Morgunblaðið - 21.10.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.10.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 285. TBL. 91. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Tómstundir og skóli Styttri vinnudagur barna og aukin samvera fjölskyldna | Daglegt líf 24 Ánægður á Spáni Kröfurnar eru skýrar – eigum að vinna allt sem er í boði | Íþróttir 47 Sigurjónssafn á Laugarnesi Í safninu eru á fjórða hundrað skúlptúra og teikninga | Listir 26 ÓTTAST er, að tugir ólöglegra innflytjenda, sem ætluðu sér að komast til Ítalíu, hafi látist úr hungri og vatnsskorti eftir að hafa velkst um í báti í nærri þrjár vikur. Giuseppe Pisanu, innanríkisráðherra Ítalíu, skoraði í gær á ríki í Evrópu og Afríku að hefta innflytjendastraum- inn og þær hörmungar, sem honum fylgdu. „Mörg hundruð ólöglegra innflytjenda hafa drukknað í Miðjarðarhafi á þessu ári,“ sagði Pisanu á fundi með starfsbræðrum sínum frá Frakklandi, Spáni, Þýskalandi og Bretlandi. Nýjasti harmleikurinn átti sér stað við Lampedusa, ey milli Sikileyjar og Túnis. Þar var 15 manns bjargað í gær um borð í ítalskt varðskip en í bátnum voru einnig lík 13 manna. Einn þeirra, sem komust af, sagði, að í bátn- um hefðu verið 85 manns, líklega allt Sómalir, og vatnsskorts. Var líkunum þá varpað í sjóinn en eins og fyrr segir voru þó eftir 13 lík í bátn- um er hann fannst. „Hryllileg sjón“ „Það var hryllileg sjón, sem blasti við, þegar við komum að bátnum,“ sagði Stefano Valfre, skipstjóri á fiskibát, sem fyrstur kom að og lét strandgæsluna vita. „Í bátnum var líkahrúga og við urðum að sigla varlega til að hvolfa hon- um ekki. Við gátum þó komið brauði og vatni til þeirra, sem voru lifandi.“ Pisanu hvatti til þess, að Evrópusambands- ríkin stæðu saman að eftirliti á Miðjarðarhafi og semdu um að taka við ákveðnum fjölda inn- flytjenda árlega gegn því, að viðkomandi ríki kæmu í veg fyrir fólksstrauminn. þegar lagt var af stað frá Líbýu 3. október. Bát- inn hefði síðan rekið fram og aftur og fólkið fljótlega farið að týna tölunni vegna hungurs „Hryllileg sjón blasti við“ Talið að tugir innflytjenda hafi soltið í hel á Miðjarðarhafi AP Á þessari fleytu reyndu 85 manns að komast frá Líbýu til Ítalíu. 15 manns lifðu af. Róm. AFP. MIKIL umræða er um skólamál víða um lönd og oft er mesta meinsemdin sögð of lítil framlög frá hinu opinbera. Fulltrúar Venstre í borgarstjórn Árósa í Danmörku hafa ákveðið að mæta þessari umræðu með því að leggja til, að létt verði af kennurum öllum aukaverkum og þeim gert kleift að helga sig alla almennri kennslu. Tillaga Venstre er sú, að almennir kennarar verði ekki látnir annast kynlífs- fræðslu, fræðslu um misnotkun vímuefna, umferðarfræðslu og ýmislegt fleira af þessu tagi, heldur verði kannað hvort unnt sé að fela þetta öðrum. Sagði frá þessu á fréttavef Jyllands-Posten í gær. „Það fer ekki hjá því, að kennarar verða að undirbúa sig fyrir kennslu í þessum greinum sem öðrum og það er at- hugandi hvort ekki sé rétt, að einhverjir aðrir annist hana. Það myndi létta á kennurunum og gera þeim kleift að sinna bara því, sem þeir hafa menntun til, al- mennri kennslu,“ sagði Bo Abrahamsen, talsmaður Venstre í skólamálum. Talsmaður kennarasamtakanna í Árós- um tók heldur dræmt í þessa hugmynd og sagði, að þar á bæ væru menn hlynntir „breiðum skóla“ eins og stefnan hefði verið. Kennarar helgi sig kennslu Þetta er annað árið í röð sem haf- rannsóknaráðið leggur til bann við þorskveiðum á þessum hafsvæðum og ekki er víst að sjávarútvegsráðherrar ESB-landanna fari eftir ráðgjöfinni á fundi þeirra í desember þegar þeir ákveða kvótana. Þeir höfnuðu veiði- banni í fyrra og samþykktu þess í stað að skerða þorskveiðikvótana um 45%, ýsukvótana um helming og lýsukvót- ana um tvo þriðju. Þetta varð til þess að Skotar þurftu að leggja nær þriðj- ungi fiskveiðiflota síns. Fréttavefur BBC hafði eftir vís- indamönnunum að þrátt fyrir þessar ráðstafanir væru þorskstofnarnir enn mjög litlir og algert bann væri nauð- synlegt til að bjarga þeim. Þarf að vera 150.000 tonn Danska dagblaðið