Morgunblaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 62
MESSUR Á MORGUN/KIRKJUSTARF 62 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Guðsþjónusta kl. 14:00. Sr. Karl V. Matth- íasson annast guðsþjónusturnar. Kaffi eftir messu. Orgeltónleikar kl. 17. Kári Þormar leikur verk eftir Bach og Buxtehude o.fl. HJÚKRUNARHEIMILIÐ SKJÓL: Guðsþjón- usta kl. 15:30. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11:00. Fjölbreytt tónlist. Skemmtileg samvera fyrir alla fjölskylduna. Guðsþjónusta kl. 14:00. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Glæðu- kór Kvenfélagsins syngur. Stjórnandi Sig- urbjörg Hólmgrímsdóttir. Heitt á könnunni eftir messu. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11:00. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Hjálmari Jónssyni. Kór Menntaskólans í Reykjavík syngur undir stjórn Marteins Friðrikssonar sem einnig leikur á orgel. Æðruleysismessa kl. 20:00. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson flytur hugleið- ingu. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir leiðir sam- komuna og sr. Karl Matthíasson leiðir fyrir- bæn. Anna Sigríður Helgadóttir og Bræðra- bandið sjá um tónlistina. GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11:00 í umsjá Hrundar Þórarinsdóttur djákna o.fl. Messa kl. 11. Altarisganga. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Arin- bjarnarson. Sr. Guðný Hallgrímsdóttir. Kvöldmessa kl. 20. Einfalt form, kyrrlátt andrúmsloft. Halldór Elías Guðmundsson djákni og sr. Hreinn S. Hákonarson fanga- prestur þjóna. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðs- þjónusta kl. 14:00. Einsöngur Jóhannes Kristjánsson. Organisti Kjartan Ólafsson. Sr. Halldór S. Gröndal prédikar. Sr. Lárus Halldórsson þjónar fyrir altari. Félag fyrrver- andi sóknarpresta. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa og barnastarf kl. 11:00. Umsjón barnastarfs Magnea Sverrisdóttir. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Mar- íu Ágústsdóttur. Félagar úr Mótettukór syngja. Organisti Hörður Áskelsson. Sunnudagsfundur kl. 12:30. Kristni í ís- lensku fjölmenningarsamfélagi: Björn Bjarnason kirkjumálaráðherra. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11:00. Org- anisti Douglas A. Brotchie. Sr. Tómas Sveinsson. Barnaguðsþjónusta kl. 13:00. Sr. Tómas Sveinsson. LANDSPÍTALI HÁSKÓLASJÚKRAHÚS: Hringbraut: Guðsþjónusta kl. 10:30. Prest- ur sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Messa og barnastarf kl. 11. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Jón Stefánsson. Félagar úr Kór Langholts- kirkju leiða safnaðarsöng. Sr. Kristján Valur Ingólfsson þjónar fyrir altari. Barnastarfið hefst í kirkjunni en síðan fara börnin í safnaðarheimilið ásamt Þóru og Ágústu. Kaffisopi eftir stundina. LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Bjarni Karlsson prestur þjónar ásamt Sigurbirni Þorkelssyni meðhjálpara. Kór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Gunnars Gunnarssonar. Fulltrúar les- arahóps flytja texta og fermingarbörn að- stoða. Að messu lokinni er kökubasar kvenfélags Laugarneskirkju í safn- aðarheimilinu, haldinn til styrktar lokafrá- gangi nýja orgelsins. Guðsþjónusta kl. 13:00 í þjónustumiðstöð Sjálfsbjargar í Há- túni 12. Sr. Bjarni Karlsson þjónar, ásamt Gunnari Gunnarssyni organista og hópi sjálfboðaliða. NESKIRKJA: Messa kl. 11:00. Börn úr tón- listarskólanum Doremi koma í heimsókn. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Frank M. Hall- dórsson. Sunnudagaskólinn á sama tíma. Sögur, brúður og söngur. Öll börn fá kirkju- bókina og límmiða. Kaffi, djús og spjall í safnaðarheimilinu eftir messu. