Morgunblaðið - 26.10.2003, Qupperneq 23
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2003 23
Tannlæknastofa Kópavogs
Hamraborg 7
hefur verið opnuð aftur
Tímapantanir í síma 554 2515
Ragnar Kr. Árnason, tannlæknir
! "#!$%&
()$% * +$%
# !+$
,%$ -.. +
! %&
1 %
# () * # * 2
+#' ! $ #(0
# * 333$.. ,% 42 5 22 6 42 5 2
7
(0#$ $
0
, ! 8*($ ! : +$ ;/ #(0
-<=-
->
# #
*0+$
) %
( ! ? # ## # 8! $%
$%0$ 2@A
%!
$#
-BB
C
:0+$ #
,$ #
%D+D
) $..$ 8#?$% !$%
#
#$%
C =-=
?( !+$
# * / 6
+ 0 $
0
B -
ÉG býst við því að telja megi
skáldskap Bjarna Bernharðar taum-
lausan í anda þess sem hann yrkir
um í kvæði sínu Orminum langa í
nýrri ljóðabók sem hann nefnir
Náttglöpin. Ljóðheimur hans er
menningarkimi, jaðarmenning.
Ljóðin eru bikar helltur fullur af
myrkri. Við erum leidd um dægur-
villtan heim Sýrugarðsins þar sem
skynheimar opnast og litirnir vaxa á
vortrjánum en út úr þeim garði er
aðeins ein leið:
Náttglöpin
færðu mér reisupassann
að fordyri því
er eigi skyldi nefna.
Þar dvaldist ég um hríð
við dægradvöl og glens.
En nætursvallið
í niðheimum
varð endasleppt.
Á örlítinn sálarglugga
fór að bregða fyrir birtu.
Af endurnýjuðum krafti
reis ég úr öskunni.
Þetta er með öðrum orðum bók
um ferð í hina dýpstu dýflissu hug-
ans, sem er full af dauða og myrkri,
að hliði helvítis. En hún fjallar einnig
um leiðina út úr myrkrinu.
Ljóðlist Bjarna Bernharðar er
kraftmikil og myndræn en ekki alltaf
fögur eða í jafnvægi. Hún er brota-
kennd á köflum og sums staðar örlar
líka á klisjukenndu ljóðmáli. En jafn-
vel þegar ljóðmálið er hlaðið útjösk-
uðum klisjum á borð við „blóm í
hjarta“ og „sannleikans duft“ er eitt-
hvað aðlaðandi við heildina, einhver
sprengikraftur sem gefur ljóðinu líf.
Gott dæmi um þetta er kvæðið Kjör-
gripir:
Fáa á ég kjörgripina. Snærisspotta í vasa.
Sveðju undir súð, flugbeitta.
Sorgir innst inni en blóm í hjarta.
Vonir mínar bundnar þér.
Eins og svart blóm í ösku
er vitund okkar tímaleysinu bundin
á fjarlægri braut.
Og þangað er för okkar stefnt
í leit að sannleikans dufti.
Náttglöp Bjarna Bernharðar er
kraftmikil bók. Skáldskaparheimur-
inn er nokkuð bundinn þeim menn-
ingarkimum sem tengjast fíkn og
ruglun skynfæra. Stundum jaðrar
hann að vísu við að vera klisjukennd-
ur eins og kastað sé til hans hönd-
unum. En það sem skortir á í fágun
og fegurð bætir skáldið upp með öfl-
ugu hugarflugi.
Nætursvall í niðheimum
BÆKUR
Ljóðabók
eftir Bjarna Bernharð. Deus. 2003 – 47.
NÁTTGLÖPIN
Skafti Þ. Halldórsson
FYRIRFRAM væri sjálfsagt
hægt að kalla Ástarbréf A.R. Gurn-
eys formtilraun. Texti verksins er
stílaður sem sendibréf milli persón-
anna tveggja, og spanna þau sam-
skipti nánast alla þeirra ævi, eða
allavega frá því þau læra að draga
til stafs og þar til annað þeirra
stendur eftir að hinu látnu og neyð-
ist til að horfast í augu við þá stað-
reynd að hafa séð á eftir stóru ást-
inni í gröfina án þess að hafa gefið
sambandinu annað tækifæri en
bréfaskipti, með örfáum undan-
tekningum. Vissulega læðist samt
að áhorfandanum sá illi grunur að
meiri nálægð, þó að ekki hefði verið
nema nokkrum sinnum hefði geng-
ið af parinu, eða allavega samband-
inu, dauðu á stuttum tíma. Svo ólík
eru þau, hin „listræna“, en óstöð-
uga Melissa Gardner og hinn
stefnufasti, kaldi en í grundvall-
aratriðum góði, Andrew Make-
peace Ladd III.
En þó að formið sé frumlegt hef-
ur það ekki kallað á frekari frum-
leika hjá höfundinum. Persónurnar
eru klisjulegar sem mest má verða
og verkið er rígbundið þeim menn-
ingarheimi sem það er sprottið úr
án þess að hafa neina þá kosti sem
gera það sammannlega áhugavert.
