Morgunblaðið - 21.10.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.10.2003, Blaðsíða 26
LISTIR 26 ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ LISTAVERK SigurjónsÓlafssonar í alfaraleið“er heitið á sýningu semverður opnuð í Sig- urjónsafni í dag,þriðjudaginn 21. október – en þá eru liðin fimmtán ár frá því að safnið var opnað al- menningi í endurbyggðri vinnu- stofu listamannsins á Laugarnesi. Á sýningunni eru ljósmyndir af tveimur tugum opinberra lista- verka eftir Sig- urjón, ásamt skúlptúrum sem eru forvinna listamannsins að stærri verkum. Spurð um til- urð safnsins á sínum tíma, segir forstöðumaður þess, Birgitta Spur, að Sigurjón hafi látið eftir sig gríðarstórt safn verka á vinnustofu sinni og heimili þegar hann lést. „Þessi verk, sem voru á annað hundrað, voru fram- lag fjölskyldunnar, stofngjöf til safnsins,“ segir Birgitta. „Síðan hefur bæst við og í dag telur lista- verkasafnið á fjórða hundrað skúlp- túra og teikninga.“ Árið 1989 var Sigurjónssafn gert að sjálfseignarstofnun og henni til- heyra þau verk sem fjölskyldan lagði fram, allar byggingar Sig- urjóns í Laugarnesi, ljósmyndir, verkfæri og annað sem viðkemur hans listamannsferli. „Þegar Sigurjón lést var safnið í bráðabirgðahúsnæði sem þurfti miklar viðgerðir,“ segir Birgitta. „Byggingaferlið stóð í þrjú til fjög- ur ár og var kostað með styrkjum frá ríki og borg – en að mestu með frjálsum framlögum og nýtingu höfundarréttar, þar sem voru seld- ar afsteypur. Það var mikill áhugi hjá einstaklingum og forstjórum fyrirtækja að koma safninu upp. Þeir skildu að þarna voru verðmæti sem ekki mættu tapast; þau væru hluti af listasögu þjóðarinnar. Þetta var töluvert stór hópur og án þeirra framlags hefði safnið aldrei orðið að veruleika.“ Andúð á eins manns söfnum „Á þessum tíma var ekki orðið eins algengt að leita bakhjarla og er í dag. Það var auðveldara á þessum tíma og það verður seint hægt að þakka þann góða vilja og skilning sem kom fram hjá fjölda fólks. Á móti kom að það var ákveðin andúð á eins manns söfn- um þegar við byrjuðum. Það var litið á þau sem dauðs manns grafir. Að því leyti fólst mikil ögrun í því að koma safninu upp. Sú ögrun fólst bæði í því að sýna að lista- verkaeignin væri merkileg og að starf okkar væri mikilvægt. Í því sambandi má nefna að safnið hefur verið með listfræðinga í þeirri rannsóknarvinnu sem hefur verið stunduð hér frá upphafi.“ Hvernig hefur svo starfseminni verið háttað? „Við höfum verið með þemasýn- ingar á ýmsum hliðum Sigurjóns. Sú sýning sem nú er opnuð er með ljósmyndum af verkum sem eru í alfaraleið, á byggingum og torgum, eða jafnvel innandyra, bæði hér á Íslandi og erlendis. Við sýnum um tuttugu og fjögur verk en alls vann Sigurjón yfir þrjátíu verk sem telja má í alfaraleið. Sýningunni fylgir lítill bæklingur með ljósmyndum af verkunum og texta um þau, eftir Æsu Sigurjónsdóttur listfræðing í París, en Æsa á sæti í stjórn safns- ins.“ Síðan hvenær er elsta verkið á sýningunni? „Það er verkið Saltfiskstöflun sem Sigurjón gerði á árunum 1934– 1935, á síðasta námsári sínu í Kon- unglega listaháskólanum í Kaup- mannahöfn. Þetta var fyrsta verkið sem Sigurjón vann gagngert í þeim tilgangi að það ætti að vera al- menningseign og var lágmynd af fiskverkunarkonum. Í því verki gerir Sigurjón einstaka tilraun til að samhæfa eitt elsta form högg- myndalistarinnar, lágmyndina, módernískan stíl og þjóðlegt mynd- efni. Hann mótaði myndina í fullri stærð, fjögurra metra háa, fyrst í leir og steypti síðan sjálfur í gifs. Íslenska ríkið keypti myndina árið 1945 og ári síðar var hún steypt í steinsteypu og stendur á melnum fyrir sunnan Sjómanna- skólann í Reykjavík.“ Viss lögmál sem þarf að virða Eitt af þekktustu verk- um Sigurjóns er framhlið stöðvarhúss Búrfells- virkjunar og markar verkið tímamót í ís- lenskri bygginga- listasögu, bæði vegna þess að listaverkið var hannað sem hluti af byggingunni frá upphafi, og einnig vegna aðferð- arinnar sem notuð var við að móta lágmynd- irnar beint í steypumótið. Annað verk, sem Sig- urjón vinnur á svipuðum tíma – og flestir Íslendingar þekkja, er Íslandsmerki, minn- ismerki um stofnun lýðveldis á Ís- landi 1944. „Forsaga verksins var sú,“ segir Birgitta, „að árið 1969 fól borg- arráð Sigurjóni, að frumkvæði þjóðhátíðarnefndar, að gera minn- ismerki í tilefni 25 ára afmælis lýð- veldisins. Sigurjón gerði nokkrar smærri útgáfur af verkinu en sjálft Íslandsmerkið var smíðað á ár- unum 1970 til 1973. Sigurjón hugs- aði sér að listaverkið stæði í stórri vatnsþró og endurspeglaðist í vatnsborðinu. Ekki varð úr því og eftir nokkrar deilur um staðarval var verkið reist árið 1977 við Haga- torg í Reykjavík. Það má segja að þessi tvö þekkt- ustu verk Sigurjón endurspegli þá breidd sem er í verkum hans.