Morgunblaðið - 21.10.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 2003 29
unum annarra fulltrúa. Mér finnst
það alvarlegt og alls ekki slíku
samstarfi til framdráttar að skoð-
anir einstakra fulltrúa fái ekki að
heyrast í borgarstjórn, sem hlýt-
ur að eiga að vera vettvangur lýð-
ræðislegrar umræðu. Umræður
sem fara fram bak við luktar dyr
eru ekki mælikvarði á lýðræð-
islega umræðu, heldur sú sem fær
að líta dagsljósið og kjósendur
hafa aðgang að. Það hefur ekki
farið framhjá mér að í þessu til-
tekna máli er fjöldi fólks sama
sinnis og þetta fólk á það inni hjá
kjörnum fulltrúum að málefnaleg
umræða fari fram þótt ekki séu
allir sammála. Ég hef oft furðað
mig á því hvað þetta mál hefur
farið hratt í gegnum kerfið og
þótt því sé ekki lokið hefur verið
sterklega gefið til kynna að búið
sé að taka ákvarðanir um það. Ég
gerði það að tillögu minni við for-
mann menningarmálanefndar að
við fjölluðum um þetta í menning-
armálanefndinni, en það gekk
ekki eftir. Hans afstaða var að
það væri tilgangslaust að ræða
það, hann væri búinn að gera upp
hug sinn. Ég gerði einnig tillögu
um að við létum gera könnun á
þörfinni fyrir að Austurbæjarbíó
yrði annaðhvort endureist sem
tónleikasalur eða menningar-
miðstöð ungs fólks. Þeirri tillögu
sá hann heldur ekki ástæðu til að
sinna. Og þá liggur beint við að
fjalla um
Samstarfið við
Stefán Jón Hafstein
Stefán Jón er undrandi á af-
sögn minni og hefur sagt að ég
hafi ekki lagt fram neinar tillögur
sem ekki hafi náð fram að ganga.
Þetta er ekki rétt. Ég hef minnst
á nokkrar hér að ofan, en þær
eru fleiri. Ég er farin að efast um
að hann hafi yfirleitt heyrt margt
af því sem ég hafði til málanna að
leggja. Óánægja mín með sam-
starfið ætti heldur ekki að koma
honum á óvart þar sem við höfum
haldið sérstaka fundi um sam-
starfið, þar sem ég hef tjáð hon-
um þessa óánægju og notað lík-
ingu úr mínu starfi og sagt
Stefáni að mér fyndist hann vinna
eins og einleikari sem krefðist
þess að allir fylgdu sér skilyrð-
islaust, en ekki kammermúsíkant
sem hlustaði eftir því sem með-
leikarar hans væru að gera og
tæki mið af því. Ef til vill hélt
hann að ég væri að hrósa honum.
Svo var ekki. Það er hægt að
hlusta án þess að heyra og sam-
starf getur aldrei verið farsælt ef
það er einungis á forsendum ann-
ars aðilans. Ég hef einnig gagn-
rýnt hans afstöðu að það þjóni
ekki tilgangi að ræða málin þegar
hann er búinn að gera upp hug
sinn. Ég átti erfitt með það
vinnulag að skrifa upp á ákvarð-
anir sem ég var í hjarta mínu
ósátt við og hafði ekki átt nokk-
urn þátt í að móta. Á milli okkar
hafa ekki verið hinir hefðbundnu
samstarfsörðugleikar sem felast í
stöðugum átökum og illindum. Til
þess að svo geti verið þurfa báðir
aðilar að hafa mótað sér sterkar
sannfæringar sem þeir eru reiðu-
búnir að berjast fyrir. Það var
ekki tilfellið. Ég fann smám sam-
an að vinnulag Stefáns Jóns
myndi aldrei falla mér að skapi
né gera mér mögulegt að vinna að
menningarmálum borgarinnar á
þann hátt sem ég hafði metnað til
og sá fyrir mér þegar ég hóf
störf.
Af ofangreindum ástæðum sá
ég mér ekki fært að starfa lengur
sem varaborgarfulltrúi og vara-
formaður menningarmálanefndar.
