Morgunblaðið - 26.10.2003, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 26.10.2003, Qupperneq 44
DAGBÓK 44 SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag eru væntanleg Selfoss, Bjarni Sæmundsson og Árni Friðriksson RE-200. Hafnarfjarðarhöfn: Á morgun eru Selfoss og Ludvik Anderson væntanleg. Mannamót Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Dansleikur í kvöld kl. 20. Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Orlofs- farar á Vestfirði í sum- ar. Fimmtudaginn 30. okt. kl. 14 verður mynd- banda- og ljós- myndasýning í Hraun- seli. Takið með ykkur myndirnar ykkar. Boð- ið upp á kaffi. Ferða- nefnd. Gerðuberg, félagsstarf. Á morgun vinnustofur opnar frá kl. 9–16.30. Frá kl. 9.30 sund og leikfimiæfingar í Breið- holtslaug. Frá hádegi spilasalur opinn. Kl. 15.15 danskennsla. All- ar upplýsingar á staðn- um og í síma 575 7720. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Námskeið í Tai Chi, kínverskri leik- fimi, hefst næsta þriðju- dag, 28. október, kl. 12 í Garðabergi. Kennt verður á þriðjudögum og fimmtudögum og það kostar 2.000 kr. á mánuði. Kennari er Guðný Helgadóttir. ITC Harpa. Fundur verður þriðjudaginn 28. október, kl. 20 á þriðju hæð í Borgartúni 22. Gestir velkomnir. Tölvupóstfang ITC Hörpu er itc- harpa@hotmail.com, heimasíða http:// www.life.is/itcharpa. Nánari upplýsingar gefur Guðbjörg í síma 553 0831 Hollvinir Ríkisútvarps- ins. Aðalfundur sam- takanna Hollvinir RÚV verður haldinn í Nor- ræna húsinu í dag sunnudag 26. október kl. 16. Allir áhugamenn um málefni RÚV eru velkomnir á fundinn. Minningarkort Slysavarnafélagið Landsbjörg, Stang- arhyl 1, 110 Reykjavík. S. 570 5900. Fax: 570 5901. Netfang: slysa- varnafelagid@lands- bjorg.is Minningarkort Rauða kross Íslands eru seld í sölubúðum Kvenna- deildar RRKÍ á sjúkra- húsum og á skrifstofu Reykjavíkurdeildar, Fákafeni 11, s. 568- 8188. Minningarkort Hvíta- bandsins fást í Kirkju- húsinu, Laugavegi 31, s. 562-1581 og hjá Krist- ínu Gísladóttur, s. 551- 7193 og Elínu Snorra- dóttur, s. 561-5622. Minningarkort Sjúkra- liðafélags Íslands eru send frá skrifstofunni, Grensásvegi 16, Reykjavík. Opið virka daga kl. 9–17. S. 553- 9494. Minningarkort Vina- félags Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í síma 525-1000 gegn heimsendingu gíróseðils. Minningakort Breið- firðingafélagsins, eru til sölu hjá Sveini Sig- urjónssyni s. 555-0383 eða 899-1161. Minningarkort Kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði. Minning- arsjóður í vörslu kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði. Minningarkortin fást nú í Lyf og heilsu, versl- unarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði. Kortið kostar 500 kr. Minningarkort Kven- félagsins Seltjarnar eru afgreidd á bæj- arskrifstofu Seltjarn- arness hjá Ingibjörgu. Minningarkort Kven- félags Háteigssóknar. Kvenfélagskonur selja minningarkort, þeir sem hafa áhuga á að kaupa minningarkort vinsamlegast hringi í síma 552-4994 eða síma 553-6697, minning- arkortin fást líka í Há- teigskirkju við Háteigs- veg. Minningarkort