Morgunblaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 57
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2003 57 verða skáld en lét sér nægja að gera Ólafsfjörð að sínum stað til að yrkja jörðina. Saman tókst ykkur að yrkja jörðina í fimmtíu ár og gera mannvænlega. Þakka þér fyrir allt smátt og stórt, elsku amma mín, líka það sem ég man ekki í dag. En vonandi gerir það ekkert til, þú ert ekki farin frá okkur – þó það sé óskap- lega sárt að sjá þig í kistunni og óendanlega dapurt að horfa á kistuna hverfa í jörð – því við eig- um þig í hjarta okkar og hugar- fylgsnum og getum alltaf leitað til þín, huggunar og hollra ráða, eins og við höfum gert frá því við mun- um eftir okkur. Góð kona eins og þú gleymist aldrei. Guð blessi þig, amma. Helgi Jónsson. Þegar síminn hringdi klukkan sjö miðvikudaginn 6. nóvember var ég nokkuð viss um hvert erindi þess símtals væri. Þá var pabbi að segja mér að amma Sína væri dáin. Vitandi það að hún amma myndi deyja á næstu dögum kemur ekki í veg fyrir að maður fyllist tóma- rúmi þegar einhver sem manni þykir svo vænt um hverfur sjónum manns. Síðast sá ég hana ömmu tveimur dögum áður en hún lést, þá var hún orðin ósköp þreytt. Þrátt fyrir það fylgdist hún vel með því sem var að gerast í kringum hana og vildi hafa fólkið sitt hjá sér. Við vorum m.a. að tala um hvenær hún og afi hefðu kynnst og að afi hefði strax orðið mjög hrifinn af henni. Hún sagði okkur líka frá því að þau hefðu þurft að sækja um leyfi hjá fógeta til þess að gifta sig þar sem afi var ekki orðinn nógu gam- all, en þau giftu sig árið 1938. Ég minnist þess hversu gott var að koma í Brekkugötu 7 til ömmu í pössun. Ein af mínu fyrstu minn- ingum eru gönguferðir hennar með mig í kerru út í gamla Múla. Ann- að sem kemur sterklega upp í huga minn er hvernig hún stappaði allt- af banana handa mér og fannst mér það mjög gott, en hún lagði mikla áherslu á að við krakkarnir fengjum hollan mat. Hún amma var glæsileg kona og hugsaði mjög vel um útlit sitt. Hún var dugleg að hreyfa sig og fara í sund og var alltaf flott til fara. Eftir að sjónin fór að versna mjög núna síðustu ár lenti hún í því að brotna mjög illa, en þrátt fyrir það var hún alltaf staðráðin í því að ná sér að fullu og lagði hún mikið á sig til að svo gæti orðið. Síðustu mánuðina höfðu veikindi verið að hrjá ömmu og henni leið ekki alltaf vel, en þrátt fyrir það leit hún alltaf stórvel út og ekki var hún að kvarta yfir að sér liði eitthvað illa, það gerði hún aldrei. Ég minnist þeirra orða er ég kvaddi hana tveimur dögum áður en hún dó, þegar ég sagði: „Jæja, amma mín, nú erum við að fara, við sjáumst nú fljótt aftur. Þá svaraði hún mér: „Heldurðu það, Þorvald- ur minn?“ Hún vissi nákvæmlega hversu stutt hún átti eftir og gerði sér alveg grein fyrir í hvað stefndi. Hún amma var mjög trúuð kona og það hefur eflaust glatt hana mikið að komast til himnaríkis og hitta hann afa þar. Þrátt fyrir að ég viti að henni líði vel núna kveð ég ömmu Sínu með sorg í hjarta. Þorvaldur Þorsteinsson. Elsku amma, nú ertu farin frá okkur, búin að kveðja og komin til afa og litlu stúlkunnar ykkar, Þóru Snjólaugar. Það var margt sem þú gafst okkur, margar ljúfar minn- ingar sem við geymum í hjörtum okkar. Við eyddum mörgum stund- um heima hjá ykkur afa. Það var alltaf gott að koma til ykkar og vera hjá ykkur. Þið gáfuð okkur mikla ást og hlýju og það var margt sem þú kenndir okkur, t.d. allar bænirnar og öll góðu heil- ræðin. Við söknum þín sárt, elsku amma, og við þökkum þér fyrir allt og allt. Við munum aldrei gleyma þínu hlýja faðmlagi. Þínar stelpur, Þuríður og Magnea. ✝ Jófríður MaríaJóhannesdóttir fæddist á Akranesi 17. nóvember 1917. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 11. nóvem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar eru Ingiríður Sigurðar- dóttir, f. 28. apríl 1893, d. 28. júlí 1978 og Jóhannes Jónsson, f. 1893, d. 1918. Upp- eldisfaðir Jófríðar Maríu frá 4 ára aldri var Arnmundur Gíslason. Hálfsystk- ini Jófríðar Maríu eru Jóhanna Dagfríður, Sigurður Bjarmar, Sveinbjörg Heiðrún og Arnfríður Inga. Jófríður María giftist 31. des- ember 1937 Þórði Guðmundssyni frá Vegamótum, f. 9. nóvember 1916, d. 6. maí 1962 . Synir þeirra eru: 1) Þorbergur Engilbert, f. 20. maí 1938, kvæntur Elínu Björnsdóttur, börn þeirra eru Sig- urlín Þóra, Elínborg Þóra, Birna, Ingunn María og Þórður, 2) Jóhannes Kristján, f. 10. janúar 1941, d. 31. október 1967, 3) Guðlaugur Þór, f. 27. nóvember 1948, kvæntur Kristínu Magnúsdóttur, börn þeirra eru Jóhannes, Ingunn, d. 6. ágúst 2003, Magnea, Sturla, Þórður og Jófríður María. Barnabarnabörn- in eru 21 talsins. Jófríður María naut þess að vera innan um og sinna börnum, barnabörnum, barnabarnabörn- um, ættingjum og vinum. Útför Jófríðar Maríu fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku amma. Ef við skrifuðum allar þær góðu minningar sem koma upp í hugann þegar við hugsum um þig gætum við skrifað margar blaðsíður. Þess vegna langar okkur heldur að þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur og einnig fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum með þér, bæði á Vegamótunum og heima hjá mömmu og pabba. Við kveðjum þig með sorg og söknuð í hjarta en okkur finnst gott að vita að þú, afi Þórður, Kiddi frændi og Inga systir eruð öll sam- an á ný. Minning þín mun alltaf lifa innra með okkur. Okkur þykir vænt um þig, elsku amma. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Þín barnabörn, Jóhannes, Ingunn, Magnea, Sturla, Þórður og Jófríður María. Ég á aðeins eitt líf, það er mér mjög dýrmætt. Ég reyni að lifa því og ég vanda mig. Samt veikist ég, verð fyrir vonbrigðum og særist, að lokum slokknar á líkama mínum, hann deyr og verður að moldu. Ég á aðeins eitt líf, en það gerir ekkert til, ég sætti mig við það. Því líf mitt er í Jesú og það varir að eilífu. (Sigurbjörn Þorkelsson.) Hún Jóa hefur alltaf átt mjög stórt rúm í hjarta mínu frá því ég man fyrst eftir mér. Hún var besta og fallegasta frænka mín bæði að innan sem utan, af öllum öðrum frænkum ólöstuðum. Hún var sann- kölluð perla sem átti kærleika og gæsku handa öllum sem til hennar þekktu. Hún var móðursystir mín og mér þótti óskaplega vænt um hana, meira en orð fá lýst. Hún passaði mig þegar ég var lítil og einhvern veginn fannst mér hún aldrei hætta því, því hún fylgdist svo vel með mér á sinn rólega og gætna hátt. Hún hafði alltaf áhuga á að fylgjast með mér og mínum. Hún hafði sérstakt lag á börnum því öll börn hændust að henni. Hún hafði ekki hátt, hún talaði aldrei illa um nokkurn mann, hún var alltaf já- kvæð og uppörvandi og hún kunni að gleðjast með öðrum. Hún Jóa tranaði sér ekki fram og átti kannski ekki alltaf auðvelt með að vera innan um ókunnuga. Hún lifði í svolítið litlum heimi en fylgdist vel með öllu og maður kom aldeilis ekki að tómum kofunum hjá henni, hún hafði yndi af að lesa og fræðast um menn og málefni. Líf hennar var ekki þrautalaust, en hún bar harm sinn í hljóði og kvartaði aldrei. Jóa missti föður sinn ársgömul, hún varð ekkja 44 ára og missti næstelsta son sinn Jó- hannes Kristján fimm árum síðar og nú nýlega barnabarn sitt, Ing- unni, blessuð sé minning þeirra. Þetta voru þung spor og meira en hægt er að leggja á eina manneskju enda brotnaði hún um tíma. En Jóa mín varð sterkari og átti stórt hjartarými fyrir syni sína Þorberg og Guðlaug og tengdadæturnar og öll barnabörnin og barnabarnabörn- in sín. Einnig átti Jóa nóg hjarta- rými fyrir okkur frændfólkið, allir komu til hennar þegar komið var á Akranes. Vegamót, þar sem Jóa bjó, var okkar staður þegar