Morgunblaðið - 26.10.2003, Page 33

Morgunblaðið - 26.10.2003, Page 33
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2003 33 Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali Erlendur Davíðsson, lögg. fasteignasali Hákon R. Jónsson, sölumaður Ólafur Guðmundsson sölustjóri, Netfang: kjoreign@kjoreign.is Heimasíða: www.kjoreign.is Sími 533 4040 • Fax 533 4041 Opið í dag frá kl. 12-14 TRAUST OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA Ármúla 21 • Reykjavík URRIÐAKVÍSL Stórglæsilegt einbýli á tveimur hæðum auk ca 40 fm kjallara (ekki í FMR). Húsið er einkar vel skipulagt með fallegum innréttingum. Húsið stendur á hornlóð í verðlaunagötu. Fallegur garður, stórir pallar. Bílskúr flísalagður, háaloft yfir honum. Uppl. veitir Hákon. nr. 3440 ÁSBÚÐ - GARÐABÆ Vorum að fá í einkasölu glæsilegt einbýli á þessum vinsæla stað. Húsið er á einni hæð með fallegum garði. Gríðarstór 52 fm bílskúr. Flísar og parket á gólfum. Húsið er sjálft 144 fm og bílsk. 52 fm. Verð 28,0 millj. nr. 4076 SÓLHEIMAR - LYFTUHÚS Falleg íbúð á 2. hæð í lyftuhúsi. Gott skipulag í íbúðinni. 3 svefnherb., stofa og rúmgott eldhús. Næg bílastæði. Stutt í alla þjónustu. Barnvænt hverfi. Verð 13,9 millj. Stærð 103 fm. nr. 4075 LEIRUBAKKI Rúmgóð 4ra herb. íbúð á 2. hæð í ný- viðgerðu húsi. Fallegt útsýni. Vestur- svalir. Stutt í skóla og flesta þjónustu. Áhv. húsbr. 2,9 millj. Verð 12,5 millj. nr. 3572 FREYJUGATA - AÐALHÆÐ Vorum að fá í einkasölu miðhæð í 3ja íbúða húsi. Hæðin er 120 fm. Húsið er virðulegt og vel staðsett í götunni. Verð 17,5 millj. FANNAFOLD - M/BÍLSKÚR Mjög vandað og gott parhús, um 154,0 fm, á einni hæð með innbyggum bílskúr. Húsið stendur á hornlóð með stóri timburverönd í suðvestur. Útiarinn. Snjó-bræðsla í stettum og bílaplani. Áhv. húsb. 7,2 millj. Verð 24,9 millj. nr. 3570 MÍMISVEGUR Góð 2ja herbergja íbúð í eftirsóttu húsi. Frábær staðsetn- ing. Íbúðin er laus strax. Verð 10,5 millj. jöreign ehf HEIÐARHJALLI - KÓPAV. - SÉRINNGANGUR Stórgóð 2ja-3ja herb. 85 fm íbúð á besta stað í Kóp. Fallegt útsýni, stór suðurverönd og fallegar innréttingar. Allt sér, inngangur og þvottahús. Bað flísalagt, sturta og baðkar. Verð 12,5 millj. nr. 4073 FENSALIR - M/BÍLSKÚR Glæsilega innréttuð 4ra til 5 herb. íbúð á miðhæð í 3ja hæða húsi ásamt sér- byggðum bílskúr. Þvottahús í íbúð. Stærð íbúðar er 129,5 fm og bílskúr 32,0 fm. Stórar suðursvalir. Sérsmíðaðar innréttingar. Áhv. húsbréf 8,4 millj. Verð 19,9 millj. nr. 3571 Hve lengi endast olíulindir jarðar? Þessarar spurningar hefur oft verið spurt. Frægasta svarið við henni er líklega það sem fram kom í bókinni „Endi- mörk vaxtar“, sem út kom 1972. Þar var því haldið fram að þáverandi þekkt- ar olíulindir gengju til þurrðar með þá- verandi notkun eft- ir 31 ár, það er á því herrans ári 2003. Svarið við sömu spurningu árið 2001 var 43 ár. Síðan 1972 hefur olíunotkun í heiminum vaxið um nálægt 24%. Olían ætti því að vera gengin til þurrðar fyrir nokkrum árum. Þetta gefur til kynna að eitthvað sé bogið við svarið frá 1972. „Kaffikönnulíkanið“ Við mat á endingu olíulinda er oft stuðst við svonefnt „kaffi- könnulíkan“ af olíulindum jarðar. Hugsum okkur stóra kaffikönnu, t.d. á vinnustað, sem tekur 100 kaffibolla af ákveðinni stærð. Ef 5 bollar af þeirri stærð eru teknir úr könnunni á hverjum klukkutíma er það einfalt reikningsdæmi að hún er tóm eftir 20 klukkutíma. Eða er ekki svo? Jú, en aðeins að gefnum þremur „þegjandi forsendum“, þ.e. forsendum sem hvergi eru nefndar á nafn en gengið er út frá að séu til staðar: (1) að aldrei sé bætt kaffi á könnuna áður en að hún tæmist, (2) að hún leki ekki og (3) að kaffidrykkjan sé jöfn, 5 bollar á klukkutíma, uns kannan tæmist. Augljóst er að kannan tæmist ekki ef stöðugt er bætt á hana og einn- ig að kaffið endist lengur ef hægt er á