Morgunblaðið - 21.10.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 21.10.2003, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 2003 47 ALEXANDERS Petersons, fyrrverandi handknattleiksmaður hjá Gróttu/ KR, sem nú er í herbúðum þýska 2. deildarliðsins Düsseldorf, meiddist illa í kálfa á æfingu með liðinu á föstudaginn. Af þeim sökum leikur hann ekki með Düsseldorf næstu tvær til þrjár vikur hið minnsta eftir því sem fram kemur á heimasíðu félagsins. Petersons hefur staðið sig afar vel með Düsseldorf það sem af er leiktíð- inni, hefur skoraði 42 mörk í sex leikjum. Þrátt fyrir að Petersons hafi ekki leikið með liðinu um helgina þá tókst því að leggja Solingen, 27:21, á úti- velli og tryggja sér þar með efsta sætið í suðurhluta þýsku 2. deildarinnar, hefur 12 stig að loknum sjö leikjum. Þetta var í fyrsta sinn sem Düsseldorf vinnur leik í Solingen. Petersons frá um tíma FÓLK  AUÐUN Helgason lék allan leikinn með Landskrona sem sigraði Enköp- ing, 3:1, í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Lið hans er löngu öruggt með að halda sér í deild- inni þótt það sé í fjórða neðsta sætinu.  PÉTUR Marteinsson gat ekki leik- ið með Hammarby sem gerði jafn- tefli, 1:1, við Örebro í gærkvöld. Hann er ekki orðinn góður af meiðslunum sem hafa hrjáð hann og tvísýnt er að hann nái lokaleik liðsins í deildinni næsta laugardag. Hammarby berst við Malmö um annað sætið í deildinni.  ATLI Sveinn Þórarinsson var varamaður en kom ekki við sögu þeg- ar lið hans, Örgryte, vann Elfsborg, 1:0, í sænsku úrvalsdeildinni í gær- kvöld.  FORRÁÐAMENN NBA-liðanna, Dallas Mavericks og Boston Celtic, ákváðu í gær að ganga frá samning- um um leikmannaskipti. Dallas lét miðherjann Raef LaFrentz af hendi ásamt bakvörðunum Jiri Welsch og Chris Mills og valrétti í nýliðavalinu árið 2004. Í staðinn fær Dallas fram- herjann sterka Antoine Walker og leikstjórnandann Tony Delk.  ÞAÐ eru því þrír reyndir leik- stjórnendur í liði Dallas þessa stund- ina, Steve Nash, Travis Best og Tony Delk auk þeirra Jóns Arnórs Stefáns- sonar og Marquis Daniels.  CRAIG Bellamy, leikmaður New- castle, 24 ára, fór í gær til Bandaríkj- anna, þar sem hann mun gangast undir skurðaðgerð á hné. Hann hefur fimm sinnum áður farið undir hnífinn vegna meiðsla á hné – á báðum fótum. Það er óljóst hvort Bellamy verði orð- inn góður fyrir átök Wales og Rúss- lands um farseðil á EM í Portúgal um miðjan nóvember.  ARSENE Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, vonar að Patrick Vieira, fyrirliði liðsins, verði orðinn það góður í dag að hann geti leikið gegn Dynamo Kiev í Meistaradeild Evrópu í Kiev. Vieira komst vel í gegnum æfingar á sunnudag og í gær. Þá er Fredrik Ljungberg ekki orðinn góður af meiðslum í ökkla. Morgunblaðið sló í gær á þráðinntil Ólafs sem var heima fyrir að slaka á eftir Evrópuleik gegn Zaporoshye frá Úkraínu sem Ólafur og félagar unnu með níu marka mun, 24:15. „Það er nátt- úrlega heilmikil breyting að vera kominn til Spánar, ekki bara hvað handboltann varðar heldur hið dag- lega líf. Maður er farinn að gera eins og Spánverjarnir, það er að gefa sér góðan tíma í að borða og hvílast vel þess á milli og við erum hægt og bít- andi að koma okkur fyrir. Börnin eru komin