Kven- félags Langholts- sóknar fást í Lang- holtskirkju s. 520-1300 og í blómabúðinni Holtablómið, Lang- holtsvegi 126. Gíróþjón- usta er í kirkjunni. Minningakort Kven- félags Neskirkju fást hjá kirkjuverði Nes- kirkju, í Úlfarsfelli, Hagamel 67 og í Kirkjuhúsinu v/ Kirkjutorg. Minningarkort Kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði fást í blómabúðinni Burkna, hjá Sjöfn s. 555 0104 og hjá Ernu s. 565 0152 (gíróþjónusta). Minningarkort ABC hjálparstarfs eru af- greidd á skrifstofu ABC hjálparstarfs í Sóltúni 3, Reykjavík í síma 561-6117. Minn- ingargjafir greiðast með gíróseðli eða greiðslukorti. Allur ágóði fer til hjálp- ar nauðstöddum börn- um. Minningarkort Barna- heilla til stuðnings mál- efnum barna fást af- greidd á skrifstofu samtakanna á Lauga- vegi 7 eða í síma 561- 0545. Gíróþjónusta. Í dag er sunnudagur 26. októ- ber, 299. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Móðir mín og bræður eru þeir, sem heyra Guðs orð og breyta eftir því. (Lúk. 8,21).     Heimdellingar, ungirsjálfstæðismenn í Reykjavík, kynntu til- lögur sínar um nið- urskurð ríkisútgjalda fyr- ir fjárlaganefnd Alþingis á fimmtudaginn. Þar er lagt til að ríkið dragi saman útgjöldin um 63 milljarða króna á næsta fjárlagaári. „Við vonum að tillögur okkar styrki þá sem hafa þessa sýn í brjósti og veiti mönnum aðhald í útgjaldaaukn- ingu ríkisins,“ sagði Atli Rafn Björnsson, formað- ur Heimdallar, þegar hann afhenti tillögurnar Magnúsi Stefánssyni, for- manni fjárlaganefndar.     Athyglisvert er að ekkisé lagt til að hagrætt sé í útgjöldum til heil- brigðis- og menntamála. Meira en helmingur allra útgjalda ríkisins, sem eru áætluð 273 milljarðar samkvæmt fjárlaga- frumvarpi 2004, fara í velferðar- og fræðslumál. Það hlýtur því að vera mikið svigrúm í þessum málaflokkum til að gera annað hvort; bæta þjón- ustuna fyrir sama fjár- magn eða veita sömu þjónustu fyrir minni pen- inga. Skipulags- eða kerf- isbreyting ætti ekki að vera hræðsluskref á þess- um sviðum frekar en öðr- um.     Í þessum tillögum felstað ríkið hætti af- skiptum af mörgum verk- efnum. „Við erum ekkert endilega á móti öllum þessum hlutum, sem við leggjum til að verði spar- að í, heldur er yfirskrift okkar að treysta eintak- lingunum til að ráðstafa fjármunum og reka mikið af þeim stofnunum sem ríkið er að vasast í,“ sagði Atli Rafn í samtali við Morgunblaðið. Það er líka rökrétt að líta þannig á málin, að telji borgarar þörf á að tilteknum verk- efnum sé sinnt, þá verði þeim sinnt af þeim sjálf- um.     Heimdellingar segjaeinstaklinga líka full- færa um að sinna mik- ilvægum verkefnum á frjálsum markaði og án opinberrar íhlutunar með styrkjum úr sjóðum skattgreiðenda. Um- hverfi sem byggi á frjáls- um viðskiptum, jafnrétti, einföldum og sann- gjörnum leikreglum, sé betur til þess fallið að sinna þörfum einstakling- anna.     