Morgunblaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. V ið erum á móti evrópsku stjórnarskránni í öllum grund- vallaratriðum“, sagði Ian Duncan Smith, fyrrum leiðtogi breska Íhaldsflokksins, á fundi í Dean’s Yard í Westminster-hverfi London fyrir rúmri viku. Bretar hafa lengi haft efasemdir um Evrópusamrunann og eru langflestir mótfallnir hugmyndinni um evrópskt sambandsríki. Margir for- ystumenn í bresku þjóðlífi eru þar af leið- andi alfarið andsnúnir hugmyndinni um evrópska stjórnarskrá, sem yrði æðsta réttarheimildin í bresku samfélagi. Hvaða stjórnarskrá? Von að spurt sé. Valery Giscard d’Estaing, fyrrverandi forseti Frakklands, stýrði ráðstefnu um „framtíð Evrópu“, sem lagði fram drög að „stjórnarskrá fyrir Evrópu“ í sumar. Rétt er að taka fram að það liggja engin drög fyrir um nýja stjórn- arskrá fyrir Ísland. Og það hafa engin drög verið gerð að stjórnarskrá fyrir öll ríki Evrópu. Þessir Evrópusamband- skallar tala bara alltaf um Evrópu frekar en Evrópusambandið því það hljómar bet- ur. En það liggja fyrir drög að nýrri stjórnarskrá fyrir aðildarríki Evrópusam- bandsins. Mikill tími og miklir peningar hafa farið í undirbúninginn, en þrátt fyrir það hafa fæstir íbúar álfunnar hugmynd um að samin hafi verið drög að stjórn- arskrá og enn færri vita hvað þau fela í sér. Andstaða í Bretlandi Stjórnarskráin yrði að óbreyttu æðst réttarheimilda í aðildarríkjum Evrópusam- bandsins. Það getur tæplega dulist þeim sem lesa plaggið. Drögin voru tilefni fund- arins sem að framan var getið um. Á fund- inum var saman kominn hópur evrópskra stjórnmálamanna auk fjölda fólks úr ýms- um áttum í þeim tilgangi að stilla saman strengina í baráttu fyrir þjóðaratkvæða- greiðslu um stjórnarskrána í ríkjum Evr- ópusambandsins. Mikil áhersla var lögð á Bretland í umræðunum enda hvergi meiri andstaða við stjórnarskrárdrögin. Mikill meirihluti Breta styður ennfremur kröf- una um þjóðaratkvæðagreiðslu. Margir Bretar telja, að breska þingið geti ekki samþykkt stjórnarskrána án þess að fá umboð til þess frá umbjóðendunum. „Breska stjórnarskráin er ekki eign Tony Blair“ Ástæðan fyrir því að barist er fyrir þjóð- aratkvæðagreiðslu á rót í gamalgrónum stjórnmálahugmyndum, sem margir for- kólfar Evrópusambandsins eru búnir að gleyma um hvað snúast. Í vestrænum lýð- ræðisríkjum, sem teljast réttarríki, lifir enn sú hug stjórnskipu runa sinn h eins til veg takmarkað stofnana. O sjálfstæða fólksins. St ildin um um sem krefja Bretlandi s geti ekki fæ miklum atr Evrópusam þjóðarinna ekki eign T Smith. Dav ur Íhaldsfl plagg jafng land.“ S Þeir sem Evrópusam stað þess a ríkja fullyr tekt á skrif Ekki sé ve arbreyting fjölmörgu í einn auk þ skilvirkara Ný stjórnarskrá fyri Eftir Birgi Tjörva Pétursson Þ að er þekkt í rökfræði að leggja andstæðingum sínum til skoðanir og ráðast síðan á þær enda liggja þær skoðanir þá í hlutarins eðli mjög vel við höggi. Einangrunarsinnar í Evrópu- málum hafa verið duglegir við þessa iðju að undanförnu varðandi umræðu um mat- vælaverð á Íslandi í samanburði við mat- vælaverð í Evrópu. Inn í þá umræðu