Morgunblaðið - 21.10.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 21.10.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. FORSVARSMENN Kirkjugarða Reykjavík- urprófastsdæma gera ráð fyrir að taka samtals 50 hektara land undir kirkjugarða á næstu tveimur áratugum. Við Gufuneskirkjugarð eru fimmtán hektarar sem ráðgert er að taka undir grafarsvæði á næstu tíu til fimmtán árum, að sögn Þórsteins Ragnarssonar, forstjóra Kirkjugarðanna. Aukin- heldur er gert ráð fyrir tólf hektara landi í Kópa- vogi, 20 hektara svæði undir Úlfarsfelli og þriggja hektara duftgarði, eins og það er kallað við Leyni- mýri við Öskjuhlíð. Gert er ráð fyrir að síðast- nefndu tvö svæðin verði afhent í kringum 2015. Samkvæmt spá Hagstofu Íslands er gert ráð fyrir því að fjöldi látinna á hverja þúsund íbúa á Ís- landi muni hækka úr 6,4 dauðsföllum árið 2000 í 11,6 dauðsföll árið 2045. Það þýðir að fjöldi látinna á Íslandi fari úr 1.823 árið 2000 í 4.115 árið 2045. Að sögn Þórsteins er ástæðan hækkandi með- alaldur fólks, á undanförnum áratugum, en talið er að meðalaldur hækki ekki verulega á næstunni. „Við sífellt hækkandi meðalaldur hefur öldruðum fjölgað hlutfallslega mjög mikið á síðustu áratug- um og hefur orðið mikil „uppsöfnun“ í elstu aldurs- hópunum,“ segir í fréttabréfi Kirkjugarða Reykja- víkur. „Á áratugunum milli 2000 og 2045 mun aldursdreifing væntanlega aftur ná meira jafn- vægi með stóraukinni dánartíðni úr elsta aldurs- hópnum.“ Á heimasíðu Kirkjugarðanna kemur fram að lík- brennsla hefur færst í vöxt á síðustu árum. Er nú svo komið að rúmlega fimmta hver útför á höf- uðborgarsvæðinu er bálför. Að sögn Þórsteins er hægt að taka sex sinnum fleiri duftgrafir á hvern hektara lands en kistugrafir. Fimmtíu hekt- arar undir kirkjugarða AUGU bæði manna og myndavéla fylgdust spennt með í þann mund sem Strokkur í Haukadal bjó sig undir að þeyta sjóðandi vatni upp í loftið í fagurri hauststillunni. Hverinn gýs sem kunnugt er reglulega og þessir bandarísku skólakrakkar hafa væntanlega ekki séð eftir að hafa lagt á sig ferð yfir Atlantshafið til þess að upplifa Strokk í vígamóð og fundið þannig hversu lifandi íslensk náttúra er. Morgunblaðið/RAX Með augun á Strokki ÞEGAR Jón Vilberg Guðjónsson hugðist í sumar fá endurgreitt tryggingagjald, sem hann átti inni hjá Líftryggingafélagi Íslands hf., vegna líftryggingar sem keypt var árið 1933 af norska líftrygginga- félaginu Andvöku, kom í ljós að inn- stæðan var alls 20 krónur. Að auki fékk hann bónusgreiðslu upp á 5.232 krónur. Að sögn Rúnars Guðjóns- sonar, deildarstjóra hjá Líftrygg- ingafélagi Íslands, voru samningar sem gerðir voru á þessum tíma ekki verðtryggðir og „fóru því illa út úr“ verðbólgunni. Með sama hætti „brunnu lán upp“ sem tekin voru fyrir tíma verðtryggingar. Forsaga málsins er sú að faðir Jóns, Guðjón Jónsson, keypti líf- tryggingu handa syni sínum, af norska tryggingafélaginu Andvöku, árið 1933, en þá var Jón ellefu ára. Tryggingaskjalið var gefið út í Ósló hinn 28. nóvember 1933. Í samn- ingnum við félagið var m.a. kveðið á um að 2.000 íslenskar krónur skyldu greiddar út árið 1972. Fyrsta greiðslan sem Guðjón innti af hendi, vegna samningsins, var 52,20 krónur, en þá upphæð greiddi Guðjón og síðan Jón næstu átta árin. Guðjón vann sextíu tíma á viku, að sögn Jóns, og fékk í vikulaun 104 krónur. Var því greiðslan um helm- ingur af vikulaununum. Jón segir að árið 1972 hafi hann verið búinn að gleyma líftrygging- unni, „en ég fór af stað á níunda ára- tugnum og spurði hvað ég gæti feng- ið borgað. Þá voru mér boðnar 24 krónur.“ Jón kveðst ekki hafa tekið við þeim krónum en nú í júní í sumar ákvað hann „að fara aftur af stað til að reyna að fá málið afgreitt.