Morgunblaðið - 21.11.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.11.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ „Heillandi verk ... alvarlegur undirtónn um eftirsjá og óhugna› tvinna›ist vel saman vi› fallegar og myndrænar l‡singar og svo hljó›látan húmor e›a léttleika sem smeyg›i sér lymskulega inná milli, svona sorg me› húmor“ – Sólveig Gu›mundsdóttir, Kastljósi› „Bækur Gyr›is eru aldrei minna en meiriháttar ... einn af okkar albestu núlifandi rithöfundum.“ – Úlfhildur Dagsdóttir, bokmenntir.is „Aldrei minna en meiriháttar“ edda.is Þ etta er í senn saga mik- ils frumkvöðuls og saga Morgunblaðsins á mikl- um átakatímum í sögu þjóðarinnar,“ segir Jakob F. Ásgeirsson, stjórnmála- fræðingur og rithöfundur, um ævi- sögu sína um Valtý Stefánsson, rit- stjóra Morgunblaðsins í nærri fjóra áratugi, 1924–1963. Þessi nýja bók Jakobs heitir Valtýr Stefánsson – ritstjóri Morgunblaðsins og kom út í gær hjá Almenna bókafélaginu. Þetta er mikil bók að vöxtum, 598 bls., auk 80 myndasíðna. Bjarni Þorsteinsson, útgáfustjóri AB, seg- ir bókina í flokki vandaðra ævi- sagna sem farið hafa að koma út á síðari árum. Jakob F. Ásgeirsson er spurður um tilefni útgáfunnar. „Það er í sjálfu sér tilviljun að bókin kemur út núna á 90. afmælisári Morg- unblaðsins en þegar 100 ár voru lið- in frá fæðingu Valtýs, 26. janúar 1993, ákvað stjórn Árvakurs, út- gáfufélags Morgunblaðsins, að kosta ritun ævisögu Valtýs. Ég valdist síðan til verksins og hófst handa árið 1999,“ segir Jakob. Hann lýsir Valtý í stuttu máli sem föður íslenskrar blaðamennsku á 20. öld. „Valtýr tók upp merki Vil- hjálms Finsens, fyrsta ritstjóra Morgunblaðsins og festi blaðið í sessi sem helsta fréttamiðil þjóð- arinnar. Valtýr kom að Morg- unblaðinu í lægð, áskrifendur voru þá aðeins tvö til þrjú þúsund, en þegar hann skildi við blaðið nærri 40 árum síðar var það orðið að blaði allra landsmanna með yfir 30 þús- und áskrifendur,“ segir Jakob. Hann rifjar upp að Jón Kjart- ansson hafi verið ráðinn með Valtý sem ritstjóri að blaðinu árið 1924, en þeir hafi snemma skipt svo með sér verkum að Jón hafi að miklu leyti sinnt stjórnmálaskrifum en Valtýr séð um ritstjórn blaðsins að öðru leyti. Nam búvísindi í Danmörku Valtýr lærði búfræði að Hólum í Hjaltadal eftir stúdentspróf og fór síðan til framhaldsnáms í Kaup- mannahöfn. Tók hann háskólapróf þaðan í landrækt og áveitufræðum. Starfaði hann við fag sitt í Dan- mörku um skeið og síðar hjá Bún- aðarfélagi Íslands og var einnig rit- stjóri bændablaðsins Freys. Segir Jakob hann hafa ferðast mikið um landið og kynnst fjölda fólks í þess- um störfum. Á heimsstyrjaldarár- unum fyrri sendi Valtýr fréttir frá Danmörku til Ísafoldar og Tímans og segir Jakob hann því hafa haft talsverða reynslu af skriftum og fréttaritstjórn. „Valtýr las líka dönsku stór- blöðin á hverjum degi í mörg ár og lærði af þeim. Hann nálgaðist rit- stjórn sína á Morgunblaðinu fyrst og fremst sem fréttablaðamaður en á öðrum íslenskum blöðum á þeim árum var áherslan á stjórnmála- blaðamennsku. Grundvöllurinn að velgengni Morgunblaðsins var áreiðanlegur og traustur frétta- flutningur. Fljótlega í tíð Valtýs urðu ritstjórnarskrifstofur Morg- unblaðsins í Austurstræti 8 að eins konar fréttamiðstöð bæjarbúa. Þegar stórtíðindi gerðust flykktist fólk að gluggum blaðsins þar sem blaðmenn þess settu fréttaskeyti um nýjustu tíðindi út í gluggann – rétt eins og þegar fólk flykkist nú á mbl.is á Netinu þegar tíðinda er að vænta.