Morgunblaðið - 21.10.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.10.2003, Blaðsíða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 2003 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF STÓRA-Laxá í Hreppum gaf alls 419 laxa á nýliðinni vertíð og er það miklu mun meiri veiði en í fyrra þegar 228 laxar voru dregnir á þurrt. Að undanförnu hefur stað- ið yfir klakveiði í ánni, en í Stóru- Laxá fer klakveiðin fram á stöng. Veiðimenn sem voru í ánni um helgina sögu hana fulla af laxi. Hópur manna sem var á svæðum 1 og 2 á laugardag veiddi 15 laxa og daginn áður voru aðrir veiði- menn með 13 stykki. Veiðinni verður haldið eitthvað áfram vegna þess að það vantar enn eitt- hvað af hrygnum. Mest hafa menn veitt 6 til 8 punda hænga og á stangli eru 10 til 13 punda hrygn- ur. Á laugardag tóku laxarnir mest Frances- og Snældu-túpur, en á föstudaginn var það svartur Tóbí sem aflann gaf. Einn í hópnum sem var á laugardaginn sagði aflann hafa verið fenginn í Kálfhagahyl, Bergsnös, í Stekkjarnefi og Gunn- bjarnarhyl. Menn komust ekki yfir meira og lax var á lofti í öllum hyljum. Víða gott í Árnessýslu Veiði var víðar með líflegasta móti í Árnessýslum, t.d. gáfu veiði- svæði SVFR í Soginu 342 laxa á móti 265 löxum í fyrra og er þetta besta talan úr Soginu í nokkur ár. Svæðin í Þrastarlundi, á Torfa- stöðum og Tannastaðatanga gáfu einnig góð skot. Þá gerðu menn góða veiði á köflum, einkum fram- an af í Ölfusá við Selfoss, í Árbæ, í Langholti í Hvítá og góð skot voru á Iðu um haustið. Morgunblaðið/Einar Falur Arnór Gísli Ólafsson og Sölvi Ólafsson losa úr 8 punda hæng í Kálfhagahyl. Stóra-Laxá full af fiski ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? VIÐ lok umhverfisþings skiluðu þrír vinnuhópar niðurstöðum þar sem leitað var svara við nokkrum lykil- spurningum varðandi framkvæmd náttúruverndar og náttúruverndar- áætlunar á Íslandi í nánustu framtíð. Fram kom í máli hópstjóranna að þátttakan hefði verið góð, umræður líflegar en skoðanir stundum verið skiptar um málefnin. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, fór fyrir hópi er fjallaði um umsjón með friðuðum svæðum og aðkomu heimamanna. Hann sagði friðuð svæði vera mis- munandi og þau byðu ekki upp á sömu tækifærin. Eyða þyrfti tor- tryggni þar sem markvissar upplýs- ingar og umræða væru nauðsynleg. Framtíð náttúruverndar byggðist á frumkvæði og þátttöku heimamanna. Þeir þyrftu á stuðningi og fjármagni að halda til að viðhalda friðuðum svæðum og velti hópurinn því upp hvort ekki þyrfti að skapa sérstakan tekjustofn til þess. Halldór sagði hópinn hafa verið sammála um að aðkoma heimamanna væri nauðsynleg við undirbúning náttúruverndaráætlunar frá upphafi til að draga úr tortryggni. Tækifærin gætu verið fleiri af friðuðum svæðum en ógnanir af þeim. Fram hefði komið hjá sumum að náttúruvernd þyrfti að skapa atvinnu og um leið velvild heimamanna. Sagði Halldór þau sjón- armið vera uppi að friðlönd væru jafnvel talin óþörf, sum landsvæði friðuðu sig sjálf m.a. með ferðaþjón- ustu og tengdri starfsemi. Hópur Halldórs velti því einnig fyrir sér hvort náttúruvernd og uppbygging ferðamannastaða gæti orðið lands- hlutabundið verkefni. Þóra Ellen Þórhallsdóttir, grasa- fræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, kynnti niðurstöður vinnu- hóps um vísindalegan bakgrunn nátt- úruverndaráætlunar