Morgunblaðið - 26.10.2003, Side 18

Morgunblaðið - 26.10.2003, Side 18
18 SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MARGIR líta í raun á Evrópuráð-ið sem eins konar biðsal fyrirEvrópusambandið (ESB).Ástæðan er að hluta til sú aðríkin tíu, sem á næsta ári fá að- ild að ESB, hafa öll tekið þátt í starfi Evrópu- ráðsins um nokkurt skeið og má færa rök fyrir því að Evrópuráðsaðildin hafi gert þeim kleift að eiga kost á inngöngu í ESB. Þetta kemur aft- ur til af því að Evrópuráðið hefur það sérstak- lega á verkefnaskrá sinni að efla lýðræðisþróun og stöðu mannréttindamála í Evrópu, einkum í nýju lýðræðisríkjunum í Austur-Evrópu, og hefur Evrópuráðið því hjálpað þessum ríkjum að uppfylla ýmis skilyrði sem ESB gerir til væntanlegra aðildarríkja. Bæði Evrópuráðið og Evrópusambandið geta rakið rætur sínar til þeirrar hugsjónar, sem menn settu á oddinn eftir hildarleik seinni heimsstyrjaldarinnar, að koma í veg fyrir frek- ari átök á meginlandi Evrópu með því að styrkja samskipti og samband Evrópuríkja. Evrópuráðið er þó eldra en ESB, var raunar undanfari Kola- og stálbandalagsins sem síðan þróaðist í Efnahagsbandalag Evrópu (EBE) og seinna Evrópusambandið. Er því ekki fyllilega út í hött hjá Walter Schwimmer, framkvæmda- stjóra Evrópuráðsins, að kalla ESB „skilgetið afkvæmi Evrópuráðsins“. Ekki verður hins vegar um það deilt að ESB er nú orðið margfalt valdameiri stofnun en Evr- ópuráðið og raunar er ljóst að margir Evr- ópubúar kunna lítil deili á Evrópuráðinu. Á þetta einkum við um Vestur-Evrópubúa en í nýrri aðildarríkjum Evrópuráðsins í Austur- Evrópu, ríkjum sem áður tilheyrðu kommún- istablokkinni, er stofnuninni veitt öllu meiri eft- irtekt. Eru heimsóknir fulltrúa Evrópuráðsins til þessara landa enda mun tíðari og vel fylgst með yfirlýsingum þeirra um lýðræðislegar framfarir (eða skort á þeim) í viðkomandi ríki. Gekk í endurnýjun lífdaga Hörður Bjarnason, fastafulltrúi Íslands hjá Evrópuráðinu, segir í samtali við Morgunblaðið að Evrópuráðið hafi verið orðið nokkuð sof- andaleg stofnun á sínum tíma. Breytingarnar sem áttu sér stað í Austur-Evrópu með hruni múrsins 1989 hafi hins vegar hleypt nýju lífi í starf þess. Eiga nú 45 ríki aðild að Evrópu- ráðinu í kjölfar þess að Serbíu og Svartfjalla- landi var veitt aðild fyrr á þessu ári. Til að fá aðild að Evrópuráðinu þurfa ríki að gerast að- ilar að bæði mannréttindasáttmála Evrópu og félagsmálasáttmála Evrópuráðsins. Hefur það verið eitt helsta verkefni Evrópuráðsins á und- anförnum áratug að fylgja því eftir að nýju að- ildarríkin standi við skuldbindingarnar sem þau undirgengust er þau undirrituðu Mann- réttindasáttmálann. Hörður segir að þetta starf hafi gengið nokkuð vel, enda veiti Evrópuráðið ríkjunum aðstoð við að ná settu marki en beiti þau jafn- framt þrýstingi. „Evrópuráðið hefur gefið eftir ákveðin skilyrði, sem við eðlilegar aðstæður væru forsendur aðildar og í samræmi við ströngustu kröfur stofnríkjanna um mannrétt- indi og lýðræði. Þetta hefur Evrópuráðið hins vegar gert þar sem nýja aðildarríkið hefur undirritað yfirlýsingu þar sem það skuldbind- ur sig til að uppfylla þessar kröfur innan settra tímamarka og undir eftirliti ráðherranefndar Evrópuráðsins,“ segir hann. „Serbía-Svartfjallaland fékk inngöngu á þessu ári þrátt fyrir að ástand þar sé ekki eins og best verður á kosið; enn ganga lausir meint- ir stríðsglæpamenn, sem Serbar hafa ekki framselt, og dómskerfið er í molum. Menn telja hins vegar betra að hafa þessi ríki innan Evrópuráðsins þar sem hægt er að fylgjast með og ýta á eftir þróuninni, jafnvel veita sér- fræðiaðstoð. Ýmsir telja að gengið hafi verið of langt mið- að við þær kröfur sem gerðar hafa verið til eldri ríkjanna en samt telja flestir að þetta sé pólitískt skynsamlegt.