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11:00. Kvartett syngur. Organisti Pavel Manasek. Prestur sr. Sigurður Grétar Helgason. Sunnudagaskólinn á sama tíma. Hvetjum börnin til að koma til skemmtilegrar samveru. ÍSLENSKA KIRKJAN ERLENDIS: STOKKHÓLMUR: Guðsþjónusta í Finnsku kirkjunni sunnud. 16. nóv. kl. 14:00. Ís- lenski sönghópurinn leiðir söng. Hljóðfæra- leikur: Einar Sveinbjörnsson. Kirkjukaffi. Sr. Ágúst Einarsson. GAUTABORG: Kirkjuskóli í Dönsku kirkj- unni sunnud. 16. nóv. kl. 14:00. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Kirkjudagur Frí- kirkjunnar í Reykjavík. Hátíðarguðsþjón- usta klukkan 11:00. Fermingarbörn að- stoða. Allir velkomnir. Safnaðarstarf Fríkirkjunnar í Reykjavík. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson, Hreiðar Örn Stefánsson. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl.11.00. Kirkjukórinn ásamt barnakór kirkjunnar syngja. Organisti kirkjunnar Krizt- ina Kallo Slenár spilar. Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarheimili kirkjunnar. Kaffi, ávaxtasafi á eftir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Barnaguðsþjónusta á sama tíma. Heim- sókn frá Gídeonfélaginu. Jögvan Purkhus prédikar. Kór félagsstarfs aldraðra syngur undir stjórn Sigurbjargar Hólmgrímsdóttur. Organisti Sigrún M. Þórsteinsdóttir. Tekið við gjöfum til styrktar starfi Gídeonfélags- ins. Léttar veitingar í safnaðarheimilinu eft- ir messu. DIGRANESKIRKJA: Messa kl 11:00. Prest- ur sr. Magnús Björn Björnsson. Þorgils Hlynur Þorbergsson guðfræðingur prédikar. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Kór Digra- neskirkju B-hópur. Sunnudagaskóli á sama tíma í kapellu á neðri hæð kirkjunnar. Létt- ur málsverður í safnaðarsal eftir messu (kr. 500). Kl. 20:00 Hjónaklúbbur. Efni kvölds- ins: ,,Við erum á réttri leið – gerum enn bet- ur.“ Flytjendur Anna Elísbet Ólafsdóttir for- varnarfulltrúi Kópavogs í vímuvörnum og sr. Gunnar Sigurjónsson sóknarprestur. Fyr- irlesturinn verður í kapellunni á neðri hæð kirkjunnar. Kvennakirkjan, messa kl 20:30. Veitingar í safnaðarsal að messu lokinni. (Sjá nánar:www.digraneskirkja.is). FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Prestur: Sr. Svavar Stefánsson. Organisti: Lenka Mátéová. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn organista. Sunnudaga- skóli í safnaðarheimilinu á sama tíma undir stjórn Elínar Elísabetar Jóhannsdóttur. Rúta ekur um hverfið í lokin. Fjölmenning- arkvöldvaka kl. 20:00. Fjallað um vinátt- una. M.a. mun Páll Óskar Hjálmtýsson syngja við undirleikMoniku Abendroth, hörpuleikara. Gerður Gestsdóttir, verk- efnastjóri Alþjóðahússins, flytur ávarp. Kaffihús á eftir þar sem konur úr kvenfélag- inu Fjallkonunum selja kaffi. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Séra Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti: Hörður Bragason. Barna- guðsþjónusta kl. 11:00 í Grafarvogskirkju. Prestur séra Vigfús Þór Árnason. Umsjón: Bryndís og Laufey. Organisti: Gróa Hreins- dóttir. Barnaguðsþjónusta kl. 11:00 í Borg- arholtsskóla. Prestur séra Anna Sigríður Pálsdóttir. Umsjón: Signý og Kolla. Undir- leikari: Guðlaugur Viktorsson. Skagfirð- ingamessa kl. 14:00. Séra Bjarni Þór Bjarnason þjónar fyrir altari ásamt séra Maríu Ágústsdóttur og séra Vigfúsi Þór Árnasyni. Séra Ágúst Sigurðsson, fyrrv. sóknarprestur á Mælifelli í Skagafirði pré- dikar. Söngsveitin Drangey syngur. Stjórn- andi: Snæbjörg Snæbjarnardóttir. Óskar Pétursson Álftagerðisbróðir syngur ein- söng. Organisti: Hörður Bragason. Kaffi- sala að lokinni guðsþjónustu. HJALLAKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Sigfús Kristjánsson þjónar. Félagar úr kór kirkj- unnar syngja og leiða safnaðarsöng. Org- anisti Jón Ólafur Sigurðsson. Barnaguðs- þjónusta kl. 13. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18. Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf í safn- aðarheimilinu Borgum kl. 11:00 í umsjón Dóru Guðrúnar, Bóasar og Önnu Kristínar. Guðsþjónusta kl. 14:00. Gerðubergskórinn kemur í heimsókn og syngur sérstaklega undir stjórn Kára Friðrikssonar. Gestirnir frá Gerðubergi lesa ritningarlestra og upphafs- og lokabæn. Félagar úr kór Kópavogskirkju syngja og leiða safnaðarsöng. Kaffi og samvera í Borgum að lokinni guðsþjón- ustu. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. LINDAKIRKJA í Kópavogi: Sunnudagaskóli í Lindaskóla kl. 11. Gospelstund kl. 20.00 í Glersalnum við Salaveg (í sama húsi og Nettó, gengið inn bakatil og beint inn í lyftu). Kór Lindakirkju syngur, söngstjóri Hannes Baldursson, gestir kvöldsins eru Helga Vilborg Sigurjónsdóttir söngkona og sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson sem prédikar. Allir velkomnir! Sr. Guðmundur Karl Brynj- arsson. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Hressandi söngur, lifandi samfélag! Guðs- þjónusta kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðsson pré- dikar. Organisti Jón Bjarnason. Kór Selja- kirkju leiðir söng. KVENNAKIRKJAN: Sunnudagskvöldið 16. nóvember verður messa í Digraneskirkju kl. 20.30. Yfirskrift messunnar er: Í erli dagsins. Séra Auður Inga Einarsdóttir pré- dikar og kór Kvennakirkjunnar leiðir söng undir stjórn Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. Messukaffi verður í safnaðarheimili kirkj- unnar. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Morgunguð- sþjónusta kl.11.00. Fræðsla fyrir börn og fullorðna. Börnunum skipt í aldurshópa. Friðrik Schram kennir. Samkoma kl. 20.00. Mikil lofgjörð og fyrirbænir. Guðlaugur Gunnarsson kristniboði predikar. Þáttur kirkjunnar „Um trúna og tilveruna“ verður sýndur á sjónvarpsstöðinni Ómega kl.13.30. BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmári 9, Kóp: Samkomur alla laugardaga kl. 11:00. Bænastund alla þriðjudaga kl. 20:00. Bibl- íufræðsla allan sólarhringinn á Útvarp Boð- un FM 105,5. Allir alltaf velkomnir. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: Sam- koma á morgun kl. 16. HJÁLPRÆÐISHERINN: Kl. 19.30 bæna- stund. Kl. 20 hjálpræðissamkoma. Um- sjón majórarnir Anne Marie og Harold Rein- holdtsen. Mánudagur: Kl. 15 heimilasamband. Áslaug Haugland talar. Allar konur velkomnar. FRÍKIRKJAN KEFAS, Vatnsendabletti 601: Samkoma kl. 14. Sigrún Einarsdóttir talar. Lofgjörð og fyrirbænir. Tvískipt barna- starf fyrir 1–6 ára og 7–12 ára börn á sam- komutíma. Kaffi og samfélag eftir sam- komu. Allir velkomnir. Nánari upplýsingar á: www.kefas.is og KFUK v/Holtaveg: Samkoma kl. 17. Spegill, spegill, herm þú mér. Sr. Petrína Mjöll Jóhannsdóttir talar. Vitnisburð flytur Arna Ingólfsdóttir. Tekið er á móti gjöfum til æskulýðsstarfs KFUM & KFUK. Eftir sam- komuna verður matur á vægu verði. Fræðsla fyrir börn 1–14 ára í aldurs- skiptum hópum. Allir velkomnir. VEGURINN: Fjölskyldusamkoma kl. 11:00, Guðspjall dagsins: Hve oft á að fyrirgefa? (Matt. 18). Morgunblaðið/Brynjar Gauti Þingvallakirkja Kirkjudagur Fríkirkjunnar í Reykjavík NÆSTKOMANDI sunnudag 16. nóvember er kirkjudagur Fríkirkjunnar í Reykjavík. Hátíð- arguðsþjónusta verður klukkan 11. Í guðs- þjónustunni munu fermingarbörn taka þátt í lestrum og bænagjörð. Carl Möller og Anna Sigríður Helgadóttir munu annast tónlist- arflutning ásamt Fríkirkjukórnum. Sungnir verða hefðbundnir kirkjusálmar ásamt óhefð- bundinni trúar- og lofgjörðartónlist. Kirkju- dagur Fríkirkjunnar í Reykjavík er jafnan þann sunnudag sem er næstur afmælisdegi kirkjunnar sem er 19. nóvember. Stofnun Fríkirkjunnar í Reykjavík fyrir 104 árum (1899) markaði djúp spor