Morgunblaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Óbyggðanefnd kvað uppþann úrskurð í gær aðVatnajökull og nyrðri hlutiLónsöræfa teldust vera þjóðlendur. Svæðin sem um ræðir eru Öræfi, Suðursveit, Mýrar, Nes og Lón. Miðar nefndin við jökulröndina eins og hún er talin hafa verið í júlí árið 1998 þegar þjóðlendulögin tóku gildi. Teljast smájöklar utan meg- injökulsins tilheyra viðkomandi eign- arlandi. Landeigendur Stafafells í Lóni eru mjög ósáttir við úrskurð óbyggða- nefndar en þeir telja nyrðri hluta Lónsöræfanna hafa verið sína eign í nærri hundrað ár, eða frá 1913 þegar landið var keypt af ríkinu. Lendir rúmur þriðjungur alls Stafafells- landsins undir þjóðlendur. Hafa land- eigendur, að sögn Gunnlaugs Ólafs- sonar, nú þegar ákveðið að höfða einkamál gegn ríkinu til að fá úr- skurði óbyggðanefndar hnekkt. Að öðru leyti virðast flestir landeigendur vera sáttir við niðurstöðu nefnd- arinnar og telja hana hafa tekið tillit til þeirra krafna um að þeir ættu löndin upp að jökulrönd. Lögmaður ríkisins í þessum málum var Ólafur Sigurgeirsson hrl. Hann segist telja litlar líkur á að ríkið höfði mál fyrir dómi til að hnekkja úrskurðunum. Á slaginu klukkan tvö í gær hóf formaður óbyggðanefndar, Kristján Torfason, að lesa upp úrskurðina í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík. Heimamenn fyrir austan gátu fylgst með atburðinum með aðstoð fjar- fundabúnaðar sem var komið fyrir í ráðstefnusal Nýheima á Höfn í Hornafirði, eins og fram kemur hér á síðunni. Voru heldur fleiri þar við- staddir en í Reykjavík. Nokkur fjöll fara undir þjóðlendu Allur sá hluti Vatnajökuls sem tek- inn var til meðferðar hjá óbyggða- nefnd telst til þjóðlendna, auk fjalla eins og Rauðakambs og Ærfjalls í Öræfum og Mávabyggða og Esju- fjalla í Suðursveit. Kröfum margra jarðeigenda um að mörk eignarlanda fylgdu jökuljaðri á hverjum tíma var hafnað, og stuðst við stöðu jökulsins við gildistöku þjóðlendulaga sem fyrr segir. Kröfum eigenda Skaftafells II, Kvískerja, Fells, Skálafells, Heina- bergs, Svínafells, Hoffells og Stafa- fells var hafnað um að merki jarðanna og beinn eignarréttur næðu inn fyrir jökuljaðarinn. Nyrðri hluti Lónsöræfa, sem telst þjóðlenda, nær til Framfjalla ofan Hvannadalsvarps og Innfjalla austan Jökulsár í Lóni, þar með talin Víðidal- ur og Kollumúli. Sama svæði er í af- réttareign eigenda Stafafells, að mati óbyggðanefndar. Önnur minni svæði sem teljast þjóðlendur samkvæmt úrskurðunum í gær eru Hoffellslambatungur í Nesjum, Hafrafell í Suðursveit, sem er á milli Skálafellsjökuls og Heina- bergsjökuls, landsvæði framan við Hafrafell, Mýrarmegin, og Norðaust- urhlíðar Stigafjalla í Lóni. Telur óbyggðanefnd þessi svæði vera utan merkja og landeigendur hafi ekki sýnt fram á beinan eignarrétt. Til eignarlanda teljast jarðir á þessum fimm svæðum eins og þær eru afmarkaðar í landamerkjabréfum viðkomandi jarða og upp að jök- ulrönd eins og hún var í júlí 1998. Er kröfum ríkisins um þjóðlendur innan merkja þessara jarða því hafnað. Allur kostnaður málsaðila, annarra en fjármálaráðherra vegna íslenska ríkisins, hefur verið greiddur, að þóknunum til lögmanna und- anskildum. Samkvæmt úrskurðum óbyggðanefndar er þóknun tíu lög- manna, er