Morgunblaðið - 21.10.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.10.2003, Blaðsíða 14
ÚR VERINU 14 ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Handbókin vinsæla frá ISO í íslenskri þýðingu ISO 9001 FYRIR LÍTIL FYRIRTÆKI - LEIÐSÖGN Pantaðu á www.stadlar.is ERLENT ÞORBJÖRN Fiskanes í Grindavík hefur keypt allt hlutafé í Ugga ehf. og Fiskverkun Hilmars og Odds í Reykjanesbæ. Eignir þessara félaga eru netabáturinn Stafnes KE og aflahlutdeild hans. Aflamark skips- ins samkvæmt núverandi úthlutun er um 685 tonn, þar af um 454 tonn af þorski. Samkomulag er um það milli aðila að gefa ekki upp kaupverð, en miðað við verð á aflahlutdeild gæti það verið um 700 milljónir króna. Styrkja vinnsluna í landi Eiríkur Tómasson, framkvæmda- stjóri Þorbjarnar Fiskaness, segir að kaupin séu gerð til að styrkja vinnsl- una í landi, en eftir þetta ræður fé- lagið yfir um 22.100 þorskígildum. „Við höfum verið með netaveiðar í lágmarki síðustu tvö árin og ætlum að auka þær nú, enda hef ég trú á því að netaveiðin fari að koma sterk inn á ný. Þetta gefur okkur einnig tæki- færi til að auka söltunina hjá okkur, það gefur skást eins og staðan er í dag. Frystingin er afar erfið eins og er,“ segir Eiríkur Tómasson. Stafnesið verður áfram gert út á net og verður Oddur Sæmundsson, einn fyrri eigenda bátsins, með hann áfram til að byrja með að minnsta kosti. Hingað og ekki lengra „Það eru ýmsar ástæður fyrir því að maður hættir í útgerðinni. Um- ræðan um sjávarútveginn er stöðugt svo neikvæð, að það er varla hægt að vinna við þessar aðstæður. Eins og Alþingi er skipað núna treystir mað- ur engum og því segjum við hingað og ekki lengra,“ segir Oddur Sæ- mundsson. Oddur segir að það virðist aldrei ætla að komast á friður um sjávar- útveginn og nú liggi fyrir að hluti aflaheimilda þeirra verði af þeim tekinn á næsta ári. „Ég fæ það ekki inn í minn harða haus hvernig hægt verður að auka aflaheimildir smábátanna ennþá einu sinni með línuívilnuninni, sem búið er að lofa. Við höfum keypt hvert einasta kíló af aflaheimildum okkar og svo á að fara að taka þær af okkur. Það er ekki hægt að vera í út- gerð við svona aðstæður og þegar gott tilboð kemur er ekkert annað að gera en að taka því,“ segir Oddur. Mogunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Stafnesið er netabátur byggður í Hollandi 1965, en bátnum hefur verið breytt mikið síðan. Aflaheimildir bátsins eru um 685 tonn á þessu ári. Þorbjörn Fiskanes kaupir Stafnes KE Ekki lengur verandi í útgerð, segir einn fyrri eigenda Stafnessins ÞEIR Jón Kristjánsson og Guð- mundur Hjaltason voru kosnir í stjórn SÍF á hluthafafundi félagsins í síðustu viku. Þeir koma inn í stjórnina í stað þeirra Friðriks Pálssonar og Friðriks Jóhannsson- ar sem sögðu sig úr henni fyrir nokkru. Aðrir stjórnarmenn eru Aðal- steinn Ingólfsson, Guðmundur Ás- geirsson, Gunnar Tómasson, Jón Eðvald Friðriksson, Magnús Gauti Gautason, Ólafur Ólafsson og Pétur Hafsteinn Pálsson. Stjórnin hefur skipti með sér verkum þannig að Ólafur Ólafsson er stjórnarfomaður, Aðalsteinn Ing- ólfsson er varaformaður stjórnar og Gunnar Tómasson er ritari. Þá voru tillögur um lítilsháttar breytingar á samþykktum félagsins samþykktar á fundinun. Nýir menn í