og alþjóðlegt samhengi verkefnisins. Hún sagði líf- legar umræður innan hópsins endur- spegla nauðsyn á vettvangi fyrir skoðanaskipti milli svonefndra hags- munaaðila og náttúruverndarsam- taka. Þóra Ellen sagði hópinn hafa rætt um stöðu þekkingar á náttúru Ís- lands, sú þekking væri misgóð og misjafnlega væri staðið að því að skrá þekkingu sem til væri. Þar það mat hópsins að ljúka þyrfti kortlagningu á náttúru Íslands, ríkið þyrfti að auka fjármagn í kortagerð og opna þyrfti aðgang að kortum og gagnagrunnum. Hópurinn taldi flokkun náttúruminja hafa orðið útundan, gera þyrfti vökt- unaráætlanir fyrir tegundir á válista og huga vel að framandi og ágengum tegundum í náttúrunni. Voru villtar kanínur nefndar í því sambandi. Ísland nokkrum árum á eftir Rannveig Guðmundsdóttir alþing- ismaður kynnti loks niðurstöðu vinnuhóps þar sem horft var til fram- tíðar og næstu viðfangsefna í nátt- úruvernd. Hún sagði mikla umræðu hafa átt sér stað um hvað teldust náttúruverðmæti og hvað ekki, hvað væri einstakt landslag o.s.frv. Þeirri spurningu hefði t.d. verið varpað fram hvort móbergslandslag væri einstakt, einnig væri mat á gildi nátt- úrunnar staðbundið og ekki algilt. Hópurinn hefði þó verið sammála um að einstök náttúruverðmæti væru t.d. jarðminjar, hverir, jöklar landsins og hafið. Það var mat framtíðarhópsins að Ísland væri nokkrum árum á eftir ná- grannalöndum varðandi náttúru- verndarmál. Hér á landi virtist sem áhugi ungs fólks á náttúruvernd væri ekki ýkja mikill en erlendis hefði markaðsvæðing orkumála haft þau áhrif að fólk væri farið að velja sér orku eftir því hvernig hún væri fram- leidd. Vistvæn orka væri þar ofan á. Sum landsvæði talin friða sig sjálf Skiptar skoðanir í vinnuhópum umhverfisþingsins STÓRU bankarnir veita viðskipta- vinum sínum almennt ekki hagstæð- ari vaxtakjör þótt þeir stundi sín bankaviðskipti í gegnum Netið fremur en að fara í útibú. Að sögn Halldórs Bachmanns, markaðs- stjóra Netbankans, sem býður nú viðskiptavinum annarra banka að fá tilboð í vexti af yfirdráttarlánum, hefur nýju þjónustunni verið vel tekið. „Viðbrögðin eru margföld á við það sem bjartsýnustu menn þorðu að vona,“ segir Halldór. Hann vill ekki gefa upp hve margir hafi fengið tilboð í yfirdráttarvexti en segir að ef allir þæðu þau tilboð sem þegar hafa verið gerð gæti fjöldi við- skiptavina Netbankans aukist um 15–25%. Halldór segir 60% þeirra sem hafa fengið tilboð hafa sam- þykkt það. „Það virðist hafa verið þörf fyrir þetta og hugmyndinni hefur verið tekið opnum örmum. Það sem kem- ur skemmtilega á óvart er að gæði þessara umsókna eru mjög mikil. Þetta eru mjög vænlegir viðskipta- vinir. Við höfum velt því fyrir okkur hvort við séum með þessu að detta inn á nýjan hóp neytenda, netverja. Þetta virðist vera venjulegt fólk sem nýtir sér Netið til að fá styttri og hagkvæmari leiðir að öllum hlutum. Það virðist kveikja í fólki að njóta þess í betri vöxtum að stunda sín bankaviðskipti á Netinu,“ segir Halldór. Flestir nota útibúin líka Ingólfur Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri markaðs- og einstak- lingssviðs Landsbanka Íslands, seg- ir ekki boðið upp á hagstæðari kjör fyrir þá sem eingöngu stundi banka- viðskipti á Netinu. „Nei, við höfum nú ekki verið með sérkjör fyrir þá sem eru eingöngu á Netinu,“ segir Ingólfur og bætir við að þeir við- skiptavinir