“ Þá var Líftryggingafélag Íslands hf. búið að taka yfir skuldbindingar félagsins Andvöku, en í millitíðinni hafði fé- lagið verið selt nokkrum sinnum. Jón segir að í haust, eða um þrem- ur mánuðum eftir að hann hefði lagt inn ósk um afgreiðslu sinna mála hjá félaginu, hafi hann fengið erindi um að tryggingafjárhæðin, sem hann gæti fengið útgreidda væri 20 ís- lenskar krónur. Í bónus fékk hann hins vegar 5.212 krónur, en kveðið er á um slíka bónusgreiðslu í samn- ingi Andvöku. Jón segir að þetta sé í raun dæmi um hvernig margir fóru út úr verðbólgunni. Líftryggingin brann upp Í GREINARGERÐ vegna af- sagnar sinnar sem varaborgar- fulltrúi og varaformaður menn- ingarmálanefndar Reykjavíkur segir Steinunn Birna Ragnars- dóttir að hún hafi upplifað að vera meinað að tjá sig um skoð- anir sínar í borgarstjórn af sam- herjum sínum. Hún hafi m.a. ritað grein í Morgunblaðið um málefni Aust- urbæjarbíós en sú grein hafi verið ræða sem hún hafi ætlað að halda í borgarstjórn en ekki fengið að flytja þar sem hún hafi ekki fallið að skoðunum annarra fulltrúa. Aðspurð segir Steinunn Birna að þetta hafi kannski verið sá atburður sem hafi vakið sig hvað alvarlegast til umhugsunar um veru sína í þessu starfi, „og hvort ég gæti yfirleitt beitt mér fyrir málum sem eru mér mikilvæg og ég vil gjarnan berjast fyrir. Hvaða að- gang hafa kjósendur að lýðræð- islegri umræðu þegar hún er þögguð niður í meirihluta borg- arstjórnar?“ Steinunn Birna segir það gefa auga leið að menn séu ekki alltaf sammála og allra síst í svona málum. „Fulltrúar í borg- arstjórn geta auðvitað verið mjög ósammála um afdrif eða örlög eins húss og málið ekki pólitískt í eðli sínu. En menn verða að fá frelsi til að gera upp hug sinn í svona málum í menn- ingarsögulegu samhengi og ég hef orðið vör við að fjöldi fólks er sammála mér. Mér finnst því að borgaryfirvöld skuldi kjós- endum og borgarbúum það að þeir fái að verða vitni að skoð- anaskiptum í sitjandi meiri- hluta, að það sé ekki eitthvað sem haldið sé frá fólki. Og þótt niðurstaðan verði ekki öllum að skapi hefur það að minnsta kosti upplifað að skoðun þeirra hafi verið komið á framfæri og hún rædd,“ segir Steinunn Birna. Steinunn Birna segir í grein- argerðinni að ekki hafi verið nægilega gætt að faglegum sjón- armiðum en hagræðing ein frek- ar ráðið för. „Án þess að ég dragi það í efa að menn þurfi að vera varkárir með fé skattborgaranna hef ég oft haft á tilfinningunni, þegar því er haldið fram að ekki sé til fé í verkefnin, að þá séu þau rök notuð sem umbúðapappír þegar pólitískan vilja skortir. Oft speglar þetta ekki bara auraleysi heldur einnig viljaleysi og ég tel að það viljaleysi hafi verið of ríkjandi viðhorf gagnvart menn- ingarmálum í Reykjavík.“ Greinargerð Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur Var meinað að tjá sig um Austurbæjarbíó  Menningarborgin/29 ÍSLENSK kona, Heba Þórisdóttir, hafði yfirumsjón með förðun í nýrri mynd Quentins Tarantinos, Bana Billa (Kill Bill), sem var frumsýnd hérlendis um helgina. Heba hefur búið í Los Angeles í 16 ár þar sem hún hefur líka unnið við gerð rokk- myndbanda og auglýsinga. Hún hefur góða reynslu af sam- starfinu við Tarantino en auk þess hefur hún unnið með öðrum þekkt- um leikstjóra, David Lynch. Lucy Liu í hlutverki sínu. Áhersla var lögð á augun í förðun. Heba Þórisdóttir Förðunar- meistari í Bana Billa  Hringdi/52 TVÍTUGUR ökumaður var stöðvað- ur á ofsahraða rétt fyrir utan Húsa- vík um helgina. Mældist hann á 165 km hraða þegar hann var gómaður af lögreglumönnum. Ökumaðurinn gaf þær skýringar að hann hefði ver- ið að „flýta sér“ en tilgreindi ekki frekar ástæður sínar fyrir aksturs- lagi sínu. Ekkert mark var tekið á honum og má hann búast við öku- leyfissviptingu fyrir aksturslag sitt. Tekinn á 165 km hraða ♦ ♦ ♦ ÓLAFUR Elíasson verður með einkasýningu í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsinu 17. jan- úar nk. Sýningin tekur yfir allt safnið og er, að sögn Soffíu Karlsdóttur kynningarstjóra, óum- deilanlega viðamesta og kostnaðarsamasta sýn- ingarverkefni sem Listasafn Reykjavíkur hefur ráðist í. Sýning Ólafs stendur í tvo mánuði og lýkur um líkt leyti og sýningu hans í Tate Modern. Sú sýning hefur vakið verðskuldaða athygli fjöl- miðla og almennings og allir samdóma um stór- fengleika hennar. Verk Ólafs, Skáli / Pavillion, sem hann sýndi í Listasafni Reykjavíkur – Kjarvalsstöðum 1998. Ólafur Elíasson sýnir í Hafnarhúsinu ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.