Morgunblaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ JÓN KVEÐUR ÍSLAND Jón Ólafsson mun hætta allri starf- semi á Íslandi ef samningar hans og nýrra fjárfesta verða að veruleika. Samningar um sölu Jóns á hlut hans í Norðurljósum og öðrum umsvifum á Íslandi voru á lokastigi seint í gær- kvöldi. Hann hefur áður fært eign- arhald félaga sinna til útlanda. Mál á hendur ríkinu Eigendur jarðarinnar Stafafells í Lóni hafa ákveðið að höfða mál á hendur ríkinu. Þeir vilja fá úrskurði óbyggðanefndar hnekkt um að nyrðri hluti Lónsöræfa teljist til þjóðlendna, þ.m.t. Kollumúli og Víði- dalur. Ragnar Aðalsteinsson, lög- maður eigenda Skálafells og Hoffells, telur líklegt að þeir höfði líka mál vegna úrskurðarins. Þarfir einstaklinga Kjarabarátta á næstu árum mun mótast meira af hagsmunum og þörf- um einstaklinga en áður að sögn Gunnars Páls Pálssonar, formanns Verzlunarmannafélags Reykjavíkur. Hann heldur því jafnframt fram að launþegar eigi að geta valið hvernig þeir taka kjarabætur sínar, t.d. sem laun, orlof eða lífeyri. Vilja hætta hernámi Fjórir fyrrverandi yfirmenn Shin Beth, ísraelsku öryggislögreglunnar, hvöttu í gær til að bundinn yrði endi á hernám Vesturbakkans og Gaza. Sögðu þeir að það væri að leiða mikla ógæfu yfir land og þjóð og Ísraelar yrðu að viðurkenna í eitt skipti fyrir öll að það væri annað fólk til sem þjáðist vegna skammarlegrar fram- komu þeirra. Ljóst er að vaxandi óánægja er í Ísrael með ástandið enda er það orðið landsmönnum mjög dýrt, efnahagslega og á al- þjóðavettvangi. Laugardagur 15. nóvember 2003 Hvað heita afkvæmi sela? Prentsmiðja Árvakurs hf. Nú eru Íslenska óperan og Strengja- leikhúsið að sýna splunkunýja ís- lenska óperu fyrir unglinga. Óperan heitir Dokaðu við og er byggð á þul- um Theodóru Thoroddsen, sem margir þekkja, og ljóðum nútíma- skáldanna Þorsteins frá Hamri og Péturs Gunnarssonar. Í óperunni er sögð þroskasaga pilts sem fæðist í þjóðsögu, um selakonu, en ferðast til nútímans þar sem hann kynnist ást- inni. Garðar Thór Cortes, sem er ten- órsöngvari, fer með hlutverk piltsins en Marta Guðrún Halldórsdóttir, sem er sópransöngvari, fer með hlut- verk móður hans, selakonunnar. Dansarinn Aino Freyja Järvelä leik- ur og dansar stúlkuna sem pilturinn verður ástfanginn af en hún samdi líka dansana sem setja mikinn svip á sýninguna. Búningarnir og sviðsmyndin í sýn- ingunni eru mjög lítrík og flott en það er þó auðvitað tónlistin, sem ger- ir sýninguna að óperu. Óperuhugtakið túlkað á nýjan hátt Tónlistin í óperunni er ný en byggð á tónlist frá ýmsum tímabil- um. Hún er bæði flutt á hefðbundinn og nútímalegan hátt af þriggja manna hljómsveit sem er á sviðinu og af bandi. Tónlistin í óperunni er því mjög fjölbreytt og þar má meðal annars heyra sönglög, elektróník, popp, klassíska tónlist og tangótónlist. Það eru líka hefðbundnir óperuþættir í óperunni eins og forleikur og eftir- spil en þar er þó enginn talsöngur eins og í hefðbundnum óperum. Kjartan Ólafsson, sem samdi tón- listina, hefur reyndar sagt að óperan eigi ekki svo mikið skylt við hefð- bundnar óperur þar sem þau Mes- síana Tómasdóttir hafi eiginlega ver- ið að túlka hugtakið óperu á nýjan hátt þegar þau sömdu þessa óperu og að þau hafi fyrst og fremst gert það með það fyrir augum