stjórn SÍF SÆPLAST hf. hefur opnað sölu- skrifstofu í Bristol í Englandi, Sae- plast UK Ltd., sem mun þjóna Englandi, Skotlandi, Írlandi og Hjaltlandseyjum. Þórir Matthías- son veitir skrifstofunni forstöðu. „Við rekum sambærilegar skrif- stofur í Hong Kong og Rotterdam og þær hafa skilað góðum árangri. Tilgangur með því að setja á stofn skrifstofu hér í Bristol er að þjóna markaðnum á Bretlandseyjum enn betur en fram að þessu. Með þessu viljum við efla persónulega þjón- ustu við okkar viðskiptavini á þessu markaðssvæði, jafnframt því sem við ætlum okkur að sækja fram og afla hér nýrra viðskipta- tengsla,“ segir Þórir Matthíasson. Markaður fyrir framleiðsluvörur Sæplasts er margþættur á Bret- landseyjum. Sæplast hefur selt mikið af kerum til sjávarútvegs- og fiskeldisfyrirtækja og það sama má segja um belgi og baujur, sem verksmiðja Sæplasts í Noregi framleiðir. Þá er vaxandi markaður fyrir framleiðsluvörur Sæplasts hjá sportbátaeigendum í Bretlandi. „Við höfum unnið að opnun þess- arar skrifstofu síðustu tvö ár, enda teljum við að Sæplast eigi hér mik- il sóknarfæri. Auk sjávarútvegs, fiskeldis og útgerða sportbáta er ætlun okkar að sækja inn á kjöt- vinnslumarkaðinn, sem er gríðar- lega stór og vaxandi hér á Bret- landseyjum.“ Sæplast opnar sölu- skrifstofu í Bristol SENDIHERRAR aðildarríkja Atl- antshafsbandalagsins settust á rökstóla í höfuðstöðvum þess í Brussel í gær til að ræða áform Evrópusambandsins (ESB) um að styrkja varnarmálasamstarfið inn- an sinna vébanda. Var fundurinn kallaður saman að frumkvæði Bandaríkjastjórnar, sem hefur áhyggjur af því að þessi áform ESB stefni í að grafa undan ein- ingu NATO. Nicholas Burns, sendiherra Bandaríkjanna hjá NATO, fór fram á að fundurinn yrði haldinn eftir að hann lýsti áhyggjum Bandaríkjastjórnar af því hvert ESB-varnarmálasamstarfið virtist vera að stefna; sérstaklega væru varhugaverðar tillögur að aðskild- um höfuðstöðvum eigin herafla ESB, sem verið er að byggja upp (svokallað hraðlið ESB), en meðal helztu bakhjarla þessara tillagna eru Frakkar og Þjóðverjar. Varað við samkeppni milli ESB og NATO Burns kvað á reglubundnum fundi NATO-sendiherranna í síð- ustu viku hafa haft uppi stór orð um að ESB-áformin ógnuðu fram- tíð NATO. Ummæli hans uppskáru hörð andsvör af hálfu fulltrúa nokkurra ESB-landa í NATO. Það hefur aukið á áhyggjur Bandaríkjamanna að teikn hafa verið um að nánasti bandamaður Bandaríkjanna í Evrópu, Bretar undir forystu Tonys Blairs, séu farnir að hallast að því að styðja þá stefnu sem Frakkar og Þjóð- verjar fylgja í þessum málum inn- an ESB. George Robertson lávarður, framkvæmdastjóri NATO, varaði í gær við því að Evrópusambandið færi út í að byggja upp aðskilda hliðstæðu við hernaðarhlutverk NATO. „Hvers konar tvöföldun og samkeppni milli Evrópusambands- ins og NATO yrðu mikil von- brigði,“ sagði Robertson þar sem hann var staddur í opinberri heim- sókn í Úkraínu. Blair til móts við Chirac og Schröder Brezki forsætisráðherrann Tony Blair hefur ítrekað að NATO verði óhagganlega „hornsteinn“ varnar- samstarfs Evrópuríkja. En banda- rískir ráðamenn hafa lýst áhyggj- um sínum eftir að Bretar – bandamenn Bandaríkjamanna í stríðinu í Írak þótt sum kjarnaríki ESB hafi beitt sér