sem nýti sér svokallaðan Símabanka njóti hins vegar hag- stæðari kjara. Fyrir þá þjónustu þurfi þó að greiða árgjald. „Það eru örfá prósent sem eru hætt að koma í útibú. Það virðist vera þannig að flestir telji nauðsynlegt að hafa að- gang að þjónustufulltrúa til að fara yfir sín mál. Þetta er sambærilegt erlendis, það er tiltölulega fámennur hópur sem eingöngu nýtir Netið. Flestir nota útibúin líka,“ segir Ing- ólfur. Viðskiptavinir vilja eiga val Þeir viðskiptavinir Íslandsbanka sem nota Netið í stað útibúa í banka- viðskiptum njóta ekki hagstæðari kjara fyrir vikið. Að sögn Jóns Þór- issonar, framkvæmdastjóra útibúas- viðs Íslandsbanka, njóta viðskipta- vinir sérkjara eftir viðskiptasögu og umfangi keyptrar þjónustu en ekki eftir dreifileiðum. „Margt af því sem við gerum í útibúinu er verðlagt sér- staklega, við reynum að haga því þannig að viðskiptavinurinn sem nýtir þjónustuna greiði fyrir hana, en sé ekki að niðurgreiða aðra þjón- ustuþætti. Það er auðvitað fyrst og fremst hagur viðskiptavinarins að geta nýtt sér þær ólíku dreifileiðir sem við bjóðum upp á, hvort sem það er netbanki eða þjónusta útibúa. Meirihluti viðskiptavina vill eiga þetta val og vill nýta sér þá víðtæku þjónustu sem bankarnir hafa upp á að bjóða,“ segir Jón. Að sögn Friðriks Halldórssonar, framkvæmdastjóra viðskiptabanka- sviðs, eru viðskiptavinir Kaupþings- Búnaðarbanka ekki flokkaðir eftir því hvort þeir nota netbanka eða útibú. „Við sjáum ekki hvort menn nota Netið eða ekki og aðgreinum okkar kúnna ekki eftir því. Við- skiptavinir hafa aðgang að fullri þjónustu hvenær sem er. Þeir sem eru í reglubundnum viðskiptum við bankann eru með hagstæðari kjör en aðrir,“ segir Friðrik. Netbankaviðskipti tryggja ekki betri kjör HAGNAÐUR Fjárfestingarfélags- ins Straums nam 2.338 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum árs- ins, en hagnaður sama tímabils í fyrra nam 581 milljón króna. Innleystur hagnaður er minni en í fyrra, 492 milljónir króna á móti 865 milljónum króna, en óinnleyst- ur gengishagnaður eykst mikið. Í fyrra var 346 milljóna króna óinn- leyst gengistap, en í ár er 1.854 milljóna króna óinnleystur geng- ishagnaður af rekstrinum. Í til- kynningu frá félaginu segir að vegna sölu á 840 milljóna króna hlut að nafnverði í Eimskipafélag- inu hafi í október orðið verulegar breytingar á innleystum hagnaði sem hlutfalli af heildarhagnaði. Arðsemi eigin fjár eykst milli ára úr 10,0% í 28,5%, en eiginfjárhlut- fall lækkar úr 95,9% í 74,9%. Brú hefur afskrifað 1,7 milljarða króna Heildareignir Straums hækkuðu úr tæpum 8 milljörðum króna um áramót í tæpa 20 milljarða króna í lok september, en félagið hefur á árinu keypt bæði Íslenska hugbún- aðarsjóðinn, sem nú heitir Brú fjárfesting, og Framtak fjárfesting- arbanka. Ætlunin er að sameina Brú og Straum og miða samrunann við 1. júlí í ár. Brú fjárfesting tapaði 13 millj- ónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins og nam tap félagsins á þriðja ársfjórðungi um 29 milljón- um króna. Brú á hlut í 30 inn- lendum og 5 erlendum óskráðum félögum á sviði upplýsinga- og samskiptatækni. Hlutafjáreign fé- lagsins í 10 af þessum 35 félögum hefur verið afskrifuð í bókum fé- lagsins. Niðurfærsla eignasafns Brúar nemur frá áramótum 285 milljónum króna en frá upphafi 1.735 milljónum króna. Bókfært verð eigna nemur 1.585 