blandast síðan sérkennileg umræða um evruna og þróun verðlags í Evrópu. Við Evrópusinnar höfum bent á að mat- vælaverð hér á landi er miklu hærra en í nágrannalöndum og með Evrópusam- bandsaðild gæfust tækifæri til að lækka það almenningi á Íslandi til hagsbóta. Í ræðu og riti hafa andstæðingar Evr- ópusambandsins haldið því fram að við Evrópusinnar höfum sagt að til væri staðl- að Evrópuverð á matvælum og að við inn- göngu í Evrópusambandið myndi það verð sjálfkrafa gilda á Íslandi. Því fer fjarri að við höfum haldið nokkru slíku fram enda ljóst að ekki er til neitt eitt staðlað Evr- ópuverð á matvælum. Hins vegar er það staðreynd sem Evrópusambandsandstæð- ingar hafa ekki getað hrakið að mat- vælaverð á Íslandi er mun hærra en innan ESB og var á ákveðnum tíma að meðaltali 48% hærra hér á landi en að meðaltali í ESB-löndum samkvæmt tölum frá Euro- stat. Ef við skoðum reynslu nágranna okkar á Norðurlöndum virðist þróunin við inn- göngu í ESB vera augljós. Þannig var matvælaverð í Svíþjóð 8% lægra en í Nor- egi árið 1994. Árið 1998 var þessi munur orðinn um 21% og nú er hann í kringum 35%. Enda hefur spádómur Gro Harlem Brundtland frá árinu 1994 um að landa- mæri landanna tveggja yrðu að einu löngu búðarborði ræst. Norðmenn streyma yfir landamærin til að kaupa ódýrari nauð- synjavörur en það er auðvitað ljóst að þessi mikli verðmunur á milli landanna er varla eðlilegur þegar horft er á þá stað- reynd að löndin tvo eru á sama stað í álf- unni og með svipaða efnahagsuppbygg- ingu. Reynsla Finna af Evrópusambands- aðild er jafnvel enn meira sláandi. Mat- vælaverð lækkaði þar um 10% á milli 1994 og 1996. Margar vörur lækkuðu enn meira til dæmis svínakjöt og kjúklingar um 30- 35%. Það er hins vegar ljóst að Evrópu- sambandsaðild ein og sér tryggir ekki hag neytenda. Möguleg lækkun á mat- vælaverði færi að miklu leyti eftir þeim áherslun sem uppi væru í samningum. Yrði hugsað eingöngu um hag framleið- enda yrði lækkunin eflaust ekki mikil, en ef hagur neytenda yrði tekinn fram yfir væri ýmislegt hægt, það sýnir reynsla Finna. Í þessu sambandi er rétt að benda á að öfugt við það sem einangrunarsinnarnir halda fram sýna tölur bæði frá Seðla- banka Evrópu og Eurostat að verðlag hef- ur ekki hækkað að neinu ráði í Evrópu- sambandslöndum eftir að evran var tekin upp sem gjaldmiðill. Í þessu sambandi er skemmst að minnast mikilla upphrópana í Svíþjóð í kringum evrukosningarnar þar sem andstæðingar evrunnar héldu því fram að verðlag í Grikklandi hefði hækkað um 20%. Þegar málið var skoðað í kjölinn kom fram að verðlag hafði hækkað þar um 2% sem er í samræmi við verðlagsþróun þar í landi. Það er eðli íhaldssamra afla að óttast breytingar og berjast gegn ýmsum fram- faramálum. Slík öfl eru virk hér á landi eins og annars staðar. Það er ljóst að mat- vælaverð hér á landi er mun hærra en í nágrannalöndum og þann mun er ekki eingöngu hægt að skýra með fjarlægð frá mörkuðum. Margt bendir til þess að Evr- ópusambandsaðild gæti leitt til lægra matvælaverðs og þar með bæta kjör heim- ilanna í landinu. Staðreyndir um matvælaverð á Íslandi