Morgunblaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 61
hans. Hann unni kirkjunni heils hug- ar og mætti þar jafnan þegar messað var. Karl var mikið náttúrubarn og hafði gaman af að ferðast um landið og ekki síst að skoða þá staði, þar sem atburðir úr Íslendingasögunum höfðu átt sér stað. En þær voru í miklum metum hjá honum og kunni hann þær margar utanað. Oft var gestkvæmt á Kambi, enda voru hjónin Unnur og Karl mjög gestrisin og nutu þess að hafa sem flesta í kring um sig. Þau eru líka ófá börnin, sem áttu þess kost að dvelja hjá þeim sumarlangt. Slíkur munaður er vart lengur til staðar á sveitabýlum þessa lands, eft- ir að vélvæðingin kom til sögunnar og allar þær hættur sem henni fylgja. Síðustu ár ævi sinnar átti Kalli í rauninni tvö heimili. Á sumrin dvaldi hann á Kambi, en á veturna átti hann litla íbúð sem staðsett var á Akranesi í sama húsi og dóttir hans, Sigrún, bjó í, þar sem hann hafði vetursetu. Þegar Kalli var kominn í sveitina á vorin, þá vissu menn það að sumarið var í nánd. Ég votta fjölskyldu Karls á Kambi samúð og bið Guð að blessa minn- inguna um góðan dreng, sem horfinn er eilífðinni á vit. Bragi Benediktsson. Vorið er komið og grundirnar gróa gilið og lækirnir fossa af brún syngur í runni og senn kemur lóa svanur á tjarnir og þröstur í tún. Þannig kvað skáldið Jón Thorodd- sen sem fæddist í heimasveit Karls á Kambi en um öld fyrr. Þeir hverfa á braut einn af öðrum, frumkvöðlarnir, sem ruddu braut- ina fyrir framförum þjóðarinnar á tuttugustu öldinni. Þeir sem unnu óskiptir með hug og hönd að heill ættjarðarinnar. Einn þeirra er Karl Árnason á Kambi í Reykhólasveit sem verður til moldar borinn í dag. Sem unglingur heyrði ég minnst á Kalla á Kambi sveipaðan vissum ævintýraljóma. Hann var landpóst- ur meðfram búskapnum, sat ávallt gæðinga og skjótur til sendiferða ef á þurfti að halda. Kynnum okkar bar hins vegar ekki saman fyrr en dóttir Karls, Jóhanna, giftist Karli bróður og tengdist þannig í fjölskylduna. Við hjónin vorum svo lánsöm að fá Unni og Karl í heimsókn til okkar heima á Hólum í Hjaltadal eina sum- arstund. Við fórum um staðinn, geng- um inn í Dómkirkjuna, skólahúsin og spjölluðum um sögu og starfsemi Hólastaðar. Inn í þá umræðu spunn- ust þjóðmálin almennt. Þessi snöggi göngutúr okkar um Hólastað stendur mér enn ljóslifandi fyrir hugskotsjón- um. Karl var þá um áttrætt, léttur í spori, kvikur í öllum hreyfingum, augun leiftrandi og í þeim brann áhugi á öllu því sem fyrir augu bar. Ég heimsótti þau Unni og Karl einnig heima á Kambi og síðar á Akranesi. Viðmót þeirra var svo ein- staklega þrungið hlýju, gestrisni og sannri gleði yfir að fá að taka á móti gestum. Fyrir um tveim árum kom- um við Árni Steinar Jóhannsson þá- verandi þingmaður í heimsókn til þeirra Unnar og Karls á Kambi seint um kvöld í myrkri. Okkur voru að sjálfsögðu boðnar trakteringar inn í stofu. „Sestu í stólinn við hliðina á sjónvarpinu, ég kann svo vel við að sjá þig þar,“ sagði Kalli glettinn á svip við Árna Steinar. Það er víða fallegt við Breiðafjörð- inn en þó óvíða eins og á Kambi í Reykhólasveit. „Þú ferð á mis við vor- komuna svo langt inn í dal, umlukinn fjöllum,“ sagði Kalli við mig á Hólum. Víst er vorfallegt við Breiðafjörð þeg- ar fjaran og sjórinn iðar af lífi og seið- andi kliður sjófuglanna fyllir loftið af óumræðilegri hlýju og eftirvæntingu. Nú tekur hýrna um hólma og sker hreiðra sig blikinn og æðurin fer... Karl á Kambi var maður vorsins til hinstu stundar. Við þökkum hlýjar minningar um góðan vin sem með ná- vist sinni gæddi okkur gleði vorsins. Við sendum Unni, systkinunum og aðstandendum öllum innlegar samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning Karls Árnasonar á Kambi. Ingibjörg Kolka og Jón Bjarnason. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2003 61 ✝ Rósa Valtýsdóttirfæddist á Akur- eyri 16. janúar 1961. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtu- daginn 6. nóvember síðastliðinn. Æsku- heimili Rósu var á Raufarhöfn hjá for- eldrum hennar, Valtý Hólmgeirssyni, f. 31. júlí 1921, d. 25. októ- ber 1996 og Stein- gerði Theódórsdótt- ur, f. 1. febrúar 1922. Rósa var ógift og barnlaus. Systk- ini hennar eru: 1) Sólveig, f. 6. júní 1954, gift Herði Rúnari Einars- syni og eiga þau tvær dætur, Hrönn, f. 23. maí 1977 og Helgu, f. 6. janúar 1980, í sambúð með Ósk- ar Eyjólfi Grétarssyni. 2) Bragi Davíð, f. 11. júlí 1956. 3) Ragnheið- ur, f. 11. desember 1959, gift Sæmundi Einarssyni og eiga þau tvær dætur, Valgerði, f. 24. ágúst 1981, í sambúð með Guðmundi Ara- syni og Ólöfu, f. 18. nóvember 1985. Árið 1985 fluttist Rósa til Reykjavíkur í húsnæði Öryrkja- bandalagsins, fyrst að Asparfelli 10 en síðan í Hátún 10A. Þennan tíma vann hún í Múlalundi, eða þar til heilsu hennar hrakaði mjög fyrir ári síðan. Útför Rósu verður gerð frá Raufarhafnarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Rósa systir hefur kvatt þennan heim eftir harða baráttu við illvígan sjúkdóm. Rósa hefur frá æsku átt við veikindi að stríða. Fékk flogaveiki sem barn og þurfti oft að vera undir læknishendi af þeim sökum. Upp frá því varð hún öryrki. Hjá Öryrkja- bandalaginu í Hátúni 10A leið henni vel. Sömuleiðis í sinni vinnu í Múla- lundi. Ég vil þakka öllu því góða fólki á þessum tveimur stöðum fyrir hvað þið voruð góð við Rósu og hjálpleg henni. Í desember 1996 greindist Rósa með krabbamein sem nú hefur lagt hana að velli. Miklar meðferðir gekk hún í gegnum og stóð ég þétt við hlið hennar í þessu öllu saman. Þrátt fyrir erfið veikindi tókst hún á við þungbær örlög sín af einurð og festu. Hún átti mjög mikinn og jákvæðan lífskraft og sterkan baráttuvilja. Alltaf þegar hún var spurð um sína líðan svaraði hún: „Mér líður vel en hvernig hefur þú það.“ Hún bar aldrei sín veikindi á torg fyrir aðra. En oft sá ég að henni leið illa. Í desember síðastliðinn var Rósa komin í hjólastól vegna veikind- anna og upp frá því hefur hún dvalið á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Ég vil þakka Valgerði Sigurðardóttur lækni og öllu því góða starfsfólki, sem þar starfar, mjög vel fyrir frábæra hjúkrun og umönnun á Rósu. Hjálp ykkar allra var henni ómetanleg og dýrmæt. Einnig vil ég þakka Helga Sigurðssyni krabbameinslækni og hans fólki fyrir allt sem þið gerðuð fyrir Rósu. Sömuleiðis starfsfólki heimahlynningar Krabbameins- félagsins. Nú er komið að kveðjustund, elsku Rósa mín. Takk fyrir allar þær ynd- islegu stundir sem við höfum átt sam- an í gegnum árin. Ég bið fyrir þér. Kærar kveðjur eru frá Rúnari, Hrönn, Helgu og Óskari. Þér þótti svo vænt um okkur öll. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Sólveig Valtýsdóttir. Þá er komið að kveðjustund elsku Rósa mín. Ég veit þér líður vel þar sem þú ert núna og afi hefur örugg- lega tekið vel á móti þér. Þú hefur alltaf verið stór hluti af fjölskyldu minni frá því ég man eftir mér og að vissu leyti má segja að þú hafir frekar verið eins og stóra systir okkar Hrannar en frænka. Þú varst alltaf mjög góð við okkur systurnar og sýndir okkur mikinn áhuga. Þegar þú bjóst hjá okkur var eitt það skemmti- legasta sem við Hrönn gerðum að setjast upp í sófa með þér og hlusta á þig lesa Andrés Önd fyrir okkur. Það skipti síðan engu máli þótt þú værir flutt frá okkur og við systurnar orðn- ar læsar og gátum vel lesið Andrés Önd sjálfar, alltaf var það ofarlega á óskalistanum þegar þú komst í heim- sókn að þú læsir fyrir okkur og að sjálfsögðu léstu það eftir okkur. Þú hafðir alltaf mikinn áhuga á