“ Hvað spanna verkin á sýningunni langan tíma á listamannsferli Sig- urjóns? „Þau spanna um þrjátíu og fimm ár. Yngstu verkin á sýningunni eru Þrenning, sem er mjög í sama anda og Íslandsmerkið. Hann lauk teikn- ingu og módeli að því um 1970. Verkið var reist árið 1990 við Garðaskóla í Garðabæ. Þar má einnig nefna lágmyndir á fjölbýlis- húsum og fyrirtækjum, til dæmis Sundaborg og Síðumúla 20, sem Sigurjón vann með sömu tækni og framhlið Búrfellsvirkjunar. Það er að segja hann felldi myndina inn í steypuna. Með því er Sigurjón fyrst og fremst að skapa hreyfingu á dauðum fleti og gefa steinsteyp- unni líf með markvissri beitingu ljóss og skugga. Það er svo mikilvægt að menn átti sig á því að það eru viss lögmál sem þarf að virða bæði í húsagerð- arlist og í útilistaverkum. Með þessari sýningu erum við að sýna á einum stað þau mjög svo ólíku verk sem Sigurjón gerði, allt frá raunsæi og síð-kúbisma til af- straktverka í steinsteypu og má, auk veggmyndanna í Búrfells- virkjun, nefna háhýsin við Engi- hjalla og Espigerði og veggmynd- irnar fjórtán á Sundaborg. Af þeim vann Sigurjón eina mynd sem skúlptúr og nefndi Sköpun. Hún stendur hér hjá okkur í anddyri safnsins.“ Sigurjón hefur unnið í æði ólík efni. „Já, á árunum1942 til 1944 vann hann tvær stórar höggmyndir fyrir ráðhústorgið í Vejle á Jótlandi. Myndunum var ætlað að túlka efnahags- legar forsendur bæjarlífs- ins; landbúnað, handiðn, iðnað og verslun. Þessi verk eru höggvin í gran- ít. Hann hjó einnig í grá- stein, vann við þá klass- ísku aðferð að móta mannamyndir í leir, sem síðan þurfti að steypa í gifs og þaðan í brons – sem er æva- gömul aðferð. Síðan var það koparplatan, sem Sigurjón sá fulla ástæðu til að nota til þess að spara brons- steypuna sem var mjög dýr. Að auki vann Sig- urjón í gler.“ Hvernig kom það til? „Vinir hans í Steinsmiðju Magn- úsar G. Guðnasonar fengu um 1954 tæki til þess að sandblása í gler. Sigurjón nýtti sér þessa tækni við gerð glerveggs sem er í innra anddyri Landsbankans á Selfossi.“ Þannig að þau verk sem eru á ljósmyndunum á sýningunni, er að finna víða um land. „Já, og það verk sem síðast var reist er á Akranesi. Bæjarstjórnin þar lét stækka og steypa í brons verk sem heitir Fótboltamenn og er frá 1936. Það var sett upp á Þor- láksmessu árið 2001 og er fallega staðsett listaverk.“ Hvert ár er afrek Hvað stendur sýningin lengi? „Hún verður hér í vetur, en við höfum sett hana þannig upp að hún er tilvalin sem farandsýning fyrir vinnustaði og skóla.“ Fimmtán ár eru ekki hár aldur. Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér? „Nei, fimmtán ár eru ekki hár aldur, en þar sem þetta er sjálfs- eignarstofnun og erfitt um fjár- magn, er hvert ár afrek. Ég vona samt að safnið eigi eftir að ná full- orðinsaldri og þeim stöðugleika að við fáum tækifæri til þess að byggja geymslu yfir verkin.“ En hvers vegna listaverk í al- faraleið í tilefni af þessum tímamót- um? „Fólk tekur oft ekki eftir þeim listaverkum sem standa í alfaraleið. Mér fannst mjög sniðugt þegar listamaðurinn Christo byrjaði að hjúpa útilistaverk og byggingar til þess að fólk tæki eftir þeim. Það er nefnilega oft svo að við tökum ekki eftir hlutunum fyrr en þeir eru horfnir.“ Tökum oft ekki eftir hlutunum fyrr en þeir eru horfnir Fimmtán ár eru liðin frá stofnun Sigurjónssafns á Laugarnesi. Í tilefni af tímamótunum verður opnuð sýning á verkum Sigurjóns Ólafssonar sem eru í alfaraleið. Súsanna Svavarsdóttir ræddi við forstöðumann safnsins, Birgittu Spur, um þá miklu breidd er finna má í verkum listamannsins hvað varðar efni, form og stíl. Lífslöngun, reist við Reykjalund 1993 í minningu Odds Ólafssonar yfirlæknis. Birgitta Spur Sr. Friðrik (1952) við Lækjargötu í Reykjavík. Sundaborg, ein af fjórtán veggskreytingum í Sundaborg. (1971–74.) Holskefla (1970–71), í Ytri-Njarðvík, Reykjanesbæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.