Morgunblaðið - 21.10.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.10.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MIKIL aukning hefur orðið í sölu farseðla á Netinu hjá íslenskum flug- félögum. Hjá Iceland Express selj- ast um 86% farseðla á Netinu, um 43 til 45% hjá Flugfélagi Íslands og í sumar fór netsalan yfir 50% í fyrsta sinn hjá Icelandair og hefur verið álíka mikil síðan. „Á undanförnum vikum og mán- uðum hefur um það bil 50% af far- seðlasölunni á íslenska markaðnum verið á Netinu, en úti í heimi eru þetta lægri tölur,“ segir Guðjón Arn- grímsson, upplýsingafulltrúi Flug- leiða. Í því sambandi segir hann að netsalan sé um 20% í Danmörku, um 15% í Bretlandi og Bandaríkjunum og minni á öðrum stöðum, en mis- munurinn stafi fyrst og fremst af mismunandi söluaðferðum, þar sem aðrir en Icelandair sjái um söluna að mestu leyti. Guðjón segir að netsalan hafi vaxið gríðarlega á undanförnum árum. „Það er 122% meira selt á Íslandi á Netinu á þessu ári en á síðastliðnu ári,“ segir hann og bendir á að heim- sóknir á Icelandair-vefina (iceland- air.is, icelandair.net, icelandair.com o.fl.) hafi verið sjöfalt fleiri í sept- ember en í janúar 2002. Heimsókn- irnar hafi verið 1,4 milljónir í sept- ember og um 12 milljónir það sem af sé árinu. „Áherslan í sölu- og markaðsstarf- inu hefur færst mjög hratt inn á Net- ið á síðastliðnum tveimur árum,“ segir Guðjón og vísar m.a. til þess að Icelandair sé með um 513.000 félaga í netklúbbi sínum og þar af um 80.000 á Íslandi. Aukin tölvu- og netnotkun fólks hafi aukið netsöluna og á sama tíma hafi flugfélög lagt meiri áherslu á netsölu, vegna þess að það lækkaði kostnað við dreifingu og sölu en því hefði verðið verið lægra á Netinu en á venjulegum söluskrifstofum. Allt að 93% netsala Iceland Express flýgur til London og Kaupmannahafnar. Fyrsta flugið var 27. febrúar síðast liðinn og í byrj- un þessa mánaðar flaug hundrað þúsundasti farþeginn með félaginu. Ólafur Hauksson, talsmaður félags- ins, segir að framan af hafi sala far- seðla á Netinu, IcelandExpress.is, numið um 70 til 75% sölu farseðla, en nú sé sjaldgæft að hún fari undir 85% og að meðaltali seljist um 86% far- seðla á Netinu. „Hún fer aldrei undir 80%,“ segir hann og bendir á að sala á Netinu erlendis sé meiri en með- altalið, enda sé aðeins um að ræða símsvörun í Bretlandi og Bandaríkj- unum en ekki skrifstofu. Í Dan- mörku sé símsvörun auk þess sem farseðlar séu seldir hjá danskri ferðaskrifstofu. „Við höfum mest selt upp í 93% farseðla á Netinu á einum degi,“ segir Ólafur og bætir við að netsala sé eðli málsins samkvæmt mest um helgar, þegar söluskrifstof- an í Reykjavík sé ekki opin eins lengi og virka daga. Aukningu netsölunnar segir Ólaf- ur að megi meðal annars rekja til nýs bókunarkerfis, sem hafi verið tekið í notkun í júlí. Auk endurbóta sé það bæði á íslensku og ensku en fyrrra bókunarkerfi hafi eingöngu verið á ensku. Netsala fyrir milljarð Netsala Flugfélags Íslands hófst á flugfelag.is fyrir um tveimur árum og segir Gróa Ásgeirsdóttir, verk- efnisstjóri í fyrirtækjaþjónustu, sem hefur yfirumsjón með sölu á Netinu og vefsíðu FÍ, að aukning hafi verið í netsölunni jafnt og þétt. „Netsalan hjá okkur hefur farið hæst í 55% en er á bilinu 43 til 45% að meðaltali eft- ir að hafa verið um 30% í fyrra,“ seg- ir Gróa og bendir á að netsalan árið 2002 hafi numið um 500 milljörðum króna. „Markmiðið var að selja fyrir um 800 milljónir á þessu ári en það stefnir í að netsalan fari upp í tæp- lega milljarð.