Morgunblaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚLFAR Örn Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Landvers ehf., segir að Matfugl, sem í gær festi kaup á öll- um rekstri þrotabús kjúklingabúsins Móa, hafi ekki forkaupsrétt að slát- urhúsi og kjötvinnslu Móa í Mos- fellsbæ. Hann segir að viðræður fari fram um helgina um eignarhald á húsinu, en hann útilokar ekki að dómsmál rísi vegna ágreinings um forkaupsréttinn. Kjötvinnslufyrirtækið Ferskar kjötvörur hf. gerðu í október kaup- samning við Landver ehf., sem á hús Móastöðvarinnar í Mosfellsbæ, en Landver ehf. er í eigu Íslenskra að- alverktaka, Landsbankans og Fram- taks fjárfestingarbanka. Samningur- inn gerði ráð fyrir að húsið yrði afhent nýjum eigendum um þessa helgi. Tilgangur Ferskra kjötvara með kaupunum var að flytja þangað kjötvinnslu sína frá Reykjavík. Í fréttatilkynningu frá Matfugli, sem í gær keypti eignir þrotabús Móa, segir að Matfugl ætli að nýta sér forkaupsrétt að húsi Móastöðv- arinnar. Úlfar Örn segir að þarna sé einhver misskilningur á ferð því Mat- fugl hafi ekki forkaupsrétt að húsinu. Hann sagði að rök Landvers fyrir þessari afstöðu væru lögfræðileg og kvaðst ekki vilja rekja þau í smáat- riðum. Málsaðilar myndu setjast yfir málið um helgina og reyna að finna lausn á því. Hann sagðist ekki geta útilokað að dómsmál risi vegna þessa ágreinings. Hann staðfesti að Land- ver hefði orðið fyrir verulegu fjár- hagstjóni. Jörðin Móar á Kjalarnesi seld á nauðungaruppboði Ástráður Haraldsson, skiptastjóri Móa, sagði ekki einfalt mál að greina frá því hvað fékkst fyrir eignir þrota- búsins. Ástæðan væri ekki síst sú að um nokkuð flókna samninga væri að ræða milli þrotabúsins, Matfugls og Kaupþings-Búnaðarbanka, sem er stærsti lánardrottinn Móa. Það væri mikilvægt fyrir þrotabúið að tekist hefði að selja allar eignir búsins. Þá væri með samningunum létt skuld- bindingum af þrotabúinu eins og launum starfsfólks, en ef hefði þurft að segja starfsfólki upp störfum hefði þrotabúið þurft að greiða laun í þrjá mánuði meðan uppsagnarfrestur var að renna út. Jörðin Móar á Kjalarnesi, sem var í eigu kjúklingabúsins Móa, var seld Kaupþingi-Búnaðarbanka á nauð- ungaruppboði í vikunni. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins gera samningar Matfugls og bankans ráð fyrir að bankinn selji Matfugli jörð- ina. Samningarnir kveða einnig á um að Kaupþing-Búnaðarbankinn leysi til sín jörðina Hurðarbak í Borgar- firði, þar sem ræktaðir hafa verið Móakjúklingar, og selji hana aftur til Matfugls. Aðrar jarðir sem voru í eigu Móa verða hins vegar seldar á almennum markaði. Samstarf við neytendur Eggert Gíslason hjá Mötu sagði að sér litist vel á að hefja rekstur á kjúk- lingabúi. Hann sagðist hafa trú á að tækifæri fælust í greininni þrátt fyrir að á ýmsu hefði gengið að undan- förnu. Í fréttatilkynningu frá Matfugli segir að það sé mikið hagsmunamál fyrir neytendur, starfsmenn og aðra hlutaðeigandi að komið hefur verið í veg fyrir að rekstur Móa leggist af og fyrirtækið hlutað niður. Séu kaupin mikilvæg forsenda þess að virk sam- keppni lifi áfram á kjötmarkaði. Hin- ir nýju eigendur segja þó að greinin standi frammi fyrir erfiðum vanda og mikið átak þurfi til að snúa henni til betri vegar. Því þurfi að skoða rekst- ur Móa í nýju samhengi og setja ný markmið um hagræðingu og arðsemi í sátt við hag neytenda. Meðal annars verði leitað samráðs við Neytenda- samtökin til að tryggja að sem best tillit verði tekið til sjónarmiða og langtímahagsmuna neytenda. Eggert Gíslason var spurður hvort það væri rétt að Friðrik Guðmunds- son yrði framkvæmdastjóri Mat- fugls, en hann vann að fjárhagslegri endurskipulagningu Móa ásamt fyrri eigendum fyrirtækisins meðan fyrir- tækið var í greiðslustöðvun. Eggert vildi ekki staðfesta það, en sagði rétt að Friðrik hefði unnið með eigendum Mötu að því að undirbúa tilboð í eign- ir þrotabúsins. Matfugl keypti í gær eignir þrotabús kjúklingabúsins Móa Landver hafnar for- kaupsrétti Matfugls ÁRÓRA Sigurgeirs- dóttir, sendiherrafrú í Strassborg í Frakk- landi, lést þar eftir stutta sjúkrahúslegu 13. nóvember sl. 60 ára að aldri. Eigin- maður Áróru er Hörður H. Bjarnason, sendiherra Íslands hjá Evrópuráðinu í Strassborg. Áróra var fædd 15. maí 1943, dóttir Sig- urgeirs Einarssonar og Ásu Lilju Arnórs- dóttur. Áróra starfaði m.a. hjá Póst- og símamálastjóra, Ríkisútvarpinu og hjá Loftleiðum og síð- ar Flugleiðum, þar sem hún var aðstoð- arkona fjármálastjóra við sameiningu flug- félaganna. Hún fylgdi