mjög gegn því – séu reiðubúnir að komast að mála- miðlun við þau ríki ESB sem lengst vilja ganga í að byggja upp eigin hernaðargetu þess, í nafni evrópskrar einingar. Blair hefur sagt að áform ESB muni styrkja NATO frekar en veikja. „Við þurfum að sjálfsögðu á sterkum evrópskum vörnum að halda, en ekkert má grafa undan varnarskuldbindingum NATO- samstarfsins,“ tjáði Blair frétta- mönnum í Brussel sl. föstudag. Á sama fundi sagði Jacques Chirac Frakklandsforseti að varn- armálaarmur ESB yrði „opinn öll- um og í samræmi við skuldbind- ingar okkar í NATO“. Chirac styggði ráðamenn í Washington er hann, ásamt Ger- hard Schröder Þýzkalandskanzlara og leiðtogum Belgíu og Lúxem- borgar boðuðu stofnun nýrra höf- uðstöðva fyrir herafla ESB í vor, er samskiptin milli bandamann- anna beggja vegna Atlantshafsins voru hvað erfiðust vegna ágrein- ingsins um Íraksstríðið. Andspænis andstöðu Blairs og ríkisstjórna fleiri ESB-landa hafa Chirac og Schröder látið gera end- urbætur á áformunum um ESB- heraflahöfuðstöðvarnar, en banda- rískir ráðamenn óttast að Blair sé tilbúinn til að koma til móts við þá meginlandsleiðtogana og sam- þykkja einhvers konar sjálfstæða herstjórnarmiðstöð á vegum ESB. Erindrekar í NATO-höfuðstöðv- unum sögðust í gær ekki eiga von á því að neinar áþreifanlegar nið- urstöður komi út úr fundahöldum gærdagsins, né heldur úr fundi NATO-sendiherranna með sendi- herrum ESB-ríkjanna í dag. Ellefu af fimmtán núverandi að- ildarríkjum Evrópusambandsins eru jafnframt aðilar að Atlants- hafsbandalaginu. Fundur hjá NATO um þróun varnarsamstarfs innan ESB Telja áformin stofna einingu NATO í hættu Brussel. AFP. George Robertson, framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins. Reuters STÚLKUR í kínverskum leik- og danshópi fatlaðra og þroskaheftra dansa fyrir verðbréfamiðlara á alþjóðlegri listahátíð sem fer nú fram í Shanghai- borg í Kína. Yfir 130 verðbréfamiðlarar frá nær 30 löndum fylgdust með sýningu stúlknanna í gær. AP Kínverskur listdans RÚSSNESKT Sojus-geimfar tengd- ist Alþjóðlegu geimstöðinni í gær- morgun og í því voru þrír geimfarar, Rússi, Bandaríkjamaður og Spán- verji. Tveir fyrrnefndu mennirnir eiga að dvelja í geimstöðinni í hálft ár og leysa af hólmi Rússa og Banda- ríkjamann sem hafa dvalið þar í sex mánuði. Spánverjinn er fyrsti Evrópumað- urinn sem fer í geimstöðina frá því að bandaríska geimferjan Kólumbía splundraðist þegar hún var á leið til jarðar frá geimstöðinni 1. febrúar. Sojus-farinu var skotið á loft frá Baikonur-geimferðastöðinni í Kas- akstan á laugardag. Sojus-far komið að geimstöðinni Koroljov. AFP. BANDARÍSKA leyniþjónustan CIA hefur komist að þeirri niðurstöðu að hljóðsnælda, sem leikin var í útsend- ingu Al-Jazeera-sjónvarpsstöðvar- innar á laugardag, sé væntanlega ófölsuð en á snældunni var ávarp frá hryðjuverkaleiðtoganum Osama bin Laden. Í ávarpinu var skírskotað til ým- issa atburða og draga sérfræðingar CIA því þá ályktun að bin Laden hafi verið á lífi fyrir hálfu ári. Er einkum bent á skírskotun til Mahmuds Abb- as, sem skipaður var forsætisráð- herra Palestínumanna í apríl en sagði af sér 6. september. Ávarpið talið ósvikið Washington. AFP. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.