Morgunblaðið - 21.10.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.10.2003, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 2003 37 Þegar ég sit hérna og skrifa þessar línur á svölum haustdegi reik- ar hugurinn til æskuár- anna á Ísafirði. Þegar allt var svo spennandi og við biðum eftir að verða fullorðin. Áhyggjur daglegs lífs höfðu ekki teljandi áhrif á okkur krakkana, fólk bjó þröngt, þekkti ekki annað og þægindi voru af skornum skammti. Í Vallaborg bjuggu margar fjölmenn- ar fjölskyldur, þar var norðurendi, suðurendi og miðendi. Af hverju var sagt miðendi er ekki gott að segja, en okkur fannst þetta ekkert skrítið. Einnig fannst manni eðlilegt að kon- urnar i Vallaborg kæmu út með bal- ana sína og brettin á góðviðrisdögum til að þvo. Gugga Stína, Rósa Þóra, og allar hinar. Engin þeirra átti þvottavél en allar voru þær með stórar fjölskyldur. Næsta hús við Vallaborg var Króksbær, þar bjuggu tengdaforeldrar mínir með hópinn sinn. Mikill samgangur var á milli heimilanna, enda Gugga eins og önn- ur mamma krakkanna. Börn Guggu og Bjössa voru sjö og fjögur fóst- JÓHANN RÓSINKRANZ BJÖRNSSON ✝ Jóhann Rósin-kranz Björnsson fæddist á Ísafirði 20. júní 1924. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Foss- vogi 25. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Áskirkju 6. október. urbörn, svo oft var þröngt á þingi og líf og fjör á heimilinu. Lífið á Ísafirði var öðruvísi en nú er, ekki mikill sam- gangur á milli bæjar- hlutanna, nema í skól- ann og sendiferðir. Fólkið í Króknum var tengt sterkum bönd- um, því er það svo að nú, þegar einn af öðr- um kveður er eins og fari einhver úr manns eigin fjölskyldu. Ég bjóst ekki við, þegar Jói Björns, en svo var hann ætíð kallaður, kom fyrir stuttu síðan til mín í vinnuna, glaður og kátur eins og venjulega, að þetta væri síðasta heimsóknin hans. Hann sagðist hlakka til að breyta um um- hverfi, væri búinn að festa sér íbúð sem hentaði sér betur en sú gamla. Hann sagðist finna fyrir einmana- leika síðan konan hans lést, en það mundi verða betra á nýja staðnum, hann mundi hitta fleira fólk til að blanda geði við. Dvölin á Spáni síð- asta vetur hefði ekki verið söm og áður, þegar hann var orðin einn, þrátt fyrir að hann ætti þar marga góða vini. Jói var í eðli sínu félagslyndur maður og hafði gaman af að dansa og við stelpurnar sögðum stundum að við mundum ekki brenna sætin, eins og sagt er, ef Jói væri á balli. Mér er í fersku minni þegar þau systkinin Sigga Matta og Jói svifu út á gólfið í Alþýðuhúsinu á Ísafirði í hröðum valsi, enda var sagt að hún hefði kennt öllum strákunum í Króknum að dansa. Jói var foreldrum sínum góður sonur og fór ungur að vinna til að létta undir með þeim, eins og reynd- ar flestir unglingar gerðu í þá daga. Mesta tekjuvonin var á sjónum, sem hann stundaði um nokkurt skeið, fyrst fyrir vestan en síðan lá leiðin suður, en lengstan tíma af sinni starfsævi mun hann hafa unnið i Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. Hér í Reykjavík hitti hann konuna sína hana Unni, eftir það kom hann ekki til Ísafjarðar nema sem gestur, en kom samt eins oft og hann kom því við, þar átti hann foreldrana systkinin og marga vini. Jón maðurinn minn og hann voru æskuvinir og þó að við byggjum fyrir vestan slitnaði aldrei sambandið. Hann kom ævinlega í heimsókn þeg- ar hann var á ferðinni. Eftir að við fluttum hingað suður kom hann reglulega, ekki síst eftir að Jón missti heilsuna. Það er hlutur sem honum verður aldrei fullþakkað og sýndi hvern mann hann hafði að geyma. Þeir glettust hver við annan og töluðu um bernskubrekin en und- irtónninn var hlýr, sem sýndi að þeir voru sannir vinir. Jói var einnig mik- ill vinur minn, við ræddum margt gamalt og nýtt, hann