Það er von mín að þessi afsögn
megi verða til þess að vandaðri
vinnubrögð verði viðhöfð hjá þeim
sem með þessi mál fara og að þar
hafi menn að leiðarljósi að heyra
hver í öðrum þannig að samræðan
verði grundvöllur ákvarðana og
að ólík sjónarmið fái að njóta sín,
einnig þegar aðrir heyra til.
tónlistarskólunum hafi fjölgað.
Kakan hefur minnkað og sneið-
unum jafnframt fjölgað. Það get-
ur ekki þýtt annað en niðurskurð
hvernig sem reynt er að halda
öðru fram. Þetta flókna þróun-
arferli óttast ég að hafi það að
markmiði að þynna út þetta nám
og þá er verr farið en heima set-
ið. Þarna hefur sannarlega ekki
verið gætt faglegra sjónarmiða og
vinnubrögðin einkennst af fljót-
færni og fyrirhyggjuleysi. Tónlist-
arnám er í eðli sínu dýrt. Það fer
fram í einkatímum hjá vel mennt-
uðum kennurum. Í stað þess að
reyna að gera þetta nám „ódýr-
ara“ á kostnað gæða þess tel ég
farsælla að stofnaður yrði sjóður
til að niðurgreiða tónlistar-
skólanám fyrir efnaminni börn
fyrir það fé sem borgin sparar
vegna þess að hún hættir að
greiða með nemendum annarra
sveitarfélaga. Þessa tillögu hef ég
ítrekað borið upp við formann
fræðsluráðs, en án árangurs.
Þetta þykir mér mjög brýnt og
þarft og mikilvægt að borgin mis-
muni ekki börnum vegna efna-
hags eða búsetu. Það er skoðun
mín að þar til önnur lausn er
fundin beri borgin ábyrgð á nem-
endum annarra sveitarfélaga sem
kjósa að stunda nám í höfuðborg
sinni. Vissulega væri eðlilegast að
ríkið greiddi fyrir framhaldsnám í
tónlist eins og í öðrum greinum,
en þangað til að viðræðum við
ríkið um þessa kostnaðarskipt-
ingu er lokið ber Reykjavík-
urborg ábyrgð á þessum nem-
endum. Það var einhliða og
harkaleg aðgerð þegar borgin
ákvað að gera þessa breytingu og
þótt tilgangurinn hafi verið að
setja pressu á ríkið afsakar það
ekki þann fórnarkostnað að nem-
endur verði eftir úti í kuldanum
án nokkurrar vissu um framtíð
námsins og tónlistarskólarnir í
óvissu með starf sitt. Þarna hefði
mér fundist að hefði þurft að vera
lengri aðlögun og slík aðgerð bet-
ur framkvæmd í áföngum. Túlkun
borgarinnar á kjarasamningi við
tónlistarkennara er blettur á
hennar vinnubrögðum og að mínu
mati enn ein leiðin til að komast
af með sem minnst í þetta nám og
mér er alveg fyrirmunað að skilja
hvers vegna. Það er aumt til þess
að hugsa að ábyrgðartilfinning
þeirra sem með þessi mál fara sé
ekki meiri en svo að tónlist-
arkennurum rétt eins og ör-
yrkjum sé gert að leita réttar síns
fyrir dómstólum þegar á þeim er
brotið. Vissulega stendur mér
þetta mál mjög nærri en það
ómerkir ekki gagnrýni mína á
menningarmál og vinnubrögð
þeim viðvíkjandi. Ég trúi því
reyndar að formaður menningar-
og menntamála borgarinnar viti
betur og þekki mig að því að bera
heildarhagsmuni og velferð menn-
ingarinnar í heild fyrir brjósti,
þótt hann hafi látið í annað skína.
Með áðurnefndum aðgerðum hef-
ur ekki nægilega verið gætt fag-
legra sjónarmiða. Ég trúi því líka
að hægt sé að taka ákvarðanir
sem taka bæði mið af fagmennsku
og hagræðingu, en hér hefur hún
ein ráðið för. Það getur aldrei
verið farsælt. Til þess að beggja
sjónarmiða sé gætt þurfa menn
að bera virðingu fyrir því verkefni
sem þeir hafa með höndum og á
hana hefur mikið skort.
