Morgunblaðið - 21.10.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Ég er mættur til að skutla stjórninni til síns heima, hæstvirtur ráðherra.
Nýjar áherslur við lestrarkennslu
Þjálfun og
endurtekning
LESUM lipurt erheitið á nýju lestr-ar- og málþjálfun-
arefni eftir Sigríði Ólafs-
dóttur sérkennara. Þar eru
farnar nýjar leiðir til að
auka færni í lestri. Sigríður
mun kynna Lesum lipurt-
verkefnið með fyrirlestri í
salnum Skriðu í Kenn-
araháskóla Íslands mið-
vikudaginn 22. október, kl.
16.15. Fyrirlesturinn er á
vegum Rannsóknastofnun-
ar KHÍ og öllum opinn.
Sigríður var spurð hvort
þörf væri fyrir efni til
lestrarþjálfunar.
„Rannsóknir undanfarið
hafa sýnt að mörg börn í
grunnskólanum eru illa
læs og lenda þar af leiðandi
síðar í námserfiðleikum.
Allt að því 30% nemenda ná ekki
tökum á námsefninu vegna þess
að þau eru illa læs.“
Er hægt að bæta lestrar-
kennslu?
„Það þarf að þjálfa grunnlestr-
artæknina meira í fyrstu bekkjum
grunnskólans. Leggja þarf meiri
áherslu á að þjálfa grunnfærni í
lestri með áherslu á lestrartækni
og augnhreyfingar. Góður lesari
les textann fljótt í fáum augndvöl-
um og augnhreyfingar eru stuttar
og reglulegar. Nemandi sem á við
lestrarvanda að stríða les hins
vegar með rykkjóttum augnhreyf-
ingum, les í mörgum augndvölum,
augun rása fram og aftur um lín-
una. Ég tel að bætt grunnlestrar-
þjálfun geti minnkað þennan
lestrarvanda.“
Er þá lestur líkamsþjálfun?
„Lestur er frekar þjálfun hug-
ans. Það er verið að þjálfa sjón-
rænt ferli og hreyfingar augn-
anna. Þú lest í augndvöl, þegar
augun stoppa við í textalínunni og
þú sérð skýrt í ákveðnu lágmarks
lessjónsviði. Með þjálfun má
stækka og skerpa þetta sjón-
skerpusvið. Þú lest mörg orð í einu
og með þjálfun má fjölga þeim. Ef
þú ert með fjórar augndvalir í
einni textalínu í bók þá má þjálfa
sig upp í tvær augndvalir. Með
sérstökum æfingum má þjálfa sig
svo að augun renni átakalaust eft-
ir textalínunni. Maður verður
miklu afkastameiri lesari.“
Ertu með þessu að gagnrýna
lestrarkennslu eins og hún er nú?
„Lestrarvandi barna í grunn-
skólum hvetur okkur til að reyna
að gera betur. Ég hef mikla
reynslu sem lestrarkennari og
finnst þessi verkefni vera þáttur
sem vantar inn í núverandi lestr-
arkennslu. Það þarf að þjálfa
grunnaðferðirnar mjög vel, líkt og
tónstigana þegar þú lærir á píanó!
Með því að bæta grunnfærnina
fáum við væntanlega betri árang-
ur í lestri.“
Þarf þá ekki að kenna þessa
tækni í Kennaraháskólanum?
„Ég myndi vilja að þetta væri
tekið fyrir í Kennaraháskólanum.
Ég er að fara nýjar leiðir með
þessum verkefnum. Þau eru fyrir
mismunandi getustig
og hægt að velja verk-
efni við hæfi fyrir
hvern nemanda. Uppi-
staðan í verkefnunum
er valdir orðalistar sem
eru byggðir utan um hvern sam-
hljóða og samhljóðasambönd.
Lestraraðferðir eru í grunninn
tvær, hljóðaðferð og orðaðferð. Í
byrjun, meðan við þekkjum ekki
orðin, notum við hljóðaðferðina.
Síðan förum við að þekkja orðin og
lesum þau áreynslulaust með
orðaaðferð. Sumir læra að lesa
fyrirhafnarlaust, en hluti af börn-
um þarf að hafa eitthvað fyrir því
og sum töluvert mikið. Ég tel mik-
ilvægt að við kennum undirstöð-
una rétt og náum börnunum áður
en lestrarvandamál skapast.“
Hvernig fer þjálfunin fram?
