Morgunblaðið - 21.11.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.11.2003, Blaðsíða 44
FRÉTTIR 44 FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ALMENN DYRASÍMA- OG RAFLAGNAÞJÓNUSTA Set upp ný dyrasímakerfi og geri við eldri. Endurnýja raflagnir i eldra húsnæði ásamt viðgerðum og nýlögnum. Fljót og góð þjónusta Geymið auglýsinguna Sími 893 1733 og 562 6645 JÓN JÓNSSON löggiltur rafverktaki jon@netpostur.is Bankastræti 3 sími 551 3635 www.stella.is Nudd saltið veitir slökun, vellíðan og silki mjúka húð FJARLÆGJUM STÍFLUR VALUR HELGASON ehf. Sími 896 1100 - 568 8806 www.stifluthjonustan.is Röramyndavél til að skoða og staðsetja skemmdir í frárennslislögnum DÆLUBÍLL úr vöskum, wc-lagnir, baðkerum og niðurföllum – Við notum ný og fullkomin tæki BORIST hafa eftirfarandi yfirlýs- ingar frá Magnúsi Axelssyni fast- eignasala og fasteignasölunum Ein- ari Harðarsyni og Írisi Hall: „Í Fréttablaðinu í morgun, 20. nóv., birtist svohljóðandi frétt: „FASTEIGNASALI DÆMDUR Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt fasteignasala á sextugsaldri í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir rúmlega einnar millj- ónar króna fjárdrátt. Árið 1999 nýtti hann vörslufé til greiðslu á út- standandi skuldum fasteignasölunn- ar Laufáss.“ Vegna þessarar fréttar er óskað eftir að koma því á framfæri, að ég undirritaður Magnús Axelsson seldi fasteignasöluna Laufás í maí 1998. Síðan starfaði ég á Laufási sem lög- giltur fasteignasali, hjá Einari Harðarsyni, núverandi eiganda Laufáss, frá því í mars 2001 þangað til í ágúst s.i. Þannig hef ég tengst fasteignasölunni Laufási í hartnær 22 ár, en var hvorki starfsmaður né eigandi Laufáss þegar brotið sem dæmt er fyrir var framið. Hvorki Einar né neinn annar sem tengist Laufási í dag er sekur í þessu dómsmáli þótt þetta fólk sé fórnarlamb fréttarinnar eins og ég. Það skal tekið fram að fréttin er ekki röng. Og hún er eflaust skrifuð í samræmi við hefðbundnar siða- reglur um slíkan fréttaflutning og nafnbirtingar. Ég er heldur ekki að mæla með að fréttir af brotum fast- eignasala eða annarra sem fremja brot í starfi skuli ekki birtar, en í þessu tilfelli bitnar þetta á saklausu fólki. Magnús Axelsson, fasteignasali.“ „Núverandi eigendur að fast- eignasölunni Laufáss ehf., eru á engan hátt tengdir frétt sem birtist í Fréttablaðinu í gær, þar sem fjallað var um fasteignasala sem dæmdur var í héraðsdómi fyrir að draga sér fé. Yfirlýsingar ritstjóra Fréttablaðsins um vandaða frétta- mennsku samræmast ekki að þeir skuli nefna nafn fasteignasölunnar í frétt sinni vegna dómsins án þess að taka fram að fasteignasalinn hvorki starfar né rekur fasteigna- söluna Laufás í dag, viðkomandi rak fasteignasöluna í mjög skamm- an tíma. Magnús Axelsson, löggilt- ur fasteignasali, átti Laufás fast- eignasölu til ársins 1998 og hóf aftur störf árið 2002 hjá núverandi eigendum og er því þessu máli óvið- komandi. Laufás fasteignasala hefur það að markmiði að veita bestu og örugg- ustu þjónustu sem völ er á og vinna af nákvæmni og fagmennsku. Það skal tekið fram að allar upp- greiðslur lána viðskiptamanna Laufáss hafa farið undantekninga- laust í gegn um MP verðbréf hf., frá því að núverandi eigendur tóku við rekstri fasteignasölunnar til m.a. að bankatryggja fé kaupanda og seljanda. Þessi frétt í Fréttablaðinu í gær er hvorki vönduð né nákvæm. Einar Harðarson Íris Hall, löggiltur fasteignasali.