Morgunblaðið - 26.10.2003, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 26.10.2003, Qupperneq 31
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2003 31 ENN heldur áfram umræðan um aðskilnað ríkis og kirkju. Ástæða þess að ég sest niður og rita þetta greinarkorn er að ég vil koma á framfæri ákveðnum atriðum sem ég tel vera grundvallaratriði umræðunnar. Einn- ig langar mig að ræða þær röksemdir sem notaðar eru með og á móti í um- ræðunni. Grundvallaratriðin Sú röksemd sem ég legg til grund- vallar afstöðu minni til aðskilnaðar ríkis og kirkju, og sú sem nægir mér ein og sér, er að núverandi ástand tryggir ekki trúfrelsi þrátt fyrir að í stjórnarskrá Íslands sé getið um slíkt. Núverandi ástand brýtur gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Það að eitt trúfélag hafi lögbundinn rétt fram yfir aðra stenst ekki þá jafnræðisreglu. Sama trúfélag hefur annað aðgengi að fé, vel að merkja skattfé almennings, sem aðrir hafa ekki. Slík forréttindi ber að afnema en ekki að bæta fleiri trúfélögum á jötuna eins og stungið hefur verið upp á til þess að slá á gagnrýn- israddir. Önnur rök sem notuð eru í um- ræðunni af aðskilnaðarsinnum, til að tryggja jafnrétti allra þegna Íslands, er að hér hafi átt sér stað mikil breyting á þjóðfélagsgerð, að þjóðfé- lagið sé orðið fjölmenningarlegt með fjölda fólks af öðrum trúarbrögðum og trúlausum. Sú röksemd er rétt og styður því grundvallarröksemdina sem minnst er á hér að ofan. Ís- lenskt þjóðfélag hefur breyst gíf- urlega á síðastliðnum 10 árum hvað þetta varðar. Frelsi einstaklingsins eru einnig rök sem styðja við og eru fyllilega réttmæt rök aðskilnaðarsinna. Það að hér skuli vera ríkiskirkja er and- stætt frelsishugsuninni. Að hér geti einstaklingur ekki ráðið hvort hann greiði sóknargjöld hvað þá hvert þau skuli renna er andstætt frelsi ein- staklingsins. Mikil breyting í frels- isátt hefur átt sér stað síðastliðin 10 ár á mörgum sviðum þjóðfélagsins, s.s. í viðskiptum og ríkisfyrirtæki hafa verið einkavædd undir for- merkjum frelsis en það er eins og trúfrelsi sé ekki eins mikilvægt. Hvað þá um þau rök að 85% þjóð- arinnar eru skráð í þjóðkirkjuna? Það þýðir ekki að 15% þjóðarinnar þurfi að líða eins og annars flokks þjóðfélagsþegnum og sætta sig við að búa ekki við sömu skilyrði. Og þá staðreynd að um 8–10% þjóðarinnar fara reglulega í kirkju vegna trúar sinnar. Hin 90% fara í besta falli í kirkju vegna giftinga, jarðarfara eða á jólum til hátíðabrigða eða jafnvel bara á tónleika í kirkjum eins og undirritaður. Hvað þá um þá afstöðu 2⁄3 hluta Ís- lendinga sem ár eftir ár í tíu ár hafa lýst þeirri afstöðu sinni að vera fylgjandi aðskilnaði. Nú í byrjun október birti Gallup árlega skoð- anakönnun sína um afstöðu almenn- ings til aðskilnaðar og staðfestir hún 10. árið í röð yfirgnæfandi stuðning við aðskilnað. Stuðningurinn hefur aukist úr 56% árið 1994 í 67% í ár. Verða þá engin jól? Það hefur verið fróðlegt að fylgj- ast með rökum andstæðinga trú- frelsis sem nota ýmis sérkennileg rök til að mæla gegn aðskilnaði ríkis og kirkju. Grípa menn til röksemda eins og: Er fólk að