Morgunblaðið - 21.10.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.10.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þú ert ráðgjafi alþjóðastofnana og einstakra ríkja í málum er varða tóbaksvarnir. Sumir undrast sjálfsagt að maður, sem eitt sinn gegndi hárri stöðu hjá tóbaksfyrirtæki, skuli sinna svona verkefnum. Hugsar þú aldrei á slíkum nót- um? Áður en ég fór að vinna hjá tóbaksframleiðandanum Brown & Williamson hafði ég starfað tutt- ugu og fimm ár í heilsuiðn- aðinum. Þegar allt er tekið saman eyddi ég aðeins um fjórum árum sem yfirmaður hjá tóbaksfram- leiðanda. Þeir buðu mér í raun gull og græna skóga til að ganga til liðs við þá og það skipti máli. Mig langaði líka til að nýta reynslu mína úr heilsugeiranum til að hafa áhrif á framleiðsluna, gera hana heilsuvænni fyrir fólk, vöru sem veldur því að fimm milljónir manna látast úr sjúkdómum tengdum neyslu hennar á ári hverju. Það sem ég sá á meðan ég vann hjá fyrirtækinu kom mér hins vegar í opna skjöldu. Ég fylgdist með lögfræðingum falsa eða eyðileggja skjöl til að vernda fyrirtækið, starfsmönnum smygla tóbaki inn og út úr landinu. Mér fannst að mér bæri skylda til að fletta ofan af þessu; ekki aðeins vegna eigin sómakenndar heldur vegna þess að þannig gat ég bjargað mannslífum. Þér tókst greinilega ekki að breyta neinu innan frá eins og þú ætlaðir. Nei, það gekk aldrei. Í hvert sinn sem ég reyndi að stuðla að einhverjum breytingum, s.s. leggja til að efni væru fjarlægð úr sígarettum sem við viss- um að yllu krabbameini, lenti ég alltaf á vegg. Fyrirtækið og raunar iðnaðurinn allur hefur verið líkt og risaeðla að því er varðar að þróast í takt við tímann. Markmið þeirra er að græða peninga fyrst og fremst og til að ná settu marki eru þeir tilbúnir til að smygla sígarettum og tóbaksfræjum úr landi til að þurfa ekki að sækja um leyfi fyrir erfða- breytt, nikótínríkt tóbak. Þeir hafa líka verið til- búnir til að ljúga eiðsvarnir að Bandaríkjaþingi, eyðileggja gögn og svo þar fram eftir götunum. Ef marka má The Insider var það ekki auðveld ákvörðun upphaflega að gerast uppljóstrari. Nei, það var það ekki. Við máttum gjalda hana dýru verði. Við upplifðum erfiða tíma, örvænting greip okkur jafnvel. En ég hafði alltaf í huga það sem skipti mestu máli: að þjóna sannleikanum. Ég vissi að það sem ég hafði séð, og greindi síðan frá, var sannleikurinn. Og sannleikurinn var leiddur í ljós á endanum og framburður minn staðfestur í nokkrum dómsmálum og síðan í myndinni. […] Forráðamenn í tóbaksiðn- aðinum gerðu allt hvað þeir gátu til að ráða mig af dögum, ég fékk líflátshótanir og þurfti að fá líf- verði. Þetta voru ekki skemmti- legar stundir. En ef þú spyrð mig: var þetta þess virði, myndi ég breyta eins í dag? Svarið er já, það myndi ég gera. Þú getur þess að þú máttir greiða þetta dýru verði, m.a. hvað varðar hjónaband þitt. Ég myndi segja að sennilega hafi það verið mesti harmleik- urinn, endalok hjónabands míns. En þegar ég lít til baka þá gerð- ist þetta þannig að við sem fjöl- skylda tókum ákvörðunina um að ég myndi fletta ofan af starfsemi tóbaksfyrirtækjanna. Konan mín fyrrverandi kom beint að þeirri ákvörðun. Hrun hjónabandsins kom mér í opna skjöldu og skildi eftir djúp sár. Það hafði líka þau langvarandi áhrif að ég hitti ekki lengur börnin mín reglulega. En