Morgunblaðið - 21.11.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.11.2003, Blaðsíða 32
Craig Bri verkefnis kvæmdas SVEITARFÉLÖGIN kynntu á fundum með heimamönnum fyrirætlanir sínar í tengslum við byggingu álversins á Reyð- arfirði, en þær eru margvíslegar og lúta að fólksfjölgun og íbúðabyggingum, uppbyggingu allra skólastiga og þjón- ustu almennt, ásamt ýmsum samfélags- legum verkefnum. Michael Baltzell, framkvæmdastjóri áliðnaðarsviðs Alcoa, kynnti stefnu og starfsemi fyrirtækisins um heim allan, Fjarðaálsverkefni Alcoa, tímaáætlun verkefnisins og áformaðar fram- kvæmdir. Hann kom jafnframt inn á efnahags- og þjóðhagsleg áhrif verkefn- isins hér á landi. Meðal þess sem kom fram í máli Baltzell var að gert er ráð fyrir að 1.500 störf skapist á bygging- artíma álversins og 750 varanleg störf. Þar af 450 við álbræðsluna sjálfa og 300 afleidd störf. Flestar mannaráðningar munu fara fram árið 2006. Jarðvegsvinna á næsta ári Reiknað er með að fjármagnskostn- aður við byggingu álversins verði einn milljarður Bandaríkjadala og að útflutn- ingstekjur álversins í fullum rekstri geti numið um 450 milljónum dala árlega. Framkvæmdir á álverslóðinni hefjast eftir ár. J. Wahba, verkefnisstjóri Fjarðaáls- Fulltrúar Alcoa, Bechtel og sveitarfélaga kynn Flestar manna- ráðningar fara fram árið 2006 Austurlandi. Morgunblaðið. Fulltrúar frá Alcoa-álfyrirtækinu, Bechtel og sveit- arfélögunum í Fjarðabyggð og á Austur-Héraði hafa á undanförnum dögum kynnt fyrirætlanir um byggingu álvers fyrir heimamönnum á Austurlandi. 32 FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. V ændisiðnaðurinn snýst einvörðungu um pen- inga og vændismiðl- arar svífast einskis til að græða sem mest. Sænsku lögin, þar sem kaupandi vændis er sekur, eru mikilvæg leið til þess að gera vændismiðlurum erfiðara fyrir. Þetta kom fram í máli Thomasar Ekman á hádeg- isfundi á Grand Hóteli í gær. Ek- man er lögreglumaður og er yf- irmaður teymis sem tekst á við vændi og verslun með konur innan lögreglunnar í Gautaborg. Hann er hér á landi í boði 14 aðila, mest kvennasamtaka, sem hafa lýst yfir stuðningi sínum við vænd- isfrumvarpið svonefnda sem nú liggur fyrir Alþingi en það felur í sér að farin verði hin sænska leið og kaup á vændi gerð ólögleg. Teymið sem Ekman fer fyrir hefur bein afskipti af sænskum og er- lendum konum í vændi og mik- ilvægur hluti starfsins er að ná milliliðnum, eða vændismiðl- aranum. Ekman hefur ferðast víða og sagt frá sænsku leiðinni og hvernig sænsku lögin hafa virkað frá sjónarhóli lögreglunnar. Að hans sögn er alþjóðlegt samstarf sérlega mikilvægt í baráttunni gegn mansali og lögreglan í Gauta- borg vinnur í samstarfi við rík- islögregluna, lögregluna í Malmö og Stokkhólmi, Interpol, Europol og lögregluna í öðrum löndum. Að auki er haft náið samstarf við vændisathvörf og kvennsamtök sem þekkja til vændis, fórn- arlamba þess og afleiðinga. Snýst allt um peninga Ekman segir ástæðuna fyrir vændisiðnaðinum vera einfalda og skýra. „Þetta snýst allt inga og fleiri og fleiri g vilja fá sinn hluta af pe sem eru í boði. Vændism vilja hámarka gróða sin hafa engar tilfinningar kvennanna og barnanna selja. Við þurfum að ge glæpasamtökum erfitt f sænsku lögin eru ein le Að mati Ekmans get itt að segja til um hvor Thomas Ekman, lögreglumaður í Gautaborg, flutti e Vændisiðnaðurin Morgun Thomas Ekman er á Íslandi í boði 14 aðila, mestmegnis kvennas Thomas Ekman fer fyr- ir teymi lögreglunnar í Gautaborg sem vinnur gegn mansali og vændi. Halla Gunnarsdóttir leit inn á fyrirlestur Ek- mans á Grand Hóteli í gær og forvitnaðist um veruleika vændis og mansals og reynslu lög- reglunnar af sænsku vændislögunum sem fela í sér að kaup á vændi eru ólögleg. Fjölmargir hlýddu á erindi Thomas Ekmans um reynsluna af sæ KAUPRÉTTARSAMNINGAR Í KAUPÞINGI BÚNAÐARBANKA Fréttir um kaupréttarsamningatveggja æðstu stjórnendaKaupþings Búnaðarbanka hljóta að vekja mikla athygli og verða mörgum, ekki sízt almennum hluthöf- um í fyrirtækinu og viðskiptavinum þess, verulegt umhugsunarefni. Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að þeir Sigurður Einarsson, stjórnarfor- maður bankans, og Hreiðar Már Sig- urðsson, annar tveggja forstjóra, hafi nýtt sér kauprétt að ríflega sex millj- ónum hluta í bankanum á genginu 156, en meðalgengi síðustu 10 daga í bank- anum er 210 og allmargir aðrir lyk- ilstarfsmenn fá að kaupa hlut á því gengi. Þannig kaupir hvor æðstu stjórnendanna um sig hlut í bankanum fyrir um 950 milljónir króna. Miðað við lokagengi bréfa bankans í gær myndi hvor um sig hagnast um rúmlega 365 milljónir króna, ef þeir seldu hlutinn í dag, eða samtals um rúmar 730 millj- ónir. Samkvæmt ráðningarsamning- um stjórnendanna verða þeir reyndar að eiga hlutinn mun lengur en engu að síður er ljóst að um gífurlega launa- uppbót er að ræða. Nú er Kaupþing Búnaðarbanki auð- vitað einkafyrirtæki og hluthafarnir geta ákveðið að borga stjórnendum og öðrum starfsmönnum þau laun sem þeim sýnist. En hér er að ýmsu að hyggja. Í fyrsta lagi eru þetta miklu stærri upphæðir en sézt hafa í sambæri- legum kaupréttarsamningum stjórn- enda annarra fyrirtækja á íslenzkum hlutabréfamarkaði, þar á meðal stjórnenda í öðrum fjármálafyrirtækj- um. Upphæðirnar eru einfaldlega úr öllu samhengi við launakjör á Íslandi, hvort sem miðað er við almenna laun- þega eða stjórnendur stórfyrirtækja. Í öðru lagi fara umræður vaxandi, ekki aðeins hér á landi heldur bæði í Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum, um það hvort himinhá forstjóralaun og gífurlegar launauppbætur í formi kaupréttarsamninga eigi yfirleitt nokkurn rétt á sér. Síðastliðið vor varð t.d. uppnám meðal hluthafa á aðalfundum bæði Shell og Barclays-banka í Bretlandi vegna ríflegra launakjara stjórnenda. Á aðalfundi General Electric í Banda- ríkjunum í vor gerðu hluthafar sömu- leiðis uppreisn gegn því sem þeir töldu alltof rífleg launakjör æðstu stjórn- enda fyrirtækisins og alltof háan starfslokasamning Jacks Welch, frá- farandi forstjóra. Skemmst er að minnast þess að Richard Grasso, for- stjóri og stjórnarformaður Kauphall- arinnar í New York, neyddist til að segja af sér eftir að uppvíst varð um margra milljarða króna starfsloka- greiðslur sem hann hafði samið um. Vissulega hefur hagnaður Kaup- þings Búnaðarbanka verið mikill að undanförnu eins og reyndar hinna bankanna. Það er ekkert óeðlilegt að stjórnendur fyrirtækisins njóti þess árangurs í einhverju. Sömuleiðis er það staðreynd að fyrirtækið á í alþjóð- legri samkeppni við fyrirtæki þar sem kjör æðstu stjórnenda eru eflaust með svipuðum hætti og áðurnefndar tölur gefa til kynna en það á einnig við um ótalmörg önnur íslenzk fyrirtæki sem engu að síður greiða stjórnendum sín- um hófleg laun. Viðskiptavinir bankans hljóta að spyrja: Hefði ekki verið nær að lækka þjónustugjöldin eða vextina en hafa þess í stað launakjör æðstu stjórnenda í einhverju samhengi við það sem al- mennt tíðkast á Íslandi? Og hinn al- menni hluthafi í bankanum hlýtur að spyrja: Hvað réttlætir að stjórnendur í þessu fyrirtæki séu með miklu betri launakjör en stjórnendur í sambæri- legum fyrirtækjum sem ná svipuðum árangri? AÐ LEITA RÉTTAR SÍNS Ákvörðun yfirstjórnar Landspítala– háskólasjúkrahúss um að víkja Sigurði Björnssyni frá störfum sem yfirlækni lyflækninga krabbameina á sjúkrahúsinu vekur spurningar. Fram hefur komið að það er afdráttarlaus stefna sjúkrahússins að yfirmenn gegni fullu starfi þar og sinni ekki öðr- um störfum á meðan nema við háskóla eða setu í nefndum á vegum opinberra aðila. Þetta er rökstutt með því að það sé í anda góðrar stjórnsýslu að yfir- menn stofnunar eigi ekki hagsmuna að gæta utan hennar og starfið sé ábyrgðarmikið og erilsamt og krefjist óskiptra starfskrafta. Þessi stefna á meðal annars við um störf yfirmanna á einkastofum. Sigurður hafði skrifað undir sam- komulag þess efnis að eftir 31. októ- ber myndi hann ekki samtímis gegna launuðum störfum utan spítalans og stjórnunarstöðu innan hans og hefur hann hætt störfum á einkastofu sinni. Sigurður hafði því gengið að kröfum Landspítalans. Í bréfi sem Einar Páll Tamimi, lögfræðingur Sigurðar, sendi yfirmönnum sjúkrahússins í upphafi þessa mánaðar, er hins vegar tekið fram að Sigurður muni leita réttar síns fyrir dómstólum og láta reyna á það hvort heimilt sé að meina yfir- læknum að stunda eigin stofurekstur samhliða stjórnunarstörfum. Þetta bréf var stjórn Landspítalans tilefni til að víkja Sigurði frá störfum fyrir þær sakir að hann ynni gegn sam- þykkt stjórnarnefndar og fram- kvæmdastjórnar um forsendur fyrir ráðningu í störf yfirmanna á sjúkra- húsinu. Undirstaða réttarríkisins er sú að borgararnir geti leitað til dómstóla með ágreiningsatriði. Sigurður Björnsson hafði fallist á að fara að reglum sjúkrahússins þegar honum var vikið úr starfi yfirlæknis. Hans „sök“ var hins vegar að áskilja sér þann sjálfsagða rétt að leita til dóm- stóla og fá skorið úr um réttmæti stefnu Landspítalans. Sá ásetningur er ekki brottrekstrarsök. Svona getur yfirstjórn Landspítala – háskóla- sjúkrahúss ekki komið fram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.