Ólýðræðisleg vinnubrögð
Ég hef sagt í gagnrýni minni að
mér finnist skorta á lýðræðisleg
vinnubrögð hjá borgarstjórn-
armeirihlutanum. Ég get ekki
annað eftir að hafa upplifað það
að vera meinað að tjá mig um
skoðanir mínar í borgarstjórn af
samherjum mínum. Það hefur
ekki farið leynt að ég ber framtíð
Austurbæjarbíós mjög fyrir
brjósti og hef meðal annars tjáð
mig um það hér í Morgunblaðinu.
Sú grein var nú reyndar ræða
sem ég ætlaði halda í borgarsjórn
daginn áður en fékk ekki, vegna
þess að hún féll ekki að skoð-
fóníuhljómsveit-
ina. Það var
líka mjög
greinilegt á við-
brögðum þeirra
í kjölfarið að
svo er ekki. Ég
er því ósam-
mála að borgin
eigi að móta af-
stöðu sína eftir
því hvað nær-
liggjandi sveitarfélög ákveða
varðandi sína þátttöku í rekstri
hljómsveitarinnar. Reykjavík er
höfuðborg allra landsmanna og
hefur þar af leiðandi meiri menn-
ingarskyldur en önnur sveit-
arfélög og ætti að vera í forystu í
málum sem þessum. Það er því
aukaatriði hvað önnur sveitarfélög
ákveða að gera, þótt það sé sjálf-
sagt æskilegt út frá jafnræð-
issjónarmiði að fleiri sveitarfélög
leggi í púkk. Nú þegar það stend-
ur fyrir dyrum að byggja loks
langþráð Tónlistarhús er það
hrópleg mótsögn að einhver tví-
stígandi sé hjá Reykjavíkurborg
um þátttöku hennar í rekstri
hljómsveitarinnar. Þetta var eitt
af því sem mér fannst mjög erfitt
að verða vitni að og ennþá erf-
iðara að þurfa að verja hendur
borgarinnar eða útskýra þennan
gjörning fyrir fólki þegar ég náði
varla utan um hann sjálf og var
honum algerlega ósammála.
Borgarleikhúsið
Ég er persónulega á þeirri
skoðun að í okkar alþjóðlegu og
vaxandi menningarborg eigi að
vera gott Borgarleikhús sem
borgarbúar og yfirvöld geti verið
stolt af. Það er fyrir hendi, rekið
af óumdeildu fagfólki sem veit
hvað til þarf. Formaður menning-
armálanefndar hefur talað um
forréttindasamning borgarinnar
við Leikfélag Reykjavíkur og
nefnir gjarnan í því sambandi 2,5,
milljarða sem félagið hefur gert
samning við borgina um til 12
ára. Er þetta til merkis um að
hann sjái ofsjónum yfir þessu
fjármagni? Það má líka líta svo á
að það kosti hvern borgarbúa
2.000 krónur árlega að hafa Borg-
arleikhús og það finnst mér góð
fjárfesting. Þar finnst mér ég
vera að fá mikið fyrir lítið. Það
ætti einmitt að falla að stefnu
borgarinnar því það er nákvæm-
lega það sjónarmið sem ég hef
fundið svo sterkt; hvernig er
hægt að vera alþjóðleg hámenn-
ingarborg með sem minnstum til-
kostnaði? Hvernig er hægt að fá
sem mest fyrir sem minnst? Ég
hef stórar efasemdir um að það
væri ráðlegt að brjóta upp þenn-
an rekstur og skilja á milli með
því að reka húsið á vegum borg-
arinnar en listræna starfið sér.
Þar yrði enn eitt dæmið um það
þegar góðum hlutum er fórnað í
nafni hagræðingar án tillits til
faglegra sjónarmiða og engin
vissa væri fyrir því að nokkuð
sparaðist. Þarna eru líka verð-
mæti sem ekki sjást og ekki er
hægt að meta til fjár, nefnilega
listrænn metnaður og fagmennska
sem ekki má fórna. Og þá komum
við að
Tónlistarmenntun
Tónlistarnámið okkar er eitt
það besta sem þekkist. Byggt upp
af alúð og fórnfýsi margra okkar
bestu tónlistarmanna. Við sem
störfum á þessum vettvangi finn-
um til mikillar ábyrgðar að
standa vörð um þetta góða nám
sem við höfum fengið í arf. Tón-
listarlíf okkar ber þess glöggt
vitni og þarna er beint samhengi
á milli. Nú er búið að stofna
þessu námi stórlega í hættu með
niðurskurði og því sem formaður
fræðsluráðs kallar „flókið þróun-
arferli“. Sú hækkun sem varð til
tónlistarnámsins eftir kjarasamn-
ingana 2001 nam 200 milljónum
en þessi hækkun var nær ein-
göngu vegna skuldbindinga kjara-
samningsins. Þessi upphæð hefur
nú minnkað um 30 milljónir þótt
VEGNA afsagnar minnar sem
varaborgarfulltrúi R-listans og
varaformaður Menningarmála-
nefndar Reykjavíkur langar mig
að gera aðeins betur grein fyrir
sjónarmiðum mínum og ástæðum
afsagnarinnar.