“ Jakob segir stofnun Lesbókar Morgunblaðsins haustið 1925 til marks um áherslur Valtýs í rit- stjórn hans, en Lesbókin var fyrsta íslenska helgarblaðið og flutti ein- vörðungu fróðleiksefni ýmiss kon- ar, kvæði og sögur, en allri pólitík var frá upphafi úthýst úr Lesbók- inni. Jakob segir eftirtektarvert hversu mikið Valtýr hafi alla tíð skrifað í blað sitt. Hann hafi skrifað geysimikið af fréttatengdu efni allt þar til hann lét af ritstjórninni, auk þeirra greina sem hann var þekkt- astur fyrir, samtalsþáttanna fjöl- mörgu, afmælisgreina, minning- arorða og hinna vikulegu Reykjavíkurbréfa sem Valtýr skrif- aði um aldarfjórðungsskeið. Fróðlegt verk um merkan mann Bjarni Þorsteinsson segir að Al- menna bókafélaginu hafi verið falin útgáfa á verkinu og þar hafi mönn- um strax litist mjög vel á það og lagt sig fram um að vanda til frá- gangs þess og bókargerðarinnar allrar. Hildigunnur Gunnarsdóttir hannaði útlit bókarinnar og bóka- kápu og annaðist myndaumsjón. Hinar fjölmörgu myndir bók- arinnar eru úr einkasafni erfingja Valtýs, ljósmyndasafni Ólafs K. Magnússonar, safni Morgunblaðs- ins, Þjóðminjasafnsins og frá Ljós- myndasafni Reykjavíkur. „Við und- irbúninginn sáum við að þarna var á ferðinni fróðlegt verk um stór- merkan mann,“ segir Bjarni, „því ásamt því sem lesa má um Valtý og feril hans í bókinni fá lesendur góða lýsingu á Íslandi á 20. öldinni og ýmsu því helsta sem þá gerðist.“ Prentvinnsla bókarinnar fór fram í Odda. „Ævi Valtýs var mjög fjöl- breytt,“ segir Jakob. „Blaðamanns- starfið er vitaskuld mjög lifandi og Valtýr sagði raunar eitt sinn sjálfur að blaðamennskan væri lífið sjálft. Valtýr ólst upp á þjóðfrægu menn- ingarheimili, Möðruvöllum í Hörg- árdal og kynntist mörgu merk- isfólki í æsku sinni. Í landbún- aðarvafstri sínu kynntist hann náið landinu og náttúru þess. Þá hafði Valtýr mikinn áhuga á bók- menntum og listum, en eiginkona hans var einn þekktasti listmálari landsins, Kristín Jónsdóttir. Valtýr skrifaði mikið um myndlist í blað sitt og var síðan um fimmtán ára skeið formaður menntamálaráðs, 1942–1956. Hann hafði mikinn áhuga á þjóðmálum í víðasta skiln- ingi og Reykjavíkurbréf hans geta þjónað sem eins konar efnisyfirlit um íslensk þjóðmál á árunum 1930– 1955. Valtýr stóð fastur fyrir í stjórnmálabaráttu samtíma síns og var alla tíð málsvari frelsis og einkaframtaks jafnframt því sem hann vildi stuðla að sátt og sam- lyndi með þjóð sinni á stormasöm- um tímum. Þá er enn að nefna skógræktarástríðu hans, en Valtýr var einn helsti skógræktarfröm- uður landsins á 20. öld.“ Jakob segir ennfremur að Valtýr hafi nokkrum árum eftir að hann varð ritstjóri eignast stóran hlut í útgáfufélagi Morgunblaðsins, eða 46,5%, og setið í stjórn Árvakurs á árunum 1928–1955. Hafi hann lagt mikið af mörkum við rekstrarupp- byggingu blaðsins, ekki síst kaup blaðsins á prentvélum og byggingu stórhýsisins í Aðalstræti 6. Jakob segist einkum hafa leitað heimilda í einkaskjalasafni Valtýs sem sé mikið að vöxtum og geymi mikið af einkabréfum, í funda- gerðabókum Árvakurs sem hann hafi haft óheftan aðgang að og síð- an Morgunblaðinu sjálfu á rit- stjórnarárum Valtýs. Ekki auðvelt verk „Það er ekki auðvelt verk að skrifa ævisögu ritstjóra,“ segir Jakob, „því mikið af störfum þeirra fer í dagleg samtöl og samskipti við fólk sem engar heimildir eru um, auk þess sem afrakstur starfs þeirra er blað hvers dags, eða yfir 300 tbl. á ári. En það hjálpaði vissu- lega hversu mikið Valtýr skrifaði í blaðið undir eigin nafni.