mælast til þess að jólin verði lögð af? Hvað um alla frí- daga sem ber upp á kirkjulega daga – er fólk tilbúið að fórna þeim? Er fólk að kjósa gegn kirkjunni? Þetta eru ekki málefnaleg rök heldur byggjast á því að hræða almenning með „rökum“ sem þessum. Ef við reynum hins vegar að svara þessum rökum, því sjálfsagt dettur einhverjum í hug að þetta gæti gerst, er því til að svara að að sjálf- sögðu hverfa jólin ekki. Undirrit- aður hefur haldið jól alla tíð án kristilegra formerkja og kemur til með að gera það áfram. Að mínu mati er þetta tími fjölskyldunnar og til þess að rækta slík sambönd. Hvað varðar kirkjulega frídaga (t.d. jól og daga í kringum páska) þá er því til að svara að þeir koma ekk- ert því við hvort ríki og kirkja verði aðskilin. Það eru fyrst og fremst samningar milli stéttarfélaga og vinnuveitenda sem skapað hafa þessa frídaga. Að sjálfsögðu byggj- ast þeir samningar á þeim við- horfum sem þá ríktu um friðhelgi þessara daga. Helgidagalöggjöfin verður að öllum líkindum endur- skoðuð með það fyrir augum að ekki verði bannað að vinna á ákveðnum dögum. Slíkt er eðlilegt þar sem nú á dögum á ekki að vera ákvörðun rík- isins að ákveða hvernig vinnutíma fólks er háttað. Sú röksemd sem mér finnst einna veikust er að þeir sem væru að taka afstöðu gegn núverandi ástandi væru að taka afstöðu gegn kirkj- unni. Það er dapurlegt að grípa þurfi til slíkra raka. Eflaust verður gripið til þeirra á næstu misserum en þau rök eru einkum til þess að koma að sektarkennd og skömm hjá ein- staklingum. Það er ekki verið að taka afstöðu gegn einhverju heldur með jafnræði þegnanna. Hvað breytist? Rétt þykir mér að rekja, í stórum dráttum þó, hvaða breytingar verða við aðskilnað ríkis og kirkju þó að ekki sé um tæmandi lista að ræða. Það sem ég tel helstu breytinguna er kannski ekki áþreifanlegt en það er að hér muni ríkja trúfrelsi. Allir trúarhópar sem og trúlausir munu hafa sömu stöðu. Enginn þeirra mun hafa sérréttindi og geta sótt sér fé í ríkissjóð eins og nú er. Að sama skapi verður að breyta sókn- argjaldakerfinu og heimila trúlaus- um að ákveða sjálfir hvert þeirra sóknargjöld renna. Viðurkenna þarf þá kröfu samtaka trúlausra að Sið- mennt verði skráð sem lífsskoð- unarfélag með sömu stöðu og trú- félög. Tveir áratugir eru síðan slíkt var heimilt í Noregi og er félag trú- lausra þar næststærsta lífsskoð- unarfélagið sem skráð er á eftir þjóðkirkjunni. Einnig á að heimila þeim sem ekki vilja vera skráðir í trúfélag eða lífsskoðunarfélög að velja það að greiða engin gjöld. Sjálfvirkri skráningu nýfæddra barna í trúfélög verður hætt. Slík skráning fer ekki fram nema við skírn og formlega beiðni um inn- göngu í eitthvert lísskoðunarfélag. Þeir sem ekki gera slíkt verða skráð- ir utan félaga. Trúaruppeldi í grunnskólum, hverju nafni sem það nefnist, verður ekki heimilt og foreldrar gerðir ábyrgir fyrir slíkri fræðslu eftir vilja hvers og eins í stað skólans. Breyt- ing verður því í skólum en kristni- fræðslu verður breytt í trúar- bragðafræði og ekki verður heimilt að vera með trúboð í grunn- og leik- skólum eins og því miður gerist