Morgunblaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 56
MINNINGAR 56 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sveinsína Jóns-dóttir fæddist í Lónkoti í Skagafirði 22. ágúst 1916. Hún lést á hjúkrunar- deild Hornbrekku 6. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Jón Sveins- son bóndi í Lónkoti, f. 10. ágúst 1880, d. 10. júlí 1945, og eig- inkona hans, Ólöf Baldvina Sölvadótt- ir, húsmóðir, f. 6. sept. 1885, d. 5. jan- úar 1966. Systur Sveinsínu eru Herdís Sölvína Jónsdóttir, gift Kristjáni Reykdal, og Jakobína Jónsdóttir Walder- haug, sem nú er látin. Hennar maður var Andrés Walderhaug. Sveinsína giftist 26. apríl 1938 Þorvaldi Þorsteinssyni, verslunar- og skrifstofumanni og síðar spari- sjóðsstjóra í Ólafsfirði, f. 4. sept- ember 1916, d. 9. ágúst 1988. For- eldrar Þorvaldar voru Þorsteinn Þorsteinsson, útgerðarmaður í Ólafsfirði, f. 13. ágúst 1891, d. 30. einn son, Svein Þór. 6) Þorsteinn Albert, verslunarstjóri, f. 5. apríl 1956, kvæntur Gunnlaugu Krist- jánsdóttur, umboðsmanni. Þeirra börn eru: Þorvaldur, William Geir og Eva Rún. Þau eiga eitt barna- barn. Auk eigin barna ólu Sveinsína og Þorvaldur upp systurson Sveinsínu, Alf Karsten Walder- haug, f. 1. júlí 1941, d. 14. desem- ber 1999. Á unglingsárum vann Sveinsína við bústörf með foreldrum sínum í Lónkoti. Síðan var hún við síld- arsöltun á Siglufirði og í vist í Ólafsfirði þar til hún stofnaði eig- ið heimili. Eftir það varð heimilið hennar starfsvettvangur. Í mörg sumur vann hún þó við síldarsöltun jafnhliða heimilis- störfum. Fyrstu tvö árin eftir að Sveins- ína og Þorvaldur tóku saman voru þau á heimili foreldra hans en fluttu að þeim árum liðnum að Brekkugötu 7 í Ólafsfirði, þar sem þau bjuggu öll sín búskap- arár. Eftir lát Þorvaldar bjó Sveinsína þar ein, þangað til fyrir tæpu ári, að hún fór á dvalar- heimilið Hornbrekku í Ólafsfirði og þar lést hún. Útför Sveinsínu verður gerð frá Ólafsfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. apríl 1958, og eigin- kona hans, Snjólaug Sigurðardóttir hús- móðir, f. 5. maí 1889, d. 25. mars 1967. Börn Sveinsínu og Þorvaldar eru: 1) Guðrún, húsmóðir, f. 27. nóvember 1935, gift Hreini Bernharð- ssyni bókara og eiga þau þrjá syni: Þor- vald, Bernharð og Kristin og sjö barna- börn. 2) Jón Ingvar, skrifstofumaður, f. 30. mars 1937, kvænt- ur Sigrúnu Stellu Jónsdóttur, kennara, og eiga þau tvo syni, Helga og Þorvald, og sex barna- börn. 3) Þóra Snjólaug, f. 10. október 1940, d. 14. desember 1940. 4) Þóra Snjólaug, leikskóla- starfsmaður, f. 5. mars 1950, gift Guðbirni Jakobssyni og eiga þau þrjú börn: Þuríði, Magneu og Þor- vald Svein. Barnabörnin eru fimm. 5) Ólöf, húsmóðir, f. 21. apríl 1954, gift Kjartani Gústafs- syni, verkamanni og eiga þau Í dag, laugardag 15. nóvember, verður jarðsungin í Ólafsfirði, móðir mín Sveinsína Jónsdóttir. Það eru margar minningar sem koma upp í hugann við þessi tíma- mót. Það er alltaf sárt að kveðja þá sem manni þykir vænt um og hafa reynst manni vel. Leiðir mömmu lágu hingað til Ólafsfjarðar þegar hún var 18 ára gömul er hún kom hingað sem ráðskona til Þorsteins og