Morgunblaðið - 20.11.2003, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 20.11.2003, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FJÓRIR útlendingar á pallbíl sluppu ótrúlega vel í bílveltu ná- lægt Hellu í gær. Mikil hálka var á Suðurlands- veginum þar sem slysið varð og kastaðist einn fjórmenninganna úr úr bílnum. Enginn slasaðist þó alvarlega en allir fengu lækn- isskoðun á Hellu. Bíllinn er mik- ið skemmdur og var dreginn á brott með kranabíl. Kastaðist út úr bílnum KOMIÐ hefur í ljós að skemmd- irnar á Urðarvita í Vestmanna- eyjum fyrir skömmu voru ekki af mannavöldum heldur náttúrunnar. Þrír starfsmenn Siglingastofnunar komu til Eyja og staðfestu þeir að elding hafi laskað vitann. Sigurður Sigurðarson, einn starfsmannanna, sagði að aðkoman hafi verið heldur ljót. „Glerið var allt sprungið utan af, um er að ræða fjórtán millí- metra plexigler sem var í molum og það hefði enginn brotið nema með mjög öflugu verkfæri.“ Auk þess sagði Sigurður að glerið hafi allt sprungið út. Rafmagnstöflurnar voru allar ónýtar og raunar í frum- eindum og slíkur hefur krafturinn verið að spennistöð fyrir vitann sem er í um kílómetra fjarlægð skemmdist einnig. „Hurðin var gengin út að neðan og nokkur brunagöt voru á klæðningunni. Við teljum okkur vita hvar eldinguna sló niður og er þar járnstykki bráðnað. Aðspurður hversu mikið tjónið er sagði Sigurður ómögulegt á þessari stundu að nefna einhverja tölu. Þeir ætla þó ekki að vera lengi að koma honum aftur í gagnið. „Það tekur okkur um tvo daga að laga hann. Við verðum að flýta okk- ur, það eru 140 vitar um allt land sem við þurfum að laga og það er nóg að gera í því.“ Sigurður sagði að í sjálfu sér geti menn hrósað happi yfir eldingunni. „Þá er alla vega hægt að útiloka skemmd- arverk af mannavöldum og ég segi nú sem betur fer,“ sagði Sigurður. Það voru fleiri sem urðu varir við eldingar þessa nótt. Sigurður Al- freðsson var á vakt í Sorpu aðfara- nótt 5. nóvember þegar ósköpin dundu yfir. „Það var búið að vera mikið um þrumur þessa nótt en um hálftvö var eins og jarðskjálfti hefði riðið yfir. Húsið lék á reiði- skjálfi og gríðarlegur hávaði sem fylgdi með. Það sló öllu strax út og það blossaði út úr rafmagnstöflunni hjá okkur.“ Sigurður sagði að eftir eldingarnar hafi fylgt gríðarleg úr- koma, fyrst rigning og svo haglél. „Ég brunaði niður í bæ og það sull- aði upp úr öllum niðurföllum sem höfðu ekki undan ósköpunum.“ Spurður um skemmdir á Sorpu sagði hann að eldvarnarkerfið hefði eyðilagst hjá þeim sem og eftirlits- myndavélar. „Það vantar hreinlega stykki í brettið inni í eldvarn- arkerfinu og það er allt brunnið yf- ir.“ Skemmdir á Urðarvita í Eyjum vegna eldingar en ekki af manna völdum Þrír starfsmenn vitasviðs Siglingastofnunar vinna að viðgerð á Urðarvita. Vestmannaeyjum. Morgunblaðið Húsið lék á reiðiskjálfi Í FRÉTT breska blaðsins Financial Times í gær er því haldið fram að hús- leit starfsmanna skattrannsókna- stjóra hjá Baugi Group og Gaumi á mánudaginn sé til komin vegna skatt- legrar meðferðar á kaupréttarsamn- ingum við stjórnendur fyrirtækisins. Húsleitinni hafi þó verið frestað í nokkra daga svo Baugur Group gæti gengið frá kaupunum á Oasis-keðj- unni. „Íslensk skattayfirvöld hafa hrund- ið af stað nýrri rannsókn á hendur fjárfestingafélaginu Baugi Group, sem um helgina keypti bresku tísku- vöruverslunarkeðjuna Oasis, en mál félagsins hafa nú verið til rannsóknar í eitt ár,“ segir í upphafi fréttarinnar. Þar segir og að málefni félagsins hafi verið til rannsóknar hjá skatta- yfirvöldum