Menningarmál borgarinnar
Við erum öll stolt af menning-
arborginni okkar og viljum veg
hennar sem mestan. Flestir eru
sammála um að menningarlífið sé
það líf sem við eigum öll sameig-
inlegt. Það sem greinir okkur frá
öðrum þjóðum og gefur okkur
þetta óáþreifanlega og ósnert-
anlega sem við getum alls ekki
verið án.
Það var sorgleg nauðvörn hjá
formanni menningarmálanefndar
á fundi borgarstjórnar í liðinni
viku að gefa það í skyn að ég
hefði aðeins haft þröng sjónarmið
og hagsmuni einnar stéttar að
leiðarljósi þegar ég tók þessa
ákvörðun. Ég tel mig hafa þá
menningarlegu yfirsýn að geta
með sanni sagt að svo var ekki.
Það gefur augaleið að svona
ákvörðun tekur enginn nema
hann telji sig tilneyddan. Mér
hefur verið hlýtt til samherja
minna og eignast vini meðal
þeirra sem ég met mikils. Ég ól
þá von lengi í brjósti í samstarf-
inu við formann menningarmála-
nefndar, að málefnaleg gagnrýni
frá velviljuðum samherja fengi
aðra áheyrn en illskeytt gagnrýni
andstæðings sem aðeins hefði það
að markmiði að koma höggi á
mótherjann. Sú von hefur smám
saman orðið að engu. Það er
greinilegt á viðbrögðum for-
mannsins við afsögn minni að
hann hefur alls ekki lagt sig eftir
því að heyra mín sjónarmið á
meðan við störfuðum saman. Það
er skoðun mín að virðingu, skiln-
ing og faglega þekkingu hafi
skort í meðförum menningarmála
borgarinnar. Afleiðingin er sú að
stór hópur kjósenda R-listans hef-
ur undrast framgönguna og það
réttilega. Of oft hafa þessi mál
verið meðhöndluð sem vandræða-
eða óþægindamál, en ekki með
þeirri jákvæðni og virðingu sem
þeim ber. Opinberir aðilar bera
hina menningarlegu ábyrgð að
mínu mati og það er ekki góð þró-
un að velta henni yfir á einkaaðila
eins og færst hefur í vöxt. Frjáls-
hyggjan og markaðshyggjan hef-
ur verið alltof ríkjandi í nálgun
borgarinnar í menningarmálum
og það hefur skort skýra stefnu
þar sem borgin tekur af allan
vafa um það hvernig hún hyggst
framfylgja þeim yfirlýstu mark-
miðum sínum að vera alþjóðleg
menningarborg. Ætlar hún að
styðja í verki við flaggskip sín í
borgarmenningunni á borð við
Borgarleikhús og Sinfón-
íuhljómsveit, eða ekki? Og þá
hvernig? Í slíkum málum dugar
enginn tvístígandi eða hálfkák, of
mikið er í húfi. Annaðhvort er
þetta gert með reisn og af virð-
ingu fyrir því hvað þetta eru mik-
ilvægar menningargersemar, eða
ekki. Skoðum þetta aðeins nánar:
Sinfóníuhljómsveitin
Ef slík stefna hefði verið til
hefði bókun á borð við þá sem
borgarráð sendi frá sér á dög-
unum aldrei farið út úr húsi. Það
geta ekki verið bara klaufaleg
mistök. Þarna var um gífurlega
afdrifaríka ákvörðun að ræða og
ef sú skoðun að borgin ætti að
hætta að styrkja Sinfón-
íuhljómsveit Íslands hefði ekki
verið í samhljóðan við sannfær-
ingu einhverra viðstaddra hefði
hún vitanlega aldrei farið lengra.
