Morgunblaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 26
SUÐURNES 26 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Grindavík | „Ég sé ekki eftir því að hafa flutt í gamla bæinn. Hér er frábært að búa, friðsælt í nágrenni við hesta og rollur, nánast eins og að búa úti í sveit,“ segir Pétur Breiðfjörð Reynisson, rafvirki og sjúkraflutningamaður, sem gengið hefur fram fyrir skjöldu í baráttu fyrir umbótum á gamla bænum í Grindavík. Pétur bjó í efri byggðinni í Grindavík og fannst eins og fleirum að gamli bærinn svokallaði væri í niðurníðslu, óttarlegt Harlem eins og hann orðar það sjálfur. Hann ákvað þó að kaupa sér 73 ára gam- alt hús við Kirkjustíg í gamla bæn- um og flutti þangað með unnustu sinni í júlí á síðasta ári. Hann hefur síðan unnið að því að gera upp hús- ið. Og hann sér ekki eftir því að hafa flutt þangað. Nefnd kosin til að koma með tillögur að úrbótum Pétur skilgreinir svæðið frá Dal- braut og niður að sjó sem gamla bæinn. Þar er töluverð byggð en auð svæði á milli, meðal annars tún, fjárhús og hesthús. Á þessu svæði er fjöldi fallegra húsa sem gerð hafa verið upp eða haldið vel við en einnig nokkuð af húsum sem ekki eru í góðu ásigkomulagi. Pétur seg- ir að ungt fólk sé að flytja í hverfið enda sé hægt að fá þar ódýr hús og vinna sjálfur við þau. Hann hefur hins vegar ekki verið ánægður með sinnuleysi bæjaryf- irvalda í garð íbúanna. Segir að hverfið hafi orðið útundan. Pétur segir að Sigurður Ágústsson að- stoðaryfirlögregluþjónn sem ólst upp í gamla bænum og fleiri áhuga- menn hafi barist fyrir þetta svæði en ekki haft árangur sem erfiði. Eftir að Pétur flutti sjálfur á Kirkjustíginn og sá hvar skórinn kreppti fór hann á fund bæjarstjóra og bað um lagfæringar á ýmsum þáttum. Þá voru ekki ætlaðir fjár- munir til umbóta þar en bæjarstjór- inn benti honum á að senda inn er- indi fyrir næstu fjárhagsáætlun. Síðan hefur hann rætt við marga nágranna og ritaði bæjarstjórninni nokkuð hvassyrt bréf þar sem hann vakti athygli þeirra á bæjarhlut- anum. Í framhaldi af því og vegna undirbúnings fjárhags- áætlunar bæjarins fyrir komandi ár skilaði hann nánari greinargerð um helstu vandamálin. Er- indi hans var tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar í vikunni og samþykkt að stofna nefnd um málefni gamla bæjarins. Nefnd- inni er ætlað að skila til- lögum um það hvað hægt sé að gera til að nýta þá möguleika sem felast í uppbyggingu gamla bæjarins með söguna að leiðarljósi, eins og segir í sam- þykktinni. Pétur var kosinn í nefndina ásamt Sigurði Ágústssyni og Erling Einarssyni. „Það er gamla sagan, manni er troðið í nefnd ef maður segir eitthvað,“ sagði Pétur en lýsir um leið ánægju með þetta skref. Hann tekur fram að hann sé ekki einn í þessari baráttu, góð samstaða sé meðal íbú- anna og margir hvatt hann áfram. Pétur segir mikilvægast að skipu- leggja svæðið upp á nýtt þannig að hægt verði að hafa fast land undir fótum við umbætur þar. Hann vek- ur athygli á því að óbyggt svæði sé austan Víkurbrautar þar sem áður stóðu nokkur hús. Leggur hann til að þar verði skipulögð íbúðarbyggð enda yrði með góðu móti hægt að koma þar fyrir á þriðja tug íbúðar- húsa. Það myndi styrkja hverfið. Vestan Víkurbrautar eru tún sem hann segir einnig tilvalið að byggja á en það land sé í einkaeigu og slíkt yrði háð frumkvæði landeigenda. Pétur telur að unnt sé að gera ým- islegt til að fegra svæðið, án þess að leggja í mikinn kostnað. Tyrfa hér og þar og laga