“ Jakob segir að lokum að í hans huga sé engum blöðum um það að fletta að Valtýr Stefánsson sé einn af merkustu mönnum Íslands á 20. öld. „Það er sannarlega eitt af mestu afrekum aldarinnar að gera Morgunblaðið að blaði allra lands- manna,“ segir Jakob. „Valtýr var óvenjulega fjölhæfur maður og geysilega atorkusamur, en hann var ekki aðeins afreksmaður heldur líka góður maður. Þess vegna hefur það verið mannbætandi að skrifa sögu hans.“ Ævisaga Valtýs Stefánssonar, ritstjóra Morgunblaðsins í áratugi, komin út Var frumherji í blaða- mennsku á 20. öldinni Morgunblaðið/Þorkell Bjarni Þorsteinsson, útgáfustjóri AB (t.v.), og Jakob F. Ásgeirsson, höfundur bókarinnar, eru hér með ævisögu Valtýs Stefánssonar. Morgunblaðið/Ól.K.M Valtýr Stefánsson, ritstjóri Morgunblaðs- ins, er hér með blað dagsins í höndunum. Ævisaga Valtýs Stef- ánssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, er einnig aldafarssaga og saga Morgun- blaðsins, segir höf- undurinn, Jakob F. Ásgeirsson. HÆSTIRÉTTUR féllst í gær á kröfu Jón Baldvins Hannibalssonar, sendi- herra og Bryndísar Schram, eigin- konu hans, um að ógilda þá ákvörðun Ríkisendurskoðunar að afhenda fjár- málaráðuneytinu einkaskjöl úr fórum hjónanna sem tengdust athugun Rík- isendurskoðunar á því hvort greiðsla fyrir veisluföng í afmæli Bryndísar árið 1988 hefði verið með eðlilegum hætti. Jón Baldvin óskaði eftir því við Ríkisendurskoðun 1989 að kannað yrði hvort greiðsla fyrir veisluföng í afmælisveislunni hefði verið með eðli- legum hætti en Jón Baldvin var fjár- málaráðherra þegar veislan var hald- in. Með beiðninni sendi Jón Baldvin einkaskjöl frá þeim hjónum varðandi greiðslu veislufanganna. Ríkisendur- skoðun komst að þeirri niðurstöðu að ekkert hefði komið fram sem gæfi ástæðu til að rengja sannleiksgildi fyrirliggjandi gagna. Árið 2001 óskaði Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður eftir því við Ríkisendurskoðun að hún léti honum í té ljósrit af gögnunum sem stofn- unin athugaði. Eftir nokkurn mála- rekstur komst úrskurðarnefnd um upplýsingamál að þeirri niðurstöðu snemma árs 2002 að fjármálaráðu- neytið ætti að útvega umrædd gögn hjá Ríkisendurskoðun og afhenda þau lögmanninum. Jón Baldvin taldi hins vegar að um væri að ræða einka- gögn sem hann féllist ekki á að yrðu afhent fjármálaráðuneyti eða öðrum óviðkomandi aðila. Hæstiréttur segir athugun Ríkis- endurskoðunar hafa lotið að meðferð risnuheimilda Jóns Baldvins sem fjármálaráðherra og meðferð opin- berra fjármuna hjá fjármálaráðu- neytinu. Ráðherrann hafi sent einka- skjöl sín með beiðni um rannsóknina til þess að þau yrðu sérstaklega könn- uð sem gögn í þeirri athugun. Fallast verði á að þessi skjöl ráðherrans hafi beinlínis tengst þessari athugun og orðið hluti af henni. Hins vegar sé ljóst að skjölin hafi hvorki stafað frá utanríkisráðuneyti né fjármálaráðu- neyti og því tilheyrt hvorugu þeirra og ekki átt heima í skjalasöfnum þeirra. Engin lagaheimild sé því fyrir hendi um að Ríkisendurskoðun af- hendi fjármálaráðuneytinu þessi skjöl. Málið dæmdu hæstaréttardóm- ararnir Markús Sigurbjörnsson, Garðar Gíslason, Hrafn Bragason, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Hrafn Bragason. Lögmaður Bryndísar og Jóns Baldvins var Hörður Einarsson hrl. og lögmaður Ríkisendurskoðun- ar Jónatan Sveinsson hrl. Ráðuneyti fær ekki skjöl- in frá Ríkisendurskoðun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.