Líklega myndi engu leikhúsi utan
þess sem stílar upp á markhóp
bandarískrar efri millistéttar detta
í hug að snerta á því nema fyrir
það hvað það er einfalt, ódýrt og
þægilegt í uppsetningu. Og gefur
þrátt fyrir allt tveimur stjörnuleik-
urum á besta aldri ágætistækifæri
til að blómstra og njóta sín, án
þeirra óþæginda sem gjarnan
fylgja því að setja upp nýja leiksýn-
ingu. Höfundur leggur meira að
segja áherslu á þennan „sölupunkt“
í handritinu og telur enga þörf á
leikmynd, ströngum æfingum né
heldur að leikarar læri textann
sinn. Það er næstum eins og verkið
sé skrifað með þá listamenn í huga
sem finnst starf sitt ekki lengur
ómaksins vert. En þó að sjálfsagt
sé hægt að komast í gegnum verkið
á þennan hátt er það nú einu sinni
svo að það er eldmóður listamann-
anna sem kveikir í áhorfendum. Og
ef hvorki höfundur, leikendur né
leikstjóri sjá ástæðu til að henda
sér af fullum krafti í verkefnið er
eins víst að áhorfendur láti sér fátt
um finnast. Og það er ekki fyrr en
undir lokin sem sýning Leikfélags
Akureyrar nær þeim áhrifum.
Þangað til vekur hún fyrst og
fremst undrun yfir því hvað tveir
svona frábærir leikarar eru að
leggja sig niður við svona nokkuð.
Það er nefnilega ein grundvall-
arvilla innbyggð í fyrrnefnda at-
hugasemd höfundar og sem höf-
undar sýningarinnar hafa gleypt
hráa. Fólk les ekki eigin sendibréf.
Það að standa á sviði og fara með
texta úr eigin sendibréfum eins og
maður sé að lesa þau upp úr bréfi
er aldeilis fráleit nálgun, og stend-
ur í vegi fyrir innlifun, blæbrigðum,
að ekki sé talað um sambandið við
áhorfendur, sem ætti að vera
grundvallaratriði í svona skemmt-
unarleik, því ekki er tengslum milli
persónanna eða samspili fyrir að
fara. Ef sendibréf eru tjáningar-
form verður að flytja texta þeirra
eins og um tjáningu sé að ræða en
ekki eitthvað sem persónan upp-
götvar þegar hún sér orðin á blaði.
Reyndar voru þau Saga Jóns-
dóttir og Þráinn Karlsson alls ekki
sammála um hvaða stílsmáta ætti
að hafa á sýningunni, sérstaklega
framan af. Saga gerði sér far um að
bregða sér í gervi Melissu og túlka
aldursskeið hennar og gerði það
reyndar vel. En sú staðreynd að
hennar „bréf“ voru greinilega
handrit í plastmöppu dró óneitan-
lega úr áhrifamættinum. Bréf Þrá-
ins voru hins vegar óumdeilanlega
bréf, en hann gætti þess hins vegar
vandlega að lesa upp úr þeim með
tilheyrandi lestóni og gerði enga
tilraun til að verða barn eða ung-
lingur. Hvort sem þessi munur er
meðvituð ákvörðun leikaranna og
„listræns ábyrgðarmanns“ sýning-
arinnar eða einfaldlega til marks
um að engin skýr listræn lína var
lögð er ekki gott að segja. Áhrifin,
fyrir utan þau að rugla áhorfand-
ann í ríminu, eru á hinn bóginn þau
að verkið verður eins og upprifjun
Andrews, og gerir Melissu að hálf-
gerðri aukapersónu, gerir mynd
hennar að hugmynd Andrews um
hana. Og það er alveg áreiðanlega
óheppileg leið.
Það er síðan til marks um það úr
hverju þau Þráinn og Saga eru
gerð sem leikarar að undir lokin ná
þau að yfirvinna ágalla formsins,
verksins og grunnhugmyndar sýn-
ingarinnar og ná tilfinningalegu
taki á áhorfendum. Og annað gera
þau líka svo vel að undrum sætir.
Þau hlusta bæði með afbrigðum fal-
lega. Sterkustu stundir sýningar-
innar fyrir utan endinn er að finna
hjá þeirri persónu sem ekki talar
heldur hlustar og upplifir viðbrögð
við því sem hinn segir. Þetta er af-
ar fínlega unnið, aldrei ofgert en
alltaf satt.
Umgjörðin í Ketilhúsinu er
raunsæisleg og ýtir undir þann
skilning að allt gerist þetta í end-
urliti. Það hefði verið ómaksins
vert að leita að leið til að sýna bet-
ur breytingar á aldri, tíðaranda og
þjóðfélagsstöðu persónanna, sam-
kvæmisföt Melissu og jakkaföt An-
dys gerðu hvorki gagn né ógagn.
Tónlistin er líka notuð á óþarflega
ómarkvissan hátt, einstaka sinnum
kallast hún skemmtilega á við efn-
ið, en of oft er hún eins og frekar
hvimleið dinnertónlist, sem er auð-
vitað ágætis tákn fyrir innihalds-
leysi, skyldi það hafa verið ætlunin.
Ástarbréf er þunnildi. Ekki leið-
inleg nema að svo miklu leyti sem
það er leiðinlegt að sjá hæfileika
vannýtta og möguleikum kastað á
glæ. En ekki skil ég hvað fékk
Leikfélag Akureyrar til að finnast
þetta verk eiga erindi við sitt fólk.
Ameríkubréf
Morgunblaðið/Kristján
Saga Jónsdóttir og Þráinn Karlsson í hlutverkum sínum í sýningunni.
LEIKLIST
Leikfélag Akureyrar
Höfundur: A.R. Gurney, þýðandi: Úlfur
Hjörvar, leikendur: Saga Jónsdóttir og
Þráinn Karlsson, listrænn ábyrgð-
armaður: Þorsteinn Bachmann, tónlist:
Arnór Vilbergsson, lýsing: Ingvar Björns-
son.
Ketilhúsinu á Akureyri 24. október 2003.
ÁSTARBRÉF
Þorgeir Tryggvason