í skóla og þetta gengur bara allt eins og það á að ganga,“ sagði Ólafur. Ciudad Real ætlar sér stóra hluti á leiktíðinni og liður í þeirri áætlun var að fá Ólaf í sínar raðir. Ólafur bættist í hóp frábærra handknattleiks- manna sem leika með liðinu, leik- menn á borð við Talant Dusjhabaev, sem um árabil hefur verið talinn einn besti handknattleiksmaður heims, Egyptann Hussein Zaky, Frakkann Didier Dinart og spænsku landsliðs- mennina Santiago Urdiales og Al- berto Entrerrios svo einhverjir séu nefndir. Ólafur og félagar hafa byrj- að tímabilið vel. Liðið hefur unnið alla sjö leiki sína í deildinni og báða leiki sína í Meistaradeildinni. „Þetta hefur gengið ágætlega hjá okkur en mér finnst samt að við get- um bætt okkur um einhver þrjátíu prósent. Það býr miklu meira í liðinu en það hefur sýnt hingað til,“ segir Ólafur. Spurður út í eigin frammi- stöðu segir hann; „Ég er bara nokk- uð sáttur við mína frammistöðu. Ég er orðinn þrítugur og er kominn bæði með reynslu og sjálfstraust sem hefur nýst mér vel. Ég hef núm- er eitt, tvö og þrjú hugsað um að spila vel fyrir liðið og það hefur fallið í góðan jarðveg. Það er spænskur landsliðsmaður sem deilir stöðunni með mér. Ég spila yfirleitt í fjörutíu mínútur en hann hinar tuttugu.“ Ólafur reiknar með því að Barce- lona verði harðasti keppinauturinn í vetur en Ciudad hefur eins stigs for- skot á Börsunga eftir sjö umferðir. „Jú, líklega verður þetta slagur á milli okkar og Börsunganna en kröf- urnar sem gerðar eru til okkar eru skýrar, við eigum að vinna allt sem í boði er. Það er gott að hafa þessar kröfur á bakinu og það er aðalástæð- an fyrir því að ég fór til liðsins.“ Finnst þér þú vera kominn í betra lið en Magdeburg? „Nei, þetta er ósköp svipað. Hins vegar er Ciudad Real lið sem gæti orðið töluvert betra en Magdeburg, líklega um tuttugu prósent betra, ef rétt verður haldið á spöðunum. Í augnablikinu eru þetta jafngóð lið en það á kannski eftir að reyna betur á okkar lið þegar við mætum betri lið- unum á Spáni og eins þegar við spil- um við Lemgo í Meistaradeildinni.“ Meiri breidd í Þýskalandi Þegar Ólafur er beðinn um að lýsa styrkleikamun á þýsku deildinni og þeirri spænsku segir hann; „Það er nú líklega meiri breidd í Þýskalandi og fleiri erfiðir leikir sem þú þarft að fara í. Á Spáni er bestu liðin eins og Ciudad Real, Barcelona, Portland, og Ademar Leon jafnöflug og bestu liðin í Þýskalandi. Mér sýnist að það sé æft jafnmikið hér á Spáni og í Þýskalandi og jafnvel heldur meira á Spáni. Hins vegar eru æfingarnar hérna ekki eins kraftmiklar og skipulagðar og í Þýskalandi. Það er meira um langa upphitun og maga- æfingar teknar í tíma og ótíma og ég er kominn með þokkalegt þvotta- bretti á magann en við erum oft að gera tvö til þrjú hundruð magaæf- ingar á hverri æfingu.“ Þú hlýtur að vera stoltur af litla bróður, Jóni Arnóri, sem er að gera það gott með Dallas? „Jón Arnór stendur sig frábær- lega og ég er stoltur af honum. Ég sagði einhvern tímann að líklega yrði það þannig eftir nokkur ár að fólk þekkti mig betur sem bróður Jóns Arnórs. Hann á eftir að ná langt og sömuleiðis Eggert í fótboltanum. Nú eru þeirra tímar að koma.