ég hafði ekki farið rétta boðleið í upphafi til að fá byggingarleyfi,“ segir Ríkarður. Skólunum er skilað fullbúnum með húsgögn- um, auk þess sem nemendur fá bækur, skóla- tösku og skriffæri. Mikill skortur er á kennurum og þeir sem fást fá laun frá foreldrum nemend- anna. Hvorki menntamálaráðuneyti né sveitar- félög geta greitt kennurunum laun. Í skólunum fimm eru um 2.400 nemendur og 40–50 starfs- menn. Að sögn Ríkarðs eru flestir kennaranna rosknir karlar og þeim til aðstoðar eru leiðbein- endur sem valdir eru úr hverjum bekk, venju- lega duglegustu nemendurnir. Kennararnir eru ekki nógu margir til að allir bekkir hafi kennara samtímis. Borðað með guðsgöfflunum Afganska lambakjötið er ekki ólíkt því ís- lenska, en mjög feitt að sögn Ríkarðs. Ekki er notað krydd né sósur, en maturinn aðeins salt- aður. Líklega ekki mjög frábrugðið matreiðslu Íslendinga fyrr á öldum, fyrir utan hrísgrjónin. Afganir sjóða líka einskonar kjötsúpu. „Þeir nota hvorki súpudiska né skeiðar og all- ir borða úr sömu skál. Þá er brotið brauð og hent í súpuna, svo úr þessu verður mauk. Síðan taka menn til matar síns og borða með fingrunum.“ Ríkarður segir að vel megi venjast því að borða með guðsgöfflunum. Það sé þó alls ekki sama hvernig gengið er til matar síns. „Þeir þvo hend- ur sínar vandlega fyrir og eftir mat og nota ein- göngu þrjá fingur hreinu handarinnar – þeirrar hægri – þumalfingur, vísifingur og löngutöng, til að matast með. Maður lærir fljótt að teygja alls ekki vinstri hendina, þá óhreinu, í átt að mat. Hún gegnir öðru hlutverki í meltingarferlinu!“ Ríkarður segist hafa lært svolítið í máli Afg- ana, dari, sem er afbrigði af persnesku. „Ég lærði að skrifa nafnið mitt og tölustafina. Einnig er mjög nauðsynlegt að kunna að telja á dari og að geta prúttað um verð á næstum hverju sem er. Það þarf alltaf að prútta, hvort sem er um verð á skólabyggingu eða brauðbita. Það er hefð að prútta og þannig reka þeir viðskipti. Ég var alltaf með túlk, ungan pilt sem hafði verið í læknisfræði en hrökklaðist úr námi þegar talib- anar voru við völd. Hann talar góða ensku og var í fastri vinnu sem túlkur minn.“ Meðallífslíkur afganskra karlmanna eru 45 ár, sem segir sitt um heilsufarið. Ríkarður tald- ist því í hópi öldunganna, rétt kominn á sextugs- aldurinn. „Það er borin virðing fyrir aldri og það kom sér ekki illa að vera orðinn miðaldra.“ „Við Vesturlandabúar afgreiðum kannski afg- anska fólkið sem það sé ekkert hægt að hjálpa því. En þegar þú sérð börnin, 6–10 ára gömul, þá gætir þú alveg eins verið að koma í barnahóp heima á Íslandi. Þau koma hlæjandi á móti þér og það þarf að sussa á þau þegar þau hlaupa út í glugga til að sjá hver er að koma. Þetta eru ósköp venjuleg og eðlileg börn. Þau fylla mann trú á að ef við höldum áfram að hjálpa þeim þá sé hægt að byggja þarna upp heilbrigt samfélag. Ef börnin fá ekki tækifæri til að mennta sig og alast upp í samfélagi sem veitir þeim stuðning þá verða þarna endalaus stríð sem dreifast út um heiminn með öfgasinnum, eins og dæmin sanna.“ Ríkarður segir fæsta foreldra barnanna hafi fengið tækifæri til að mennta sig. Undanfarin tuttugu ár hafi lífsbaráttan verið hörð og snúist um það eitt að komast af, hafa í sig og á. „Börnin eru full bjartsýni og við verðum að gera okkar besta til að valda þeim ekki vonbrigðum. Tryggja að framtíð þeirra verði önnur en þeirra kynslóða sem eldri eru.“ Stundum sést árangur Ríkarður segist vel hefði getað hugsað sér að starfa áfram í Afganistan. Þetta sé erfitt, en um leið mjög gefandi starf. Vinnudagur oft langur og stundum virðist árangurinn lítill. „Inn á milli sér maður alltaf að það sem verið er að framkvæma, jafnvel þótt það sé ekki stórt í sniðum, hjálpar fólkinu. Það er gaman að starfa að uppbyggingu, vera byggingarstjóri og sjá hvað mikið er hægt að byggja með þeim tækjum og efni sem til er á svæðinu.“ Ljósmyndir/Ríkarður Már Pétursson Skóladrengir í Sujan orna sér við opinn eld. Kennt var í tjöldum á meðan skólinn var byggður. Þarna er mikill hitamunur, allt að 50 stiga hiti á sumrin og 15 stiga frost í fjallahéruðum yfir veturinn. Þegar lagður er hornsteinn er hefð að skera sauð og láta blóðið renna í húsgrunninn þar sem steinn- inn er lagður, líkt og við byggingu vöruhússins í Masar-i-Sharif. Farið var með vers úr Kóraninum og skepnunni lógað eftir siðareglum múslima. Síðan var slegið upp veislu og sauðurinn etinn. Vegna kennaraskorts eru duglegir nemendur látnir leiðbeina bekkjarfélögum. Nemendur í sama bekk geta verið á ýmsum aldri. Hér hafa skólasveinar teiknað mynd af bíl á töfluna. Bíll í þeirra vitund er Toyota Landcruiser 70 með talstöðvarloftnet á framstuðaranum, eins og bíll Ríkarðs í Afganistan. felst í börnunum gudni@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2003 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.