gangstéttir. Gangstéttir og blindhorn Í greinargerð Péturs til bæj- arstjórnar kemur fram að malbika þurfi götur sem séu með mal- arslitlagi eða lélegri klæðningu. Laga þurfi gangstéttir og fjölfarna göngustíga og lýsa upp. Gera þurfi öllum kleift að tengjast fráveitu bæjarins. Hann telur að hætta sé fyrir börn á gönguleið þeirra úr gamla bænum í grunnskólann, meðal annars þegar þau fara yfir Ásabrautina, og bend- ir á möguleika þess að setja þar upp gangbrautarljós. Einnig telur hann nokkur blindhorn varasöm og þar þurfi að grípa til ákveðinna ráðstaf- ana. Gamla kirkjan í Grindavík er miðpunktur gamla bæjarins. Hún hefur verið afhelguð og var notuð sem leikskóli um tíma. Lóðin um- hverfis hana er nú leikvöllur barna. Pétur segir töluvert um að ferðafólk stöðvi bíla sína við kirkuna, meðal annars hópferðabílar, og þurfi því að koma upp aðstöðu til þess. Hann leggur til að leikvöllurinn verði færður á annan stað en lóð kirkj- unnar lagfærð sem og annað um- hverfi hennar og húsið lýst upp. Pétur segir að það sé nú hlutverk nefndarinnar að fara yfir málið og forgangsraða þannig að unnt verði að framkvæma eitthvað á næsta ári. Brýnast sé þó að fá arkitekt til að vinna að skipulagi svæðisins í góðri samvinnu við fólkið sem þar býr. Gengur fram fyrir skjöldu og krefst umbóta í umhverfis- og öryggismálum Gamli bærinn er vanræktur Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Eins og í sveitinni: Í gamla bænum í Grindavík eru tún og útihús og í nágrenninu sjást kindur og hestar iðulega á beit, sumir forvitnari en aðrir. Í baráttunni: Pétur Breiðfjörð krefst umbóta, meðal annars í kringum gömlu kirkjuna. Keflavík | „Þetta er nú ekki alveg sama stemningin og á staðnum, það vantar bjórinn,“ sagði einn netagerðarmann- anna sem í gær var í fjarnámsstofu Miðstöðvar símennt- unar á Suðurnesjum að fylgjast með tilraunum með fiski- troll í tilraunatanki sem er í húsi Norðursjávarsetursins í Hirtshals í Danmörku. Vísaði hann til þess að fljótlega færu Danirnir að opna föstudagsbjórinn. Tilraunir hafa í mörg ár verið gerðar með fiskitroll fyrir íslenskar netagerðir í Hirtshals en menn hafa þurft að vera úti til að fylgjast með. Lárus Þór Pálmason, deild- arstjóri námsbrautar í veiðarfæragerð við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, fékk stofnunina sem rekur tilraunatankinn til að gera tilraun með beinar útsendingar með gagnvirkum fjarfundarbúnaði. Var þetta gert í samvinnu við netagerð- ina Thormonet í Hafnarfirði, sem var með tankinn á leigu í gær. Var þetta í fyrsta skipti sem slíkar tilraunir eru sýnd- ar beint í öðrum löndum. Lárus sagði að tæknin hefði reynst vel og hugsar hann sér gott til glóðarinnar að nota hana við að fá fyrirlestra fyrir nema í veiðarfæragerð, bæði íslenskra og frá sjáv- arútvegsháskóla Íslands sem eru við nám í netagerð hjá honum. Einnig sagði hann tilvalið fyrir netagerðirnar að nota þessa tækni til þróunarvinnu og tóku viðstaddir undir það. Eins og sérfræðinga er háttur sátu þeir og fylgdust með útsendingunni af miklum áhuga, eins og aðrir fylgjast með íþróttakappleikjum. Munurinn er þó sá að þeir höfðu tækifæri til að spyrja stjórnandann jafnóðum um tilraun- ina og gátu beðið hann um að beina myndavélunum að þeim atriðum sem þeir höfðu áhuga á hverju sinni. Fylgjast með veiðarfæratilrauninni í beinni útsendingu Ekki sama stemningin Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Bein útsending: Lárus Pálmason og netagerðarfólkið fylgist af