fóru með mál landeigenda, alls rúmar 11 milljónir króna. Lögmennirnir voru flestir við- staddir uppkvaðningu úrskurðanna í Þjóðmenningarhúsinu, ásamt fulltrú- um nokkurra landeigenda. Meðal lög- manna var Ólafur Björnsson hrl., sem flutti flest málin, þ. á m. fyrir eig- endur Stafafells í Lóni. Hann sagði að ef Stafafell væri undanskilið væri að mestu leyti fallist á kröfur landeig- enda og kröfum ríkisins hafnað. „Niðurstaðan um Stafafell og Lónsöræfin, Kollumúla og Víðidalinn, skýtur nokkuð skökku við. Þarna er um að ræða svæði sem landeigendur keyptu af ríkinu árið 1913 með öllum gögnum og gæðum. Í nærri eitt hundrað ár hafa þessir eigendur greitt skatta og skyldur af svæðinu og verið með þinglýst og viðurkennt landamerkjabréf. Til eru heimildir um byggð í Víðidal þar sem var leigu- jörð frá Stafafelli. Bændur þar guldu Stafafellseiganda afgjald. Í fljótu bragði sýnist mér rök óbyggðanefnd- ar vera þau að til séu eldri heimildir sem mæli gegn beinum eignarrétti,“ sagði Ólafur, sem taldi að úrskurð- urinn væri á skjön við nýgenginn dóm Héraðsdóms Suðurlands um afrétti í uppsveitum Árnessýslu. Því væri ágæt von um að fá úrskurðinum hnekkt. Gunnlaugur Ólafsson var í Þjóð- menningarhúsinu í gær. Langafi hans, Jón Jónsson, keypti prests- setrið Stafafell árið 1913 fyrir 8.500 krónur. Hann sagði niðurstöðu óbyggðanefndar hafa komið sér veru- lega á óvart og væri í raun óskiljanleg varðandi Lónsöræfin. Þannig sæi hann engan eðlismun á svæðunum sitt hvorum megin Jökulsár í Lóni, þar sem svæði eins og Kjarrdalsheiði, Skyndidalur og Lambatungur væru ekki talin þjóðlendur þó að þau væru innan sömu þinglýstu markanna og norðurhluti Lónsöræfa. Sagði Gunn- laugur það oft koma fram í vísitasíum í gegnum aldirnar að Stafafell ætti Víðidal og Kollumúla. Því væri rök- stuðningur fyrir eignarrétti sterkari í nyrðri hluta Lónsöræfa en í þeim syðri. Samkvæmt úrskurðunum þarf rík- ið að draga til baka töluvert af sínum kröfum, m.a. Jökulsárlón, Breiða- merkursand og hluta Skeið- arársands, en þær línur náðu út í sjó. Ólafur Sigurgeirsson sagði að úr- skurðir óbyggðanefndar yrðu skoð- aðir nánar í fjármálaráðuneytinu en á þessu stigi taldi hann litlar líkur á að ríkið færi lengra með málin. Það væri þó aðeins sitt persónulega mat. „Þarna eru jákvæðar niðurstöður varðandi Lónsöræfin og Vatnajökul. Að vísu átti ég von á að Jökulsárlónið og Breiðamerkursandur yrðu þjóð- lendur en það fór á annan veg. Með kröfulínu ríkisins út í sjó var miðað við landnámsmörk. Sjálfsagt er nið- urstaða óbyggðanefndar hvað þetta varðar eðlileg. Þegar dregin var lína niður að sjó vegna landnámsmarka lágu ekki fyrir ýmsar upplýsingar sem síðar hafa komið fram um legu Skeiðarár á sandinum. Enda var kröfum ætlað að opna málið til flutn- ings,“ sagði Ólafur Sigurgeirsson. „Sneypuför ríkisvaldsins“ „Þetta er algjör sneypuför rík- isvaldsins og þar með sigur landeig- enda,“ sagði Ragnar Aðalsteinsson hrl. sem flutti mál nokkurra landeig- enda í Suðursveit og á Mýrum og Nesjum. Hann sagði að í öllum meg- inatriðum væri fallist á kröfur bænda um að þeir ættu land að jökli. „Varðandi þær jarðir sem ég fjallaði um kemst óbyggðanefnd að þeirri niðurstöðu á tveimur stöðum; Skálafelli