Morgunblaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 52
UMRÆÐAN 52 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ LEIKSKÓLAR Reykjavíkur sendu nýlega frá sér fréttatilkynn- ingu þar sem því er haldið fram með reiknikúnstum að gjaldskrá Leik- skóla Reykjavíkur sé lægri en ná- grannasveitarfélag- anna. Þetta er ein- faldlega rangt. Staðreyndin er að hjá sveitar- félögunum eru mismunandi gjald- flokkar eftir stöðu foreldra og ef skoðaður er sá gjaldflokkur er flestir foreldrar greiða eftir er niðurstaðan eftirfarandi: Verð Hlutfall foreldra Reykjavík 27.000 53% Kópavogur 26.400 57% Seltjarnarnes 25.550 90% Garðabær 25.400 87% Reykjanesbær 22.780 83% Heimild Leikskólar Reykjavíkur. Hafa skal það sem sannara reynist! Eftir Guðlaug Þór Þórðarson Höfundur er borgarfulltrúi og alþingismaður. ÆTLA má að á næstunni muni flutningskostnaður hækka umtalsvert bæði innanlands og milli landa. Ef fram fer sem horfir verða afleiðingarnar þær að vöruverð hækkar án þess að flutningsaðilar fái neitt að gert. Ástæða hækkunar í sjóflutn- ingum eru hertar öryggiskröfur í útflutningshöfnum og landflutningar hækka vegna breytinga á olíugjaldi. Gera má ráð fyrir að áhrif þessara hækkana valdi hækkun á vöruverði allt að 10%. Hryðjuverkaárásir á Bandaríkin ár- ið 2001 og aukin hræðsla við hryðju- verk hefur hert öryggiskröfur alls staðar þar sem áhætta er talin vera til staðar. Þetta á ekki síst við varðandi vöruflutninga á milli landa, hvort held- ur með flugi, land- eða sjóflutningum. Bandaríkin hafa þegar sett reglur sem fela í sér kröfu um innihaldslýsingar vörugáma a.m.k. sólarhring áður en þeir eru teknir um borð í flutningsfar. Aukin skimun gáma og allt eftirlit hef- ur ekki einungis leitt til kostnaðar, sem hlýtur fyrr en síðar að koma fram í reikningum til farmeigenda, heldur stuðlar þetta jafnframt að aukinni fjár- bindingu í vöruflæðinu þar sem flutn- ingaferlið tekur allt meiri tíma en áður. Ekki eru mörg ár síðan útflytjendur gátu afhent gáma til vöruflytjenda rétt áður en þeim var skipað um borð í flutningsfar. Þetta er liðin tíð þegar um vörur til Bandaríkjanna er að ræða. Þetta eykur að sjálfsögðu kostn- að og krefst jafnframt betri vöru- stjórnunar. Nýjar öryggisreglur Hinn 1. júlí nk. taka gildi um allan heim reglur um aukið öryggi hafna og flutningaskipa, sk. ISPS reglur, sem eru hluti af þeim alþjóðlegu SOLAS reglum, sem settar eru af Alþjóðlegu siglingastofnunni IMO og hafa í ára- tugi stuðlað að öryggi farmanna og farþega á höfunum. Þessar nýju reglur voru samþykktar í fyrra og ákveðið að gildistími þeirra yrði jafn snemma og raun ber vitni. Enginn frestur á gild- istöku er mögulegur. Reglurnar setja ákveðin staðal fyrir alþjóðlegar hafnir (þar sem skip koma og fara til út- landa). Þessar hafnir verða vottaðar og sömuleiðis skipin. Komi óvottuð skip eða skip frá óvottuðum höfnum í er- lendar hafnir héðan, þá komast þau ekki í höfn eða lenda í viðamikilli skoð- un á áfangastað. Sömuleiðis verða þau ekki affermd hér í höfnum ef þau koma frá „óhreinum“ höfnum eða eru óvott- uð. Það er mikilvægt að undirstrika að setning umræddra staðla er gerð af hálfu IMO og mikill kostnaður sem hlýst af þeim um borð í skipum, í höfn- um og hjá farmeigendum er enn ekki fyllilega ljós og enn síður hvar hann lendir. Farmeigendur og flutnings- aðilar telja að þetta sé a.m.k. að hluta til liður í öryggismálum landsins og eigi því að greiðast úr ríkissjóði. Stjórnmálamenn telja sumir að þeir sem nota skip og hafnir eigi að greiða allan kostnað sem af því hlýst. Hvernig sem þetta verður til lykta leitt má telja líklegt að neytendur greiði að síðustu þennan kostnað að einhverju marki í formi