í kirkjusögu Íslendinga á nýliðinni öld. Að stofnuninni stóðu íslensk fjöldasamtök þar sem mest bar á fjölskyldum verkamanna, iðnaðarmanna og sjómanna. Fríkirkjan í Reykjavík byggist ná- kvæmlega á sama trúargrunni og íslensk þjóð hefur játað um aldir. Á sínum tíma var stofn- unin andsvar við deyfð og doða ríkiskirkj- unnar. Einnig var stofnun Fríkirkjunnar í Reykjavík mikilvægur liður í íslenskri sjálf- stæðisbaráttu. Á þeim 104 árum sem liðin eru hefur margt verið unnið innan Fríkirkjunnar sem fært hef- ur íslenskt kirkjulíf í átt til lýðræðis og tengt það enn frekar hversdagsveruleika lands- manna. Síðustu fjögur árin hefur mikill fjöldi fólks aftur gengið til liðs við Fríkirkjuna. Það hefur gerst þrátt fyrir að Fríkirkjan í Reykjavík njóti alls ekki sama fjárhagsstuðnings né þeirra forréttinda sem ríkiskirkjan gerir. Við hvetjum safnaðarfólk til að mæta í kirkjuna sína á þessum hátíðisdegi. Einnig hvetjum við yngra fólk til að aðstoða aldraða til að taka þátt í messunni. Það er góður siður að yngri sem eldri komi saman til kirkju. Á þessum degi hvetjum við til kirkjugöngu og bjóðum alla velkoma í Fríkirkjuna í Reykja- vík. Allir eru hjartanlega velkomnir. Hjörtur Magni Jóhannsson, Fríkirkjuprestur. Kór Menntaskólans í Reykjavík í Dómkirkjunni Á TÓNLISTARDÖGUM Dómkirkjunnar hef- ur undanfarin ár verið messa þar sem Kór Menntaskólans í Reykjavík hefur sungið messusöngin og sérstök tónverk í messunni. Það verður nú sunnudaginn 16. nóvember kl. 11. Kór sá hefur undanfarin ár æft á Dóm- kirkjuloftinu undir stjórn Marteins H. Frið- rikssonar, dómorganista. Hinar ungu raddir hafa nú undir hans stjórn fengið góða þjálfun og hljóma svo vel að unun er á að hlýða. Það er því ástæða til að bjóða samnemendur þeirra og fjölskyldur sérstaklega velkomin til kirkju af þessu tilefni. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson mun prédika og þjóna fyrir altari ásamt sr. Hjálmari Jóns- syni. Athygli er vakin á barnastarfi sem fram fer á kirkjuloftinu á sama tíma undir stjórn Hans. G. Alfreðssonar, æskulýðsfulltrúa. Æðruleysismessa í Dómkirkjunni ÆÐRULEYSISMESSA, tileinkuð fólki sem leitar bata eftir tólf spora leiðinni, verður í Dómkirkjunni sunnudaginn 16. nóvember kl. 20. Einhver mun segja þar af reynslu sinni úr baráttunni við áfengissýkina. Anna Sigríður Helgadóttir, Hjörleifur Valsson, Birgir og Hörður Bragasynir sjá um fjölbreytta tónlist. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson flytur hug- leiðingu. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir leiðir samkomuna og sr. Karl V. Matthíasson leiðir fyrirbæn. Sjá heimasíðu Dómkirkjunnar www.dom- kirkjan.is Skagfirðingamessa í Grafarvogskirkju Á MORGUN, sunnudaginn 16. nóvember kl. 14, verður Skagfirðingamessa í Grafarvogs- kirkju. Söngsveitin Drangey syngur við mess- una undir stjórn Snæbjargar Snæbjarn- ardóttur. Einsöngvari verður Óskar Pétursson, Álftagerðisbróðir. Sr. Ágúst Sig- urðsson, fyrrverandi sóknarprestur á Mæli- felli í Skagafirði, prédikar. Organisti er Hörð- ur Bragason. Sr Vigfús Þór Árnason, sr. Bjarni Þór Bjarnason og sr. María Ágústs- dóttir, þjóna fyrir altari. Kaffisala að messu lokinni. Tónleikar í Víkurkirkju ÞRIÐJUDAGINN 18. nóvember nk. halda þverflautuleikararnir Guðrún Birgisdóttir og Martial Nardau tónleika í Víkurkirkju í Mýr- dal. Á efnisskránni verða m.a. verk eftir Moz- art, Telemann og Händel. Guðrún starfar sem flautuleikari hjá Ís- lensku óperunni auk þess sem hún er yfirmað- ur flautudeildar Tónlistarskóla Kópavogs. Martial leikur með Sinfóníuhljómsveit Íslands og hjá Íslensku óperunni og kennir við Listaháskóla Íslands. Guðrún og Martial hafa spilað saman á flautur frá árinu 1980 og hlotið mikið lof fyrir. Þau spila verk frá ýmsum tímabilum, jafnt barokktónlist og nútímatónlist, en talsvert er um að íslensk tónskáld hafi samið sérstaklega fyrir þau. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30. Að- gangur er ókeypis. Fjölmennum. Sóknarnefndin. Gestir frá Gerðubergi í Kópavogskirkju GUÐSÞJÓNUSTA verður sunnudaginn 16. nóvember kl. 14. Þátttakendur úr fé- lagsstarfinu í Gerðubergi koma í heimsókn og taka virkan þátt í guðsþjónustunni. Ritning- arlestra lesa Anna Magnea Eyjólfsdóttir og lokabæn Valdimar Ólafsson. Gerðubergs- kórinn syngur undir stjórn Kára Friðriks- sonar. Kór Kópavogskirkju syngur og leiðir safnaðarsöng. Organisti Julian Hewlett. Að lokinni guðsþjónustu verður kaffi og samvera í safnaðarheimilinu Borgum. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Gospelstund í Glersalnum Á MORGUN, sunnudaginn 16. nóvember kl. 20, heldur Lindakirkja Gospelstund í Gler- salnum við Salaveg í Kópavogi (í sama húsi og Nettó, gengið inn bakatil inn í lyftu og upp í sal). Um tónlistarflutning sér Kór Lindakirkju ásamt Hannesi Baldurssyni organista. Sungn- ir verða gospelsöngvar frá ýmsum stöðum og tímum. Gestir kvöldsins eru Helga Vilborg Sigurjónsdóttir söngkona og sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson sem flytur hugleiðingu. Allir vel- komnir. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson. Basar Dómkirkjukvenna KIRKJUNEFND kvenna í Dómkirkjunni held- ur árlegan basar sinn í safnaðarheimilinu laugardaginn 15. nóvember frá kl. 14. Á boð- stólum eru handunnir munir og svokallaðir lukkupakkar í álitlegu magni. Einnig verður á boðstólum kaffi og vöfflur. Vinir og velunnarar Dómkirkjunnar eru hvattir til að koma og líta inn í safnaðarheim- ilinu í Lækjargötu 14a og veita stuðning starfi kirkjunefndarkvenna að líknarmálum og prýði Dómkirkjunnar. Þær hafa veitt bág- stöddum mikilsverða aðstoð á umliðnum árum og gefið kirkju sinni góðar gjafir, einkum kirkjuskrúða. Það er þakkað og mikils metið og það sömuleiðis hvað félagsskapur þeirra hefur verið hollt afl í safnaðarlífinu. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Sköpunarsaga Biblíunnar og vísindin Á FRÆÐSLUMORGNI Íslensku Kristskirkj- unnar kl. 10 í dag, laugardag 15. nóvember, mun Friðrik Schram fjalla um þetta efni sem löngum hefur valdið fólki heilabrotum og jafn- vel miklum efasemdum. Hvernig ber að skilja sköpunarsögu 1. Mósebókar? Er hún nátt- úrufræðilýsing eða trúarleg opinberun? Er hún í andstöðu við vísindaþekkingu nútímans? Leitast verður við að svara þessum spurn- ingum og öðrum sem fram koma. Allir eru vel- komnir. Kristni og fjölmenningar- samfélag til umræðu í Hallgrímskirkju Á NÆSTA sunnudagsfundi í Hallgrímskirkju mun Björn Bjarnason dóms- og kirkju- málaráðherra ræða um kristni í fjölmenning- arsamfélagi á Íslandi. Æ fleiri, sem ekki að- hyllast kristni, flytjast til Íslands og setjast hér að. Þetta fólk hefur bæði lagalegan og sið- ferðilegan rétt til að fá að iðka trú sína. Hvaða afleiðingar hefur það fyrir Íslendinga almennt og kristnina sérstaklega að trúarleg fjöl- breytnin vex og fjölhyggjusamfélag er við sjónarrönd? Einhæfni hins íslenska samfélags er að baki og ekki-kristnir óska að Íslendingar bregðist vel við fjölmenningu. Björn Bjarna- son hefur fjallað um stöðu kristni og kirkju í ýmsum ræðum frá því að hann tók við starfi sem ráðherra kirkjumála. Á sunnudagsfundi í Hallgrímskirkju mun hann hafa hafa fram- sögu um kristni í íslensku fjölmenningarsam- félagi og svara fyrirspurnum. Fundurinn hefst kl. 12.30 og er öllum heimill aðgangur. Barnastarf og messa hefst í Hallgrímskirkju kl. 11. Eftir messu verður messukaffi og síðan upplýsandi orðræða sunnudagsfundar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.