Morgunblaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 30
LISTIR
30 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
LEIKHÓPURINN Perlan frum-
sýnir svokallaða Perlu-tvennu á
litla sviði Borgarleikhússins kl. 15 á
morgun. Perlu-tvenna sam-
anstendur af tveimur verkum, ann-
ars vegar ævintýraleiknum Hring-
ilhyrningi eftir Regine Normann í
þýðingu Matthíasar Kristiansen og
hins vegar nútímadansverkinu
Kroppa-gríni eftir Láru Stef-
ánsdóttur sem jafnframt annaðist
dansstjórn við tónlist eftir Taraf de
Haïdouks. Að auki verður flutt
dansverkið Handaspil eftir Láru
Stefánsdóttur.
Að sögn Sigríðar Eyþórsdóttur,
umsjónarmanns og leikstjóra Perl-
unnar, er þetta fyrsta opna frum-
sýning Perlunnar í Borgarleikhús-
inu, en í október sl. var
undirritaður samstarfssamningur
milli Perlunnar og Leikfélags
Reykjavíkur um afnot Perlunnar af
húsnæði í Borgarleikhúsinu. „Með
samningnum fengum við æfinga-
og sýningaraðstöðu hér í Borg-
arleikhúsinu, þannig að þessi frum-
sýning er stór viðburður. Samning-
urinn er gríðarleg viðurkenning á
leiklistarstarfi Perlunnar og við
metum það mjög mikils að vera
komin í alvöru leikhús. En þetta er
líka mjög stórt skref í átt til raun-
verulegs jafnréttis fyrir fatlaða
listamenn.“
Hringilhyrningur var að sögn
Sigríðar frumsýnt á menning-
ardögum sem nefnast Regine-
dagar og haldnir voru í Norður-
Noregi í júlí sl. „Ég var beðin að
búa til leikgerð upp úr þessu æv-
intýri og setja upp í Norður-Noregi.
Í ævintýrinu segir m.a. af prinsi
sem þarf að leysa ýmsar þrautir til
að lækna veikan föður sinn, en með-
al þess sem hann þarf að gera er að
ráða niðurlögum risa nokkurs. Í
sögunni gengur á ýmsu og þannig
gleymir prinsinn öllu, þar á meðal
veikindum föður síns, þegar hann
verður ástfanginn af prinsessunni
sem býr í Hillingarlandi. En eins og
í öllum ævintýrum fer allt vel að
lokum.“
Aðspurð segir Sigríður að hóp-
urinn hafi fengið frábærar mót-
tökur í Noregi. „Fyrirfram var ég
nú pínu kvíðin af því að Regine er í
svo miklum metum þarna úti og all-
ir kunna þetta ævintýri utanbókar.
Ég var hrædd um að Norðmenn
tækju túlkun okkar með ein-
hverjum fyrirvara, en henni var
tekið alveg sérstaklega vel og
meira en það. Því í kjölfarið vorum
við nefnilega beðin að taka verkið
upp á myndband og er það nú notað
í kennslu í grunnskólanum í Ves-
terålen, bæði í 4. og 10. bekk, sem
okkur þykir mikill heiður.“
Lestur og leikstjórn Hringilhyrn-
ings er í höndum Sigríðar Eyþórs-
dóttur, tónlistin og áhrifshljóð
samdi Máni Svavarsson en leik-
myndin er eftir Þorgeir Frímann
Óðinsson. Búningar í öllum þremur
verkum eru eftir Bryndísi Hilm-
arsdóttur. Leikararnir Anna Krist-
ín Arngrímsdóttir, Felix Bergsson,
Helga Þ. Stephensen og Örn Árna-
son léðu raddir sínar sínar í Hring-
ilhyrningi, en perluleikararnir sem
taka þátt í verkunum þremur eru
Bryndís Hilmarsdóttir, Garðar
Hreinsson, Gerður Jónsdóttir, Guð-
rún Ósk Ingvarsdóttir, Hildur Dav-
íðsdóttir, Hreinn Hafliðason, Ragn-
ar Ragnarsson, Sigfús S.
Svanbergsson, Sigrún Árnadóttir
og Tore Skjenstad.
Leikhópurinn Perlan í Noregi þar sem hann frumsýndi Hringilhyrning.
Perlan frumsýnir Perlu-
tvennu í Borgarleikhúsinu
DAGUR íslenskrar tungu er á morg-
un, 16. nóvember, á fæðingardegi
Jónasar Hallgrímssonar, en dagur-
inn var fyrst haldinn hátíðlegur árið
1996. Fjölmargir aðilar efna til við-
burða í tilefni dagsins. Stóra upp-
lestrarkeppni 7.
bekkinga grunnskól-
anna verður sett og
fara fram tvær for-
keppnir í skólunum,
bekkjar- og skóla-
keppni, en síðan verð-
ur keppt til úrslita í
hverju byggðarlagi á
lokahátíðum í mars-
mánuði.
Hátíðasalur Há-
skóli Íslands kl. 13
Hátíðadagskrá er að
þessu sinni felld að
málræktarþingi Ís-
lenskrar málnefndar og Mjólkur-
samsölunnar. Menntamálaráðherra,
Tómas Ingi Olrich, afhendir verð-
laun Jónasar Hallgrímssonar kl. 15
auk tveggja sérstakra viðurkenn-
inga fyrir störf í þágu íslensks máls.