hærra verðs vöru eða þjónustu. Það er hins vegar afar brýnt með tilliti til hins skamma tíma sem er til stefnu til innleiðingar þessara staðla, að stjórnvöld leggi áherslu á að skilgreina sem fyrst hlutverk hinna ýmsu aðila og kostnaðarskiptinguna. Talið er að kostnaður í formi hærri flutningsgjalda í sjóflutningum geti numið allt að 4%. Hærri þungaskattur og nýtt olíugjald Fjármálaráðherra hefur nú lagt til 8% hækkun á gildandi þungaskatts- kerfi þó að dæmi séu um að það hafi hækkað um 70% frá því í júlí 1999 til febrúar 2001. Síðan er áformað af hálfu ríkisvaldsins að breyta lögum um olíugjald, kílómetragjald o.fl. á þann veg að tæplega 40 kr. þungaskattur leggist við söluverð hvers lítra af dísel- olíu á bifreiðir. Þetta taki við af núver- andi þungaskattskerfi á einkabíla. Einkabílar sem ekið hafa á sk. fasta- gjaldi munu greiða lægra gjald en áð- ur. Bílar sem eru yfir 10 tonn að þyngd munu hins vegar þurfa að greiða áfram skv. núgildandi kerfi auk þess að greiða umrætt gjald sem hluta af verði olíunnar á bifreiðarnar. Þetta þýðir allt að rúmlega 40% hækkun á þungaskatti fyrir sumar vöruflutn- ingabifreiðir og hlýtur að koma fram í hækkuðum flutningatöxtum þeirra og þar með hækka vöruverð. Þetta mun að sjálfsögðu helst lenda á landsbyggð- inni sem notar mest þjónustu þessara bifreiða. Þannig er útlit fyrir hækkun vöru- verðs á næstu misserum ef málin fá framgang á Alþingi. Kostnaður vegna öryggisstaðalsins er óumflýjanlegur, en hækkun vegna frumvarps um olíu- gjald er háð afgreiðslu þingsins. Sam- keppnishæfni fyrirtækja sem eru háð flutningum mun minnka að sama skapi. SVÞ telja afar brýnt að olíu- gjaldsfrumvarpið verði ekki að veru- leika í óbreyttri mynd né heldur að hækkun verði á núgildandi þunga- skatti. Um leið og samtökin telja það jákvætt að beina eldsneytisbrennslu minni bifreiða í díselolíu í stað bensíns, þar sem eldsneytisnotkun verður þá minni og mengun jafnframt, eru sam- tökin andsnúin hækkun gjalda á vöru- flutninga sem leiða til hærra vöruverðs í landinu. Því er mikilvægt að menn sameinist um að gera á þessu frum- vörpum þær breytingar sem ná fram jákvæðu markmiðunum, en koma í veg fyrir hin óhagstæðari. Flutningsstyrkjakerfi Ekki verður skilið við þetta mál án þess að minnast á hugmyndir Byggða- stofnunar í skýrslu til iðnaðar- og við- skiptaráðherra um flutnings- styrkjakerfi til að endurgreiða framleiðsluiðnaði á landsbyggðinni flutningskostnað í þeim tilgangi að styrkja byggð. Þessar hugmyndir gera ráð fyrir að atvinnugreinum á lands- byggðinni verði mismunað án ásætt- anlegra ástæðna og hlytu að kalla á kærur til samkeppnisyfirvalda ef reynt væri að framkvæma þær. Vissulega skal viðurkennt að erfitt er að reka ýmsa starfsemi úti á landsbyggðinni, en það réttlætir að mati SVÞ ekki upp- töku útjöfnunaraðferða sem fyrir löngu hafa verið dæmdar ósann- gjarnar og úreltar. SVÞ, Samtök verslunar og þjón- ustu, telja að verslun og þjónusta þríf- ist best í frjálsu hagkerfi þar sem sam- keppni fær notið sín og verð vöru og þjónustu byggist á býsna gegnsæjum kostnaði og arðsemiskröfum. Sam- tökin hvetja stjórnvöld til að móta slíka umgjörð fyrir vöruflutninga og beita þeim við skattheimtu á þá starfsemi. Ætla stjórnvöld að stórauka flutnings- kostnað og hækka með því vöruverð? Eftir Sigurð Jónsson Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ, Samtaka verslunar og þjónustu. Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930                                                                                                                     !                                                      
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.