við komum á Skagann. Þaðan á ég svo margar dýrmætar minningar. Þegar Jóa kom í bæinn gisti hún alltaf hjá okk- ur og þá var hátíð í bæ, það var svo gaman að hafa hana, hún hafði sér- staklega þægilega nærveru. Hún talaði alltaf við mann eins og jafn- ingja og maður fann svo sterkt fyrir væntumþykju hennar. Núna hefur Jóa mín fengið hvíld- ina sem hún þráði, eftir erfið veik- indi og ég er fullviss um að hún hef- ur fengið góða heimkomu á himnum hjá Guði þar sem fólkið hennar hef- ur tekið vel á móti henni. Jóa átti sterka og staðfasta trú á Jesú og nú er hún komin í hans faðm, laus við allar þjáningar og sorg. Það er huggun harmi gegn. Ég vil þakka elskulegri frænku minni fyrir allt sem hún gerði, gaf og kenndi mér. Fjölskyldan þakkar öll af hjarta. Elsku Gulli, Kristín, Beggi, Stella og öll barnabörnin og barnabarna- börnin. Guð blessi ykkur og gefi ykkur styrk. Guð blessi minninguna um bestu frænku í heimi. Laufey G. Geirlaugsdóttir. Það eru ótal minningar sem koma upp í hugann, þegar hugsað er til hennar Jóu frænku, eins og hún var alltaf kölluð í fjölskyldunni, en hún hét fullu nafni Jófríður Jóhannes- dóttir og var alltaf kennd við Vega- mót á Akranesi. Sem börn nutum við þess að búa í næsta húsi við hana. Heimilið henn- ar var okkur alltaf opið og ávallt var hún tilbúin að hlusta á litlar mann- eskjur, sem rötuðu í hlýja faðminn hennar, og áður en varði var eldhús- ið hennar hvítþvegna orðið að höll. Hún töfraði fram veisluborð með pönnukökum sem hún var nýbúin að baka af því að hún gat alltaf bú- ist við gestum. Niðri í kjallara lum- aði hún yfirleitt á tertum eða smá- kökum sem bakaðar voru af þeirri natni sem henni einni var lagið. Það fór enginn svangur af hennar fundi. Öll hennar verk voru með þeim hætti að betur varð ekki gert. Hún hafði einstakt lag á að láta manni líða vel í návist sinni, hafði áhuga á því sem maður var að gera. Þjón- ustulundin var henni í blóð borin enda kaus hún sér það hlutverk í líf- inu að þjóna öðrum. Hún fór ekki fram á þakklæti enda svaraði hún yfirleitt „æ fyrirgefðu“, eins og margir af hennar kynslóð. Hennar sælustu stundir voru að geta gert öðrum til góða. Nafnið Jóa frænka hefur yfir sér sérstakan blæ. Hún lét ekki mikið fyrir sér fara, var ein af þeim hljóð- látu í landinu. En umhyggja hennar fyrir öllum sem hún umgekkst var einstök. Aldrei heyrði ég hana hall- mæla nokkurri manneskju, þvert á móti reyndi hún að draga fram hið jákvæða í fari allra. Okkur þótti óendanlega vænt um hana. Lífið fór ekki alltaf um Jóu mjúk- um höndum og hún varð fyrir mörg- um stóráföllum í lífinu. Elskulegan eiginmann sinn missti hún rúmlega fertug, og son sinn nokkrum árum síðar. Sjálf hefur hún þurft að berj- ast við krabbamein árum saman. Sjúkdómurinn tærði hana oft bæði til líkama og sálar. En alltaf birti upp og hún varð sjálfri sér lík að nýju. Síðasta raunin hennar var að fylgja sonardóttur sinni til grafar í ágúst síðastliðnum, þá orðin hel- sjúk. Þrátt fyrir mikið mótlæti í lífinu tel ég að hún hafi álitið sig gæfu- manneskju. Hún naut þess að fylgj- ast með barnabörnum sínum og barnabarnabörnum og þakkaði Guði fyrir þau og þá gleði sem hún hafði af þeim. Jóa frænka var einstök kona, sem með sinni hlýju nærveru, þjónustu- lund, jafnaðargeði og þakklæti til skaparans, hefur kennt mér meira en nokkur annar. Jóa frænka var ætíð aufúsugestur á heimili móður minnar eftir að hún flutti til Reykja- víkur og dvaldi hún oft um langan tíma hjá henni, enda voru þær syst- ur mjög samrýndar. Það var alltaf hátíð þegar Jóa frænka var í heim- sókn og börnin okkar löðuðust strax að henni. Mér ber að þakka allt sem ég fékk að njóta með henni fyrr og síð- ar. Ég veit að góðu eiginleikarnir hennar lifa áfram í afkomendum hennar, sem hún var svo stolt af. Guð blessi minningu Jóu