kaffidrykkjunni. Séu t.d. að- eins drukknir tveir bollar á klukkutíma að 10 tímum liðnum endist kaffið í 10 + 50/2 = 35 tíma í stað 20. Í kaffikönnulíkaninu er kaffi- kannan látin tákna svonefndan „þekktan vinnsluverðan olíuforða“ á þeim tíma þegar meta skal end- inguna og bollafjöldinn látinn tákna árlega vinnslu á þeim tíma. Köllum olíuforðann í tonnum af ol- íu R og árlega vinnslu í tonnum á ári P. Stærðin t = R/P er þá end- ingartími forðans, í árum, „með núverandi nýtingu“. Þetta hlutfall var 31 ár árið 1972 en er 43 ár nú. Eins og í dæmi kaffikönnunnar er t því aðeins raunverulegur end- ingartími að „þegjandi forsend- urnar“ þrjár séu allar uppfylltar, þ.e. (1) að ekkert bætist við vinnsluverðan forða á tímanum t, (2) að forðinn rýrni ekki vegna þess að hluti hans verði ekki leng- ur vinnsluverður, og (3) að árleg olíunotkun haldist jöfn allan tím- ann t. Í reynd er engin þegjandi forsendan uppfyllt og þegar af þeirri ástæðu segir R/P-hlutfallið í reynd alls ekkert til um ending- artímann. Engu að síður er það á ýmsan hátt gagnleg stærð. Meðfylgjandi mynd (sem gerð er eftir [1]) sýnir R/P-hlutfallið fyrir olíu á 20. öld. Það athygl- isverða við myndina er að þetta hlutfall er nánast hið sama í lok aldarinnar og í upphafi hennar en hefur sveiflast verulega innan hennar. Á fyrstu 30 árunum lækk- aði það umtalsvert. Þá jókst olíu- vinnsla hraðar en þekktur vinnslu- verður forði. Á næstu 30 árum hækkaði það aftur, þrátt fyrir vax- andi olíuvinnslu, vegna framfara í leitar- og vinnslutækni. Bæði fannst meiri olía á hverju ári en áður vegna betri leitartækni, sem m.a. gerði mögulegt að leita að ol- íu á hafsbotni og öðrum svæðum sem áður voru illa aðgengileg til leitar, og stærri hluti en áður af þeirri olíu sem fannst var vinnslu- verður vegna betri vinnslutækni. Frá 1960 til 1979 lækkaði hlutfallið aftur vegna þess að bætt leitar- og vinnslutækni hélt ekki lengur í við ört vaxandi olíunotkun. Eftir 1979 hækkaði hlutfallið á ný fram til 1989 vegna þess að það hægði á vexti olíunotkunar sökum hækk- andi olíuverðs af pólitískum ástæð- um. Á síðasta áratug aldarinnar lækkaði það aftur lítillega vegna þess að olíunotkun jókst aftur og meira en svo að framfarir í leitar- og vinnslutækni héldu í við aukn- inguna. Vinnslan hefur yfirleitt farið vaxandi með árunum. Vinnsluverð- ur forði getur vaxið, það getur „bæst í kaffikönnuna“, annaðhvort vegna þess að ný vinnsluverð olía finnst í jörðu eða að hluti þeirrar olíu sem áður var vitað um, en var ekki talinn vinnslu-verður, vegna kostnaðar, verður það, annaðhvort vegna þess að olíuverð á markaði hækkar eins og gerðist t.d 1973-74 og 1979-80, eða vegna þess að vinnslukostnaður lækkar vegna tækniframfara eins og einnig hef- ur gerst síðan 1972. Þannig lækk- aði vinnslukostnaður olíu um 30% að raunvirði á einum áratug undir lok 20. aldar. Við það verður olía vinnanleg á svæðum þar sem hún var það ekki áður, t.d. á meira haf- dýpi. Vinnsluverður forði getur einnig lækkað, „kaffikannan lek- ið“, vegna þess að olíuverð á markaði lækkar, og olía sem áður var vinnsluverð er það ekki lengur vegna verðlækkunarinnar. Það gerðist í einhverjum mæli um tíma uppúr 1985, en tækniframfarir munu hafa að mestu tekið fyrir þann „leka“ aftur. Á heildina litið hefur vinnslu- verður olíuforði í jörðu aukist verulega síðan 1972, fyrst og fremst vegna tæknframfara í olíu- leit og olíuvinnslu. Það er ástæðan til að R/P-hlutfallið hefur hækkað úr 31 ári 1972 í 43 ár 2001, þrátt fyrir vaxandi olíuvinnslu. Ganga olíulindir jarðar þá alls ekki til þurrðar? Er þá engin hætta á að olíu- lindir jarðar gangi til þurrðar eins og margir hafa haldið fram að þær muni gera fyrr eða síðar? Er hugsanlegt að R/P-hlutfallið verði líka í kringum 40 ár í lok þessarar nýbyrjuðu 21. aldar? Síðari spurningunni má