Morgunblaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2003 75 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake SPORÐDREKI Afmælisbörn dagsins: Þú ert sjálfstæð/ur og hefur sterka sjálfsímynd. Á kom- andi ári verða breytingar til hins betra í lífi þínu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þetta er góður tími til að huga að leiðum til að auka persónulegan þroska þinn og hæfni í vinnunni. Þú hefur þörf fyrir að bæta þig á ein- hvern hátt. Naut (20. apríl - 20. maí)  Vertu opinn fyrir því sem þú getur lært af öðrum. Sólin er á móti merkinu þínu og því ættirðu að geta lært eitthvað nýtt um sjálfa/n þig. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú þarft að láta hendur standa fram úr ermum í dag. Reyndu að skipuleggja þig. Þú getur byrjað á því að henda tíu hlutum sem þú ert hætt/ur að nota. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú munt ekki sjá eftir því ef þú gefur þér tíma til að vera með börnum og ungmennum í dag. Við getum lært margt af unga fólkinu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú ættir að einbeita þér að heimilinu og fjölskyldunni í dag. Notaðu sköpunargáfu þína til að fegra heimili þitt. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Aukin samskipti við systkini þín og aðra ættingja geta komið sér vel fyrir þig. Þetta er góður tími til að styrkja fjölskylduböndin og leysa gömul deilumál. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú ættir að hugsa þig vel um áður en þú ræðst í stór- innkaup. Þú vilt kaupa hluti sem auðvelda þér lífið og hjálpa þér að ná stjórn á að- stæðum þínum. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Hikaðu ekki við að setja þín- ar eigin þarfir í forgang í dag. Sólin er í merkinu þínu og þú ert að hefja nýtt ár. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þótt þú hafir þörf fyrir að hitta fólk þarftu líka á ein- veru og hvíld að halda. Þú þarft að ganga frá ákveðnum hlutum í huga þér. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Aðrir leita til þín eftir aðstoð og góðum ráðum. Þú getur deilt hugsunum þínum með öðrum án þess að taka af- stöðu eða ábyrgð á þeim. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú átt auðvelt með að ná eyr- um áhrifamikils fólks. Not- aðu tækifærið til að koma sjónarmiðum þínum á fram- færi. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Ferðaáætlanir og áætlanir um framhaldsmenntun líta vel út. Þú ert staðráðin/n í að víkka sjóndeildarhring þinn og læra meira um heiminn. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. EINBÚINN Yfir dal, yfir sund, yfir gil, yfir grund hef ég gengið á vindléttum fótum. Ég hef leitað mér að, hvar ég ætti mér stað, út um öldur og fjöll og í gjótum. En ég fann ekki neinn, ég er orðinn of seinn, þar er alsett af lifandi og dauðum. Ég er einbúi nú og ég á mér nú bú í eldinum logandi rauðum. Jónas Hallgrímsson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 70 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 15. nóvember ersjötug Málfríður Þórðardóttir. Eiginmaður hennar er Jósef Hilmar Gunnlaugsson, sem varð sjötugur 19. ágúst sl. Þau eru að heiman á afmælisdaginn. ÍTALIR unnu Norðmenn í spennandi leik í undan- úrslitum HM og keppa nú við bandarísku A-sveitina um Bermúdaskálina, en síðustu umferðirnar verða spilaðar í dag. Ítalinn Laurenzo Lauria leikur við hvern sinn fingur í Monte Carlo og virð- ist varla taka ranga ákvörð- un. Hér er eitt af mörgum dæmum frá leiknum við Norðmenn: Suður gefur; NS á hættu. Norður ♠ ÁD105 ♥ D4 ♦ KD9 ♣9652 Vestur Austur ♠ 9 ♠ 863 ♥ K1082 ♥ ÁG63 ♦ 1084 ♦ 62 ♣ÁKD108 ♣G743 Suður ♠ KG742 ♥ 975 ♦ ÁG753 ♣ – Í opna salnum varð Dub- oin í suður sagnhafi í fjórum spöðum gegn Grötheim og Aa: Vestur Norður Austur Suður Grötheim Bocchi Aa Duboin – – – Pass 1 tígull * Pass 1 hjarta 1 spaði 2 hjörtu 2 grönd * Pass 3 tíglar Pass 4 spaðar Allir pass Ellefu slagir eru auðteknir og Ítalir skráðu 650 í plús- dálkinn. AV eiga góða fórn á fimmta þrepi, en Grötheim og Aa fundu ekki laufið og voru aldrei nálægt því að taka fórnina. Hinum megin vakti Helgemo á veikri tvílitasögn í suður: Vestur Norður Austur Suður Versace Helness Lauria Helgemo – – – 2 tíglar * Pass 3 lauf Pass 3 tíglar Dobl 4 spaðar 4 grönd * Dobl 5 lauf Dobl Allir pass Opnunin gat verið byggð á ýmsum 5-5 höndum, en með þremur tíglum lá fyrir að lit- irnir væru spaði og tígull. Versace notaði þá tækifærið og doblaði til úttektar. Sem varð til þess að Lauria ákvað að fórna yfir fjórum spöðum þrátt fyrir flata skiptingu. Hann sagði fjögur grönd og lét makker velja lengri litinn. Versace fann hjartadrottn- inguna og fór því aðeins einn niður á fimm laufum: – 100 og 11 IMPar til Ítala. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Rc6 6. Bc4 Db6 7. Rdb5 a6 8. Be3 Da5 9. Rd4 e6 10. O-O Be7 11. Bb3 O-O 12. Kh1 Dc7 13. f4 Ra5 14. f5 Rxb3 15. axb3 Bd7 16. g4 Bc6 17. Df3 Rd7 18. g5 Re5 19. Dg2 exf5 20. Rxf5 Hfe8 21. Bd4 Bf8 22. Re3 He6 23. Red5 Bxd5 24. Rxd5 Dc6 25. Bxe5 Hxe5 26. Hf4 Hc8 27. c4 De8 28. Haf1 Hd8 29. Hh4 b5 Staðan kom upp í Meistaraflokki Mjólkurskákmótsins sem lauk fyrir skömmu á Hótel Sel- fossi. Bandaríski stórmeistarinn, Nick DeFirmian (2553), hafði hvítt gegn Þresti Þórhallssyni (2444). 30. Rf6+! gxf6 31. gxf6+ Kh8 32. Hg1 Bh6 33. Hxh6 Dg8 34. Dh3 og svartur gafst upp enda fátt til varnar. Nick er ís- lenskum skákáhugamönn- um að góðu kunnur þar sem á 20 ára tímabili hefur hann hefur teflt tugum sinnum á Íslandi. Skákstíll hans er skarpur en það dugði hon- um skammt gegn ofurstór- meisturunum á Mjólk- urskákmótinu. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Dragtir stærðir 38-50 25% afsláttur Opið í dag frá kl. 10.00-16.00 Gestum og gangandi verður boðið upp á súkkulaði og rjómavöfflur gegn vægu gjaldi. Fallegir munir sem unnir eru í dagvistinni verða til sölu og m.a. hinir frábæru grjónapokar. Einnig verða jólakort M.S. félagsins til sölu á basarnum. Heimilismenn og starfsfólk d&e M.S. dagvistar Opið hús laugardaginn 15. nóvember • Kl. 13.00-16.00 Jólabasar d&e M.S. dagvistar • Sléttuvegi 5, 103 R. Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í Morgunblaðinu laugardaginn 15. nóvember. Upplýsingar um útdregin húsbréf má finna á heimasíðu Íbúðalánasjóðs: www.ils.is. 1. flokki 1991 – 48. útdráttur 3. flokki 1991 – 45. útdráttur 1. flokki 1992 – 44. útdráttur 2. flokki 1992 – 43. útdráttur 1. flokki 1993 – 39. útdráttur 3. flokki 1993 – 37. útdráttur 1. flokki 1994 – 36. útdráttur 1. flokki 1995 – 33. útdráttur 1. flokki 1996 – 30. útdráttur 3. flokki 1996 – 30. útdráttur Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: Útdráttur húsbréfa Húsbréf Koma þessi bréf til innlausnar 15. janúar 2004. Árshátíð Félags harmonikuunnenda í Reykjavík og Þjóðdansafélags Reykjavíkur verður haldin í kvöld í Glæsibæ. Hátíðin hefst með borðhaldi kl. 20.00 en dansleikur hefst kl. 22.30. Harmonikuhljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur fyrir dansi til kl. 02.00. Miðaverð kr. 3.700. Miðaverð á dansleik kr. 1.200. Borðapantanir í síma 568 6422 og 894 2322. Allir velkomnir. Ljósmynd/Bonni BRÚÐKAUP. Þann 5.júí voru gefin saman í hjóna- band af séra Halldóru Þor- varðardóttur í Háteigs- kirkju þau Erla Rún Sigurjónsdóttir og Þor- varður Kjerúlf Benedikts- son. Þau eru til heimilis að Framnesvegi 31 í Reykja- vík. Ljósmynd/Dagsljós ehf. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 16. ágúst sl. í Möðru- vallakirkju af sr. Solveigu Láru Guðmundsdóttur þau Rósa María Stefánsdóttir og Hjalti Páll Þórarinsson. Heimili þeirra er að Hesju- völlum við Akureyri. PENNAVINIR GRETA Narten, sem er 16 ára, leitar að íslenskum pennavinum. Hún skrifar á ensku. Greta Narten, Lentheweg 4, 21077 Hamburg, Germany. ALISAN Hillman, sem er 25 ára, óskar eftir íslenskum pennavinum. Alisan Hillman, 5901 Wedgwood Dr. Ft. Worth Tx 76133, U.S.A. DEBI Harper, sem er 46 ára af íslenskum ættum, óskar eftir íslenskum pennavinum. Debi Harper, Box 224 Elmo, Utah 84521, U.S.A. AURÉLIO M. da Silva, sem er 23 ára karlmaður frá Brasilíu óskar eftir íslensk- um pennavinum. Aurélio M. da Silva, Rua Padre Nórega, 50 16400-726 Lins - Sao Paulo, Brazil, South America.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.