sagði mér af börnunum sínum og barnabörnunum sem honum þótti svo undur vænt um og var mjög stoltur af að þau gátu aflað sér menntunar sem hann hefði kannski viljað geta gert sjálfur. Síðasta ár er búið að vera þessari fjölskyldu erfitt, fjögur systkini farin ásamt fleirum af nánum ættingjum. Ég og börnin mín vottum ykkur öll- um, kæru vinir, okkar dýpstu samúð, megi guð vera með ykkur. Ég kveð nú góðan vin með hjartans þökk fyr- ir samfylgdina með ljóðinu sem við syngjum á Sólarkaffinu. Í faðmi fjalla blárra, þar freyðir aldan köld, í sölum hamra hárra á huldan góða völd, sem lætur blysin blika um bládimm klettaskörð, er kvöldsins geislar kvika og kyssa Ísafjörð. (Guðmundur Guðmundsson.) Far þú í friði kæri vinur Sigríður Aðalsteins. Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.is Sími 551 3485 • Fax 551 3645 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 896 8284 Eyþór Eðvarðsson útfararstjóri Sími 892 5057 Vaktsími allan sólarhringinn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir og systir, HELGA BARÐADÓTTIR, Miðbraut 21, Seltjarnarnesi, lést á heimili sínu laugardaginn 18. október. Útförin verður auglýst síðar. Sveinn Logi Björnsson, Atli Freyr Sveinsson, Lovísa Birta Sveinsdóttir, Axel Fannar Sveinsson, Barði Theódórsson, Elín Gissurardóttir, systkini og aðrir aðstandendur. Ástkær eiginmaður minn, RAGNAR MÁR HANSSON rafvirkjameistari, Aðalgötu 19, Siglufirði, lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar laugar- daginn 18. október. Útförin verður auglýst síðar. Louise Kristín Theodórsdóttir. Sambýliskona mín, móðir, tengdamóðir, dóttir, systir og mágkona, ÞORGERÐUR SIGURÐARDÓTTIR myndlistarmaður, Auðarstræti 9, Reykjavík, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju í Reykja- vík föstudaginn 24. október kl. 15.00. Ólafur H. Torfason, Jón Gunnar Gylfason, Solveig Edda Vilhjálmsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Aðalbjörg Halldórsdóttir, Steinunn S. Sigurðardóttir, Ingólfur S. Ingólfsson, Halldór Sigurðsson, Ester Hjartardóttir, Guðmundur Sigurðsson, Sigrún Kristjánsdóttir, Ragnheiður Sigurðardóttir, Bragi Guðmundsson. Elskulegur bróðir okkar og frændi, SVAVAR HEIÐBERG AÐALSTEINSSON frá Flögu, síðast til heimilis í Kjarnalundi við Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtu- daginn 16. október. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtu- daginn 23. október kl. 13.30. Jarðsett verður í Bægisárkirkjugarði. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Systkini hins látna og fjölskyldur þeirra. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, JÓNAS BJARNASON rennismiður, Holtateigi 38, Akureyri, lést á heimili sínu sunnudaginn 19. október. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Rakel Grímsdóttir. LOVÍSA BÍLDDAL RUESCH, fædd 15. desember 1935, lést á heimili sínu í Orlandó, Flórída, föstudaginn 12. september síðastliðinn. Hún verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 22. október kl. 15.00. Robert K. Ruesch, Svana C. Tolf, Ronald Tolf, Asley Lovisa Tolf, Zachariah Kevin Tolf, Sigríður Bílddal Ruesch, Þröstur Halldórsson, Katrín Bílddal, Valgerður Bílddal. Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til- greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgun- blaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrif- uðum greinum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr. Ef útför er á sunnudegi, mánudegi eða þriðjudegi þurfa greinarnar að berast fyrir hádegi á föstudegi. Berist greinar hins vegar ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmark- að getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist á réttum tíma. Birting afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.