og í Evr- ópusambandinu Eftir Andrés Pétursson ’ Það er eðli íhalds-samra afla að óttast breytingar og berjast gegn ýmsum framfara- málum. Það er ljóst að matvælaverð hér á landi er mun hærra en í ná- grannalöndum. ‘ Höfundur er formaður Evrópusamtakanna. E band ganga u stefnunnar e isstjórnir aði verðandi aðil stjórnarskrá ópskrar sam Við stefnu ið óbreyttur Dana í þessu tryggja að sa islegt og geg Ríkjaráðst er lögð voru unni. Ráðste um tjöldum o sem voru sam þeirra er stó Drögin að lag ESB ver grundvelli lý samvinnu að ar áherslu á ESB og skilg með skýrum Ríkjaráðst á ný þær hel gerðar voru vegar nokku við. Það á við einstaka mál varðandi stof Danir styð fara með fory takast megi a áramót. Rétt við að samnin og fremst um Forgangsr inn verður að Hann verð anna og viðh smærri aðild Skipulag s lýðræðislegt Þau þrjú m inn er tekist eru framtíða arinnar og rá hlutverk fors inni. Danir hafa ig styrkja me arinnar með að sú regla, a framkvæmd St ge Eftir And The Project Syn ÚRELT ÁKVÆÐI Frumvarp Geirs H. Haardefjármálaráðherra um breyt-ingu á lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna fel- ur í sér nauðsynlega og tímabæra samræmingu á starfsumhverfi opin- berra starfsmanna og starfsmanna einkafyrirtækja. Viðbrögð forsvars- manna samtaka opinberra starfs- manna eru fyrirsjáanleg en engu að síður óskynsamleg. Í greinargerð með frumvarpinu segir m.a.: „Með frumvarpinu er lagt til að felld verði niður sú skylda forstöðumanns að áminna starfs- mann formlega vegna brots á starfs- skyldum eða þegar hann hefur ekki staðið undir þeim kröfum sem af starfinu leiða, og að gera slíka áminningu að skilyrði þess að hægt sé að segja starfsmanni upp störf- um. Í framkvæmd hefur það verið gagnrýnt að í slíkum tilvikum skuli það vera ófrávíkjanlegt skilyrði uppsagnar að áður hafi verið veitt formleg áminning vegna sams konar framkomu eða háttsemi og að með því séu stjórnunarrétti vinnuveit- enda settar verulegar skorður á kostnað skilvirkni og hagkvæmni.“ Segir einnig að með frumvarpinu sé stefnt að auknum sveigjanleika í rekstrarumhverfi stofnana ríkisins og stuðlað að því að ríkið hafi á að skipa hæfustu starfsmönnum sem völ er á hverju sinni. Það hafa verið stigin stór skref í þá átt á undanförnum árum að jafna kjör opinberra starfsmanna og starfsmanna á almennum vinnu- markaði. Það hefur verið ein helsta krafa samtaka opinberra samtaka síðustu ár og jafnvel áratugi að þeir eigi rétt á sömu kjörum og gengur og gerist á almennum vinnumark- aði. Í því hlýtur hins vegar einnig að felast að starfsumhverfi opinberra starfsmanna og þeim kröfum sem til þeirra eru gerðar svipi til þess sem venjulegt þykir á hinum almenna vinnumarkaði. Fjármálaráðherra segir að með þessari breytingu verði það ekki lengur stjórnvaldsaðgerð heldur einföld stjórnunarleg aðgerð í rekstri opinberra stofnana að ráða starfsfólk og segja því upp. Kröfurnar sem gerðar eru til op- inberra stofnana vaxa stöðugt. Þess er krafist að þær séu reknar á skil- virkan og hagkvæman hátt og að þær skili vandaðri og góðri þjón- ustu. Til að svo megi verða verða