Morgunblaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 18
ERLENT
18 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
„Þau sögðu að sonur minn ætti að
fara til Bandaríkjanna og vera hjá
hjónum sem gætu tryggt honum
betra líf,“ sagði Mendoza. „Þegar ég
sagði þeim að ég vildi halda honum
sögðust þau ætla að drepa mig ef ég
skrifaði ekki undir.“
Slíkar frásagnir eru algengar í
Gvatemala. Að minnsta kosti þriðj-
ungur og allt að helmingur barnanna
í Gvatemala, sem hafa verið ættleidd í
öðrum löndum, var tekinn frá foreldr-
unum með ólöglegum hætti, að sögn
saksóknara og alþjóðlegra barna-
verndarhreyfinga. Í sumum tilvik-
anna var börnunum stolið, í öðrum
voru þau numin á brott með þving-
unum eða mútum.
„Gvatemala er að verða barnaverk-
smiðja fyrir ríku löndin,“ sagði
Sandra Zayas, sem var skipuð sak-
sóknari til að rannsaka glæpi gegn
konum og börnum. Hún segir að 95
ættleiðingar, sem grunur leikur á að
hafi verið ólöglegar, séu nú til rann-
sóknar. Flest barnanna voru ættleidd
í Bandaríkjunum en ættleiðingarfyr-
irtæki þar og milligöngumenn þeirra
í Gvatemala neita því að rammt kveði
að því að börn séu ættleidd með ólög-
legum hætti.
Kanada, Spánn, Írland og Holland
hafa bannað ættleiðingar barna frá
Gvatemala þar til ráðin verður bót á
þessu vandamáli. Yfirvöld í Banda-
ríkjunum hafa neitað að fara að dæmi
þessara landa.
„Við höfum áhyggjur af þessu,“
sagði Stuart Patt, talsmaður banda-
ríska utanríkisráðuneytisins, um ætt-
leiddu börnin frá Gvatemala. „Þegar
þetta gerist er það mikil skömm. En
við gerum allt sem við getum til að
koma í veg fyrir þetta.“
Bandarísk yfirvöld beita ýmsum
aðferðum, meðal annars DNA-
rannsóknum, til að kanna hvort börn-
um frá Gvatemala, sem ráðgert er að
senda til Bandaríkjanna, hafi verið
stolið. Barnaverndarhreyfingar og
saksóknarar segja að þessar aðferðir
dugi ekki.
Stór atvinnuvegur
Mikil fátækt er í Gvatemala og
flestar fóstureyðingarnar þar eru
ólöglegar, auk þess sem getnaðar-
varnir eru mjög sjaldgæfar. Í fyrstu
var litið á starfsemi ættleiðingarfyr-
irtækjanna sem mannúðarstarf til að
hjálpa börnum sem misstu foreldra
sína í borgarastyrjöldinni í Gvate-
mala á árunum 1960–96. Starfsemin
stórjókst hins vegar eftir að stríðinu
lauk og er nú stór atvinnuvegur, velt-
ir sem svarar 3,8 milljörðum króna á
ári. Bandaríkjamenn, sem ættleiða
börnin, greiða yfirleitt andvirði 1,5
milljóna króna fyrir hvert þeirra og
megnið af fénu rennur til milligöngu-
manna í Gvatemala, s.s. lögfræðinga.
Nær 3.000 börn frá Gvatemala
voru ættleidd í fyrra en fyrir áratug
voru ættleiðingarnar aðeins um 500 á
ári. Um 85% barnanna eru send til
Bandaríkjanna og miðað við mann-
fjölda er Gvatemala það land sem sér
Bandaríkjunum fyrir flestum börnum
til ættleiðingar. Aðeins í Kína og
Rússlandi eru fleiri börn flutt til ann-
arra ríkja, en þessi tvö lönd eru miklu
fjölmennari en Gvatemala sem er
með 13 milljónir íbúa.