áhuga með veiðarfæratilraun í Danmörku. SANDGERÐISBÆR var í lok síð- asta árs með mestar skuldir og skuldbindingar á hvern íbúa af sveitarfélögunum á Suðurnesjum, samkvæmt samanteknum reikn- ingsskilum sem birt eru í Árbók sveitarfélaga 2003. Lægstar eru skuldirnar í Gerðahreppi. Skuldir og skuldbindingar sveit- arsjóðs og annarra stofnana Sand- gerðisbæjar námu liðlega 864 þús- und krónum á íbúa í lok síðasta árs. Samsvarandi tala í Reykjanesbæ er 767 þúsund krónur, 636 þúsund í Vatnsleysustrandarhreppi, 613 þúsund í Grindavík og lægstar eru skuldir á íbúa í Gerðahreppi, 357 þúsund krónur. Sandgerðisbær og Reykjanesbær eru með verulegar skuldir og skuldbindingar vegna hafna og félagslegs íbúðarhúsnæðis og eru þær reiknaðar með í sam- anburðinum. Skuldir Reykjanes- bæjar og stofnana samsvara tekjum í tvö og álft ár og skuldir Sandgerð- isbæjar svara til liðlega tveggja ára tekna. Hins vegar nema skuldir Gerðahrepps liðlega eins árs tekjum hrepps og stofnana hans. Ef aðeins er litið til sveitarsjóð- anna breytist röðin. Þannig reikn- aðar eru skuldir og skuldbindingar sveitarsjóðs Vatnsleysustrandar- hrepps mestar á íbúa, 611 þúsund krónur, 515 þúsund í Reykjanesbæ og 477 þúsund í Sandgerði. Skuldir sveitarsjóðanna eru minni í Grinda- vík, þar sem skuldir og skuldbind- ingar samsvara 311 þúsund á íbúa, og í Gerðahreppi þar sem skuld- irnar nema 307 þúsund á íbúa. Skuldir á íbúa mestar í Sandgerði Minnast Svavars | Dagskrá verður í Grindavíkurkirkju á morgun, sunnudag, til að minnast þess að í gær voru 90 ár liðin frá fæðingu Svav- ars heitins Árnasonar, fyrsta og eina heiðursborgara Grindavíkur. Svavar fæddist 14. nóvember 1913 og lést 14. febrúar 1995. Hann átti sæti í hreppsnefnd Grindavíkur og síðan bæjarstjórn samfleytt í fjörutíu ár, þar af oddviti í 28 ár. Hann kom víðar við í félagsmálum, var til dæmis sóknarnefndarformaður, organisti og söngstjóri í kirkjunni í tugi ára. Bæjarstjórn og sóknarnefnd standa saman að dagskránni sem hefst í Grindavíkurkirkju klukkan 14 á morgun. Gunnar Kristjánsson pró- fastur prédikar við guðsþjónustu hjá séra Jónu Kristínu Þorvaldsdóttur og Aðalgeir Jóhannsson minnist Svavars í kaffisamsæti. Loks kemur söng- kvartett fram. Námskeið ungmennaráða | Sam- tök félagsmiðstöðva á Suðurnesjum, SamSuð, halda árlegt námskeið fyrir nemenda- og ungmennaráð fé- lagsmiðstöðva og grunnskóla á Suð- urnesjum föstudaginn 21. nóvember. Námskeiðið fer fram í Samkomuhús- inu í Garðinum og hefst kl. 8.30 og stendur til kl. 15. Öllum grunnskólum og félagsmiðstöðvum á Suðurnesjum stendur til boða að senda sín ráð á námskeiðið. Meðal þess sem farið verður yfir á námskeiðinu er framkoma, ræðu- mennska, leikræn tjáning, ung- mennalýðræði og hlutverk nem- endaráða. Tilgangur þessa námskeiðs er að styrkja unglingana sem sæti eiga í ráðunum þannig að þeir verði betur í stakk búnir til að takast á við verkefni komandi vetrar. Hraðakstur og bílbelti | Lög- reglan í Keflavík hefur kært 74 öku- menn fyrir of hraðan akstur síðast- liðna sjö daga. Á sama tíma hefur hún kært 39 fyrir að nota ekki bílbelti enda hefur lögreglan verið með sérstakt átak í að fylgjast með bílbeltanotkun vegna niðurstöðu athugunar sem sýndi að Suðurnesjamenn standa sig verr en aðrir í því. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að þessu átaki verði haldið áfram þar til fólk fari að nota bílbelti eins og lög gera ráð fyrir.         
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.