Morgunblaðið - 21.11.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 21.11.2003, Blaðsíða 53
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2003 53 Fr æ ðs lu fu n du r - H el la s Fræðslufundur á vegum Grikklandsvinafélagsins Hellas, haldinn í samvinnu við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands Norræna húsið, Reykjavík Laugardaginn 22. nóvember 2003 kl. 14:00 - 17:00 Dagskrá Íþróttalýsingar í forngrískum bókmenntum (Hómer o.fl.) Kristján Árnason dósent, formaður Grikklandsvinafélagsins Upphaf Ólympíuleika nútímans Dr. Ingimar Jónsson, íþróttafræðingur Ólympíuleikarnir á 20. öld fram yfir miðja öldina. Þátttaka Íslendinga Gísli Halldórsson, arkitekt, Heiðursforseti ÍSÍ Undirbúningur ÍSÍ fyrir Ólympíuleikana í Aþenu sumarið 2004 Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ Vilhjálmur Einarsson minnist hinnar sögufrægu afreksferðar sinnar á Ólympíuleikana í Ástralíu árið 1956 Ólympíuleikarnir fyrr og nú Allir velkomnir ! Fundarstjóri: Þór Jakobsson, ritari Hellas Heiðursgestur: Vilhjálmur Einarsson, skólameistari MARGIR Danir grétu það þurrum tárum þótt Norðmönnum tækist ekki að tryggja sér farseðilinn á Evrópukeppni landsliða í knatt- spyrnu í fyrrakvöld þegar þeir töp- uðu fyrir Spánverjum í síðari leik þjóðanna í Ósló, 3:0. „Spánverjar, takk fyrir,“ í fyrirsögn götublaðs- ins Ekstra Bladet. Blaðamaður blaðsins sá sérstaka ástæðu til þess að þakka leikmönnum spænska landsliðsins fyrir að veita Norð- mönnum ráðningu og hreinlega auðmýkja þá á heimavelli þar sem leikmenn norska landsliðsins séu alls ekki „vinir fótboltans“. „Það er engin skömm að tapa fyrir landsliði sem er fyrirfram tal- ið betra, en það er fyrir neðan allar hellur þegar menn tapa án þess að hafa minnstu getu eða vilja til þess að sækja og leika knattspyrnu eins og Norðmenn gerðu að þessu sinni og það ekki í fyrsta sinn,“ sagði m.a. í grein í Ekstra Bladet, sem er þekkt fyrir að blaðamenn þess skrifa tæpitungulaust. „Frá því að dómarinn flautaði til leiks var sem norsku leikmennirnir væru hrædd- ir við boltann. Í hvert sinn sem þeir komust fram yfir miðju virkuðu þeir ráðvilltir og jafnvel blindir, slíkt kann ekki góðri lukku að stýra í knattspyrnuleik. Þetta er ein- kennilegt í ljósi þess að leikurinn fór fram á heimavelli Norðmanna, fyrir framan þeirra eigin stuðn- ingsmenn,“ sagði ennfremur. Ekstra Bladet: Spánverjar, takk fyrir! TRYGGVI Guðmundson meidd- ist í upphitun fyrir leikinn gegn Mexíkó og sat því full- klæddur á varamannabekkn- um. Hann var að skjóta á markið þegar hann fékk mik- inn verk í hægri ristina og ótt- ast hann að gamalt brot, sem hrjáði hann lengi fyrir nokkr- um árum, hafi tekið sig upp. „Ég vona að þetta sé ekkert al- varlegt, þetta er ekki eins sárt og þegar ég brotnaði en sárt engu að síður. Ég fer í mynda- töku um leið og ég kem til Nor- egs og vona að þetta sé ekki al- varlegt því annars gæti ég verið frá í einar tíu vikur og það breytir talsvert miklu fyrir mig – þá er ég í raun í vondum málum,“ sagði Tryggvi eftir leikinn, en hann hefur í hyggju að fara frá Stabæk og helst frá Noregi, en það gæti reynst honum erfitt ef hann verður frá æfingum í tíu vikur. Tryggvi meiddist á rist í upphitun ALÞJÓÐALIÐIÐ hefur eins vinnings forskot á Bandaríkin eftir fyrstu umferð í keppninni um Forsetabikarinn í golfi sem hófst á Fancourt-golfvellinum í George í Suður-Afríku í gær. Alþjóðaliðið átt góðan endasprett og fékk þrjá og hálfan vinning gegn tveimur og hálfum en Bandaríkin voru um tíma með 4:2 forystu í leikjunum. Úrslit leikja urðu þessi, alþjóðaliðið á undan: Nick Price/Mike Weir unnu