“ Gróa segir að viðskiptavinir fé- lagsins átti sig æ betur á því hvað þægilegt sé að nota Netið, enda sé það mjög einfalt. „Við höfum verið að þróa þessa bókunarvél og vefsíðuna okkar í þann farveg að fólk geti með mjög einföldum hætti bókað sig á hvaða fargjaldi sem er. Við höfum kynnt þetta mjög vel og fyrirtæki nýta sér netsöluna í ríkara mæli frekar en að hringja. Þetta er bók- unardeild sem er auðvitað opin í 24 tíma á sólarhring alla daga vikunnar og því er um að ræða einfalda aðferð til að bóka sig.“ Að sögn Gróu hafa ýmis tilboð einnig haft áhrif. „Núna í október er- um við til dæmis með krónufargjald fyrir börnin en til að fá þetta tilboð verður að bóka á Netinu,“ segir hún. Morgunblaðið/Ásdís Þriðji hver Íslendingur er nú meðlimur í netklúbbi Flugleiða. Mikil aukning í sölu flugfar- seðla á Netinu JUNIOR Chamber hreyfingin valdi í gær Kristínu Rós Hákonardóttur sundkonu úr hópi þriggja Íslend- inga til þátttöku á heimsþingi Junior Chamber hreyfingarinnar um framúrskarandi unga ein- staklinga, sem fram fer í Dan- mörku í byrjun nóvember. JC hreyfingin á Íslandi hélt mótttöku sunnudagskvöldið 19. október þar sem þremur Íslend- ingum voru veittar viðurkenn- ingar vegna útnefningar þeirra til þátttöku á heimsþinginu. Að sögn fjölmiðlafulltrúa JC á Íslandi, Rósu Kristínar Benedikts- dóttur, tilnefndu samtökin Stefán Karl Stefánsson í flokki mann- úðar- og sjálfboðaliðsstarfa fyrir stofnun samtakanna Regnboga- barna. Aðalheiður Birgisdóttir hlaut tilnefningu í flokki frum- kvöðlastarfsemi fyrir fatahönnun og alþjóðleg við- skipti með vöru- merkið Nikita og Kristín Rós hlaut útnefningu í flokki afreka og einstaklingssigra fyrir einstæðan árangur sinn í sundi. Alþjóða- samtök JC hreyfingarinnar völdu svo Kristínu Rós úr hópi þessa þriggja einstaklinga til að taka þátt í heimsþinginu og veitti Bruce Rector, heimsforseti JC henni verðlaun við hátíðlega at- höfn í gær. Rósa Kristín segir að árangur Kristínar Rósar Há- konardóttur sé einstakur, hún sé verðlaunahafi í sextán heimsmeist- ara- og ólympíukeppnum og sé vel að þessari viðurkenningu komin. Morgunblaðið/Kristinn Bruce Rector, alheimsforseti JC, og Ragna Káradóttir, forseti JC á Íslandi. Junior Chamber verðlaunar Kristínu Rós Hákonardóttur Kristín Rós Hákonardóttir UM 15% ríkisstofnana hér á landi hafa sett sér siðareglur og forstöðu- menn 40% annarra stofnana íhuga að setja slíkar reglur á næstu árum. Þetta kemur meðal annars fram í könnun Ríkisendurskoðunar þessa efnis frá því í sumar, en embættið hefur sent frá sér skýrslu undir heitinu: Siðareglur í opinberri stjórnsýslu. 41% taldi að vinnulag hefði breyst til batnaðar Þar er annars vegar fjallað um þær siðareglur sem Bretar og Bandaríkjamenn hafa sett í opin- berri stjórnsýslu og leiðbeiningar sem Efnahags- og framfarastofn- unin OECD hefur gefið út um hvernig hægt sé að stuðla að betra siðferði í stjórnsýslu aðildarríkj- anna. Hins vegar er gerð grein fyr- ir spurningakönnun Ríkisendur- skoðunar á umfangi siðareglna í opinberri stjórnsýslu hér og við- horfi forstöðumanna ríkisstofnana til nokkurra valinna siðagilda. Fram kemur að af þeim sem höfðu sett sér siðareglur töldu um 41% að vinnulag hefði breyst til batnaðar í kjölfarið. Starfsfólk sé meðvitaðra um hlutverk sitt og hvað sé við hæfi en yfirleitt hafi verið lögð áhersla á að hafa starfs- fólk með í ráðum við setningu reglnanna og reglurnar svo einfald- ar að hægt sé að leggja þær á minnið. Í könnuninni voru forstöðumenn ríkisstofnanan einnig spurðir hvaða siðagildi þeir teldu mikilvægust fyr- ir stjórnsýsluna í heild og voru eft- irfarandi fimm gildi oftast nefnd; lögmæti, þjónusta í almannaþágu, heiðarleiki, sérfræðiþekking