því sem við Hrönn tókum okkur fyrir hendur og maður fann alveg fyrir því hversu stolt þú varst af okkur þegar okkur gekk vel. Þú fylgdist vel með öllu sem við gerðum, hvort sem það tengdist skóla, vinnu eða áhugamáli. Ég gleymi því ekki hvað þú varst stolt þegar ég kláraði námið mitt í vor og þú sagðir við mig að það væri gott fyr- ir fyrirtæki að ég myndi fara yfir bók- haldið þeirra og passa að allt væri í lagi. Ég verð bara að fá að segja þér hversu mikið ég dáðist að þér í veik- indum þínum. Við áttum margar góð- ar stundir saman á líknardeildinni og þú varst alltaf svo bjartsýn og gafst aldrei upp von. Þú vildir aldrei að fólk væri að hafa áhyggjur af þér og þinni heilsu heldur hafðirðu miklu meiri áhyggjur af því hvernig aðrir hefðu það. Þú varst staðráðin í að fara að vinna aftur og láta sjúkdóminn ekki buga þig enda talaðirðu oft um það að Guð myndi ekki leggja meira á mann en maður þyldi. Megi góður Guð geyma þig nú. Elsku Rósa mín þakka þér fyrir all- ar yndislegu stundirnar sem við átt- um saman. Í mínum huga verðurðu alltaf hetja sem tapaði mjög ósann- gjörnu stríði við illvígan sjúkdóm. Þín Helga. Jæja elsku Rósa mín. Ég vona að nú líði þér vel. Þetta er búin að vera löng og ströng barátta en nú ertu komin í góðar hendur. Ég hefði aldrei trúað hvað það er erfitt að vera svona langt í burtu þegar ástvinir manns kveðja þennan heim. Þó svo að innst inni hafi ég vitað að þegar ég kvaddi þig í júlí yrði það síðasta skiptið sem ég sæi þig var ég engan veginn tilbúin þegar Helga systir hringdi og sagði að nú væri komið að þessu. Einhvern veginn vonaði ég alltaf að við mynd- um hittast aftur þegar ég flyt heim. Þú hefur verið hluti af fjölskyldu okkar svo lengi sem ég man og á ákveðinn hátt litum við Helga alltaf á þig sem stóru systur okkar fremur en móðursystur. Mamma og pabbi hafa alltaf hugsað svo vel um þig og tóku þig undir sinn verndarvæng þegar þú fluttir suður frá ömmu og afa. Þegar þú bjóst hjá okkur man ég að ég gat ekki beðið eftir að þú flyttir í þína eig- in íbúð því það þýddi að ég fengi her- bergið þitt og ekki bara það, heldur varstu búin að lofa mér að ég fengi að halda plötuspilaranum þínum. Ef þetta er ekki systrakærleikur? Þú hafðir alveg einstaklega hnyttinn húmor og Helga og mamma sögðu mér að alveg fram á síðustu stundu hefðu gullmolarnir streymt frá þér. Það hlýjar mér um hjartarætur og lýsir í rauninni þínum persónuleika. Ég held að mér sé óhætt að segja að þér hafi tekist að ala þennan húmor upp í mér og ein af mínum fyrstu minningum um þig er frá því að við fjölskyldan komum norður til Rauf- arhafnar og þú varst frammi í her- berginu þínu að hlusta á kassettu. Ég veit ekki hvað ég var gömul þegar þetta var en ég man að mér fannst hrikalega spennandi að koma fram til þín og fá að hlusta með þér. Þú varst að hlusta á Úllendúllendoff með Eddu Björgvins, Gísla Rúnari og fleirum og það varð ekki aftur snúið, húmor minn var mótaður. Þú varst heimakær og varst ekkert hrifin af að vera í fjölmenni. Þar erum við ólíkar og það ræddum við oft. Þú fylgdist mjög vel með flökkulífi mínu og sama hvert ég fór og í hversu stutt- an tíma baðstu mig alltaf að senda þér kort og kannski kaupa eitthvað smá, eins og þú sagðir sjálf. Elsku Rósa mín við áttum margar góðar stundir saman sem frænkur, vinkonur og systur og minninguna um þær geymi ég ævinlega í hjarta mínu. Takk fyrir allt. Megi góði Guð geyma þig. Þín Hrönn. Jæja Rósa mín, nú er komið að kveðjustund sem kom allt of snemma en það fara allir sinn veg og þinn veg- ur var erfiður sökum veikinda. Þú varst alltaf á leiðinni til okkar aftur og reiknaðir með að koma frekar fyrr en seinna. Alveg fram á síðustu daga varst þú alltaf á leiðinni en það breytt- ist enda vitum við aldrei