Morgunblaðið - 26.10.2003, Side 8

Morgunblaðið - 26.10.2003, Side 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Nánari upplýsingar á www.icelandair.is/frakkland Hafið samband við hópadeild Icelandair í síma 5050 406. Á mann í tvíbýli. Innifalið: flug, gisting í 3 nætur, rútu - ferðir, íslensk fararstjórn, skoðunarferðir, vínsmökkun, morgunverður og kvöldverður og flugvallarskattar. Ath. að lágmarksþátttaka er 20 manns. Verð frá 74.970 kr. 7. -10. nóvember til Frakklands Vínmenningarhátíð í vetrarbyrjun Einstakt tækifæri til að njóta eðalvína og franskrar matargerðar listar. Ekið frá París til Dijon, höfuðborgar Búrgúndí - héraðs, þar sem hinn víðfrægi þjóð vegur hinna miklu eðalvína byrjar. Gist verður í tvær nætur í Dijon og ekið út á vínekrur til að hitta vín rækt - endur og óðals bændur. Aðfaranótt mánudags verður gist í París. 4 rétta sælkerakvöldverður í Dijon 4 rétta sælkeraveisla í Chateau de Gilly 3 rétta eðalkvöldverður í París Fararstjóri: Halldór E. Laxness GEVREY-CHAMBERTIN • CLOS DE VOUGEOT • MORIN Í NUITS ST. GEORGES • BEAUNE CHABLIS • DIJON • CHATEAU DE MEURSAULT • PULIGNY-MONTRACHET • VÉZELAY • PARÍS Sælkeraferð VR orlofsávísun Munið ferða- ávísunina Ferðin gefur 3600 ferðapunkta ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 22 26 30 10 /2 00 3 Ellismellirnir vilja líka „Vilko“ hr. Davíð. Ný bók um fötlunarfræði Uppbygging nýs fræðasviðs Rannveig Trausta-dóttir er ritstjórinýrrar bókar sem Háskólaútgáfan hefur gef- ið út og nefnist Fötlunar- fræði – Nýjar íslenskar rannsóknir. Hún er gefin út í tilefni Evrópuárs fatl- aðs fólks 2003 og er tileink- uð baráttunni fyrir mann- réttindum og fullri samfélagsþátttöku fatl- aðra. Bókin er byggð á greinum tíu fræðimanna frá þremur háskólum, Há- skóla Íslands, Háskólan- um á Akureyri og Kenn- araháskóla Íslands, í samstarfi við samtök fatl- aðra, Öryrkjabandalag Ís- lands og Landssamtökin Þroskahjálp. Rannveig sagði við Morgunblaðið að bókin væri til vitnis um hvernig unnt væri að tengja fræðastarf og samfélags- baráttu, og um mikilvægi rann- sókna og þekkingaröflunar fyrir baráttu minnihlutahópa. Hvað er fötlunarfræði? „Fötlunarfræði er ung fræði- grein sem vaxið hefur hratt á und- anförnum árum. Fræðileg þróun á þessu sviði endurspeglar vaxandi áhuga á fötlun sem samfélagslegu fyrirbæri og mikilvægum þætti í lífi okkar allra, enda líta fræði- menn í auknum mæli á fötlun sem mikilvægt viðfangsefni. Fræði- menn á sviði fötlunarfræða hafa á undanförnum árum sett fram ögr- andi spurningar og andæft hefð- bundnum skilgreiningum á fötlun. Umfjöllun um þetta fræðasvið hefur verið lífleg í nágrannalönd- um okkar. Hér á landi hefur fræðileg umfjöllun um fötlun hins vegar verið í lágmarki.“ Hver er ástæðan fyrir tilurð bókarinnar? „Innan fötlunarfræða er bent á að rannsóknir á fötlun hafi ekki haft sama sýnileika og rannsóknir sem lúta að kynþætti, þjóðerni, þjóðfélagsstéttum, kynhneigð og kynferði. Það er út af fyrir sig at- hyglisvert að fatlað fólk hefur ver- ið ósýnilegra en aðrir hópar. Eða er ekki fjölbreytileiki líkamlegs og andlegs atgervis lykilatriði í mannlegri tilveru? Er ekki ávinn- ingur að því fyrir allar að rann- saka og rýna í margbreytileikann í öllum sínum myndum? Það er tími til kominn að fötlunarfræði verði hluti af þeim fræðum sem rann- saka margbreytileika, mismunun og mannréttindi.