að reyna að höfða til ungs fólks. Dokaðu við og hlustaðu á óperu Garðar Thór Cortes og Marta Guðrún Halldórsdóttir í hlutverkum sínum. Óperur eru sérstök gerð leikhúsverka sem kom fram á Ítalíu á 17. öld. Það sem gerir óperur ólíkar öðrum leikhús- verkum er að í þeim eru hlutverkin sungin við undirleik hljómsveitar en í flestum óperum er hvert orð sungið. Einsöngslög í óperum kallast aríur. Það eru til margar frægar óperuaríur en til þess að geta sungið þær almenni- lega þurfa söngvarar að ganga í gegn- um mikla og sérstaka þjálfun. Það geta þó ekki allir óperusöngvarar sungið sömu aríurnar því það fer eftir rödd hvers og eins í hvaða átt er best að þjálfa hana. Mannsröddin er mjög fjölhæf og það er hægt að þjálfa hana þannig að hún verði ótrúlega sterk. Sömu raddirnar geta þó ekki orðið bæði bjartar og dimmar. Þannig hafa sumar konur háa rödd sem hægt er að þjálfa upp í sópr- anrödd en aðrar hafa djúpa og kraft- mikla rödd sem hægt er að þjálfa upp í altrödd. Karlsöngvarar geta einnig haft háa rödd og kallast þá kontratenórar eða djúpa rödd og kallast þá bassar. Sópranar og bassar Nafn: Eggert Rafn Einarsson. Hvernig fannst þér sýn- ingin? Mér fannst þetta mjög vel leikið hjá þeim og flottur söng- urinn og dans- inn. Þetta var samt ekki neitt rosalega fyrir mig þótt mér þætti ekkert leiðinlegt. Hvernig gekk þér að fylgjast með sögunni? Ég vissi ekkert við hverju ég átti að búast en mér gekk bara þokkalega að fylgjast með. Ertu vanur að hlusta á óperur eða klassíska tónlist? Nei! Heldurðu að þetta eigi eftir að auka áhuga þinn á þannig tón- list? Ég veit það ekki. Nei, ég held ekki. Eggert Rafn Einarsson Nafn: Þórdís Kristinsdóttir. Hvernig fannst þér sýningin? Mér fannst hún svolítið sérstök. Ég var hálf þreytt þegar við fórum. Þetta var svo snemma morguns en þetta var bara allt í lagi. Hvernig gekk þér að fylgjast með sögunni? Ég skildi nú ekki alveg allt í henni. Ég var reyndar búin að lesa um hana í Mogganum en það var ekki alveg nóg. Annars fannst mér búningarnir ofsalega flottir og flott hvernig stelp- an tók upp kjólinn og stytti hann. Hvernig fannst þér tónlistin? Mér fannst hún bara fín. Þetta var náttúrulega alls konar tónlist. Heldurðu að þetta verði til þess að þú farir að hlusta á óperur eða klassíska tónlist? Nei, ég mundi nú ekki segja það. Ég hef samt alveg farið á tónleika þar sem hefur verið klassísk tónlist. Þórdís Kristinsdóttir Flottir búningar og flókin saga Við hittum þrjá krakka sem fóru með Hagaskóla á frumsýningu óperunnar á miðvikudaginn og spurðum þau álits á henni. Vissuð þið að kameldýr eru talin tónelskust allra dýra? Það er nefnilega vitað að þreytt kameldýr fá nýjan kraft þegar þau heyra tónlist. Þeir sem ferðast með kam- eldýrum í eyðimörkinni hafa því gjarnan flautu eða annað hljóðfæri meðferðis í staðinn fyrir svipu. Nafn: Kristinn Rúnar Kristinsson. Hvernig fannst þér óperan? Mér fannst hún mjög skemmtileg. Mér fannst dansinn, búningarnir og allt það mjög flott. Ertu vanur að hlusta á klassíska tónlist? Nei, ég hlusta bara á rokk. Hvernig fannst þér þá tónlistin? Bara aðeins öðruvísi. Hún var samt mjög há sem er svolítið svipað því sem ég hlusta á. Þannig að þetta var allt í lagi. Hvernig gekk þér að fylgjast með sögunni? Ég skildi ekkert