Leik- og grunnskólar: Í leikskól-
unum hefur sérstaklega verið unnið
með íslenskt mál alla vikuna og rætt
um skáldið Jónas Hallgrímsson. Í
grunnskólum hafa leikararnir Felix
Bergsson og Þórdís Arnljótsdóttir,
ásamt píanóleikara, sýnt frumsamda
leikdagskrá um Jónas Hallgrímsson
í fjölmörgum grunnskólum þess vik-
una. Nemendur úr 7. bekk hafa
heimsótt börn úr yngri bekkjum og
lesið fyrir þau sögur og ljóð. Leik-
arar úr Þjóðleikhúsinu heimsækja
grunnskóla í Reykjavík á mánudag,
líta inn í kennslustundir og lesa fyrir
nemendur ljóð íslenskra höfunda.
Í framhaldsskólum koma rithöf-
undar í heimsókn og lesa upp. Ljóða-
upplestur undir handleiðslu
íslenskukennara. Sérstök verkefni
í vissum áföngum í íslensku. Skóla-
kórar verða með sérstaka dagskrá.
Menntaskólinn að Laugarvatni:
Nemendur efna til maraþonáhorfs á
íslenskar kvikmyndir í einn sólar-
hring í tilefni dagsins.
Samskiptamiðstöð heyrnarlausra
og heyrnarskertra Samskiptamið-
stöð gefur út tíu íslenskar þjóðsögur
á táknmáli í tilefni dagsins.
Íslenska óperan: Í dag kl. 16 verð-
ur eina almenna sýningin á nýju ís-
lensku unglingaóperunni Dokaðu
við. Skólasýningar hefj-
ast 12. nóvember og
standa til 20. nóvem-
ber.
Bókasöfn
Í bókasöfnum lands-
ins verður m.a. upplest-
ur úr bókum, handrita-
sýningar og
bókakynningar.
Bókasafn Kópavogs:
Opið í dag kl. 13-17.
Stillt verður fram bók-
um eftir skáld og rithöf-
unda sem hafa fengið
Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar.
Gjábakkaskáldin lesa úr nýútkom-
inni bók sinni, Gjábakkaþulum 4.
Borgarbókasafn: Sérstakt bóka-
merki með fyrsta erindi úr ljóðinu
Ástu eftir Jónas Hallgrímsson.
Skiladagur er stimplaður á bóka-
merkið þennan dag til að minna á
daginn.
Landsbókasafn Íslands Háskóla-
bókasafn: Þrjár sýningar, sem fjalla
um tungumálið á einn eða annan
hátt: Sýnishornum af ævistarfi Ósk-
ars Ingimarssonar þýðanda og þul-
ar. Landneminn mikli Stephan G.
Stephansson (1853-1927). Sýning á
handritum og prentuðu efni. Humar
eða frægð Smekkleysa í 16 ár. Gesta-
sýning.
Frumgreinadeild Tækniháskóla
Íslands kl. 11.45-12.30 Sigurþór Al-
bert Heimisson leikari setur dag-
skrána og les ljóð. Viktor Arnar Ing-
ólfsson greinir frá vinnu sinni við
gerð sakamálasögunnar Flateyjar-
gátan. Hallgrímur Helgason rithöf-
undur les úr gamansögu sinni um
Guð. Umræður og fyrirspurnir.
Tónlistarskóli Garðabæjar kl. 20
Nemendur Snæbjargar Snæbjarn-
ardóttur heiðra minningu Eyþórs
Stefánssonar, með dagskrá í tali og
tónum. Flutt veðra sönglögum Ey-
þórs við ljóð eftir ýmis skáld. Sölvi
Sveinsson skólameistari flytur erindi
um tónskáldið. Píanóleikarar eru
þær Katalín Lörincz, Kolbrún Ósk
Óskarsdóttir og Agnes Löve.
Edinborgarhúsið, Ísafirði kl.
20.30 „Vísa var það heillin“ er yf-
irskrift Hagyrðingakvölds. Fram
koma vestfirsku hagyrðingarnir Er-
lingur Sigtryggsson, Jón Jens Krist-
jánsson, Ólína Þorvarðardóttir,
Kristjana Vagnsdóttir og Snorri
Sturluson. Stjórnandi er séra Hjálm-
ar Jónsson.
Heimasíða dags íslenskrar tungu
er: http://www.stjr.is/mrn/mrn.nsf/
pages/malaflokkar-dit.
Fjölbreytt dag-
skrá á Degi
íslenskrar tungu
Jónas Hallgrímsson
Bónusljóð-33%
meira kemur út á
ný, endurbætt,
endurunnin og
lengd um 33%.
Ljóðin í bókinni
eru eftir Andra
Snæ Magnason.
Bókin er sem fyrr
gefin út í sömu
vörulínu og Bónusdjús, Bónuscola og
Bónusbrauð.
„Bónusljóð fylgja lesanda í dul-
úðlegt ferðalag gegnum undraveröld
stórverslunar þar sem ýmislegt kyn-
legt ber fyrir sjónir; lambalæri sam-
einast hrygg og sviðum og hlaupa
jarmandi um búðina á meðan Eva í
aldindeildinni freistast af safaríkum
eplum en Rauðhetta ráfar um í leit að
brauði og víni handa ömmu sem ligg-
ur í því heima,“ segir í frétt frá útgef-
anda.
Útgefandi er Bónus. Bókin er 56
bls., prentuð hjá Guðjóni Ó.7
Ljóð