ef ég skoða málin betur tel ég að þetta mikla álag á samband okkar hjóna hefði átt að styrkja það, ekki veikja það. Niðurstaða mín er því sú að kannski hafi sambandið ekki verið sterkt til að byrja með. Hún er hamingjusamari í dag, er gift öðrum manni og þetta tilheyrir allt fortíðinni núna. Hið sama á við um mig. Og ég tel mig geta sagt að ég hafi lagt mín lóð á vogarskálarnar að því er varðar þær breytingar sem nú eru að eiga sér stað. Hafa uppljóstranir þínar þá haft jákvæð áhrif? Ég vona það. Við höfum lært tvo hluti. Við höf- um lært að tóbaksiðnaðurinn mun aldrei taka það upp hjá sjálfum sér að setja reglur og framfylgja þeim að því er varðar hinar siðferðilegu spurn- ingar sem lúta að framleiðslu sígarettna. Það verð- ur alltaf einhver utanaðkomandi að koma til skjal- anna. Í öðru lagi held ég að við höfum lært að gjörðir einstaklings eða lítils hóps manna geta skipt máli. […] Ég veit ekki hver staðan er á Íslandi en ég þykist vita að sums staðar þurfi fólk að sætta sig við að vera innan um fólk sem er að reykja. Tób- aksfyrirtækin vissu snemma á sjöunda áratugnum, fyrir fjórum áratugum, að óbeinar reykingar geta valdið lungnakrabbameini og hjartasjúkdómum. Þau kusu hins vegar árið 1964 að deila þessari vitneskju aldrei með almenningi. Það er fyrst núna, árið 2003, sem verið er að neyða þá til að deila þessari vitneskju með almenningi. Spurt og svarað | Jeffrey Wigand Bar skylda til að þjóna sannleikanum Dr. Jeffrey Wigand kom fram í fréttaþættinum 60 mínútum árið 1995 og fletti ofan af þeim vafasömu aðferðum sem tóbaksfyrirtækin í Banda- ríkjunum beita til að gera fólk háð sígarettureykingum. Saga Wigands var kvikmynduð árið 1999 undir heitinu The Insider og lék Russell Crowe þá Wigand. Morgunblaðið lagði nokkrar spurningar fyrir Wig- and og fer hér á eftir útdráttur úr svörum hans. Dr. Jeffrey Wigand ’ Forráðamenn ítóbaksiðnaðinum gerðu allt hvað þeir gátu til að ráða mig af dögum […] ‘ Davíð Logi Sigurðsson | david@mbl.is PAUL Burrell, fyrrverandi bryti Díönu prinsessu, segir í nýrri ævi- sögu sinni að Díana hafi óttast að verið væri að brugga sér launráð. Í bréfi til Burrell, sem birt var á for- síðu blaðsins Daily Mirror í gær, segir Diana að tiltekinn maður sé að undirbúa að skemma hemlana á bíl hennar svo hún myndi lenda í bílslysi og hljóta alvarlega höf- uðáverka eða dauða. Markmiðið sé að losna við hana svo Karl Breta- prins geti kvænst aftur. Í bréfinu, sem Burrell segist hafa fengið um 10 mánuðum áður en Díana lést í bílslysi í París 31. ágúst árið 1997, nefnir Díana ákveðinn mann sem hún segir brugga sér launráð en svert er yfir nafn hans í bréfinu eins og það birtist í Daily Mirror. „Nú er hættulegasta tíma- bil ævi minnar,“ segir Díana í bréf- inu. Díana og Dodi Fayed létust í bíl- slysi í París þegar bíll þeirra lenti í árekstri í jarðgöngum í París. Henri Paul bílstjóri lést einnig. Nið- urstaða réttarrannsóknar í Frakk- landi árið 1999 var sú að Paul hefði borið ábyrgð á slysinu en hann hefði bæði neytt áfengis og lyfja og ekið of hratt. Í ágúst tilkynnti Michael Burg- ess, réttarlæknir í Surrey, að hann myndi hefja rannsókn á dauða Díönu og Fayeds en ekki var ákveð- ið hvenær sú rannsókn skyldi hefj- ast. Á fréttavef BBC er haft eftir Pies Morgan, ritstjóra Daily Mirror, að bréfið, sem birtist einnig í vænt- anlegri bók Burrells, væri stór- merkilegt. „Ég held að Paul Burrell hafi fylgst með málum og beðið en ekkert hafi gerst og honum finnist að nú sé kominn tími til að veita upplýsingar og krefjast þess að eitthvað verði gert. Og hvaða leið er betri til þess en að birta þetta ótrúlega skjal?