síðan eiginmanni sínum í störfum hans erlendis í utanríkisþjónustunni í Stokkhólmi, Brussel, Washington D.C. og Strassborg, síðast sem sendiherrafrú í Sví- þjóð, Finnlandi og í Strassborg. Börn þeirra Áróru og Harðar eru Sigríður Ása, Bjarni Einar og Katla Guðrún. Andlát ÁRÓRA SIGUR- GEIRSDÓTTIR JÓN Ólafsson kom hingað til lands á fimmtudag frá Bretlandi til að ganga m.a. frá samningum um sölu á eign- arhluta sínum í Norðurljósum til Kaupþings Búnaðarbanka. Hann hélt af landi brott í gær. Athygli vakti að Jón bæði kom og fór af landi brott í einkaþotu. Í frétt- um Stöðvar 2 í gærkvöldi var því haldið fram að Jón Ólafsson hafi ekki greitt fyrir þotuna sjálfur, „heldur var það Jón Ásgeir Jóhannesson sem bauðst til að flytja hann á milli landa til að greiða fyrir því að samningar gætu tekist“, eins og sagði í frétt Stöðvar 2. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið fékk hjá Birni Rúriks- syni, markaðsstjóra Maris ehf., sem leigir út 9 manna Cessna Citation Excel-einkaþotu, en kostnaðurinn við að leigja þá vél fram og til baka frá Bretlandi er á bilinu 1.500.000 til 1.600.000 krónur. Ekki náðist í tals- mann Baugs í gær til að staðfesta þessa frétt. Einkaþota fram og til baka til Bretlands Kostnaður 1,5 til 1,6 milljónir SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA hefur skipað dr. Vilhjálm Egilsson, hagfræðing, ráðuneytisstjóra í sjávarútvegs- ráðuneytinu frá og með 1. janúar 2004. Vilhjálmur er fæddur á Sauð- árkróki 18. des- ember 1952. Hann er kvæntur Ragnhildi Pálu Ófeigsdóttur og eiga þau fjögur börn. Vilhjálmur sat á Alþingi fyrir Norðurlandskjördæmi vestra frá 1991 til 2003. Hann starfar nú hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Skipaður ráðu- neytisstjóri BLÓÐBANKINN fagnaði 50 ára starfsafmæli með blóðgjöfum og öðrum velunnurum í opnu húsi í gær, föstudag. Blóðbankinn hóf starfsemi í núverandi húsnæði á horni Barónsstíg og Eiríkisgötu 14. nóvember 1953 en bankinn safnar nú árlega 15 þúsundum einingum blóðs og eru virkir blóð- gjafar um tíu þúsund. Stöðugur straumur fólks „Það er búið að vera stöðugur straumur fólks hér í dag,“ sagði Sveinn Guðjónsson, yfirlæknir blóðbankans. „Þótt við lítum nú til baka til þess starfs sem hér hefur verið unnið í 50 ár höfum við lagt sérstaka áherslu á það líka að leggja áherslu á þau verk sem bíða okkar. Okkar þjónusta er mjög mikilvæg og stendur nærri huga almennings um öryggi í heil- brigðisþjónustu.“ Sveinn segir að einnig hafi ver- ið gengið frá samstarfssamningi við Og Vodafone um að kynna blóðbankann og starfsemi hans. Nýjungar á næstunni „Það er ekki síst mikilvægt í ljósi þess að þjóðin er að verða eldri en þá þarf meira blóð en jafnframt lækkar hlutfall þeirra sem mega gefa blóð. Þetta sam- starf við Og Vodafone þýðir að við höfum aðgang og samstarf við mikið fagfólk hjá fyrirtækinu í markaðs- og kynningarmálum og við eigum eftir að brydda upp á mörgum nýjungum í okkar sam- starfi sem mun án efa vekja at- hygli og styrkja okkar starf.“ Sveinn segir að bæði í Evrópu og Bandaríkjunum komi tímabil þar sem verði blóðskortur. „En við höfum átt mikinn stuðning blóðgjafa þannig að við höfum getað haldið uppi nægjanlegri blóðsöfnun hér á landi og ekki þurft að kaupa blóð frá útlönd- um.“ Tíu þúsund virkir blóðgjafar Morgunblaðið/Árni Sæberg Hálfri öld fagnað í Blóðbankanum: Friðrik Pálsson, formaður ráðgefandi stjórnar Blóðbankans, Óskar Magnússon, forstjóri Og Vodafone, Sveinn Guðmundsson yfirlæknir og Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra. ♦ ♦ ♦ SEÐLABANKI Íslands setur á mánudag nýja útgáfu af 5.000 kr. seðlinum í umferð, en nýi seðillinn er með fjölmörgum nýjum vörnum gegn fölsunum og er talinn mun öruggari en sá sem nú er í umferð. Þær breytingar sem blasa við þeim sem nota seðlana eru einkum fjórar. Það ekki er lengur hvít rönd ofan og neðan við myndina, gyllt málmþynna er á seðlinum, ný gerð af öryggisþræði og nýtt vatns- merki. Eldri gerð seðilsins verður ekki innkölluð, heldur verður hún smá- saman tekin úr umferð þegar hún berst inn í Seðlabankann, segir Tryggvi Pálsson, framkvæmda- stjóri fjármálsviðs Seðlabankans. Mun erfiðara verður að falsa nýja seðilinn en þann eldri, segir Tryggvi, en auk þeirra sýnilegu breytinga sem gerðar eru á seðl- inum eru einnig aðrar breytingar gerðar sem gera fölsunina erfiðari. Nýr 5.000 kr. seðill í umferð á mánudag Þegar útfjólubláu ljósi er varpað á nýja seðilinn kemur í ljós talan 5.000 hægra megin á seðlinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.