Að sögn saksóknara eru fjölmargir
Gvatemalabúar viðriðnir þessa starf-
semi, þeirra á meðal læknar, ljós-
mæður, hjúkrunarfræðingar, lög-
fræðingar, dómarar og starfsmenn
félagsmálastofnana og munaðarleys-
ingjahæla. „Þeir segja oft við kon-
urnar að þeir vilji hjálpa þeim,“ sagði
Hector Dionisio, lögfræðingur Casa
Alianza, samtaka sem reka m.a. at-
hvörf fyrir götubörn í borgum Róm-
önsku Ameríku. „Börnunum er þó oft
stolið eða mæðurnar þvingaðar til að
láta þau af hendi.“
Börnum stolið á sjúkrahúsum
Fjölmiðlar beindu athyglinni að
þessu vandamáli nýlega þegar níu
ungbörn frá Gvatemala fundust í San
Jose, höfuðborg Kosta Ríka, og talið
var að flytja ætti þau til Bandaríkj-
anna. Hermt er að útsendarar ætt-
leiðingarfyrirtækja fari reglulega í
vændishús og fátækrahverfi til að
bjóða barnshafandi konum andvirði
50.000–200.000 króna fyrir börnin um
leið og þau fæðast. Aðrir hrifsa ung-
börn af mæðrum þeirra á útimörk-
uðum eða sjúkrahúsum.
Þing Gvatemala fullgilti í mars
ákvæði alþjóðlegs sáttmála sem
kenndur er við Haag og kveður m.a. á
um að opinber stofnun þurfi að leggja
blessun sína yfir allar ættleiðingar.
Æðsti dómstóll landsins ógilti hins
vegar samþykkt þingsins í september
eftir að bandarísk ættleiðingarfyr-
irtæki og milligöngumenn þeirra úr
röðum lögfræðinga beittu sér ákaft
gegn henni á þeim forsendum að sátt-
málinn gerði ættleiðingar of flóknar.
Börnum stolið eða mæður
neyddar til að selja þau
TPN
Carolina Mendoza Velasquez (t.h.) með móður sinni og 17 mánaða systur á
skrifstofu saksóknara sem rannsakar glæpi gegn konum og börnum í
Gvatemala. Mendoza var neydd til að láta barn af hendi til ættleiðingar.
Gvatemalaborg. Newsday.
UNGLINGSSTÚLKAN Carolina Mendoza Velasquez var ein og yfirgefin,
komin sjö mánuði á leið og hélt að hún hefði fundið verndarengla þegar hún
réð sig til vistar hjá hjónum í Gvatemalaborg sem sögðu að hún fengi áfram
að vera vinnustúlka þeirra eftir að barnið fæddist.
Stúlkan, sem er sautján ára, segir að daginn eftir að hún ól Luis Enrique í
maí hafi hjónin læst hana inni í lækningastofu í Gvatemalaborg, hrifsað barn-
ið af henni og neytt hana til að skrifa undir ættleiðingarskjöl.
’ Gvatemala er aðverða barnaverk-
smiðja fyrir ríku
löndin. ‘
PAKISTANAR neituðu í gær ítrek-
uðum ásökunum afganskra stjórn-
valda um að vopnaðir talíbanar geri
árásir í Afganistan frá pakistönsku
landsvæði. Abdullah Abdullah, utan-
ríkisráðherra Afganistans, lét þau
orð falla í ræðu í Bandaríkjunum að
„flestir“ vopnuðu talíbanarnir væru í
Pakistan, sem studdi stjórn talíbana
í Afganistan 1996–2001.
Talíbanarnir hafa ráðist á hjálp-
arstarfsmenn, bandaríska hermenn
og afgönsk stjórnarmannvirki í Afg-
anistan undanfarna mánuði. Sex
hjálparstarfsmenn hafa verið drepn-
ir síðan í september og talíbanar
grunaðir um ódæðin. Í byrjun októ-
ber börðust pakistanskir hermenn
daglangt við skæruliða talíbana og
al-Qaeda skammt frá landamæra-
bænum Angoor Ada. Felldu Pakist-
anarnir átta og tóku 18 höndum.
!
" # $
$%
"$&$
$
" # $
"' $( $
"
! !!
! ( " #
$
-.(
+#
!