milljónum króna. Straumur sækir um fjárfestingarbankaleyfi Straumur hefur sótt um starfs- leyfi til Fjármálaeftirlitsins sem fjárfestingarbanki og í tilkynningu frá félaginu segir að stjórnendur og forsvarsmenn þess telji umsókn- ina rökrétt framhald á þeirri þróun sem hafi átt sér stað í félaginu und- anfarin ár og styrki það í þeim verkefnum sem framundan séu. Stærsti hluthafi Straums er Ís- landsbanki með tæplega 29% hlut og næstur er Straumur sjálfur með tæplega 10% eigin hluta. Lífeyr- issjóður Bankastræti 7 og Lífeyr- issjóður verslunarmanna eiga ná- lægt 8% hlutafjárins, rúmlega 7% eru í eigu Lífeyrissjóðs sjómanna og tæplega 5% í eigu Sjóvár-Al- mennra trygginga, sem Íslands- banki er að taka yfir. Hagnaður Straums 2,3 milljarðar króna HAGNAÐUR Framtaks fjárfest- ingarbanka á fyrstu níu mánuðum þessa árs nam 210 milljónum króna, en á sama tímabili í fyrra var hagnaður félagsins 44 milljónir króna. Framtak fjárfesti í óskráðum fé- lögum og sjóðum fyrir 847 millj- ónir króna á tímabilinu en selt var fyrir 264 milljónir króna. Þar veg- ur sala á Íslandsflugi hf., Land- mati hf. og Sandi Ímúr hf. mest, eða samanlagt 238 milljónum króna. Söluhagnaður af sölu óskráðra bréfa var 67 milljónir króna. Þá keypti félagið hlutabréf í skráðum félögum fyrir 540 millj- ónir króna og seldi fyrir 1.345 milljónir króna. Niðurfærsla hluta- fjáreignar félagsins á óskráðum bréfum nam á þriðja ársfjórðungi 233 milljónum króna, en heildar- niðurfærsla ársins nemur 271 milljón króna. Framtak fjárfestingarbanki er dótturfélag Fjárfestingarfélagsins Straums, sem nú hefur eignast 99,3% í félaginu, en Straumur keypti meirihluta í Framtaki um mitt þetta ár. Hagnaður Framtaks 210 milljónir króna LANDSBANKI Íslands hefur eign- ast allt hlutafé í fasteignafélaginu Landsafli, en áður átti bankinn 74,5% í félaginu. Seljandi 25,5% hlutarins sem Landsbankinn hefur nú keypt er Framtak fjárfestingarbanki, sem er í eigu Fjárfestingarfélagsins Straums. Með sölunni innleysir Straumur 49 milljónir króna í söluhagnað. Fyrir rúmri viku keypti Lands- bankinn 49% hlut ÍAV í Landsafli, sem sérhæfir sig í eignarhaldi, um- sýslu, rekstri og útleigu fasteigna. Áður átti bankinn 25,5% í félaginu. LÍ með 100% í Landsafli SVIPTINGAR á fjármálamarkaði og framtíðarsýn nýrrar kynslóðar verða til umræðu á morgunverðar- fundi Verslunarráðs Íslands í fyrra- málið, að því fram kemur í frétta- tilkynningu. Framsögu flytja Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri Landsbankans og Þórður Már Jó- hannesson framkvæmdastjóri Straums og munu þeir m.a. velta fyr- ir sér hvaða áhrif sviptingar á fjár- málamarkaði undanfarin misseri muni hafa á markaðinn. Fundurinn er öllum opinn og hefst kl. 8:15 á Grand hótel Reykjavík. Sviptingar á fjármála- markaði VELTA á skuldabréfamarkaði hefur það sem af er ári numið um 740 millj- örðum króna, en allt árið í fyrra var veltan 570 milljarðar króna. Í Morg- unkorni Íslandsbanka segir að árið í ár sé enn eitt metárið hvað þetta varðar og meðalvelta á dag hafi verið tæplega 3,8 milljarðar króna en 2,3 milljarðar króna í fyrra. Hluti af því sem skýrir aukna veltu séu fleiri stórir þátttakendur á markaðinum, meðal annars vegna aukinnar eftir- spurnar frá öðrum löndum og mikils lauss fjár í umferð. Metvelta á skuldabréfa- markaði ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.