Magnús Stefánssonsagði við þetta tæki- færi að það væri prakt- ískara á allan hátt að fá þessar tillögur áður en ráðist væri í gerð fjár- lagafrumvarpsins. Magn- ús getur auðvitað kynnt sér niðurskurðartillögur síðustu ára. Fjár- málaráðherra hefur líka fengið þessar tillögur undanfarin ár. Svo má spyrja Magnús: Er bara hægt að auka útgjöld í fjárlagafrumvarpinu en ómögulegt að draga úr þeim? STAKSTEINAR Bara hægt að auka út- gjöld í fjárlagafrumvarpi Víkverji skrifar... VÍKVERJI er nýkominn úr ferða-lagi um Brussel. Borgin kom skemmtilega á óvart, sennilega að hluta til af því að fyrirfram hafði Víkverji nú ekki gert sér neinar væntingar um staðinn. Brussel hefur hingað til verið þekktust í huga Víkverja og hans kunningja sem miðpunktur Evrópu- mála. Þá hafði Víkverji reyndar oft heyrt talað um ölmenningu borg- arinnar. Víkverji sá því fyrir sér að borgin væri stappfull af jakkafata- klæddu skrifstofufólki sem starfaði í háhýsum. Þetta reyndist auðvitað vera mesta firra og héðan í frá mun Víkverji ekki síður mæla með borg- arferðum til Brussel en til Prag eða Búdapest. x x x MIÐBÆR Brussel er einmittpasslega stór fyrir stuttar borgarferðir. Þar er fjölbreytt úrval veitingastaða og verslanir í öllum verðflokkum. Ekki má gleyma því að Íslendingasamfélagið í Brussel er stórt og á eflaust eftir að fjölga í þeirra hópi á næstu árum frekar en hitt. Víkverji er því mest hissa á því að Flugleiðir sjá ekki hag sinn í því að fljúga beint til Brussel eða að Heimsferðir eða aðrar ferðaskrif- stofur hefji þangað skipulagðar borgarferðir. Af nógu er að taka í borginni hvað varðar menningu og listir og þegar ofantalin atriði eru lögð saman er fyllsta tilefni til að kynna Brussel sem fýsilegan við- komustað á ferðalagi um Evrópu. x x x TALANDI um menningu, eins ogsönnum Íslendingum sæmir tóku ferðafélagar Víkverja sig til og sóttu karaókíbar í Brussel eitt kvöldið í vikunni. Víkverja finnst stundum helst til miklir fordómar út í þessa gefandi iðju þó að gildi hennar sem afþreyingar hljóti að vera mönnum löngu ljóst. Íslend- ingar hafa nefnilega í gegnum ára- tugi og aldir sungið saman á manna- mótum og því frekar furðulegt að þeir fordæmi karaókíbari. Flestir virðast þó hafa lúmskt gaman af karaókí og það átti sannarlega við um ferðafélaga Víkverja. x x x VÍKVERJI er svo hrifinn af þessufyrirbæri að hann vildi helst leggja til að karaókíkerfum verði komið upp í öllum skólum, í það minnsta félagsmiðstöðvum. Með því að stíga á svið og njóta „fimm mín- útna frægðar“ í vina- eða vinnu- félagahópnum er margt unnið, ísinn brotinn og endalaust hægt að ræða frammistöðuna. Víkverji hefur sjálfur orðið vitni að mögnuðum töktum kunningja með míkrafón í hendi. Litlu máli skiptir hvort rödd- in og tilþrifin séu til þess fallin að koma þeim áfram í tónlistarheim- inum, skemmtanagildið er eitt í fyr- irrúmi. Reuters ELÍN Sigurðardóttir beinir penna sínum gegn mér 22. október vegna skrifa minna í Velvakanda 18. október. Hún efast um að ég sé kristin og segir það auðsýnilegt að aldrei hafi ég opnað Biblíuna. Hún vill fullvissa mig um að það sé ekki guðs vilji að miðlar kalli fram framliðna. Elín ætti að spyrja sjálfa sig fyrst að því hvort hún sé kristin. Og hafi hún opnað hina umdeildu bók, Biblí- una, hefur hún varla lesið