stjórnendur opinberra stofnana að hafa svigrúm til að reka þær með eðlilegum hætti. Hlutverk opin- berra stofnana er sömuleiðis ekki fasti, það breytist með breyttum þörfum. Það hefur háð opinberum stofnunum verulega að þær eiga erf- iðara um vik en einkafyrirtæki að laga sig að breyttum þörfum sam- félagsins. Þeir sem bera hag opin- berrar þjónustu fyrir brjósti verða að gera sér grein fyrir þessu. Formenn aðildarfélaga BHM töldu ástæðu til að boða til „skyndi- fundar“ vegna frumvarpsins. Þar var ákveðið að boða til skipulegra aðgerða á „öllum vígstöðvum“. Þessi afstaða lýsir töluverðri skammsýni af hálfu þessara samtaka. Opinber- um starfsmönnum er enginn greiði gerður með því að ríghalda í úrelt lagaákvæði sem þessi. Telji þeir ekki að hægt sé að gera sömu kröfur til þeirra og að þeir starfi í áþekku umhverfi og almennir launþegar geta þeir ekki komið til skattgreið- enda og krafist þess að njóta sömu kjara. TAKMÖRKUÐ AUÐLIND Í fyrradag birtist í ViðskiptablaðiMorgunblaðsins úttekt á nothæf- um útvarps- og sjónvarpsrásum. Í úttekt þessari segir m.a.: „Nú er svo komið, að ekki er pláss fyrir fleiri öfluga sjónvarpssenda og nýjar sjónvarpsstöðvar á suðvestur- horni landsins nema með því að breyta þeim stöðvum, sem fyrir eru. Þröngt er um útvarpsstöðvarnar á FM-tíðnisviðinu, sem liggur á bilinu 87,5 til 108 MHz. Samkvæmt upplýs- ingum frá Póst- og fjarskiptastofnun er þó hægt að koma fyrir fleiri stórum sendum, en sendiaflið er þó takmarkað við ákveðið hámark til að trufla ekki nærliggjandi stöðvar.“ Þessi lýsing á stöðu mála sýnir svo ekki verður um villzt, að útvarps- og sjónvarpsrásir eru takmörkuð auð- lind og tímabært, að þeir sem fá þeim úthlutað í takmarkaðan tíma greiði gjald fyrir afnot af þeim í meira mæli en nú tíðkast. Til marks um þær greiðslur, sem nú er gert ráð fyrir, má nefna að leyfisgjald til sjö ára vegna sjón- varps kostar 224 þúsund krónur en jafnframt þarf að greiða árlegt tíðni- gjald fyrir hvern sendi, sem ljós- vakamiðill notar. Á þessu ári inn- heimtir Póst- og fjarskiptastofnun í heild 18 milljónir króna af þeim sök- um. Þar af greiða Norðurljós hf. 7,5 milljónir króna en RÚV 6,4 milljón- ir. Að tæpu ári liðnu kemur auðlinda- gjald í sjávarútvegi til greiðslu skv. lögum, sem Alþingi hefur sett. Nú er tímabært að þingið snúi sér að um- ræðum og afgreiðslu á lögum um hvernig háttað skuli greiðslu gjalds fyrir þá takmörkuðu auðlind, sem sjónvarps- og útvarpsrásir eru. Sömu rök eiga við um slíkt gjald á þessu tiltekna sviði eins og þegar um er að ræða nýtingu á sameiginlegri auðlind þjóðarinnar á fiskimiðunum við Ísland. Hér er um pólitíska ákvörðun að ræða sem Alþingi eitt getur tekið en ekki á valdi þeirra stofnana, sem starfa á þessu sviði. Umræður um innheimtu gjalda á öðrum sviðum en í sjávarútvegi, þar sem um er að ræða takmarkaðar auðlindir í eigu almennings, hafa legið niðri um skeið en tímabært er að taka þær upp. Sjónvarps- og út- varpsrásir svo og farsímarásir eru takmörkuð auðlind í almannaeign, sem greiða ber fyrir afnot af.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.