tví- mælalaust svara játandi. Hvert hlutfallið verður í raun í lok ald- arinnar mun ráðast af því, hvort vex hraðar: Vinnsluverður forði eða árleg vinnsla. Til að svara fyrri spurningunni þurfum við fyrst að gera okkur skýra grein fyrir því hvað við eigum við með orðunum „gangi til þurrðar“ og orðunum „vinnsluverður forði“. Síðarnefnda hugtakið er efnahags- legs eðlis en ekki jarðfræðilegs. Sú olía er ekki vinnsluverð sem ekki er seljanleg á alþjóðlegum olíu- markaði. Verðið á þeim markaði er sveiflukennt eins og kunnugt er. Það er hugsanlegt að tækni- framfarir í vinnslu olíu verði hæg- ari á 21. öld en þær voru á hinni 20. og að þær nái ekki að halda í við erfiðari vinnsluaðstæður, t.d. meira hafdýpi og/eða verra veð- urfar en á núverandi vinnslu- svæðum, eða hafís. Nái þær því ekki mun olíuverð fara hækkandi til langs tíma litið, jafnvel þar til olía unnin úr kolum eða flögubergi er orðin ódýrari en úr eiginlegum olíulindum. Þegar svo er komið hefur „vinnsluverður olíuforði í jörðu“ gengið til þurrðar. Eftir sem áður er mikil olía eftir í jörðu, en hún er ekki lengur vinnsluverð. „Olíuöldin“ í þeim skilningi sem við notum það hugtak í dag kann því að líða undir lok einhvern tím- ann. Ekki vegna þess að skortur verði á olíu í jörðu heldur vegna þess að vinnsla hennar úr jörðu er ekki lengur samkeppnisfær. Stein- öldin leið heldur ekki undir lok vegna skorts á steinum heldur vegna þess að steinarnir voru ekki lengur samkeppnisfærir til sinna fyrri nota. Þetta þýðir hinsvegar ekki að við þurfum að hætta að nota olíu. Við getum aflað hennar með öðrum hætti. Olía úr flögubergi Víða um heim finnst olíuríkt flöguberg í jörðu. Magn þess er ekki vel þekkt sökum þess að það hefur ekki verið mikið kannað. Það er þó talið verulegt; hugsanlega eins mikið og af hefðbundinni olíu. Jafnvel meira, en á hinn bóginn minna en kolabirgðir jarðar. Olía hefur enn ekki verið unnin úr flögubergi svo neinu nemi. Ástæð- an er fyrst og fremt sú að slík vinnsla er mun dýrari en úr hefð- bundnum olíulindum. Umhverfis- áhrif af olíuvinnslu úr flögubergi eru veruleg. Olía úr kolum Tæknin til að vinna olíu úr kol- um er þegar fyrir hendi, en er ósamkeppnisfær við hefðbundna vinnslu úr olíulindum og því ekki notuð í dag. Þjóðverjar notuðu hana í síðari heimsstyrjöldinni og Suður-Afríkumenn í nokkrum mæli á dögum viðskiptabannsins. Líklega má þróa þessa tækni frek- ar og gera hana ódýrari en hún er nú. Til þess hefur enginn hvati verið hingað til vegna samkeppn- innar frá hefðbundinni olíuvinnslu. Vinnsluverður kolaforði er marg- faldur á við olíuforðann og einnig á við magnið af olíuríku flögu- bergi. Við munum því geta haldið áfram að nota olíu öldum saman ef gróðurhúsaáhrifin verða því ekki til hindrunar, en munum þurfa að greiða nokkru meira fyrir hana er nú. Ekki endilega miklu meira. Og þá verðum við orðin ríkari þannig að við munum líklega ekki finna neitt meira fyrir olíureikningnum þá en við gerum í dag. Á mörgum svæðum á jörðinni hefur enn lítið verið leitað að olíu. Framfarir munu halda áfram í leitar- og vinnslutækni. Á móti kemur að olíunotkun mun senni- lega halda áfram að aukast nema gróðurhúsaáhrifin setji því skorð- ur. Þau eru spurningunni um end- ingu olíulindanna í sjálfu sér óvið- komandi. Líklegasta spáin fyrir þessa nýbyrjuðu öld er því sú, að svipaðar sveiflur verði í R/P- hlutfallinu á henni og var á 20. öld. Olíuskortur er því a.m.k. ekki yf- irvofandi. Hitt er meiri spurning hvort gróðurhúsaáhrifin setja áframhaldandi olíunotkun skorður. [1] United Nations Development Programme, United Nations Department of Economic and Social Affairs, World Energy Council 2000: World Energy Assessment. UNDP. Um framtíð olíunotkunar Eftir Jakob Björnsson Höfundur er fv. orkumálastjóri. Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.