hvernig dag- ur okkar endar. Við fyrrverandi vinnufélagar þínir vildum fá að kveðja þig en þar sem vegalengdir eru lang- ar þá verðum við að láta þetta duga að rita þér línu. Þú vannst með okkur í Múlalundi frá því í ágúst 1987 þar til í nóvember 2002 að þú varst að hætta sökum veikinda. Við vorum nokkur hér sem heimsóttum þig eftir að þú hættir að vinna og þar á meðal ég og alltaf talaðir þú um að þú teldir að þú gætir komið aftur til okkar. Þú varst dugleg til vinnu en sökum veikinda komu dagar þar sem þú stoppaðir stutt við en mættir allaf daginn eftir. Við munum alltaf minn- ast þín með gleði í hjarta og um leið og fréttist af því að þú værir látin var kveikt á kerti í eldhúsinu í Múlalundi. Þitt ljós mun lifa og við vitum að það er tekið vel á móti þér þar sem þú ert núna en þar loga ávallt kerti friðar og gleði. Hvíl í friði. F.h. vinnufélaga í Múlalundi. Helgi Kristófersson. Elsku Rósa, nú er komið að kveðju- stundinni sem okkur finnst vera allt of snemma. Þegar við hugsum til baka um allar stundirnar með þér er margt sem kemur upp í huga okkar. Eftir að við fluttum til Reykjavíkur urðu stundir okkar saman miklu fleiri þar sem ferðir okkar til Reykjavíkur voru ekki margar á meðan við bjugg- um á Þórshöfn, en þegar við komum þá hittumst við alltaf í matarboði hjá Sollu systur þinni. Síðastliðna ellefu mánuði, þegar þú varst á líknardeild- inni í Kópavogi, höfum við komið mik- ið í heimsókn til þín. Ekki vantaði ánægjuna og gleðina hjá þér þegar þú sást okkur og ekki þurfti mikið til að gleðja þig. Sem dæmi um það er þeg- ar ég (Valgerður) bauð þér að taka þig í smáhandsnyrtinu, þá varst þú al- veg yfir þig sæl. Þú fylgdist mjög vel með okkur systradætrum þínum og vissir alltaf hvað við vorum að gera og læra. Þú hafðir alltaf eitthvað að segja okkur og fylgdist vel með öllu sem gerðist í kringum þig. Eftir að þú fluttir á líknardeildina var ótrúlegt hvað sköpunargleðin braust út í þér og alltaf var nóg að gera hjá þér. Þú varst í söng, bænastundum og föndri og alltaf þegar við komum sagðir þú okkur frá þessu öllu sem þú varst að gera. Þú varst mjög stolt af öllu sem þú gerðir í iðjuþjálfuninni enda máttir þú vera það því þetta var mjög flott hjá þér. Þar sem þú varst föst við rúmið eða hjólastólinn varst þú mjög oft í setustofunn og spjallaðir við allt fólkið sem kom á deildina og starfs- fólkið. Þú varst orðin mjög góður vin- ur allra á deildinni og því er stórt skarð eftir sem erfitt verður að fylla. Undir lokin varstu orðin mjög veik en samt varstu frekar sterk og bjart- sýn því þú sagðist alltaf ætla að fara að vinna eftir áramót. Síðasta vikan með þér var mjög erfið því þá varstu orðin svo veik. Við vitum að þér líður vel núna og nú ertu komin til afa. Elsku Rósa okkar, við þökkum þér fyrir allar samverustundirnar sem við höfum átt með þér. Við varðveitum allar minningarnar og við vitum líka að þú fylgist með okkur í framtíðinni og vakir yfir okkur. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Elsku amma, Guð styrki þig í þess- ari miklu sorg. Þínar frænkur Valgerður og Ólöf. RÓSA VALTÝSDÓTTIR Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar og tengdaföður, HRAFNS E. JÓNSSONAR kennara, Engihjalla 17, Kópavogi. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki, nem- endum og skólakór Kársnesskóla. Hrönn Hrafnsdóttir, Hjalti Sigurðarson, Ólafur Hrafnsson, Guðrún Björk Guðmundsdóttir. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, LOVÍSU JÓNSDÓTTUR frá Flatey. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki 2B, Hrafnistu, Hafnarfirði. Svanhildur Stefánsdóttir, Guðmundur Rúnar Magnússon, Rafn Stefánsson, Guðlaug Guðbergsdóttir, barnabörn og langömmubörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.