„Hvert samhljóð og samhljóða-
samband er æft markvisst og
mjög vel. Rauði þráðurinn er end-
urtekning á mismunandi hátt.
Þjálfunin byggist á völdum orða-
listum, sem er raðað eftir fyrsta
sérhljóði í orðinu og í ákveðnum
takti. Í rauninni er þetta einskon-
ar rapp og takturinn fer að renna
inn í börnin án þess að þau taki
eftir því.“
Hefur þetta verið lengi í þróun?
„Ég er búin að vera að þróa að-
ferðina í fimm ár. Uppsetningin á
verkefnunum er mín hugarsmíð
og ég tel að með þessari uppsetn-
ingu megi bæta lestrarþjálfunina.
Þetta er einn hlekkur í lestrar-
kennslu og máluppbyggingu.“
Segðu mér frá samvinnu ykkar
hjóna á þessu sviði?
„Maðurinn minn, Björn Már
Ólafsson, er augnlæknir og hefur
hann aðstoðað mig við sjónræna
þáttinn. Ég tengi því saman
læknavísindi og lestrarkennslu.“
Um hvað ætlar þú að fjalla í
fyrirlestri þínum á morgun?
„Þar kynni ég lestrar- og mál-
þjálfunarverkefnið Lesum lipurt
og fjalla um aðferðafræðina að
baki verkefnunum. Ég mun ræða
um hvernig sjóngallar og augn-
hreyfingar geta haft áhrif á lestr-
arferlið.“
Er Lesum lipurt komið út?
„Já, það kom út í vor. Það hefur
verið kennt til reynslu í
Flataskóla og gefist vel.
Garðabær, mennta-
málaráðuneytið og Þró-
unarsjóður grunnskóla
hafa styrkt Lesum lip-
urt. Verkefnin fást í Skólavöru-
búðinni og ég er að byrja að kynna
efnið. Markmiðið er að efnið verði
kennt í fyrstu tveimur bekkjum
grunnskóla. Vonir standa til að
umfjöllun um efnið verði sett á
Evrópunetið og norræna sér-
kennsluvefinn til kynningar. Eftir
þá reynslu sem ég hef af þessari
aðferð hef ég sterka trú á að hún
skili árangri.“
Sigríður Ólafsdóttir
Sigríður Ólafsdóttir, sérkenn-
ari og höfundur Lesum lipurt,
varð stúdent frá MR 1969, lauk
kennaraprófi frá Kennaraskóla
Íslands 1971 og heyrnleysingja-
kennaraprófi við Kennarahá-
skólann í Stokkhólmi 1983. Síðan
hefur hún sótt fjölda endur-
menntunarnámskeiða í ýmsum
greinum. Hún hefur réttindi
grunn- og framhaldsskólakenn-
ara og hefur sinnt sérkennslu
m.a. við Heyrnleysingjaskólann
og Flataskóla í Garðabæ auk al-
mennrar kennslu og talkennslu.
Maður verður
afkastameiri
lesari
FLUGMÁLASTJÓRN stefnir á að
taka í notkun nýjan ILS-aðflugs-
stefnusendi á austurenda austur/
vestur-brauta Reykjavíkurflug-
vallar í lok mánaðarins.
Heimir Már Pétursson, upplýs-
ingafulltrúi Flugmálastjórnar, seg-
ir að ILS-sendarnir séu smíðaðir
samkvæmt nýjustu tækni en svip-
aðir í notkun og þeir gömlu. Gömlu
sendarnir hafi hins vegar verið frá
árinu 1970 og hafi hreinlega verið
úr sér gengnir. Til dæmis hafi verið
orðið erfitt um vik að fá varahluti í
þá. Því verði nokkur hagræðing
með tilkomu nýju sendanna.
Kaup á aðflugsstefnusendum
voru boðin út fyrir tveimur árum
og í kjölfarið var ákveðið að ganga
til samninga við Park Air Systems.
Sá aðflugsstefnusendir sem nú er
verið að leggja lokahönd á er annar
sendirinn sem fyrirtækið framleiðir
fyrir Flugmálastjórn því að í októ-
ber í fyrra var settur upp sendir af
sömu gerð á suðurenda norður/
suður-flugbrautar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nýr aðflugsstefnusendir settur
upp á Reykjavíkurflugvelli