“ Hvert er markmiðið með útgáf- unni? „Þessi bók er fyrsta ritið sem birtist á íslensku og kennir sig við hin nýju fötlunarfræði. Henni er því ætlað að bæta úr brýnni þörf fyrir íslenskt efni á þessu sviði. Jafnframt er þetta fyrsta ritið sem inniheldur safn nýrra ís- lenskra rannsókna sem beinast að lífi og aðstæðum fatlaðs fólks í ís- lenskum samtíma. Markmiðið er að kynna fötlunarfræði sem nýja fræðigrein og vekja at- hygli á nýjum íslensk- um rannsóknum á þessu sviði. Útgáfa hennar er liður í upp- byggingu þessa nýja fræðasviðs hér á landi.“ Fyrir hverja er bókin ætluð? „Leitast hefur verið við að setja efni bókarinnar fram á aðgengi- legan hátt án þess að slaka á kröf- um um fræðileg viðmið. Bókin ætti því að koma flestum þeim að gagni sem láta sig málefni fatlaðs fólks varða. Vonandi munu fatlað- ir einstaklingar og samtök þeirra finna hér gagnlegt efni. Bókinni er jafnframt ætlað að nýtast fólki við nám og rannsóknir, og kennurum og fagfólki sem kemur að málum fatlaðs fólks. Einnig má ætla að stuðnings- og umræðuhópar fatl- aðra einstaklinga og aðstandenda þeirra geti haft af henni nokkurt gagn. Bókin er umfram allt fyrsti víðtæki umræðuvettvangur á ís- lensku þegar kemur að því að fræðast um og skoða hlutskipti fatlaðra í íslenskum samtíma.“ Hver eru efnistökin? „Bókin skiptist í fimm hluta. Í fyrsta hlutanum er fötlunarfræði kynnt sem ný fræðigrein. Að öðru leyti er hún kynning á nýjum ís- lenskum rannsóknum. Viðfangs- efnin eru fjölbreytt og brugðið er upp myndum af ólíkum sviðum og aðstæðum fatlaðs fólks frá bernsku til fullorðinsára, fjöl- skyldum þeirra og kerfinu sem ætlað er að veita því þjónustu. Bókin veitir innsýn í fjölbreyttan og flókinn veruleika sem til þessa hefur verið mörgum framandi og hulinn. Greinunum er það öllum sameiginlegt að leggja áherslu á rétt fatlaðs fólks til fullrar þáttöku í lífi, starfi og leik með öðrum í samfélaginu.“ Hvernig tengist fötlunarfræðin mannréttindabaráttu fatlaðra? „Fatlaðir hafa um aldir búið við mismunun og undirokun. Fatlað fólk hefur verið einangrað, inni- lokað, athugað, þjálfað, sett í með- ferð, skorið upp, skipað fyrir, leið- beint, lokað inni á stofnunum og stjórnað í meiri mæli en nokkur annar minnihlutahópur hefur mátt þola. Þrátt fyrir það hefur þessum hópi ekki verið gerð viðhlítandi skil í rannsóknum og ritum um minnihlutahópa, mismunun og mannréttindi. Það er ekki fyrr en á síðustu áratugum sem mismun- un fatlaðra hefur verið almennt viðurkennd. Það er ekki síst fyrir tilstilli samtaka fatlaðs fólks. Meðal þess sem gerir fötlunar- fræði spennandi eru tengsl fræði- starfa og mannréttindabaráttu.“ Rannveig Traustadóttir  Rannveig lauk doktorsprófi í fötlunarfræðum og kvennafræð- um frá Syracuse University í New York 1992. Hún stundaði einnig nám í uppeldisfræði og stjórnun í Kaupmannahöfn og fé- lagsfræði og heimspeki við Há- skóla Íslands. Rannveig er dós- ent við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Hún er einnig þroskaþjálfi og starfaði um ára- bil með fötluðum og sem kennari við Þroskaþjálfaskóla Íslands. Hún hefur birt rannsóknir sínar í ritum hér á landi og erlendis. Rannveig á eina dóttur og tvær ömmustelpur. Fræðastarf og mannréttinda- barátta

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.