og óhlutdrægni. Fyrstu fjögur gildin voru einnig talin mikilvægust þegar spurt var um stjórnun eigin stofn- unar, en í stað óhlutdrægni kom þá skilvirkni. „Forstöðumenn þeirra stofnana sem ekki hafa í hyggju að setja siðareglur gáfu oftast þau svör að í gildi væru aðrar reglur sem gætu talist ígildi siðareglna. Margir töldu einnig að ráðuneyti eða stjórnar- ráðið ætti að hafa frumkvæði að setningu slíkra reglna. Enn aðrir báru við tímaskorti. Flestir tóku þó jákvætt í hugmyndina um slíkar reglur enda auki þær líkur á að stofnanir nái markmiðum sínum,“ segir meðal annars í tilkynningu Ríkisendurskoðunar af þessu til- efni. Sérstakar siðareglur í 15% ríkisstofnana Forstöðumenn 40% annarra ríkisstofn- ana íhuga setningu siðareglna ANDRI Már Ingólfsson, forstjóri Heimsferða, segir skíðafólk huga fyrr að skíðaferðum til útlanda í ár en á sama tíma í fyrra. Uppselt er að verða í ferð í miðjum febrúar og mikið bókað í ferðir í lok janúar og byrjun febrúar. Heimsferðir skipu- lögðu beint flug með skíðafólk til Salzburg í Austurríki í fyrra og fór salan rólega af stað að sögn Andra. Nú fari salan mun fyrr af stað. „Það er greinilega kominn skíða- áhugi í Íslendinga aftur,“ segir hann og það tengist beina fluginu til Austurríkis og eins vilji fólk tryggja að það komist á skíði í vet- ur, en lítill snjór var í fjöllunum hér á landi í fyrra. „Margar ferðir eru fullbókaðar,“ segir Steinunn Tryggvadóttir, sölu- og þjónustustjóri hjá Úrvali-Útsýn. Búið sé að bóka gríðarlega mikið og fólk sé fyrr á ferðinni í ár. Skýr- inguna telur Steinunn vera að margir þurftu frá að hverfa í fyrra þegar fullbókað var í allar ferðir. Nú vilji skíðafólk hafa vaðið fyrir neðan sig og getað valið úr dag- setningum, hótelum og skíðasvæð- um. „Við finnum fyrir áhuga,“ segir Geir Magnús Zoëga, framkvæmda- stjóri Terra-Nova sólar. Hann segir stóran hóp, sem fer kannski á hverju ári, panta ferðir snemma en hinir þreifi lengur fyrir sér með verð og staðsetningu. Terra-Nova hefur ekki verið með skipulagðar hópferðir á skíðasvæði heldur sjálfstæðar ferðir fyrir ein- staklinga. Fullbókað í margar skíðaferðir SETJA skal landsáætlun um með- höndlun úrgangs hér á landi í síð- asta lagi fyrir 1. apríl á næsta ári skv. ákvæðum nýrrar reglugerðar sem umhverfisráðherra hefur gef- ið út um meðhöndlun úrgangs. Ráðherra hefur einnig gefið út reglugerðir um urðun úrgangs og brennslu úrgangs og eru reglu- gerðirnar settar á grundvelli nýrra laga um meðhöndlun úr- gangs sem tóku gildi fyrr á þessu ári. Gert er ráð fyrir að landsáætl- un um meðhöndlun úrgangs verði annars vegar unnin af Umhverf- isstofnun og hins vegar með áætl- anagerð sveitarfélaga. Skal sér- staklega gera grein fyrir leiðum til að draga úr magni þess lífræna heimilisúrgangs sem berst til urð- unarstaða. Sveitarfélögum heimilt að innheimta gjöld Í reglugerð um urðun úrgangs er m.a. kveðið á um að rekstr- araðili urðunarstaðar skuli leggja fram fullnægjandi fjárhagslega tryggingu eða ábyrgð fyrir því að staðið verði við þær skyldur sem fylgja starfsleyfinu og í reglugerð um brennslu úrgangs segir m.a. að tryggja skuli að varmaorkan, sem myndast við brennsluferlið, sé endurheimt eftir því sem við verður komið, t.d. til varma- og raforkuvinnslu, gufuframleiðslu eða til fjarhitunar. Sveitarfélögum er heimilt að innheimta gjöld fyrir meðhöndlun úrgangs skv. reglugerðunum en jafnframt skylt að innheimta þann kostnað sem urðun úrgangs hefur í för með sér. Umhverfisráðherra setur reglugerðir um úrgangsmál Semja á landsáætlun um meðhöndlun úrgangs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.