enn í dag. Meginatriðið er að hver og ein fjölskylda beri ábyrgð á trúarupp- eldi barna sinna. Horfið verður frá því lögbroti að nota allt að 2 kennsludaga í skólum á hausti í fermingarfræðslu kirkj- unnar. Því miður hefur þessi árátta aukist á undanförnum árum og er ótrúlegt að skólayfirvöld skuli heim- ila slíkt. Breyting verður á messuhaldi í ríkisfjölmiðlum. Ríkisútvarpið mun ekki flytja messur eins og gert er nú í dag. Einnig verður sjáanleg breyt- ing á setningu Alþingis þar sem messuhaldi verður sleppt. Evangelíska kirkjan þarf að standa á eigin fótum. Í því felast mikil tækifæri fyrir kirkjuna. Ég hef fulla trú á því að kirkjan muni eflast þó svo að skráðum félögum muni sjálfsagt fækka þegar frá líður. Langur ferill Þegar að aðskilnaði ríkis og kirkju kemur er mjög mikilvægt að slíkt ferli fái að taka þann tíma sem þörf er á. Skilgreina þarf ferlið vel og ekki er ólíklegt að það taki 4–8 ár. Ég tel að ríkiskirkjan þurfi ákveðinn aðlögunartíma til þess að aðlaga starf sitt breyttum aðstæðum. Fara verður sérstaklega yfir þann þátt er snýr að samningi ríkisins við kirkjuna frá 1997. Sá samningur fól í sér að ríkið yfirtók allar eigur kirkj- unnar en skuldbatt sig til þess að halda kirkjunni uppi um aldur og ævi. Þessi samningur er að mínu mati afar einkennilegur. Það getur ekki staðist ströngustu löggjöf að slík skuldbinding geti átt sér stað óháð því hvert virði eignanna var. Það merkilega er að slíkt var aldrei reiknað út. Hvernig er þá hægt að skuldbinda fjárútlát skattborg- aranna á þennan hátt? Hvað nú? Ég á von á því að flutt verði a.m.k. tvö frumvörp þegar í haust sem koma inn á þessi mál. Í fyrsta lagi á ég von á því að flutt verði frumvarp um að vinna að aðskilnaði ríkis og kirkju. Hitt frumvarpið mun taka á því óréttlæti sem ég hef reifað í grein minni þ.e. um sóknargjöld. Það er von mín að þau verði tekin á málefnaskrá og afgreidd. Ég tel það Alþingi til vansa ef þessi mál verða enn og aftur þögguð niður með því að setja þau ofan í skúffur til þess að þurfa ekki að afgreiða þau. Ég vil taka undir orð fyrrverandi formanns allsherjarnefndar Alþing- is, Þorgerðar Katrínar Gunn- arsdóttur, frá því á seinasta þingi. Þorgerður benti á að allsherj- arnefnd ætti að taka til umfjöllunar aðskilnað ríkis og kirkju til þess að geta skilgreint áhrif aðskilnaðar þegar til þess kæmi. Ég vona einnig að þungavikt- armenn ríkisstjórnarflokkanna eins og Björn Bjarnason og Jónína Bjart- marz láti af andstöðu sinni við þetta mannréttindamál. Það væri ágæt viðbót við frelsisbylgju íslensks þjóðfélags undanfarinna tíu ára að trúfelsi yrði staðfest með aðskilnaði ríkis og kirkju. Aðskilnaður ríkis og kirkju, nokkur atriði til umhugsunar Eftir Bjarna Jónsson Höfundur er félagi í Siðmennt og er áhugamaður um mannréttindi. Kirkjustétt 18-20-22 OPIÐ HÚS Sighvatur Lárusson Sími 864 4615 sighvatur@remax.is Nýbygging Kirkjustétt 18-20-22, Grafarholti Stærð: 196 m² Byggingarefni: Steinhús OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-16 WWW.BUI.IS Mjög skemmtileg raðhús á tveimur hæðum. Húsin eru vel skipulögð - með fjögur svefnh. niðri