Morgunblaðið - 21.10.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.10.2003, Blaðsíða 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 2003 19 100% ilmefnalaust Þitt andlit. Þín húð. Þínar þarfir. Þegar um farða er að ræða hefur Clinique þróað breitt úrval farða með fjölbreytilega eiginleika, fyrir þurra húð, feita eða blandaða. Áferð, þekja, sólarvörn, þú finnur það sem þú leitar að. Finndu muninn á því að nota farða sem hannaður er af sérfræðingum. Þar sem um er að ræða 8 mismunandi farðategundir finnurðu fljótlega það sem þér fellur best. Kaupauki! 5 hlutir í tösku! Ef þú kaupir 2 hluti frá CLINIQUE þá er þessi gjöf til þín.* • Repairwear næturkrem 7 ml. • Comforting cream cleanser 30 ml. • Long pretty maskari. • Long last varalitur Berry freeze. • Aromatics elixir 7 ml. *Á meðan birgðir endast. Ráðgjafi frá CLINIQUE verður í Lyf & heilsu kl. 13-17 Í dag Lyf & heilsu Austurstræti Á morgun í Lyf & heilsu Melhaga Fimmtudag Lyf & heilsu Austurveri Föstudag Lyf & heilsu Kringlunni Árvekni um brjóstakrabbamein Skógarhlíð 18, sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Fegursta borg Evrópu og eftirlæti Ís- lendinga sem fara nú þangað í þús- undatali á hverju ári með Heimsferð- um. Í október er yndislegt veður í Prag enda vinsælasti tími ferðamanna til að heimsækja borgina. Fararstjórar Heimsferða gjörþekkja borgina og kynna þér sögu hennar og heillandi menningu. Góð hótel í hjarta Prag, frábærir veitinga- og skemmtistaðir. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 29.950 Flugsæti til Prag á mann. Verð kr. 39.950 Flug og hótel í 4 nætur, helgarferð 30. okt. M.v. 2 í herbergi á Pyramida, glæsilegt 4 stjörnu hótel. Skattar innifaldir. Glæsilegt 4ra stjörnu hótel Helgarferð til Prag 30. okt. frá kr. 29.950 Reykjavík | Um þessar mundir stend- ur yfir gerð fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar fyrir árið 2004. Því er auglýst eftir umsóknum og til- lögum borgarbúa svo og hagsmuna- samtaka um mál sem varða gerð fjár- hagsáætlunar. Hægt er að sækja um styrki til alls kyns þróunarverkefna og starfs á vegum Félagsmálaráðs, Fræðsluráðs, Íþrótta- og tómstundaráðs, Jafnrétt- isnefndar, Leikskólaráðs, Menningar- málanefndar og Samgöngunefndar. Bæði er hægt að skila umsóknum á sérstökum eyðublöðum sem liggja frammi í Upplýsingaþjónustu Ráð- húss Reykjavíkur og rafrænt á sér- stökum rafrænum eyðublöðum sem finna má á vef Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is. Umsóknir um styrki fyrir árið 2004    Íbúafundur | Íbúar Háaleitis- hverfis eiga fund með Þórólfi Árna- syni borgarstjóra í Borgarleikhús- inu annað kvöld klukkan átta. Auk Þórólfs Árnasonar borg- arstjóra mun íbúi í hverfinu flytja stutt erindi. Fundarstjóri er Anna Krist- insdóttir, formað- ur hverfisráðs Háaleitis. Að loknum erindum og kaffihléi verða svo opnar umræður. Í gærkvöldi átti borgarstjóri fund með íbúum Laugarneshverfis í Þróttarheimilinu í Laugardal. Þar flutti Helga Alexandersdóttir leik- skólastjóri meðal annars stutt er- indi sem fjallaði um hvernig er að vera barn í hverfinu. Nafnasamkeppni | Efnt hefur verið til nafnasamkeppni um kaffi- og menningarhúsið í Gamla bókasafninu í Hafnarfirði. Kaffi- og menningar- húsið verður opnað 23. október og hvetja bæjaryfirvöld ungt fólk á aldr- inum 16–25 ára að koma með góðar hugmyndir að nafni á húsið. Verðlaunin fyrir bestu hugmynd að nafni eru matur fyrir tvo á Tilver- unni og inneign upp á kaffi og kleinur á nýja kaffihúsinu. Hugmyndir skulu sendar á vitinn- @hafnarfjordur.is merktar „nafna- samkeppni“ eða í Mjósund 10 fyrir 23. október.    Breiðholti | Fjölbrautaskólinn í Breiðholti (FB) fékk á dögunum nemendur frá Ungverjalandi og Þýskalandi í heimsókn, en heim- sóknin er hluti af Comenius- verkefni sem skólinn tekur þátt í og heitir „Water; the essence of life“. Comenius-verkefnið er á vegum EES og er nefnt eftir fræðimanni á miðöldum. Þátttökuskólarnir eru í Arad í Rúmeníu, Búdapest í Ungverja- landi, Schelklingen í Þýskalandi, Bushey í Englandi, Waregem í Belgíu, Göteborg í Svíþjóð og tek- ur FB þátt fyrir hönd Íslendinga. Samvinna skólanna er á mismun- andi hátt en öll verkefnin verða að tengjast vatni á einhvern hátt. Einn liður í þessari samvinnu er nemendaskipti. Nokkrir nem- endur og kennarar komu frá Urspring-skóla í Þýskalandi og Xantos Janos-skóla í Ungverja- landi í nokkurra daga heimsókn. Víða farið og margt skoðað Mjög auðvelt er að tengja heimsókn til Íslands við vatn. Nemendur skoðuðu m.a. Gullfoss, Geysi, Bláa lónið, Kerið, Þing- velli, Seljalandsfoss, Skógafoss, Sólheimajökul og margt fleira. Auk þess var farið í hvalaskoð- unarferð, vatnsból Reykvíkinga skoðuð, farið í sund, fræðst um vatnsorkuver og jarðhitavinnslu svo eitthvað sé nefnt. Telja marg- ir að skoðunarferðir séu ein besta leiðin til að kenna jarð- og landa- fræði. Að sögn talsmanna FB hefur verkefnið heppnast afar vel, enda er þátttaka nemendanna prýðileg og lifa þeir sig inn í verkefnið, kynnast nýju fólki, eignast vini í nýjum löndum og ferðast til út- landa með skólafélögunum. Kenn- arar og nemendur vinna saman og kynnast á allt annan hátt en í venjulegu skólastarfi. „Það kem- ur heil ný vídd inn í skólastarfið. Algjör endurmenntun fyrir alla sem að verkefninu standa,“ segir Guðjón Ó. Magnússon, umsjón- armaður verkefnisins í FB. Íslenskir nemendur fara í febr- úar 2004 til Þýskalands og í mars 2005 er gert ráð fyrir ferð til Búdapest. Auk þess liggur fyrir fjöldi annarra verkefna. Góðir gestir sækja FB heim Öldurnar á Reykjanesi heilluðu alla, enda ekki á hverjum degi sem íbúar inni á meginlandi Evrópu sjá sjóinn. Hópurinn við Öxarárfoss. Nemendur frá Urspring-skóla í Schelklingen í Þýskalandi, Xantos Janos-skóla í Ungverjalandi og frá FB í Reykjavík. Þórólfur Árnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.