Snjólaug- ar í Félagahúsinu. Þar kynntist hún pabba, var það ást við fyrstu sýn, hann sá ekki sólina fyrir þess- ari fallegu skagfirsku stúlku. Þetta unga par bast órjúfanlegum bönd- um og þau ákváðu að setjast að í Ólafsfirði og hvergi annars staðar. Þau hófu búskap að Brekkugötu 7 sem þá var verbúð, þar bjuggu þau alla tíð og á það hús stóra sál í huga okkar þar sem við börnin ól- umst upp við ást og umhyggju mömmu og pabba. Þau voru með ákveðna verka- skiptingu á heimilinu, pabbi vann úti og gegndi mörgum mikilvægum störfum sem honum tókst vel að leysa, enda mikilsmetinn maður sem lagði alla sína krafta til að byggja upp fjörðinn sinn sem hann dáði. Hlutverk mömmu var að ann- ast heimilið og ala upp börnin þar sem ást og umhyggja var ríkjandi. Mamma vann um tíma við ræst- ingar í Sparisjóði Ólafsfjarðar, hún bakaði kleinur og soðið brauð í togarana á staðnum, einnig man ég eftir mömmu við síldarsöltun þar sem við krakkarnir fengum að hjálpa til með að raða í tunnurnar, þar var ekki slegið slöku við, hún var kappsöm og dugleg og vildi að hlutirnir gengju hratt og vel fyrir sig. Hún var heilsteypt, hreinskilin og glaðlynd kona. Eftir að pabbi veiktist annaðist hún hann svo að hann gæti verið heima á Brekkugötunni þar sem honum leið best. Mamma var heilsuhraust þar til fyrir rúmum þremur árum að hún brotnaði illa á mjöðm og þurfti þá að fara á sjúkraheimilið Horn- brekku í Ólafsfirði og dvaldi hún þar um tíma, en hún vildi komast heim á Brekkugötuna þar sem henni leið best, hún vildi hafa snyrtilegt í kringum sig og að vera vel til höfð. Eftir að hún fór aftur heim þurfti hún að fá aðstoð og þó við systkinin værum boðin og búin, voru það þó Ólöf og Kjartan sem alltaf voru til staðar og önnuðust hana. Mamma mat það mikils og eiga þau miklar þakkir skilið fyrir. Fyrir um tíu mánuðum fór sjón- inni að hraka mikið hjá mömmu og henni reyndist ekki fært að vera lengur heima og fór þá á dval- arheimilið Hornbrekku þar sem hún dvaldi til æviloka. Hún kunni vel við sig þar og mat mikils þá góðu umönnun og þjónustu sem hún fékk og viljum við aðstand- endur færa starfsfólkinu bestu þakkir fyrir. Mamma var trúuð kona. Hún sótti allar kirkjuathafnir og hafði gaman af söng. Hún vildi hjálpa þeim sem áttu erfitt. Mamma og pabbi voru mjög gestrisin og lang- tímum saman voru krakkar í vist hjá þeim í lengri eða skemmri tíma. Mamma var mikil fjölskyldu- kona. Í gegnum tíðina hefur verið hefð fyrir því að á aðfangadags- kvöld mæti öll fjölskyldan upp á Brekkugötu í kaffi og kökur. Sem betur fer hefur fjölskyldan verið að stækka því barnabörnum og barnabarnabörnum hefur fjölgað en ekki mátti minnast á það við mömmu að húsið rúmaði ekki leng- ur allan fjöldann. Mamma var ánægð í návist fjölskyldunnar og börnunum þótti vænt um þessa góðhjörtuðu konu. Þegar hún gaf mér heilræði end- aði hún alltaf á: „Mundu. Steini minn, að biðja bænirnar og gakktu á Guðs vegum.