“ Morgunblaðið/RAX Ólafur Stefánsson skorar gegn Júgóslavíu á heimsmeistaramótinu í Portúgal. Ólafi Stefánssyni líkar lífið vel á Spáni þar sem hann leikur með Ciudad Real Reynsla og sjálfs- traust nýtast vel ÓLAFUR Stefánsson handknattleiksmaður, sem ber titilinn íþrótta- maður ársins, er ánægður með veruna á Spáni en hann hafði sem kunnugt er vistaskipti í sumar. Ólafur kvaddi félaga sína í Magde- burg eftir gjöful ár þar sem hann varð bæði Þýskalands- og Evrópu- meistari, tvisvar kjörinn handknattleiksmaður ársins og gekk í raðir spænska liðsins Ciudad Real. Ólafur, sem án nokkurs vafa er í hópi bestu handboltamanna heims, hefur smollið vel inn í lið Ciudad Real en þar á bæ hafa menn sett markið hátt sem Ólafur kann vel að meta enda metnaðargjarn íþróttamaður með afbrigðum. Guðmundur Hilmarsson skrifar ENSKU 1. deildar félögin Reading og Crystal Palace bítast um að fá ís- lenska landsliðsmanninn Ívar Ingi- marsson í sínar raðir. Wolverhamp- ton Wanderers, félag Ívars, hefur þegar samþykkt tilboð frá Reading og von er á tilboði frá Crystal Pa- lace í Stöðfirðinginn í dag. Ólafur Garðarsson, umboðs- maður Ívars, staðfesti við Morgun- blaðið í gærkvöld að þeir Ívar ættu fund með forráðamönnum Reading í dag þar sem rætt yrði um kaup og kjör. Steve Coppell tók fyrir skömmu við stöðu knattspyrnustjóra Read- ing og það kemur ekki á óvart að hann skuli strax falast eftir Ívari, sem lék undir hans stjórn hjá Brentford, og síðan sem lánsmaður hjá Brighton í þrjá mánuði snemma á þessu ári. Reading, sem kemur frá sam- nefndri borg skammt vestur af London, er í 9. sæti 1. deildar, er vel stætt fjárhagslega og á nýlegan og glæsilegan leikvang. Crystal Palace er í 15. sæti 1. deildar og er að rétta úr kútnum eftir talsverð fjárhagsvandræði síð- ustu misserin. Það er því heldur betur farið að rofa til hjá Ívari sem ekki hefur fengið tækifæri í deilda- leik með Wolves síðan í nóvember á síðasta ári. Hann hefur verið úti í kuldanum hjá Dave Jones, knatt- spyrnustjóra, síðan hann valdi leik með íslenska landsliðinu gegn Eist- landi framyfir leik með Wolves í 1. deildinni. Wolves hefur samþykkt tilboð Reading í Ívar ÓLAFUR Stefánsson og félagar hans í Ciudad Real hafa í nógu að snúast í vikunni. Á morgun á liðið erfiðan útileik fyrir höndum þegar það sækir Adem- ar Leon heim í spænsku 1. deildinni og um næstu helgi tekur Ciuadad Real þátt í keppni um titilinn Meistarar meistaranna sem haldin verður í Valladol- id á Spáni. Liðin sem keppa eru Montpellier frá Frakklandi sem vann Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð, Ciudad Real sem vann Evrópukeppni bikarhafa, Barcelona sem bar sigur úr býtum í EHF-keppninni auk heimaliðsins, Valladolid. Á laugardag mætast annars vegar Ciudad Real og Barcelona og hins vegar Montpellier og Valladolid og á sunnudaginn mætast sigurliðin í úrslitaleik um titilinn Meistarar meistaranna. Mikið að gera hjá Ólafi og samherjum DÓMARI í Eagle County, sýslu í Colorado-fylki í Bandaríkj- unum, úrskurðaði í gærkvöld að körfuknattleiksmaðurinn Kobe Bryant yrði leiddur fyrir rétt, sakaður um að hafa nauðgað 19 ára gamalli stúlku á hóteli í sumar. Verði hann fundinn sekur á hann lífstíð- ardóm yfir höfði sér. Bryant verð- ur leiddur fyrir rétt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.