David Toms/Phil Mickelson, 1/0. Retief Goosen/Vijay Singh unnu Chris DiMarco og Jerry Kelly, 3/2. Peter Lonard/Tim Clarke töpuðu fyrir David Love/Kenny Perry, 2/4. Ernie Els/Adam Scott unnu Jim Furyk/Justin Leonard, 1/0. Robert Allenby/Stephen Leaney og Fred Funk/Jay Hass gerðu jafn- tefli, en þeir Stuart Appleby/KJ Choi töpuðu fyrir Tiger Woods/ Charles Howell, 3/4. SIGMUNDUR Kristjánsson, fyrr- verandi leikmaður Þróttar í Reykjavík, sem hefur verið á mála hjá hollenska knattspyrnufélaginu Utrecht undanfarið hálft annað ár, er kominn heim og genginn til liðs við Íslandsmeistara KR. Sigmundur er tvítugur miðjumaður og hefur leikið 7 leiki með 21 árs landsliðinu en hann gerði mark þess gegn Þýskalandi í Evrópukeppninni á Akranesi í september. Hann hefur einnig leikið með yngri landslið- unum. Sigmundur lék fyrst með unglingaliði Utrecht og síðan með varaliðinu en fékk ekki tækifæri með aðalliðinu í hollensku úrvals- deildinni. Sigmundur til KR-inga Liðið er ósamæft og því er ég mjögánægður með hvernig það lék. Það mátti sjá það á liðinu fyrsta stundarfjórðunginn en eftir það sá maður ekki að þarna væru leikmenn að spila sem þekktu ekki vel hver inn á annan. Það er ekki á hverj- um degi sem maður sér Helga Sig- urðsson ná ekki að skora úr þremur færum. Það er virkilega ánægjulegt að sjá hversu fljótir strákarnir voru að meðtaka okkar skipulag og þá vinnu sem sett var í þennan leik. Það er líka mjög ánægjulegt fyrir okkur að sjá hvernig sóknarleikur okkar er að þróast, við lágum ekkert í vörn heldur fengum fleiri færi en þeir og ég get alveg sagt að ef Helgi hafði skorað þá hefðum við getað unnið, ekki 1:0 heldur stærra því svona lið brotna fljótt við mótlæti. Við vissum að það þyrfti að vera 100% einbeiting allra leikmanna al- veg frá fyrstu mínútu til loka og það gekk mjög vel, menn pössuðu sig á að fara ekki út úr stöðunum og þó svo að það hafi vantað aðeins á að sendingar væru alveg fullkomnar þá lítur mað- ur framhjá því á svona stundum. Mér fannst skilningur strákanna á leik- skipulaginu vera til fyrirmyndar,“ sagði Ásgeir. Hann sagði að í hálfleik hefðu menn talað um að vera aðeins rólegri og yfirvegaðri og það hefði gengið eftir. „Það er eðlilegt að menn séu dálítið taugaóstyrkir í svona leik, fyrsta tækifæri leikmanna með landsliðinu og stórleikur á móti sterkri þjóð. Frammistaða strákanna eru skila- boð til þeirra sjálfar og annarra um að við erum með góðan hóp þó svo að það hafi tíu leikmenn boðað forföll í þennan leik. Það komu margir leik- menn virkileg á óvart í leiknum og ég tel að hópurinn sem við höfum úr að velja sé mun stærri en margir héldu. Nú vonar maður bara að við fáum einhverja vináttulandsleiki fyrir þessa stráka þannig að hægt sé að prófa sig áfram – þeir eiga það fylli- lega skilið,“ sagð ánægður landsliðs- þjálfari að leikslokum. AP Ólafur Stígsson og Ólafur Örn Bjarnason eiga hér í höggi við Emilio Mora, leikmann Mexíkó. Ásgeir Sigurvinsson sagði að sínir menn hefðu komið, séð og sigrað Enginn getur bókað sæti í landsliðinu „VIÐ vissum að þetta yrði erfiður leikur en í ljósi þess að strákarnir okkar eru fæstir að spila og þeir sem komu frá Íslandi hafa ekki spilað síðan í september má segja að þeir hafi komið hingað, séð og sigrað. Með frammistöðu sinni hér sýna þeir öðrum landsliðs- mönnum, sem voru ekki með í för, að það getur enginn bókað öruggt sæti í landsliðinu,“ sagði Ásgeir Sigurvinsson, landsliðs- þjálfari, eftir jafnteflið við Mexíkó í San Francisco, 0:0. Skúli Unnar Sveinsson skrifar frá San Francisco Alþjóðaliðið er yfir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.