ásamt baðh., þvottah. og geymslu. Á efri hæð er snyrtil. eldh., borðst. og stór stofa með suðursvölum. Frábær hús á góðum stað innst í botnlanga. Öll þjónusta í næsta nágrenni - komið og skoðið í dag. Elías H. Ólafsson lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN BÚI SLÉTTUVEGUR FYRIR 60 ÁRA OG ELDRI Mjög falleg um 70 fm 2ja herbergja íbúð á 3. hæð í lyftublokk fyrir eldri borgara með glæsi- legu útsýni til sjávar og yfir Kópavog. Eignin skiptist í hol, baðherbergi, eldhús, stofu og sól- stofu. Sérgeymsla á hæð. Mikil sameign, m.a. líkamsræktaraðstaða, sturta, sauna og heitur pottur ásamt aðgangi að fundarsal og veislus- al. Húsvörður. V. 14,9 m. 3609 HÖRPULUNDUR 145 fm einbýlishús á einni hæð með tvöföld- um 53 fm bílskúr, samt. 200 fm. Húsið stendur á 1290 fm fallegri lóð innst í botnlanga og skiptist í forstofu, stofu, borðstofu, eldhús, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, búr/þvottahús. Húsið er nýlega múrað að utan en er ómálað. Húsið er búið upphaflegum innréttingum og gólfefnum. V. 22,5 m. 3704 EINARSNES - PARHÚS Vorum að fá í sölu mjög fallegt og mikið end- urnýjað 95 fm parhús í Skerjafirði. Húsið, sem er á tveimur hæðum auk kjallara, skiptist m.a. í stóra stofu og 1-2 herbergi. Svalir til suðurs. Húsið stendur á sameiginlegri 1050 fm eignar- lóð. Áhvílandi eru um 6,4 millj. V. 12,9 m. 3666 KRUMMAHÓLAR - „PENTHOUSE“ ÁSAMT BÍLSKÝLI Góð 137 fm „penthouse“-íbúð á tveimur hæð- um með glæsilegu útsýni til allra átta. Íbúðin skiptist þannig: 2-3 stofur, 3 herbergi, 2 bað- herbergi, eldhús, forstofa og hol. Stæði í bíla- geymslu fylgir, ásamt sérgeymslu á hæðinni og sameiginl. þvottahúsi í kjallara, frystiklefa o.fl. V. 15,7 m. 3669 GALTALIND - M/BÍLSKÚR Glæsileg 4ra herbergja 106 fm endaíbúð á 2. hæð í fallegu húsi, ásamt 33,9 fm bílskúr sem innangengt er í úr sameign. Stutt er í skóla og leikskóla. Íbúðin er fullbúin í alla staði. Parket, flísar og korkur eru á gólfum. Stórar svalir eru út af eldhúsi. Upphituð hellulögn er fyrir fram- an bílskúr. V. 18,9 m. 3710 BERGSTAÐASTRÆTI - ÞINGHOLT Góð 4ra herb. 100 fm íbúð á 1. hæð í steinhúsi. Íbúðin skiptist í tvær stofur og tvö herbergi, nýlegt eldhús og nýlegt baðherb. V. 15,9 m. 3713 SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR - SKRIFSTOFUR EÐA TVÆR ÍBÚÐIR 146,9 fm skrifstofuhúsnæði á 2. hæð í nýlegu húsi í miðbænum. Húsnæðið var upphaflega teiknað sem tvær íbúðir 2ja og 3ja herbergja og er skráð þannig skv. veðmálabókum, sem tvær íbúðir og tveir eignarhlutar. Auðvelt væri að breyta húsnæðinu í tvær samþykktar íbúðir. Svalir eru meðfram suður- og vesturhlið húss- ins. Sér geymsla og sameignar þvottahús fylgir í kjallara. V. 19,5 m. 3703 FELLSMÚLI Góð 3ja herbergja 94 fm íbúð með 25,4 fm bíl- skúr í blokk sem verið að gera við að utan. Undir bílskúrnum eru aðrir 25,4 fm sem hægt er að nýta undir ýmislegt, s.s. útleigu. Íbúðin skiptist í hol, eldhús, stofu/borðstofu, tvö her- bergi og baðherbergi. Fallegt útsýni. V. 14,5 m. 3670 Teppi á stigaganga Ármúla 23, sími 533 5060 • www.stepp.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.