“ Síðasta mánuð fór heilsu mömmu að hraka og við gerðum okkur grein fyrir að hverju stefndi og það gerði hún líka. Hún var um- vafin börnum sínum síðustu stund- ina, er hún kvaddi þennan heim. Mamma mín. Ég veit að þinn Guðs vegur er beinn og það verður tekið vel á móti þér. Ég er viss um að pabbi bíður þín með þessi fal- legu erindi sem hann orti til þín þegar þú varst 18 ára: Fjöllin mín, há og fögur, færið þið kveðju frá mér fegurstu stúlkunni handan við fjöllin, sálin er fannhvít sem mjöllin. Blikandi haf með bárunni berðu þá brennandi ást sem að sérðu blossa í brjósti mér inni. Berðu það stúlkunni minni. Vina mín, ég vil þig finna, vera litla stund með þér, lesa ljóðin augna þinna sem að ljóma fyrir mér. Viltu hlusta, ef ég hjala, horfa svo í augu mér. Viltu hugsa, viltu tala, vina mín, ég er hjá þér. (Þorvaldur Þorst.) Elsku mamma, þá er komið að leiðarlokum. Hafðu þökk fyrir alla þína ást og umhyggju sem þú veittir okkur. Við munum sakna þín og minn- ast þín með hlýju og þakklæti. Þorsteinn Þorvaldsson. Við andlát ástvinar hverfur hug- urinn gjarnan til liðins tíma og minningar leita fram. Svo er mín- um huga farið við andlát Sveinsínu Jónsdóttur, tengdamóður minnar. Kynni okkar hófust fyrir nær hálfri öld, þegar ég, tilvonandi tengdasonur, kom fyrst inn á heimili hennar. Vissulega hafði ég oft séð þessa myndarlegu konu, sem vakti at- hygli fyrir fríðleik sinn og smekk- legan klæðaburð. Alla þá áratugi, sem ég þekkti hana, var það henni sérstakt kappsmál að vera snyrti- leg og vel til höfð. Hún elti ekki tískuna, en reisnin og myndarskapurinn, sem yfir henni hvíldi gerðu allt prjál og punt óþarft. Þessi þörf hennar fyrir snyrti- mennsku dvínaði ekki með aldr- inum og aðdáunarvert var að fylgj- ast með því allt til hinsta dags hennar, hve mikið kapp hún lagði á það að vera vel klædd og snyrt. Líkama sínum reyndi hún að halda í góðu formi, því að henni var annt um allt útlit sitt. Ætlaði hún sér þá stundum um of, einkum eftir að hún hlaut slæmt beinbrot fyrir nær þremur árum síðan. Annar ríkjandi eðlisþáttur hjá henni var einstök umhyggja og kærleikur í garð þeirra, sem voru einstæðingar eða bjuggu við kröpp kjör. Sem betur fer held ég að eng- inn hér í bænum okkar sé svo illa staddur nú, að eiga vart mat í næstu máltíð. En slíkt fólk var hér fyrr á árum og margan matarbit- ann færði hún því. Kærleikur hennar birtist í fleiri myndum. Þó nokkrum sinnum tók hún að sér börn, þegar veikindi eða önnur bágindi hrjáðu aðstand- endur þeirra. Skipti þá engu máli hvort að- standendurnir voru nánir ættingj- ar eða allsendis óskyldir henni. Þessi börn dvöldu yfirleitt tíma- bundið hjá henni, en einn dreng, systurson sinn, ól hún upp og hon- um sýndi hún síst minni ástúð en sínum eigin börnum. Ein og óstudd hefði hún ekki getað fylgt öllum góðverkum sín- um eftir. Sér við hlið hafði hún einstak- lega ljúfan og traustan eiginmann, Þorvald Þorsteinsson, sem studdi hana af heilum hug í blíðu og stríðu meðan hann gat, en hann lést um aldur fram fyrir 15 árum síðan. Lát hans var mikið áfall fyrir tengdamömmu, því að mjög kært var með þeim alla tíð. Enn minnist ég eins, sem ein- kenndi hana mjög, en það var ein- læg trú hennar á Guð og virðing hennar fyrir guðsorði. Hún var sannkristin kona, öll hennar breytni vitnaði um það. Hún naut þess að sækja messur og