og Hoffelli, að nýta eigi hluta jarðanna sem afrétt innan þjóð- lendu. Það er afar sérstakt, með hlið- sjón af því að þarna hefur aldrei verið afréttur. Þarna býr ríkisvaldið til ágreining með kröfulínu sem á sér enga stoð, hvorki í sagnfræði, nátt- úrufræði, lögfræði, siðfræði eða neinu öðru. Fjármálaráðherra hefur sagt að þetta hafi verið gert til að setja niður deilur. Engar deilur hafa verið milli bænda og ríkisins um þessa línu. Einu deilurnar hafa verið tilbúnar af skotveiðimönnum og þær á ekki að leysa með því að eyða milljónum króna í þessi þjóðlendumál heldur að setja reglur um skotveiði,“ sagði Ragnar. Taldi hann líkur á að eig- endur Skálafells og Hoffells myndu leita til dómstóla til að fá úrskurði óbyggðanefndar hnekkt. Vatnajökull og nyrðri hluti Lónsöræfa telj- ast þjóðlendur                                               !     !       "   #   !         "$ % "$      "  # $"                        % &!   !"# '!                 $%%%# &&   '$#! & ' ( '  ) * + +      (                      !" #$ %& ' (  !" #$ %& ' (  )  *&"  !" #$ %& ' (     # $ +,  $  Óbyggðanefnd tekur tillit til krafna flestra landeig- enda í úrskurðum sínum um fimm svæði í sveitarfé- laginu Hornafirði. Eigendur Stafafells í Lóni hafa þó ákveðið að höfða mál gegn ríkinu. Morgunblaðið/Jim Smart Óbyggðanefndin kveður upp úrskurði sína í Þjóðmenningarhúsinu, frá vinstri Halldór Jónsson hrl., Allan Vagn Magnússon héraðsdómari, Krist- ján Torfason, formaður nefndarinnar, Karl Axelsson hrl., sem var formað- ur í máli Öræfa, og Ragnheiður Bragadóttir héraðsdómari. TENGLAR .............................................. www.obyggdanefnd.is ÞRJÁTÍU manns fylgdust með upp- kvaðningu óbyggðanefndar með aðstoð fjarfundarbúnaðar í ráð- stefnusal Nýheima á Höfn. Eftir uppkvaðninguna voru menn var- kárir í yfirlýsingum en flestir á því máli að óbyggðanefnd hefði dæmt bændum í hag. „Miðað við hvernig dómur féll í þjóðlendumálinu á Suðurlandi kem- ur það á óvart hvað er mikið tekið af okkur. Við áttum reyndar ekki von á að við fengjum öllum okkar kröfum framgengt, við gerðum kröfu um land inn á jökulinn,“ sagði Sigurður Ólafsson á Stafafelli í Lóni eftir að úrskurður féll. Stefán Helgi Helgason á Setbergi í Nesjum sagðist persónulega vera ánægður með niðurstöðuna fyrir sitt leyti. Ekkert væri tekið af land- inu en kröfur ríkisins hefðu verið upp á tvo þriðju hluta af því. „Ég held að menn geti verið nokkuð sáttir miðað við það sem upp- haflega var farið af stað með. Hvort menn eru sáttir í heildina tekið að þurfa að standa í þessu, það er svo annað mál,“ sagði Stefán. Örn Bergsson á Hofi í Öræfum sagðist í fljótu bragði telja að ríkið hefði nær alfarið tapað sínum mála- tilbúningi á hendur bændum. „Þetta er sigur fyrir okkur bænd- ur,“ sagði Örn en bætti við að und- antekningarnar væru Hafrafell, sem væri eign Skálafells, Lamba- tungur í eigu Hoffells og Kollumúli í eigu Stafafells. „Að öðru leyti hef- ur nánast verið gengið að kröfum bænda, við höfum alla tíð haldið fram að landamerki til norðurs væru jökuljaðarinn og á það hefur óbyggðanefnd að mestu fallist.“ Fylgst með úrskurðinum á Höfn Sigur fyrir bændur Hornafirði. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.