á Íslandi frá því í ágúst í fyrra vegna fullyrðinga um að fé fyr- irtækisins hafi verið notað til þess að kaupa skemmtisnekkju. „Upplýsing- ar sem fengust í þeirri rannsókn, sem þó er ekki enn lokið, eru taldar hafa valdið því að skattayfirvöld létu nú til skarar skríða á nýjan leik gegn fyr- irtækinu,“ segir Financial Times. Financial Times skrifar um málefni Baugs Group Húsleit var gerð vegna kaupréttar- samninga ÞRÁTT fyrir aukna veiði á bæði mink og ref á undanförnum árum virðist sem ref hafi fjölgað nokkuð og mink að einhverju leyti einnig og er full ástæða til að hafa áhyggjur af þeirri þróun, að mati Sivjar Friðleifsdóttur umhverfisráð- herra, en hún kynnti í gær aðgerðir ráðuneyt- isins til þess að takmarka stofnstærð refs og minks . Árið 1996 voru veiddir tæplega þrjú þús- und refir og liðlega 5.700 minkar en veiðin í ár er áætluð um 4.900 refir og um 7.500 minkar. Heildarkostnaður ríkis- og sveitarfélaga vegna veiða á mink og ref er áætlaður liðlega 100 milljónir á þessu ári og hefur hann vaxið umtals- vert og fram kom í máli umhverfisráðherra á fundi með blaðamönnum að hún teldi þennan kostnað ærinn og því væri ástæða til að skoða hvort ekki mætti ná fram meiri árangri í veið- unum fyrir þetta fé. Þá taldi Siv koma til greina að skoða hvort skynsamlegt sé að viðhalda friðun á ref á Hornströndum. Áki Ármann Jónsson, yf- irmaður veiðistjórnunarsviðs Umhverfisstofnun- ar, taldi nátturulegar stofnsveiflur og eins hlýn- andi veðurfar geta skýrt fjölgun refs og minks, sveiflur í stofnstærð gætu vissulega verið mikl- ar. Vaxandi umræða um minka- og refastofna í kjölfar veiðibanns Siv sagði umræðu um stærð stofnanna hafa orðið meira áberandi og ráðuneytinu hefðu bor- ist áskoranir frá ýmsum hagsmunaaðilum, s.s. Bændasamtökunum, æðarbændum, Samtökum verslunar og Landssambandi veiðifélaga, um að tekið yrði með markvissari hætti á veiðum og veiðiaðferðum á mink og ref. „Það er er mikil skaðsemi af bæði ref og mink á fugl og varplönd þeirra, á rjúpuna og sömuleið- is á fiskveiðisvæði. Þessi umræða flýgur núna líka út af ástandinu á rjúpnastofninum og banni við veiðum á rjúpu og m.a. þess vegna viljum við halda minka- og refastofninum niðri.“ Ráðherra tók þó fram að gera yrði greinar- mun á dýrategundunum tveimur þar sem önnur væri innflutt og talin til meindýra en refurinn væri á hinn bóginn eina innfædda spendýrið á Ís- landi og honum þyrfti að fækka en ekki útrýma. Því hefði verið ákveðið að skipa tvær nefndir, refa- og minkanefnd. Ráðherra sagði þegar búið að skipa menn í minkanefndina og gert væri ráð fyrir að hún myndi skila af sér tillögum í febrúar á næsta ári og þá m.a. um útbreiðslu hans, stofn- stærð og tjón og eins tillögum um hvernig standa skuli að veiðum á minknum og hvort og hvernig mætti takmarka útbreiðslu hans eða út- rýma honum úr náttúru Íslands. Búið væri að óska eftir tillögum í refanefndina og gert ráð fyr- ir að hún gæti skilað tillögum í apríl á næsta ári. Umhverfisráðherra kynnir aðgerðir til að takmarka stofnstærð minka og refa Fjölgun þrátt fyrir aukna veiði VANSKIL við Íbúðalánasjóð hafa minnkað undanfarin fjögur ár þótt lánum hafi fjölgað og heildarláns- fjárhæð hækkað um rúm 87%. Á sama tíma eru lántakendur tólf þús- und fleiri og eru nú tæp 75 þúsund. Í dag er 2.421 lántakandi með lán í vanskilum og er það 3,2% allra lán- takenda Íbúðalánasjóðs, en þetta hlutfall var 4,8% í janúar árið 2000. Þau lán sem eru í vanskilum nema 0,27% af öllum útlánum sjóðsins og var sama hlutfall 0,4% fyrir fjórum árum. Það vekur athygli að þeir sem taka viðbótarlán, það er 90% lán, standa betur í skilum en aðrir. Að meðaltali eru 0,13% heildarlána þeirra í van- skilum en sama hlutfall er 0,27% ef miðað er við alla viðskiptavini Íbúða- lánasjóðs eins og áður sagði. Þeir sem taka viðbótarlán eru með 16% allra útlána eða 70 milljarða króna en alls nema lán Íbúðalána- sjóðs 432 milljörðum. Vanskil við Íbúðalána- sjóð minnka              !   " #  !  "  #$ " $  ! %$  &# ' %  ! (  "  )* + ,-. $ "  /"" +- . ,    ,  . „VIÐ vonum að við getum glatt alla og allir fái sinn völl,“ segir Eyjólfur Sverrisson, þjálfari ung- mennalandsliðsins í knattspyrnu og stjórnandi sparkvalla- og út- breiðsluátaks Knattspyrnu- sambands Íslands, en KSÍ stefnir að því í samvinnu við aðra að reisa um 40 sparkvelli á skólalóð- um vítt og breitt um landið á næstu tveimur árum og er mikill áhugi á verkefninu. Upplýsinga- handbók um vallagerðina verður tilbúin um áramót og verður hún send öllum bæjar- og sveit- arfélögum, sem geta þá sótt um að fara í samstarf með KSÍ um framkvæmdina. KSÍ gaf út bækling um spark- velli fyrir um fimm árum og síð- an hafa nokkrir vellir verið byggðir. Geir Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri KSÍ, segir mjög mikilvægt að rétt sé staðið að framkvæmdum, ekki síst með ör- yggi í huga, en því miður hafi ekki allir í Reykjavík fylgt ábend- ingum sambandsins í því efni og bendir hann til dæmis á í því sambandi að mikilvægt sé að mörkin séu inni í girðingunni um- hverfis völlinn. Mannvirkjanefnd KSÍ vinni nú að því að gera upp- lýsingahandbók um hvernig standa eigi að málum og eftir kynningu á henni verði hægt að gera samninga við bæjar- og sveitarfélög og hefjast handa, „en þörfin og áhuginn á verkefninu er miklu meiri en við getum sinnt í fyrsta áfanga,“ segir hann. Í tilefni 50 ára afmælis Knatt- spyrnusambands Evrópu hefur verið ákveðið að hvert samband innan UEFA fái milljón sviss- neska franka, um 57 milljónir króna, til að byggja sparkvelli, að því tilskildu að margfalt hærri upphæð fari í framkvæmdirnar. KSÍ lítur til fjárhagsnefndar Al- þingis, stuðnings frá helstu styrktaraðilum sambandsins og bæjaryfirvalda í því efni og von- ast er til að um 150 til 200 millj- ónir verði til skiptanna í fyrsta áfanga. Mikil þörf fyrir svona velli „Með þessu erum við bæði að byggja upp unglingastarfið og um leið að sinna ákveðnu for- varnarstarfi,“ segir Eyjólfur og vísar til þess að þörfin fyrir svona velli sé mikil og á Sauð- árkróki, sínum heimabæ, sé til- tölulega nýr sparkvöllur upptek- inn frá morgni til kvölds. Gert er ráð fyrir að vellirnir verði um 16x27 m stórir og þar með heppilegir fyrir leiki fimm manna liða. KSÍ sér um gervi- grasið og lagningu þess og segir Eyjólfur að lögð verði áhersla á fyrsta flokks gras sem UEFA við- urkenni. Kostnaður sveitarfélag- anna felst hins vegar í undirbún- ingsvinnu, undirlagi og það helst með hita, girðingu með mörkum og lýsingu. „Við stefnum á um 40 velli í fyrsta áfanga,“ segir Eyj- ólfur, „og spá mín er að á næstu fimm árum verði byggðir svona sparkvellir í flestum sveitar- og bæjarfélögum á Íslandi,“ bætir Geir við. „Þetta er það sem þarf við skóla landsins.“ Mikill áhugi er um allt land á sparkvöllum KSÍ á skólalóðum Vonumst til að geta glatt alla Ljósmynd/Jóhann G. Kristinsson Óskar Björnsson skólastjóri og Eyjólfur Sverrisson, umsjónarmaður sparkvallaátaks KSÍ, á sparkvellinum við Árskóla á Sauðárkróki sem var byggður í fyrra samkvæmt leiðbeiningum frá Knattspyrnusambandinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.