nógu vel í henni því það stendur í Biblíunni að fólk hafi leitað til spámanna. Ég hef orðið vitni að krafta- verkum þegar fólk hefur leitað til miðla þegar öll sund eru lokuð. Ég vil segja Elínu að það er mikil guðsgjöf að hafa hæfileika til að geta hjálpað öðrum. Gerum því ekki lítið úr því fólki sem guð hefur sent okkur til hjálpar. Krossfestum það ekki, hvorki huglægt né með pennanum. Auðsýnum kristilegan kærleika. Sigrún Á. Reynisdóttir. skerðingu á atvinnuleysis- bótum. Með þessu draga þeir at- hyglina frá skattlagningu, m.a. á neikvæðri ávöxtun sparifjár almennings og þegar eignir þjóðarinnar eru gefnar völdum fjöl- skyldum sem beita þeirri tækni sem Óli í Olís við- hafði við kaup sín á félag- inu. Þetta tekur til opin- berra eigna, verksmiðja og banka. Einar Vilhjálmsson. Tapað/fundið Poki týndist í Kringlunni POKI merktur versluninni Next í Kringlunni týndist í Kringlunni um kl. 18 sl. miðvikudag. Í pokanum voru tvær dökkbláar barnaúlpur og röndóttar húfur. Skilvís finnandi hafi samband í síma 866 1660. Fundarlaun. Geislaspilari og diskar týndust HINN 15. júlí sl. kom 11 ára drengur með flugi frá Ísafirði og var hann á leið til ömmu sinnar í Reykja- vík. Hann hafði með sér geislaspilarann og geisladiskana sína í svartri tösku. Einhverra hluta vegna tapaði hann töskunni sinni á leiðinni, líklega í flugvélinni, flug- stöðinni, strætóskýlinu, við flugstöðina eða í strætisvagni leið 5 frá flugstöðinni inn í Laugar- nes. Töskunnar er sárt saknað. Sá sem hefur fundið töskuna eða fengið hana afgreidda í flugstöðinni er vinsamlega beðinn að hafa samband í síma 553 6396, 895 6395, 568 9628 eða 860 2811. Hjól í óskilum HJÓL fannst á Ártúns- holti. Upplýsingar í síma. 587 5208, 865 2470 og 587 9414. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Auðsýnum kristilegan kærleika Morgunblaðið/Ásdís Fyrirspurn VEGNA greinar á bls. 16 í Morgunblaðinu sl. fimmtu- dag um kjötvinnslu vil ég koma á framfæri ósk minni um að Dalaland í Búðardal komi sér upp aðstöðu til að selja heila og hálfa skrokka (grillskorið) á höfuðborgar- svæðinu. Neytandi. Deyfa sársauka almennings ALÞINGISMENN og ráð- herrar hafa löngum beitt nálarstungumeðferð til þess að deyfa sársauka al- mennings, af aðferðum í efnahags- og velferðarmál- um, með því að velja að þræta um rjúpnaveiði og LÁRÉTT 1 stökks, 4 lækurinn, 7 andinn, 8 hindri, 9 tölu- stafur, 11 keyrir, 13 lipri, 14 skattur, 15 gjamm, 17 legstaður, 20 ílát, 22 draugs, 23 viðurkennir, 24 dreg í efa, 25 mál- gefið. LÓÐRÉTT 1 jarðsetja, 2 smástrákur, 3 bráðum, 4 voru und- irgefin, 5 tölustaf, 6 synji, 10 Asíulands, 12 hlaup, 13 námsgrein, 15 örð- ugur, 16 hvass, 18 óheil- brigt, 19 útslitið, 20 fífl, 21 skilmálar. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 gullvægur, 8 ragur, 9 illur, 10 kæn, 11 karri, 13 ganga, 15 spell, 18 sterk, 21 íla, 22 raust, 23 grípa, 24 ruglingur. Lóðrétt: 2 uggur, 3 lerki, 4 æsing, 5 ullin, 6 brák, 7 gróa, 12 ræl, 14 art, 15 sorp, 16 efuðu, 17 lítil, 18 sagan, 19 El- ínu, 20 klak. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.