“ sagði hann. Morgan segist ekki vita hvort bréfið og dauðdagi Díönu tengist með nokkrum hætti en það sé í þágu almennings að birta það. Nú sé það krafa almennings að sem fyrst fari fram rannsókn sem leiði hið sanna í ljós. Burrel segir við blaðið að Díana hafi talið marga hafa horn í síðu sinni eftir að þau Karl Bretaprins skildu árið 1996. Daily Mirror segir það ekki berum orðum en gefur í skyn að um sé að ræða bresku kon- ungsfjölskylduna. Burrell var á síðasta ári sakaður um að stela munum úr eigu Díönu en málið var látið niður falla eftir að Elísabet Englandsdrottning kom fram og upplýsti að Díana hefði beðið Burrell um að geyma fyrir sig ýmsa muni. Díana sögð hafa óttast um líf sitt Lundúnum. AFP. AP Forsíða Daily Mirror sem fjallaði um bréf Díönu prinsessu í gær. LIÐSMENN sérsveitar Indónesíu- hers og sérþjálfaðir hundar síga niður úr þyrlu á æfingu í Jakarta í gær. Her- og lögreglumenn æfðu þá aðgerðir gegn hryðjuverka- mönnum. Æðsti ráðherra öryggis- mála í Indónesíu sagði í gær að hryðjuverkahreyfingin Jemaah Islamiyah, sem tengist al-Qaeda- samtökunum, væri að undirbúa árásir í landinu. Talið er að hreyf- ingin hafi staðið fyrir hryðjuverk- unum á Balí sem kostuðu 202 menn lífið í október 2000. Tugir manna hafa verið handteknir vegna hryðjuverkanna og yfirvöld eru með mikinn öryggisviðbúnað við hótel og fleiri byggingar. Reuters Varað við hryðju- verkum í Indónesíu MÁLAFERLIN gegn John Allen Muhammad, sem var ákærður fyrir að myrða 10 manns í Washington- borg og nágrenni í fyrra með öflugum veiðiriffli, tóku óvænta stefnu í gær þegar hann rak lögmenn sína og fékk heimild héraðsdómara í Virginia Beach til að verja sig sjálfur. Verj- endur Muhammads verða þó áfram viðstaddir réttarhöldin en einungis sem ráðgjafar. Réttarhöldin nú eru vegna morðs sem framið var í Virg- iníu og á Muhammad yfir höfði sér dauðadóm verði hann fundinn sekur. Við réttarhöldin í gær sýndi sak- sóknarinn James Willett sjálfvirkan Bushmaster-riffil sem fannst í fórum Mohammads og Lee Malvos þegar þeir voru handteknir, grunaðir um morðin fyrir réttu ári. Byssunni var komið fyrir í skotti Chevrolet Capr- ice, sem þeir Muhammad og Malvo sváfu í þegar þeir voru handteknir. Búist er við að Malvo, sem er 18 ára, verði færður í réttarsalinn til að vitni geti borið kennsl á hann. Malvo verður sjálfur færður fyrir dóm í Chesapeake í Virginíu vegna morðs sem framið var í Fairfax. Hann á einnig yfir höfði sér dauðadóm verði hann fundinn sekur. Mohammad er 42 ára gamall fyrr- verandi hermaður. Hann og Malvo eru áærðir fyrir morð í Maryland og Washington auk Virginíu en John Ashcroft, dómsmálaráðherra, ákvað að láta rétta fyrst yfir þeim í Virginíu því þar er dauðarefsing í gildi. Saksóknarar segja að þeir Muhammad og Malvo hafi myrt fólkið úr launsátri með það fyrir augum að kúga 10 milljónir dala út úr stjórn- völdum. Fær að verja sig sjálfur Virginia Beach. AP. AP John Allen Muhammad fyrir rétti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.