Berlingske Tid- ende sagði að vísindamenn ICES teldu að þorskstofninn í Norðursjó þyrfti að nema að minnsta kosti 150.000 tonnum. Hann væri nú aðeins 52.000 tonn og ekki ætti að leyfa þorskveiðar að nýju fyrr en hann yrði að minnsta kosti 70.000 tonn. Vísindamennirnir lögðu til fleiri veiðitakmarkanir, meðal annars bann við lýsuveiðum í Írlandshafi. „Ástand fiskstofnanna virðist mjög slæmt,“ sagði Ben Bradshaw, sjávar- útvegsráðherra Bretlands, en bætti við að breska stjórnin vildi ekki grípa til svo harkalegra aðgerða að sjávar- útvegurinn legðist niður. Vilja þorsk- veiðibann í Norðursjó VÍSINDAMENN Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) hafa ráðlagt Evrópu- sambandinu að banna þorskveiðar algerlega í Norðursjó, Írlandshafi og und- an vesturströnd Skotlands, að því er fram kom á fréttavef BBC í gær. Ráð- legging vísindamanna Alþjóðahafrannsóknaráðsins um bann við þorskveiðum kemur Jóhanni Sigurjónssyni, forstjóra Hafrannsóknarstofn- unar ekki á óvart. „Ástandið hefur verið slæmt þarna og tillögurnar hafa ver- ið í þessa veru undanfarin ár,“ segir hann. Stofninn aðeins rúm 50.000 tonn ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, ítrekaði í gær þá skoðun sína að Yasser Arafat, forseti heimastjórnar Palestínu, væri helsta hindrunin í vegi friðar í Mið-Austurlöndum. Sagði Sharon hins vegar að friðarvegvísirinn, alþjóðleg áætlun um frið, væri það eina sem veitti von um að hægt yrði að koma á friði í Mið-Austurlöndum. Sharon sagði einnig í ræðu sem hann hélt við setningu ísraelska þingsins í gær að byggingu múrsins milli heimastjórnarsvæða Pal- estínumanna á Vesturbakkanum og landnemasvæða yrði hraðað. Palestínumenn kalla girðinguna aðskilnaðarmúr og fulltrúar er- lendra ríkja hafa gagnrýnt Ísraela harðlega. Shimon Peres, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði, að tækifærið til að semja frið við Pal- estínumenn hefði runnið Sharon úr greipum. „Þú misstir af tækifær- inu og ég er afar hræddur um að þú fáir ekki annað,“ sagði Peres. Ísraelsher gerði fimm loftárásir á skotmörk á Gazasvæðinu í gær og féllu þá níu Palestínumenn og meira en 40 særðust. Sharon heitir því að hraða byggingu aðskilnaðarmúrs Reuters Grátandi, palestínskt barn og ættingi eins þeirra, sem féllu í árás- um Ísraela á Gaza í gær. Níu féllu og meira en 40 særðust. Friðarvegvísir eina vonin Jerúsalem. AFP. GÚSTAF Baldvinsson, sölu- og markaðsstjóri Samherja og fram- kvæmdastjóri Seagold í Hull í Bret- landi, er ekki þeirrar skoðunar að algert bann við þorskveiðum í Norð- ursjó, Írlandshafi og undan vest- urströnd Skotlands myndi hafa nein umtalsverð áhrif á útflutning á fiski frá Íslandi til Bretlands. „Menn verða að hafa í huga að það er gífurlega mikið af fiski flutt inn til Bretlands. Ef sett yrði algert bann, hefði það mest áhrif á fisk- vinnsluna. Það er flutt svo mikið magn hingað inn bæði af frystum og ferskum fiski, sem kemur úr Bar- entshafi og frá Íslandi og Færeyjum, að ég fæ ekki séð a.m.k. til skamms tíma litið, að það myndi hafa nein veruleg áhrif,“ segir Gústaf. Hann segir að í kjölfar tillagna í fyrra um algert þorskveiðibann hafi orðið mikil umræða sem hafði nei- kvæð áhrif. „Þorskurinn fékk á sig þá ímynd að hann væri tegund sem væri í útrýmingarhættu. Það var kannski þetta sem hitti okkur mest fyrir, vegna þess að þessu var haldið mjög á loft í fjölmiðlum hér í Bret- landi. Sú umræða hefur hins vegar róast að undanförnu en það getur vel verið að tillögurnar núna ýti þessari umræðu aftur af stað.“ Lítil áhrif á fisk- sölu frá Íslandi HERMANN Hreiðarsson fagnar með Ítal- anum Paulo Di Canio eftir að Hermann hafði skorað sigurmark Charlton, 1:0, í við- ureign liðsins við Blackburn Rovers í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Hermann lék sinn fyrsta leik með Charlton í rúmar sex vikur en hann var frá keppni vegna meiðsla og eini leikur hans á þeim tíma var landsleikurinn gegn Þjóðverjum í Hamborg um fyrri helgi. Reuters Sigurmark Hermanns  Íþróttir/46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.