“ Hvíta-Rússland „svartur blettur“ Evrópuráðið sættir sig þó ekki við hvað sem er, sbr. stöðu Hvíta-Rússlands sem Walter Þurfum að halda vöku okkar í mannréttindamálum Evrópuráðið sinnir stóru hlutverki í lýðræðisþróun gömlu austan- tjaldsþjóðanna. Davíð Logi Sigurðsson heimsótti Strasborg og kynnti sér starfsemi Evrópuráðsins og hitti auk þess nokkra Íslendinga sem starfa hjá stofnuninni. Morgunblaðið/Davíð Logi Sigurðsson Sumir vilja meina að Evrópusambandið sé „skilgetið afkvæmi Evrópuráðsins“. ÓLÖF Þórhildur Ólafsdóttir hefurnáð lengst þeirra Íslendingasem nú starfa hjá Evrópuráðinuen hún er deildarstjóri í menntamáladeild. „Ég er búin að vera hérna í nærri sextán ár, byrjaði í janúar 1988,“ segir hún í samtali við Morg- unblaðið. „Þetta kom þannig til að ég fór í samkeppnispróf eftir að stöður hjá Evr- ópuráðinu höfðu verið auglýstar lausar. Ég var á þeim árum dósent í frönsku við Háskóla Íslands en náði prófinu og fór í framhaldinu á lista hjá Evrópuráðinu. Síð- an var mér boðin staða sem ég tók og hef verið hér síðan.“ Ólöf Þórhildur segir sinn starfsferil hjá Evrópuráðinu óvenjulegan að því leytinu til að hún hafi flakkað mun meira á milli deilda en venja er. Hún hefur fengist við mál er varða varðveislu menningararfs og sveitarstjórnarmál en lengst starfaði hún þó í mannréttindadeild Evrópuráðsins þar sem hún hafði jafnréttismál á sinni könnu. Fyrir rúmu ári fékk hún síðan stöðuhækk- un og tók við starfi deildarstjóra í mennta- máladeild. Er hún jafnframt staðgengill yf- irmanns menntamáladeildarinnar. Nýtt starf Ólafar felur m.a. í sér yfirum- sjón með peningamálum mennta- máladeildarinnar og starfsmannamál. Auk þess hefur hún tvær minni deildir undir sinni stjórn en þau störf tengjast grunn- og framhaldsskólum. Þá sé það eitt af hlut- verkum deildarinnar að stuðla að því að menntakerfi Evrópulanda taki mið af nauðsyn þess að kenna börnum og ungling- um gildi þess að vera virkir og nýtir þegn- ar í lýðræðisþjóðfélagi. „Það er nokkuð sem Evrópuráðið hefur lengi fengist við og við erum með margt í gangi í þeim efnum núna. Við erum til dæmis að leggja drög að því að árið 2005 verði helgað þessum skilaboðum: að læra að vera virkir og nýtir þegnar í lýðræðisríki,“ segir Ólöf Þór- hildur. Ennfremur segist hún koma að stefnumótandi vinnu vegna menntunar barna af þjóðflokki Roma, þ.e. sí- gaunabarna. Það starf miðist auð- vitað við alla Evr- ópu þó að mun fleiri sígaunar búi vissulega í Austur-Evrópu en annars staðar í álfunni. Ólöf segist njóta sín vel í nýja starfinu. „Mér finnst mest gaman núna, kannski vegna þess að ég er búin að uppgötva að mér finnst mjög gaman að vera í stjórn- unarstarfi,“ segir hún og hlær. „Jafnrétt- ismálin voru þó mjög skemmtileg því ég var að fást við sérstaklega krefjandi verk- efni þar, s.s. mansal til kynlífsþrælkunar. Ég vann við það í mörg ár fyrir jafnrétt- isnefnd Evrópuráðsins að reyna að koma því til skila við stjórnvöld á Vesturlöndum að þetta væri ofboðslegt vandamál. Evr- ópuráðið hélt sína fyrstu ráðstefnu um þetta árið 1991, fyrir meira en tíu árum. Þá vildi enginn hlusta á okkur, enginn taldi að um stórt vandamál væri að ræða. Vandinn hefur hins vegar sífellt farið vax- andi og nú eru allir vaknaðir til vitundar um þennan málaflokk. Evrópuráðið vinnur nú að því að semja nýjan sáttmála um bar- áttu gegn mansali og ég er mjög hreykin af því að hafa lagt svolítið af mörkum til þess að samkomulag um að semja slíkan sátt- mála náðist,“ sagði Ólöf Ólafsdóttir. Ólöf Þ. Ólafsdóttir hefur verið sextán ár hjá Evrópuráðinu Nýtur sín vel í nýju starfi Ólöf Þórhildur Ólafsdóttir ÉG held að Íslendingar geri sér engagrein fyrir því hvað það eru í reyndmörg tungumál töluð í Evrópu. Fólkhugsar yfirleitt að það sé aðeins norska töluð í Noregi, sænska í Svíþjóð og svo fram- vegis. Menn átta sig þar af leiðandi ekkert á því hvað það getur verið flókið fyrir ríki að nokkur tungumál séu töluð innan landamæra þess, ekki síst í pólitískum skilningi,“ segir Regína Jens- dóttir, en hún hefur starfað í sex ár hjá Evr- ópuráðinu. Regína vinnur að verkefnum í tengslum við samninginn um minnihluta- og svæðatungumál sem Evrópuráðið hefur samþykkt. Hún er lög- fræðingur að mennt og lauk á sínum tíma fram- haldsnámi í alþjóðarétti frá háskólanum í Stras- borg. „Þetta er samningur sem verndar tungumál sem eru töluð innan tiltekinna ríkja, á tilteknu svæði eða af einhverjum tilteknum, afmörkuð- um hópi, að undanskildu opinbera tungumál- inu,“ segir Regína um störf sín hjá Evrópu- ráðinu. Nefnir hún Samatungumálið í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi í þessu sambandi. Einnig velskuna í Bretlandi, skoskuna og írskuna. Sautján af 45 aðildarríkjum Evrópuráðsins hafa fullgilt samninginn og eftirlitsstarf Regínu og hennar samverkafólks tekur því aðeins til þessara ríkja. Segist Regína reglulega heim- sækja aðildarríki samningsins. „Við fylgjumst með því hvað ríkin eru að gera, til dæmis hvort til séu lög og reglur sem hrinda samningnum í gildi,“ segir hún. Ríki þurfa þó sjálf að sjá til þess að tungu- málin séu vernduð – rétt eins og þau hafa skuld- bundið sig til að gera. „Sem dæmi þá athugum við hversu margir skólar kenna tungumálið, hvort það sé notað í dómsmálum, hvort opinber- ir starfsmenn geti notað tungumálið við til- teknar aðstæður. Fjölmiðlar eru mikilvægir og við reynum að komast að því hvort tungumálið er notað í útvarpi eða sjónvarpi,“ segir Regína. „Markmiðið er að reyna að sjá til þess að ým- is minni tungumál gleymist ekki,“ segir hún einnig. „Nefna má sem dæmi ýmis Samatungumál. Sum þeirra eru að- eins töluð af nokkur hundruð manns og það er auðvitað mikil hætta á því að slíkt tungumál verði útdautt innan fárra ára. Eitt helsta vandamálið er að oft er það fyrst og fremst eldra fólkið sem notar tungumálið, afarnir og ömm- urnar, en þeir sem nú eru miðaldra skömmuðust sín í mörgum til- fellum á sínum yngri árum fyrir að tala viðkom- andi tungumál. Á sínum tíma, þegar þetta fólk var í skóla, var fólki hegnt fyrir að nota minnihlutatungumálið eða svæðatungumálið. Dæmi eru um að kenn- arar hafi sektað börn fyrir að nota sitt tungumál í skólastofunni. Við erum því núna að reyna að bæta upp fyrir þetta, reyna að láta tungumálið njóta vissrar virðingar í þjóðfélaginu, sýna fólki fram á að auður felist í því að eiga eigið tungumál. Oft er talið mikilvægara að læra ensku og minnihluta- tungumálinu er þá sleppt í kennslu í skólum. Fyrir mörg ríki er þetta líka erfitt út frá póli- tísku sjónarhorni. Menn óttast t.d. að tilteknir minnihlutahópar setji sjálfstæðisbaráttu á odd- inn.“ Regína segist líka heimsækja ríki sem hafa fullgildingu samningsins í undirbúningi. Rússar séu t.d. að gera sig líklega til að fullgilda hann og mikil undirbúningsvinna fylgi því, enda séu töluð um 130 tungumál í Rússlandi. Ákveða þurfi hvaða tungumál eigi að falla undir vernd- arákvæði samningsins og lagaleg álitaefni séu líka mörg. Regína Jensdóttir er lögfræðingur hjá Evrópuráðinu Minnihlutatungu- mál njóti verndar Regína Jensdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.