Morgunblaðið - 21.11.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.11.2003, Blaðsíða 24
AUSTURLAND 24 FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ungt fólk | Á Haustþingi ungs fólks á Austur-Héraði, sem haldið var fyrir skemmstu, var áhersla lögð á nauðsyn þess að setja á fót ung- mennaráð og koma ungmennahúsi í gagnið. Ungmennaráðið hefði mótandi áhrif á þá þætti stjórnsýslu sveitar- félagsins sem lýtur að málefnum ungs fólks og með ungmennahúsi fengi unga fólkið vettvang til að hitt- ast á eigin forsendum og njóta og móta eigin menningu. Fræðslu- og menningarráð Austur-Héraðs hefur fjallað um niðurstöður þingsins og telur hugmyndina um ungmennaráð afar áhugaverða. Forstöðumanni FM-ráðs hefur verið falið að kanna hvort hliðstæð ráð séu annars staðar á landinu og hvernig fulltrúar séu tilnefndir. Vinna við undirbúning ungmenna- hússins er á lokastigi, en sú vinna hófst í kjölfar Haustþings ungs fólks 2002. Húsið verður til húsa við Lyngás 5 á Egilsstöðum og hefur FM-ráð lagt til að gerður verði samstarfssamn- ingur til tveggja ára milli Austur- Héraðs og Rauða kross Íslands, þar sem framlag sveitarfélagsins verði hluti af launum forstöðumanns, sem jafnframt gegni starfi forvarnarfull- trúa.    Gjafir | Þegar Íslandsbanki opnaði nýtt útibú sitt á Reyðarfirði í síð- ustu viku, færði bankinn leikskól- unum þremur í Fjarðabyggð tölvur að gjöf. Þá fengu Hollvinasamtök fjórðungssjúkrahússins í Neskaup- stað 200 þúsund króna peningagjöf og Tónskólar Eskifjarðar og Reyð- arfjarðar myndarlega harmónikku í tilefni dagsins.    Vopnafjörður | Þessar ungu dömur, sem eru í 3. bekk Vopnafjarðarskóla, stóðu nýlega fyrir tombólu til styrktar Sjónarhóli, samtaka sérstakra barna. Afrakstur dagsins var rúmar 6.300 kr. Frá vinstri heita þær Matthildur Ósk, Glódís, Ingibjörg María og Anna Vilhjálms. Á myndina vantar Önnu Lilju. Morgunblaðið/Jón Sigurðarson Söfnuðu fyrir Sjónarhól Reyðfirsk fjármálagata | Reyð- firðingar gantast nú með að eiga sitt einka „Wall Street“ í bænum síðan Íslandsbanki opnaði útibú í sömu götu og útibú Sparisjóðs Norð- fjarðar og Landsbankans standa við.    Læknatæki | Þakkarhátíð var haldin á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað í vik- unni, vegna fjölda gjafa sem sjúkrahúsinu hafa borist á árinu. Við athöfnina afhentu Eskja, Íslandsbanki, Síldarvinnslan og Félag hjartasjúklinga á Austurlandi stofnuninni gjafabréf fyrir hjartarafsjá. Hollvinasamtök sjúkrahússins gáfu nýjan ristilspegil og Rauði krossinn hlaut þakkir fyrir lífsmarkamæli sem gefinn var fyrr á árinu. Þá gáfu aðstandendur sjúklinga og fyrrum starfsmenn sjúkrahúsinu sjónvarpstæki og hægindastóla fyrir sjúklinga. Mikil málverkasala FJÖLDINN allur af málverkum var seldur á uppboði sýslumannsins á Seyðisfirði á mið- vikudag. Verkin, tæplega þúsund talsins, voru hald- lögð í Norrænu í sumar og höfðu verið flutt inn án viðhlítandi leyfa. Var um að ræða olíumálverk á striga og voru þau seld í 70 til 80 verka bunkum. Munu hafa fengist eitthvað um 160 þúsund krónur fyrir öll verkin og rennur féð í ríkissjóð.    