í því hvað sagan gekk út á. Ég var búinn að lesa að þegar maðurinn héldi á dúkku þá ætti það að vera selur en ég sá það ekki og skildi það ekki. Heldurðu að þessi sýning muni auka áhuga þinn á óperum? Já, kannski. Það gæti verið. Kristinn Rúnar Kristinsson Svar: Kópar L a u g a r d a g u r 15. n ó v e m b e r ˜ 2 0 0 3 Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Minningar 54/60 Viðskipti 13/14 Messur 62/65 Erlent 14/18 Skák 64 Höfuðborgin 22 Bréf 64/65 Akureyri 24 Dagbók 66/67 Suðurnes 26 Myndasögur 72/73 Landið 27 Staksteinar 74 Árborg 28 Íþróttir 76/79 Listir 30/35 Leikhús 80 Daglegt líf 36 Fólk 80/85 Úr Vesturheimi 36 Bíó 83/85 Forystugrein 44 Ljósvakamiðlar 86 Viðhorf 48 Veður 87 * * * Á MORGUN, sunnudag, kemur út Tímarit Morgunblaðsins, sem fram- vegis fylgir blaðinu á sunnudögum. Jafnframt verður sú breyting á helgarútgáfu blaðsins að sérblaðið Daglegt líf, sem komið hefur út á laugardögum að undanförnu, hættir að koma út en lifir áfram sem dag- legar síður í aðalblaði Morgunblaðs- ins alla daga vikunnar nema sunnu- daga. Tímarit Morgunblaðsins verður í lítið eitt öðru broti en aðalblaðið, prentað á vandaðan pappír og heft. Efnisval og efnistök ásamt fram- setningu verða eins og heiti blaðsins bendir til meira í anda tímaritanna en hinna hefðbundnu helgarblaða. Umsjónarmenn Tímarits Morg- unblaðsins eru þær Margrét Sig- urðardóttir og Valgerður Þ. Jóns- dóttir. Nýtt tímarit með Morgunblaðinu á sunnudögum Morgunblaðið/Kristinn Valgerður Þ. Jónsdóttir og Margrét Sigurðardóttir með nýja tímaritið. Morgunblaðinu í dag fylgir „Andaðu léttar og sýndu vistvernd í verki“ frá Landvernd. MAÐUR um tvítugt framdi vopnað rán í Spari- sjóði Hafnarfjarðar við Reykjavíkurveg í gær- morgun um klukkan 9.20. Áköf leit var gerð að honum í gær en fátt var um vísbendingar. Mað- urinn var vopnaður hnífi en otaði honum ekki að fólki heldur sýndi hann einungis þegar hann bað gjaldkera að setja peninga í plastpoka sem hann hafði meðferðis. Hnífurinn var um 15 cm langur eldhúshnífur með hvítu skafti. Þegar gjaldkerinn hafði orðið við ósk ræningjans hvarf hann á hlaupum. Eftir ránið var svæðið girt af og bankanum lokað en tilkynnt var um atburðinn til lögreglu kl. 9.27. Allt tiltækt lið lögreglunnar í Hafn- arfirði var sent á vettvang. Myndir náðust af manninum á eftirlitsmyndavélar bankans og eru þær notaðar sem rannsóknargögn. Mjög yfirvegaður við ránið Fimm viðskiptavinir voru í bankanum og tveir gjaldkerar að störfum en maðurinn gekk ein- ungis að öðrum gjaldkeranum. Að sögn sjón- arvotts, sem Morgunblaðið ræddi við, virtist ekki vera um mikla peninga að ræða og var lítið í pokanum þegar maðurinn hljóp út og á bak við bankann. Þar er iðnaðarhverfi og margir felu- staðir. Maðurinn var mjög yfirvegaður og eng- inn ótti greip um sig meðal fólksins inni í bank- anum. Maðurinn var svartklæddur með grímu og er talinn vera á aldrinum 18–23 ára. Hann er um 180 cm á hæð og fremur grannvaxinn og talinn hafa verið einn á ferð. Hann var klæddur dökkri peysu er á var ritað hvítum stöfum „RUGBY“. Þá var hann dökkklæddur að öðru leyti. Starfsfólk bankans fékk í gærmorgun áfalla- hjálp hjá hjúkrunarfræðingi. Samkvæmt upplýsingum Lögreglunnar í Hafnarfirði var tvílitur Ford Econoline-bíll við útibúið. Hugsanlega