frænku. Inga Þóra Geirlaugsdóttir. Elsku besta Jóa frænka er búin að fá hvíldina og komin í faðm Frelsarans og ástvina sinna. Mínar bestu bernskuminningar eru tengdar Jóu frænku á Vegamót- um. Ef foreldrar mínir þurftu á að- stoð að halda með okkur systkinin þá áttum við alltaf fast land hjá Jóu. Mér er sérstaklega minnisstæð dvölin hjá henni þegar foreldrar mínir fóru í Evrópureisu í sex vikur þegar ég og Laufey systir mín vor- um 5 og 9 ára. Við vorum svolítið kvíðnar því okkur fannst þetta lang- ur tími í burtu frá mömmu og pabba. En tíminn flaug áfram því mér leið eins og heima hjá mér, þannig leið mér alltaf í hennar ná- vist. Það er svo ótal margt sem ég vildi rifja upp og skrifa á blað, en fyrst og fremst minnist ég hennar með hlýju og þakklæti fyrir allt það sem hún gaf mér af sinni mann- gæsku. Megi Guð blessa minningu henn- ar. Geirlaug B. Geirlaugsdóttir. Mig langar að kveðja með nokkr- um orðum yndislega frænku mína hana Jóu, eða Jóu frænku eins og hún var alltaf kölluð af okkur systk- inunum. Mig skortir orð til þess að lýsa kostum hennar. Hún var sannkölluð perla, einstök í sinni röð. Hún til- heyrði veröld sem nú er að renna sitt skeið. Hún var ein hinna sterku kvenna sem ég lærði strax í barn- æsku að líta upp til og virða. Það var mikið á hana lagt. Hún þurfti að sjá á eftir eiginmanni sínum, syni og nú síðast barnabarni. Styrkur henn- ar fólst í þögn hennar og stolti. Þögn í háværð þungrar sorgar sem hún þurfti að bera um áratuga skeið. Ég hef oft undrast þann styrk og festu sem hún bjó yfir. Alltaf bar hún sig vel, hún var falleg og ávallt vel til höfð. Jóa var ein- staklega myndarleg húsmóðir og heimili hennar var til fyrirmyndar, smekklegt og hreint. Aldrei heyrði ég hana kvarta. Hún flíkaði ekki til- finningum sínum eða vandamálum. En hún var rík af tilfinningum og mátti ekkert aumt sjá. Aldrei heyrði ég hana tala illa um nokkurn mann. Hún var einstaklega barngóð og átti auðvelt með að setja sig í spor ung- lingsins og það var gott að ræða við hana á því aldursskeiði við eldhús- borðið á Skólabrautinni. Ég átti því láni að fagna að eiga hana að þegar ég vann úti á landi eftir að ég flutti af Skaganum til Reykjavíkur. Hún hugsaði um mig sem besta móðir. Ef svo bar undir að gista þurft á Skaganum var auð- sótt mál að fá að gista hjá Jóu frænku. Matartilbúningur lék í höndum hennar og enginn bakaði fallegri og betri smákökur en Jóa frænka. Við systkinin fengum að njóta matargerðar hennar, en heil- an vetur borðuðum við hádegisverð hjá henni og þá var oft glatt á hjalla og hraustlega tekið til matar síns. Þegar farið var á Skagann eftir að ég eignaðist fjölskyldu var alltaf komið við á Vegamótum hjá Jóu frænku. Í augum barna okkar var Jóa einstök í sinni röð. Hún var allt- af svo hlý og góð. Í hvert skipti sem ég heimsótti hana spurði hún um börnin, hvernig þeim liði og hvað þau hefðu fyrir stafni. Jóa var ekki langskólagengin en hún hafði mikið yndi af lestri góðra bóka. Hún fylgdist vel með og var minni hennar óbrigðult. Hjá henni kom maður sjaldan að tómum kof- unum. Að leiðarlokum þakka ég þér, elsku Jóa mín, fyrir allt það sem þú hefur verið mér og fjölskyldu minni. Fyrir það er ég þér ævinlega þakk- látur og þakka Guði fyrir þann kær- leika og umhyggju sem þú ævinlega sýndir mér og fjölskyldu minni. En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur. Bræðrunum Begga og Gulla og fjölskyldum þeirra votta ég mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning einstakrar konu. Kári Geirlaugsson. JÓFRÍÐUR MARÍA JÓHANNESDÓTTIR Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, GUÐRÚN PÉTURSDÓTTIR, Bjarmalandi 14, verður jarðsungin í Bústaðakirkju mánudaginn 17. nóvember kl. 13.30. Guðgeir Ólafsson og börn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.