Morgunblaðið - 21.10.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.10.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ VILJA MEIRA EFTIRLIT Í nýrri skýrslu Neytendasamtak- anna um íslenskan tryggingamarkað og tryggingar heimilanna er stað- hæft að ástæða sé til að efla opinbert eftirlit með rekstri vátryggingafélag- anna. Leita þurfi leiða til að draga úr kerfisbundinni tilhneigingu til óþarfrar sjóðasöfnunar trygginga- félaganna. Fram kemur að trygg- ingaiðgjöld hafi hækkað um 70% að meðaltali undanfarin sex ár en vísi- tala neysluverðs hafi hækkað um 26% á sama tíma. Vilja sameina prestaköll Miklar umræður urðu á Kirkju- þingi í gær um tillögur um að sam- eina prestaköll í þremur prófasts- dæmum. Lögð er til sameining Hvammsprestakalls og Hjarð- arholtsprestakalls, Bíldudals- og Tálknafjarðarprestakalla og um sam- einingu Melstaðarprestakalls og Prestsbakkaprestakalls. Þá er lögð til stofnun nýs prestakalls í Graf- arholti í Reykjavík. Bílddælingar eru ósáttir við tillöguna sem felur í sér að prestssetur í sameinuðu prestakalli í Barðastrandarsýslu verði í Tálkna- firði. 2,3 milljarða hagnaður Fjárfestingarfélagið Straumur hagnaðist um 2,3 milljarða kr. á fyrstu níu mánuðum ársins, en hagn- aður sama tímabils í fyrra nam 581 milljón króna. Tillaga um þorskveiðibann Vísindamenn Alþjóðahaf- rannsóknaráðsins hafa ráðlagt Evr- ópusambandinu að banna þorsk- veiðar algerlega í Norðursjó, Írlandshafi og undan vesturströnd Skotlands. Þetta er annað árið í röð sem ráðið leggur til algert bann við þorskveiðum á þessum hafsvæðum. Vegvísir eina vonin Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sagði í gær er hann setti ísr- aelska þingið, að Vegvísirinn til friðar væri eina vonin til þess, að endi yrði bundinn á deilur Ísraela og Palest- ínumanna. Hann ítrekaði hins vegar, að byggingu aðskilnaðarmúrsins yrði hraðað. Palestínumenn segja, að með ræðunni hafi Sharon enn kynt undir ófriðnum og Shimon Peres, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði, að Sharon væri búinn að glata öllum tækifærum til að koma á friði. Sultu í hel Talið er, að tugir ólöglegra inn- flytjenda hafi látist úr hungri og þorsta er þeir velktust um í bátkænu á Miðjarðarhafi í nærri þrjár vikur. Lögðu 85 Sómalir upp frá Líbýu 3. október en 15 voru á lífi er báturinn fannst í fyrrinótt. Ítalir vilja, að Evr- ópusambandsríkin sjái sameiginlega um eftirlit á Miðjarðarhafi og nái samkomulagi við önnur ríki um að hefta þennan straum. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 32 Viðskipti 13 Dans 41 Erlent 14/16 Minningar 36/38 Höfuðborgin 19 Bréf 40 Akureyri 20 Dagbók 42/43 Suðurnes 21 Kvikmyndir 48 Landið 23 Fólk 48/53 Daglegt líf 24/25 Bíó 50/53 Listir 26/32 Ljósvakar 54/55 Forystugrein 28 Veður 55 * * * FJÓRÐI 30 megavatta gufuhverfill- inn verður settur upp á Nesjavöllum fyrir októberlok 2005. Verður þá virkjunin á Nesjavöllum fullnýtt og framleiðir þá 120 megavött sem raf- magn og 300 megavött í heitu vatni. Þar af munu 100 megavött í heitu vatni bætast við í vetur. Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, sagði að nú væru framleidd 90 megavött í raf- magni á Nesjavöllum en þau yrðu 120 þegar nýi gufuhverfillinn bættist við eftir tvö ár. Þessi orka væri hugs- uð sem viðbót inn á veitukerfið al- mennt, en sérstök orkuöflun vegna stækkunar Norðuráls yrði við Kol- viðarhól á Hellisheiði. Þar myndi ný virkjun rísa sem stefnt væri að að kæmist í gagnið árið 2006, en reikn- að væri með að vélbúnaður vegna þeirrar virkjunar yrði boðinn út snemma á næsta ári. Í fyrsta áfanga væri stefnt að því að framleiða þar 80 megavött í rafmagni en þegar þar hefði verið fullvirkjað væri gert ráð fyrir að rafmgnsframleiðslan þar yrði 120 megavött og að auki yrðu þar framleidd 400 megavött í heitu vatni. Fjórða vélin sett upp á Nesjavöllum í lok október SVAVAR Guðni Svavarsson, skákmeistari Sjálsfbjargar á höf- uðborgarsvæðinu, vann á dög- unum opna flokkinn hjá Tafl- félagi Reykjavíkur og var í 5. sæti á hraðskákmóti Reykjavíkur en hraðskák kýs Svavar að kalla „fingraleikfimi“. Svavar, sem er með þrengsli í mænu í baki og hálsi og gengur bæði í belti og með kraga, segir fulla ástæðu til þess að vekja at- hygli á skákinni á ári fatlaðra. Vill sjá fleiri fatlaða leggja stund á skákina Svavar, sem er að verða sjötug- ur, segist gjarnan vilja sjá fleiri fötluð ungmenni leggja stund á skákina. „Þetta er hugarleikfimi og líkamleg fötlun á ekki að hafa áhrif á getu manna til þess að stunda skákina. Þetta er íþrótt sem er alveg upplögð fyrir fatl- aða og ég vil vekja athygli á því.“ Svavar segir að því miður sé erfitt að koma fötluðum ungling- um á æfingar hjá Taflfélagi Reykjavíkur vegna þess að þar séu tveir erfiðir stigar en engin lyfta. „Ég þekki þetta sjálfur af eigin raun enda er ég hálflamað- ur þegar ég er búinn að fara upp stigana. Þetta er auðvitað ekki nógu gott og fötluðum ung- lingum er gerður hálfgerður grikkur með þessu.“ Svavar telur einnig að óskyn- samlegt sé að leggja niður skák- æfingar á sumrin eins og Íslend- ingar geri. Bretar hafi t.d. farið að ná góðum árangri þegar þeir hafi tekið að æfa allt árið. Þessu þurfi einnig að breyta hér enda sé skákin ekki bara vetraríþrótt. „Skákin upplögð íþrótt fyrir fatlaða“ TALSVERT hefur borið á inn- brotum í nýbyggingar, vinnu- skúra og verkstæði að undan- förnu auk þess sem þjófar hafa verið á ferðinni á vinnusvæð- um. Einkum sækjast þeir eftir verkfærum, vélum, verkfæra- kistum og áhöldum. Lögreglan í Reykjavík hvet- ur alla til að merkja verkfæri og önnur áhöld og skrá hjá sér heiti þeirra og númer. Á þetta einnig við um heimilistæki s.s. tölvur, sjónvarpstæki og hljóm- flutningstæki. Ef þjófnaður er framinn geta þessar ráðstafan- ir auðveldað lögreglunni að tengja hlutina við einstök til- kynnt þjófnaðarmál og aukið líkurnar á því að eigendurnir endurheimti hlutina. Varað við innbrots- þjófum HÁTÆKNI skapar fleiri störf enhefðbundnar atvinnugreinar. Fyrir- tæki sem leggja áherslu á rannsókn- ir og þróun vaxa hraðar en þau sem gera það ekki. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu um hátækniiðnaðinn á Íslandi, sem gefin verður út í dag. Í skýrslunni er dreg- in upp mynd af árangri og ávinningi rannsóknafyrirtækja árin 1990 til 2002. Frá þessu er greint í frétt á heimasíðu Rannís. Í fréttinni segir að útflutningur hátækniiðnaðar hafi vaxið úr 200 milljónum króna árið 1990 í um 20 milljarða króna árið 2002. Markaðs- verðmæti fjögurra hátæknifyrir- tækja sem skráð eru á Verðbréfa- þing Íslands vaxi hraðar en annarra og sé um 20% af verðmæti allra fyr- irtækjanna á þinginu. Höfundur skýrslunnar er Birgir Harðarson viðskiptafræðingur og fékk hann styrk frá Rannís til verk- efnisins. Hátækni er atvinnu- skapandi BÆJARSTJÓRN Vestmannaeyja vill taka yfir rekstur heilbrigðisþjón- ustu í Vestmannaeyjum með það fyr- ir augum að gera bæinn að heilsubæ þar sem m.a. verður boðið upp á þjónustu fyrir offitusjúklinga. Á fundi bæjarstjórnar var sam- þykkt að hefja viðræður við heil- brigðisráðuneytið um að bærinn taki yfir rekstur heilsugæslu, sjúkahúss, öldrunarþjónustu og málefni fatl- aðra í Vestmannaeyjum og að um þá yfirtöku verði gerður sérstakur þjónustusamningur. „Sóknartækifærin sem við sjáum eru m.a. í því að tengja þetta heilsu- lækningum, við sjáum vaxtarsprota í þessum geira,“ segir Bergur E. Ágústsson, bæjarstjóri. Með því að búa til eina stjórn fyrir rekstur heilsugæslu, sjúkrahúss, öldrunarþjónustu og málefni fatl- aðra heima í héraði fæst nálægð við málefnin, hægt er að leita að hag- ræðingu og reyna að ná fram vexti með áherslu á heilsugeirann, segir Bergur. „Við viljum auka umsvifin og teljum að það sé hægt með því að fara í ákveðna sérhæfingu.“ Bergur segist vonast til þess að fólk komi víða að til að njóta þjónust- unnar og segir heilsusamlega ímynd bæjarins nýtast vel. „Við teljum að þetta passi mjög vel hérna inn.“ Hann segir að margfeldisáhrifin af því að fá fólk til Eyja til að njóta heilsutengdrar þjónustu umtalsverð. Bæjarstjórnin er nýbúin að senda heilbrigðisráðherra bréf þar sem farið er fram á viðræður um málið. „Við vitum að þetta er mikið mál, menn vita að þetta er umfangsmikið og dýrt í rekstri og við verðum bara að sjá hvernig þau mál þróast.“ Offitusjúklingar fái meðferð í Eyjum BAUGUR Group hefur ákveðið að taka þátt í alhliða tryggingastarfsemi með vátryggingafélaginu Verði á Ak- ureyri. Baugur mun leggja fram 300 milljónir króna og eignast helmings- hlut í hlutafélaginu Verði. Sótt hefur verið um heimild Fjármálaeftirlitsins til að breyta Verði í hlutafélag, auk þess sem Baugur hefur sótt um heim- ild til að taka þátt í hlutafjáraukningu félagsins. Eignir Varðar eru metnar á 300 milljónir króna og er fyrirhugað að núverandi félag eignist helmings- hlut í hinu væntanlega hlutafélagi. Hreinn Loftsson, stjórnarformað- ur Baugs Group, segir að Baugur telji mikla möguleika á tryggingasviðinu og með þátttöku í Verði sé stefnt að útvíkkun á starfsemi félagsins. Óli Þór Ástvaldsson, framkvæmda- stjóri Varðar, segir að félagið hafi verið rekið sem svonefnt gagnkvæmt félag frá árinu 1926, sem þýði að það sé í eigu viðskiptavina sinna. Hann segir að viðskiptavinir félagsins hafi í upphafi verið útgerðarmenn. Frá því félagið hafi fengið heimild til að reka alhliða vátryggingastarfsemi, í árslok 1996, hafi viðskiptavinum hins vegar fjölgað, og nú bjóði félagið upp á al- hliða tryggingar. Hreinn segir að fyrir þremur árum hafi Baugur tekið þátt í fjárhagslegri endurskipulagningu Allianz-umboðs- ins, sem er fyrst og fremst í söfnunar- líftryggingum og viðbótarlífeyris- sparnaði. Dótturfélag Baugs Group, Hringur, á um 65% hlut í Allianz-um- boðinu á móti minni hluthöfum. Baugur Group í tryggingar ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.