aðrar trúarathafnir og gjarnan tók hún undir sálmasönginn. Mér eru sérlega hugleiknar sam- verustundir fjölskyldu hennar á aðfangadagskvöldum á árum áður, þegar mín eigin börn voru í bernsku. Hápunktur þessa helga kvölds var aftansöngur í sjónvarpinu, þar sem biskupinn yfir Íslandi predik- aði. Slík hátíðarstemmning ríkti þá í stofunni á Brekkugötu 7, að jafn- vel smábörnin létu vart á sér bæra. Nú er þessi mæta kona horfin yfir móðuna miklu, sem enginn á afturkvæmt yfir. Hún var sann- færð um, að handan þeirrar móðu væri annað líf. Líf án þrauta og þjáninga. Líf, sem frelsarinn boð- aði og hún var farin að þrá á síð- ustu ævidögum sínum. Megi hún hljóta það líf sem laun fyrir allt það góða, sem hún lét af sér leiða á langri og farsælli lífsgöngu sinni. Hreinn Bernharðsson. Í dag kveð ég elskulega tengda- móður mína. Ég kynntist henni fyrst fyrir 40 árum og hefur hún reynst mér hin besta tengdamóðir og það sama get ég sagt um tengdaföður minn, þann ljúflings- mann, sem lést árið 1988. Ég á margar góðar minningar eftir öll þessi ár. Hún Sína, eins og hún var kölluð, hafði stórt hjarta og ekkert mátti hún aumt sjá, allt- af var hún tilbúin að rétta hjálp- arhönd, þeim sem minna máttu sín. Hún var afar trúrækin kona og ræktaði trú sína. Hún hafði létta lund og smitandi hlátur, en hún gat líka verið ákveðin og ýtin. Hún vildi að hlutirnir gerðust fljótt, helst ekki seinna en í gær. Hún var góð móðir og amma og mikil húsmóðir. Heimilið var til fyrirmyndar, allt í röð og reglu. Hún saumaði alltaf fötin á börnin ung og þau voru að sjálfsögðu vel klædd og henni til sóma. Alltaf var gaman að koma út á Brekkugötu, þar var glatt á hjalla, barnabörnin voru mörg og fór sá hópur stækk- andi og hafði hún hið mesta yndi af að hafa þau öll hjá sér, börnin og barnabörnin. Það var föst venja í fjölskyldunni að koma öll saman á aðfangadagskvöld og á gamlárs- kvöld út á Brekkugötu og eru þær ánægjustundir ógleymanlegar. Elsku Sína mín, nú ert þú komin til hans Valda þíns, sem þú hefur saknað svo mikið síðan hann kvaddi þennan heim. Ég veit að hann beið eftir þér, eins og þú sagðir mér, að þig hefði dreymt hann fyrir stuttu og að hann sagði við þig í draumnum: Jæja, Sína mín, nú fer að styttast í að við hitt- umst. Það er erfitt að kveðja, en ég veit að þér líður núna vel og fel ég þig Guði á vald. Þín tengdadóttir, Sigrún Jónsdóttir. Það er undarleg tilfinning að standa núna svo að segja fullorðinn og horfa á ömmu Sínu, þessa sterku og hjartahlýju konu, þenn- an klett í lífi svo margra – dána. Ég hélt að hún gæti ekki dáið. Fyrir mér er lífið nú dapurra og heimurinn fátækari. Ég hef ekki kynnst nokkurri manneskju sem bar utan á sér jafn mikla hlýju. Það hlýtur að teljast til mikilla forréttinda að eiga slíka konu að ... hvað þá að eiga hana sem ömmu. Það fyrsta sem kemur upp í huga þessa barnabarns er hlýr faðmur, stór barmur, fallegt bros, stórt hjarta, leiðandi hönd, mjólk í glasi, kleinur, vöfflur, brennheitt kakó, smurt brauð sum- ar og vetur, kossar og enn meiri kossar, farðu þér ekki að voða, elskan, varaðu þig á þessu hjóli, passaðu litla bróa, mundu