///
00
1 2 3 - 4
')*'+,- '+
2(
-& %.
(
'
)
! "
Pakistanar neita aðild
Íslamabad. AFP.
ENN einn
liðsmaður
úr nánasta
samstarfs-
mannaliði
Rolandas
Paksas, for-
seta Lith-
áens, sagði
af sér í gær.
Þar með
hafa alls fimm manns af skrif-
stofu forsetans sagt af sér
vegna ásakana um spillingu og
tengsl við rússnesku mafíuna.
Sérskipuð rannsóknarnefnd
þingsins vill yfirheyra Paksas
sjálfan, sem tók við forseta-
embættinu fyrir níu mánuðum.
Hann hefur þó enn ekki viljað
taka í mál að segja af sér.
Kasparov
tapar
GARRÍ Kasparov tapaði ann-
arri skákinni í viðureign sinni
við nýja skákforritið X3D Fritz.
Tók það
tölvuna þrjá
tíma og 39
leiki að
leggja
Kasparov.
Fyrstu
skákinni
lyktaði með
jafntefli.
Alls verða
fjórar skák-
ir tefldar, en
viðureignin
fer fram í New York. Það ný-
stárlegasta við forritið er að
með þrívíddargleraugum sér sá
sem teflir við tölvuna taflborðið
í þrívídd, eins og það svífi fyrir
framan hann.
Námuslys
í Kína
GASSPRENGING í kolanámu
í Suður-Kína banaði 48 verka-
mönnum og slasaði tvo aðra,
eftir því sem Xinhua-fréttastof-
an greindi frá í gær. Rannsókn
á orsökum slyssins stóð yfir.
Námunni, sem afkastar að jafn-
aði um 600.000 tonnum af kol-
um á ári, var lokað, að sögn
Xinhua. Slys eru tíð í kínversk-
um námum. Alls er vitað til að
um 4.100 manns hafi látið lífið í
námaslysum í landinu það sem
af er þessu ári.
STUTT
Þrengist
að Paksas
Garrí Kasparov
með þrívíddar-
gleraugun.
Rolandas Paksas
BANDARÍKIN munu ekki fara frá
Írak og Afganistan fyrr en búið er að
hafa hendur í hári Saddams Huss-
eins og Osama bin Laden, og ljúka
þeim verkum sem þarf að vinna í
þessum löndum. Þetta sagði George
W. Bush Bandaríkjaforseti í samtali
við bresku blöðin Financial Times og
Daily Telegraph í gær.
„Við munum ekki kalla heri okkar
heim fyrr en verkinu er lokið. Punkt-
ur basta,“ sagði Bush en hann fer í
opinbera heimsókn til Bretlands eft-
ir helgi. Var forsetinn spurður að því
hvort þetta fæli í sér að finna þyrfti
Saddam og bin Laden og svaraði
Bush því svona: „Já, það er einn
þáttur. Enn mikilvægara er þó að
byggja upp frjáls og lýðræðisleg
samfélög. Það er verkefnið.“
Ummæli Bush vekja eftirtekt
enda hafa fréttir undanfarna daga
bent til að Bandaríkjamenn leituðu
nú „útgönguleiðar“ í Írak.
Rumsfeld tekur í sama streng
Donald Rumsfeld, varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, tók í sama
streng og Bush í gær en hann er nú
staddur í Japan. Lagði Rumsfeld
áherslu á að hersveitir Bandaríkja-
manna og bandamanna þeirra
myndu ekki yfirgefa Írak neitt fyrr
en áætlað hefur verið, jafnvel þó að
nú sé stefnt að því að afhenda Írök-
um völdin í eigin málum fyrr en
stefnt var að. „Það hefur engin
ákvörðun verið tekin um að fara fyrr
frá Írak en áætlað var, þvert á móti.
Forsetinn hefur lýst því yfir að við
munum verða þar eins og lengi og
nauðsyn krefur,“ sagði Rumsfeld.
Ætla að ná Sadd-
am og bin Laden
George W. Bush Bandaríkjaforseti.
London, Andersen-flugherstöðinni á Guam. AFP.
AP