“ Yfirlýs- ingar NÝVERIÐ af- henti Pétur Pét- ursson þulur Borgarskjala- safni Reykjavík- ur gögn sem hann hefur aflað með rannsóknum sínum um Hvíta stríðið í Reykja- vík. Um er að ræða frumrit og afrit skjala um að- draganda og eftirmál Hvíta stríðs- ins sem háð var í Reykjavík í nóv- ember árið 1921. Pétur hafði afhent Landlæknisembættinu skjölin en taldi þau betur komin í vörslu Borg- arskjalasafns Reykjavíkur. Hefur Pétur lagt mikla vinnu í rannsóknir og aflað heimilda á innlendum sem erlendum skjalasöfnum og hjá stofnunum, félögum, mönnum og konum. Í tilefni afhendingar skjal- anna til Borgarskjalasafns flytur Pétur erindi um Hvíta stríðið í Reykjavík á morgun, laugardaginn 22. nóvember, kl. 14 á 1. hæð Tryggvagötu 15 og er aðgangur ókeypis. Hvíta stríðið eða Drengsmálið voru átök sem vöktu alþjóðarathygli í nóvembermánuði árið 1921 er fjöl- mennt lögreglulið réðst inn til Ólafs Friðrikssomar, ritstjóra Alþýðu- blaðsins, og hugðist taka fastan rússneskan pilt er Ólafur hafði tekið til fósturs og haft með sér heim af Alþjóðaþingi kommúnista í Moskvu. Pétur Pétursson útvarpaði á sín- um tíma 12 útvarpsþáttum um Hvíta stríðið og tók þar viðtöl við sjónarvotta og aðra sem málið varð- aði auk þess sem hann kom að út- gáfu bókarinnar Réttvísin gegn Ólafi Friðrikssyni árið 1986, segir í fréttatilkynningu. Erindi um Hvíta stríðið í Reykjavík Pétur Pétursson EFTIRFARANDI ályktun hefur borist frá náttúrufræðingum á Hafrannsóknastofnun: „Fundur náttúrufræðinga á Haf- rannsóknastofnuninni, haldinn 19. nóvember 2003, mótmælir harð- lega framkomnu frumvarpi til laga, þar sem kveðið er á um skerðingu á mikilvægum réttind- um starfsmanna ríkisins. Núgild- andi lög gera skylt að haft sé sam- ráð við stéttarfélög varðandi endurskoðun laganna, en svo var ekki gert nú. Fundurinn mótmælir kröftuglega að þetta lagaákvæði hafi ekki verið virt. Jafnframt vís- ar fundurinn á bug þeim rökstuðn- ingi frumvarpsins að með því sé verið að færa réttindi starfsmanna ríkisins til jafns við það sem tíðk- ast á almennum vinnumarkaði. Með lagabreytingunni er klár- lega verið að skerða einn hluta af kjörum okkar, sem samanstendur af launum, lífeyrisréttindum og starfsumhverfi, þ.m.t. ráðningar- festu og andmælarétti. Ekki verð- ur unað við það að þannig sé ráðist að réttindum sem í raun teljast til grundvallar mannréttinda í nútíma samfélagi. Fundurinn skorar á alþingis- menn og starfsmenn ríkisins að brjóta á bak aftur þessa aðför rík- isvaldsins á hendur starfsmönnum sínum.“ Náttúrufræðingar mótmæla kröftuglega AUGLÝSINGASTOFAN Hvíta hús- ið og Delta hafa unnið til við- urkenningar frá The Global Awards fyrir auglýsingu fyrir flösulyfið Dermatín. The Global Awards-verðlaunahá- tíðin er sú eina sem eingöngu veitir viðurkenningar fyrir þá markaðs- setningu og miðlun á sviði heilsu- verndar sem helst þykir skara fram úr á alþjóðlegum vettvangi. Að þessu sinni bárust 1.098 inn- sendingar í keppnina frá 33 lönd- um. Þátttakendur eru heilsustofn- anir, sjúkrahús og fræðsluhópar auk auglýsingastofa, hönnunar- og framleiðslufyrirtækja. The Globals sem er hluti af The New York Festivals, samtökum sem standa fyrir árlegri samkeppni á sviði sjónvarps-, útvarps- og prent- miðlaauglýsinga, var haldin 18. september og hefur nú verið haldin alls tíu sinnum. Hvíta húsið og Delta fá viðurkenningu Hvíta húsið og Delta fá viðurkenn- ingu fyrir þessa auglýsingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.