Jafnvel þótt hér hefði einungis
verið um kæruleysi að ræða væri
það eigi að síður ámælisvert. R-
listinn þekkir kjósendur sína illa
ef hann heldur að á meðal þeirra
sé almennur vilji til þess að borg-
in hætti stuðningi sínum við Sin-
MENNINGARBORGIN OKKAR
Greinargerð vegna afsagnar
Eftir Steinunni Birnu
Ragnarsdóttur
Höfundur er píanóleikari.
Steinunn Birna
Ragnarsdóttir
„Ef Bretar gengju í efnahags- og
myntbandalagið myndi það að sjálf-
sögðu hafa gríðarmikil áhrif vegna
þess að miðstöð fjármálalífs í Evr-
ópu er í London. Margt getur gerst
næsta áratuginn. Segjum að evru-
samstarfið takist afburða vel en
sænskur efnahagur lendi í miklum
hremmingum, þá gætu viðhorfin
breyst. Ég sé ekki fyrir mér að
þetta gerist en ég er alltaf reiðubú-
inn að taka skoðanir mínar til end-
urmats. Ibsen sagði einhvern tím-
ann að oft entust sannindi ekki
nema í 20 ár; nú endast þau aðeins í
10 ár!“
– Ef það harðnar á dalnum gæt-
uð þið skriðið í skjól evrunnar. Er
þetta ekki svolítið í anda henti-
stefnu?
„Ég vil ekki kalla þetta henti-
stefnu. Ef menn eru að prófa nýja
tækni reyna þeir fyrst að búa til lík-
an áður en hún er tekin upp alls
staðar. Þetta finnst öllum tækni-
mönnum sjálfsagt, þeir vilja sjá
hvort þetta virkar og ég held að
þetta sé skynsamleg afstaða en
ekki hentistefna. Ef menn taka
mikla áhættu vilja þeir að minnsta
kosti að líkurnar á miklum ábata
séu góðar. En hver er hagnaðurinn
af evrunni? Ég sé hann ekki.“
Röng tímasetning
„Tímasetning evrunnar var al-
röng enda þvinguð fram af Frökk-
um sem heimtuðu sameiginlegan
gjaldmiðil þegar Þjóðverjar vildu fá
að sameina þýsku ríkin tvö. Menn
hefðu getað komið sér saman um
reglur til að tryggja jafnvægi og
stöðugleika milli gjaldmiðla, hefðu
getað sett á stofn evrópskan gjald-
eyrissjóð. Hver þjóð hefði þá áfram
haft sinn eigin, sjálfstæða seðla-
banka og ákveðið sjálf verðbólgu-
markmið en menn hefðu getað sett
takmörk fyrir fjárlagahalla. Hægt
hefði verið að lána fé til ríkis sem
lenti í erfiðleikum og hafa eina yf-
irumsjón með þessu kerfi.
Nýju ríkin í Mið- og Austur-
Evrópu þurfa að geta þróast mun
hraðar en hin vegna þess að þau
eru svo langt á eftir. Annars munu
þau aldrei ná hinum. En reglurnar
sem nú gilda gera það nær útilokað.
Gengið er sett fast en flest fátæk
lönd sem vaxa hratt gera það með
því að hækka gengið á gjaldmiðl-
inum. Þessi lausn verður nú bönn-
uð.
Kannski verður hægt að vera
með sameiginlegan Evrópugjald-
miðil eftir 20 ár en það heimskulegt
að reyna það meðan verið er að
taka inn tíu ný lönd. Ég held ekki
að evran hrynji. Evruríkin munu
halda áfram að staulast fram á við í
efnahagsmálunum en hagvöxturinn
verður lítill á svæðinu,“ segir Lars
Wohlin, fyrrverandi seðla-
bankastjóri í Svíþjóð.
hafa
ekki
hefur
a jafn-
málum
ratuginn
ð að láta
alsmenn
ótað að
víþjóð,
evran
m að þeir
vrunnar
rinnar í
gna
lum okk-
fnu get-
urfum að
afn-
ni, við
tétt-
g að þau
ægri-
gæti
oft stutt
/Sverrir
kjon@mbl.is
ndi í
rfin
Reuters