svo að koma í kaffi klukkan fjögur, er þér kalt, fáðu þér kakó, klaufi ertu að festa öngulinn í rassinum á þér, amma skal laga ... ... amma ... amma ... Hvenær hefur barnið tilefni til að þakka ömmu sinni fyrir farinn veg? Er ætlast til þess í daglega lífinu? Hæ, amma, þakka þér fyrir þetta fyrir þrjátíu árum, öll hand- tökin, móttökurnar, lífið sjálft, takk fyrir allar kleinurnar, allt, ég mundi ekki eftir því þá en má ég þakka núna? Er það merki um veikleika ef maður grætur? Er það ekki merki um hrörnun heims og himinhvolfa ef maður játar ást sína og aðdáun á ömmu sinni? Ætli mér sé ekki sama. Enga manneskju hef ég þekkt sem auglýsti guð á jafn yndislegan og eðlilegan hátt og hún amma Sveinsína. Guð var lífsins vatn. Guð var loftið sem hún andaði að sér. Mikið vildi ég að fleiri fylgdu hennar fordæmi. Vegsemd guðs ykist að stórum mun. Trúin á guð er betur komin í höndum kvenna eins og ömmu heldur en margra presta, ég segi það og prenta. Maðurinn er dauð- legur og það eru ekki góðar fréttir fyrir guðstrúna. En trúin á jes- úguð var ömmu svo mikið hjartans mál að ekkert barn hennar eða barnabarn lifði dag eða svo mikið sem dagpart án þess að komast í snertingu við trú hennar, guðsorð og bænir. Hennar hljóða einlægni, lífseiga bros og hjartnæma trú, allt geislaði af sönnum anda. Tæplega nírætt andlit hennar geislaði af barnslegri gleði og trú. Vertu barn í hjarta þínu og þá mun þér vel farnast, sagði amma oft við mig, og skipti engu hvort ég var fimm-fimmtán-eða fimmtíuog- fimm einhvern tímann. Trúðu á guð og láttu hann leiða þig. Þannig talaði amma. Ég sé fyrir mér fal- lega konu sem lygnir aftur augun og spennir greipar. Amma. Oft sátum við saman og sögðum hvort öðru sögur, en fátt gladdi meira mitt meyra hjarta en að heyra sögur þínar sem ég á örugglega eftir að færa í letur. Af lítillæti þínu hlustaðir þú á mínar kersknisögur og meira að segja leyfðir þú mér að skrifa ævisögu þína. Manstu þegar bókin um Guð- rúnu Símonar söngkonu kom út, þá kom ég til þín tíu ára og vildi ólm- ur skrifa bók og fékk að skrifa ævisögu þína á tveim dögum, en auðvitað vissir þú að það var bara hugdetta snáðans sem varð að brjótast fram, þolinmæði þín enda- laus; elsku amma, þú sem hafðir þolgæði fjallsins, ég sakna þín meir en orð fá lýst. Stórir strákar verða litlir frammi fyrir dauðanum. Ég brosi í huganum þegar ég sé þitt fallega andlit og bros, því ég er stoltur af því að vera afkomandi vinnukon- unnar frá Lónkoti, sem kom til Ólafsfjarðar og kynntist syni út- gerðarmannsins, Þorvaldi Þor- steinssyni, afa Valda, sem vildi SVEINSÍNA JÓNSDÓTTIR Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, NANNA STEINUNN ÞÓRÐARDÓTTIR, Baldurshaga, Fáskrúðsfirði, sem lést á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum þriðju- daginn 11. nóvember, verður jarðsungin frá Fáskrúðsfjarðarkirkju í dag, laugardaginn 15. nóvember, og hefst athöfnin kl. 14.00. Jón Bergkvistsson, Guðríður Bergkvistsdóttir, Jón Guðmundsson, Rannveig Bergkvistsdóttir, Erlendur Jóhannesson, Bergþóra Bergkvistsdóttir, Tryggvi Karlesson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.