Samkeppni um byggðamerki | Auglýst er eftir tillögu að nýju byggðamerki fyrir Austurbyggð, fyrrum Búða- og Stöðvahrepp. Skilafrestur er til 15. desember og verða 20 þúsund krónur veittar fyrir bestu hugmyndina. Neskaupstaður | „Sársaukinn var svo mikill og allt gerðist svo hratt að ég hafði engan tíma til að hugsa um hræðslu,“ sagði Cynthia Trililani frá Reyðarfirði sem fæddi dreng í sjúkra- bifreið við Eskifjarðará á áttunda tím- anum í gærmorgun. „Það var um klukkan hálfsjö í morg- un sem hún hafði samband við mig,“ sagði Hafdís Edda Eggertsdóttir, ljós- móðir á Fjórðungssjúkrahúsinu í Nes- kaupstað. „Ég tók strax þá ákvörðun að kalla út sjúkrabíl sem er á Reyðarfirði og lækni á Heilsugæslustöð Eski- fjarðar.“ Þegar leið á ferðina var ljóst að barn- ið myndi fæðast í sjúkrabifreiðinni og var henni því lagt við brúna yfir Eski- fjarðará, þar sem sá stutti kom í heim- inn með aðstoð sjúkraflutningamanna og læknis á Eskifirði. Fæðingin gekk að óskum og móður og barni heilsast vel. Drengurinn sem ekki gat beðið eftir því að komast í heiminn er hinn mynd- arlegasti og var þegar tekinn til við að drekka þegar fréttaritari heilsaði upp á barn og móður um hádegisbilið. Hann er þriðja barn foreldra sinna, Cynthiu Trililani og Jónasar Rafnar Ingasonar. Fyrir á hann bræðurna Inga Benedikt og Jónatan Jópie. Þetta er í annað sinn á tveimur árum sem kona á Reyðarfirði fæðir barn í sjúkrabifreið, en rúmlega hálfrar klukkustundar akstur er frá Reyðarfirði á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað. Það var enginn tími til að hugsa um hræðslu Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Sjúkrabifreiðinni var lagt við Eskifjarðará meðan Cynthia Trililani fæddi son sinn í heiminn á átt- unda tímanum í gærmorgun: Sá stutti mældist rúmlega 14 merkur og 53 sentimetrar. Neskaupstaður | Í vikunni und- irrituðu forráðamenn Verkmennta- skólans á Austurlandi og fulltrúar verktakafyrirækisins Bechtel, sem byggir álverið á Reyðarfirði, samn- ing um samstarf við þróun og upp- byggingu námsbrautar áliðna í skólanum. Tilgangur samstarfsins er að gera skólanum betur kleift að þróa námsbraut áliðna og skipu- leggja starfsþjálfun iðnnema. Einnig skuldbindur fyrirtækið sig til þess að útvega skólanum tölvu- og stýritæknibúnað sem not- aður er við álframleiðslu. Jafnframt mun fyrirtækið stuðla markvisst að aukinni öryggisfræðslu innan skól- ans með því að útvega bæði náms- efni og öryggistæki til nemenda hans. Í fréttatilkynningu segir að bæði Bectel og Alcoa leggi mikið upp úr öryggisþáttum í allri starfsemi sinni og vilji með samningnum hafa áhrif á mikilvægi öryggisfræðslu fyrir nemendur skólans og ekki síst fyrir hina nýju atvinnustarfsemi sem í vændum er. Verkmenntaskóli Austurlands og Bechtel hafa gert með sér samning um samstarf við þróun og uppbyggingu áliðnabrautar: Craig Bridge og Joe L. Wahba frá Bechtel og Helga M. Steinsson skólameistari. Verkmennta- skólinn og Bechtel í samstarfi Neskaupstaður| Nú þegar hrein- dýraveiðitímabilinu er lokið, gæs- irnar flognar á sínar vetur- setustöðvar og ekki má lengur ganga til rjúpna, eru svart- fuglaveiðar huggun harmi gegn hjá skotveiðimönnum og sýna að það er líf eftir rjúpnaveiðibann. Og það þó að mörgum veiðimanninum þyki ekki eins mikið til svartfuglsins koma og rjúpnanna. Norðfirðingar hafa verið að skreppa á svartfugl að undanförnu, en veiðin ekki verið mikil því fremur lítið hefur gengið af fugli inn í Norð- fjarðarflóa það sem af er vetri. Það er líf þrátt fyrir rjúpnaveiðibann Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Norðfirðingar hafa verið að skreppa á svartfugl að undanförnu. Marinó og Sverrir brugðu sér á svartfugl á dögunum og fengu ríflega í soðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.