geta þeir sem voru á bíln- um gefið upplýsingar um ferðir mannsins úr bankanum og biður lögreglan þá að hafa sam- band. Ítrekuð bankarán á árinu Þetta er í sjötta skiptið á árinu sem fjár- munum er stolið úr banka og jafnframt annað bankaránið sem framið er í Sparisjóði Hafn- arfjarðar. Nítján ára piltur var nýverið dæmdur í eins árs fangelsi vegna ráns í sparisjóðnum 1. apríl, en að auki rændi hann banka í Grindavík. Í fyrra tilfellinu hafði hann á brott með sér 1,7 milljónir króna í peningum og 914 þúsund í seðl- um, ávísunum og mynt í síðara ráninu. Enn eitt vopnað bankaránið framið á höfuðborgarsvæðinu Ungs bankaræningja leitað FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, átti í gær fund með Jimmy Carter, fyrrverandi forseta Banda- ríkjanna, sem nú stýrir Carter- stofnuninni í Atlanta. Stofnunin var sett á laggirnar að frumkvæði Cart- ers, en meginverkefni hennar er að leggja lið baráttu fyrir lýðræði, mannréttindum og þróunaraðstoð við fátækustu ríki heims. Í samtali við Morgunblaðið sagði Ólafur Ragnar að fundurinn hefði verið mjög ánægjulegur og árangursríkur. „Við bundum það fastmælum að stofnunin sem hann veitir forstöðu hér væri reiðubúin að efna til sam- vinnu við Háskóla Íslands og sér- staklega Smáríkjasetrið til þess að fjalla um hvernig hægt sé að styðja við fátækari ríki og ríki sem eru að þróa lýðræði og mannréttindi og efnahagslegar framfarir, en Carter- stofnunin er líklega sá aðili í heim- inum sem hefur mesta reynslu af að vinna með þróunarríkjum á þessu sviði,“ sagði forsetinn. Að sögn Ólafs Ragnars fannst Carter það mjög heillandi verkefni að nýta reynslu Íslendinga sem fyrrum nýlendu og síðar sem nýfrjáls ríkis sem hefði náð einstæðum árangri, bæði í efnahagslegum framförum og líka sem öflugt lýðræðisríki sem verið hefði í víðtækri alþjóðasamvinnu, til að sýna fjölda annarra ríkja hvað hægt væri að gera. „Ég tel að mikill stuðningur sé í því að fá Jimmy Carter sem leiðsögu- mann og samstarfsmann í þessu verkefni, því hann nýtur gífurlegrar virðingar um alla veröld, bæði fyrir framgöngu sína sem forseti Banda- ríkjanna og ekki síður fyrir þau verk sem hann hefur unnið eftir að hann lét af störfum sem forseti. Og sem handhafi friðarverðlauna Nóbels er hann í raun í einstakri stöðu í veröld- inni og ég var mjög ánægður með þann góða anda og vilja sem kom fram í orðum hans, um að þessi mikla stofnun hans, sem nýtur mikillar virðingar um alla veröld, væri reiðubúin að efna til samvinnu við Ís- lendinga á þessu sviði og hann væri tilbúinn að hlusta á tillögur og hug- myndir sem ýmsir aðilar á Íslandi hefðu fram að færa,“ sagði forseti Ís- lands. Að loknum fundinum með Carter lagði forsetinn blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða um Martin Luther King og síðan hélt forsetinn á fund James Wagner, rektors Emory- háskólans í Atlanta. Forsetinn hélt síðan erindi á hátíðarkvöldverði í Emory-háskólanum um málefni norð- urslóða og breyttar aðstæður í sam- skiptum ríkja. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Dorrit Moussaieff hittu Jimmy Carter, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í gær. Forseti Íslands í Atlanta Árangursríkur fundur með Jimmy Carter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.