Morgunblaðið - 21.11.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 21.11.2003, Blaðsíða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2003 47 ÍS LE NS KA AU GL ÝS IN GA ST OF AN /S IA .IS M OR 22 76 4 11 /2 00 3 Smáauglýsing á aðeins 500 kr.* Alla daga Sími 569 1111 eða augl@mbl.is *5 línur; tilboðið gildir til 31. des. á rekstrarleigu KIA Ísland ehf. Flatahrauni 31, Hafnarfirði. Sími 555 6025. www.kia.is *Smur, og þjónustuskoðanir eru innifaldar í verði rekstrarleigunnar. *Rekstrarleiga er háð breytingum á gengi erlendra mynta og vöxtum. Kynntu þér nánari skilmála hjá sölumönnum KIA KIA fjölnotabíll. Rekstrarleiga kr. 33.700* Í 36 mánuði Verð kr. 1.890.000 BINDINDISDAGUR fjölskyldunn- ar verður haldinn hátíðlegur 29. nóvember næstkomandi undir yfirskriftinni „Jól án áfengis – fyrir börnin“. Dreift verður veggspjöldum, bæklingum og barmmerkjum til að minna á hvað það skiptir miklu fyrir börnin að foreldrarnir drekki ekki um hátíðarnar. Einnig verða skrif- aðar greinar í blöð og auglýsingar birtar. „Börnum líður oft illa þegar foreldrar þeirra eru undir áhrifum áfengis og vilja aðstandendur bindindisdagsins þessvegna minna aðstandendur barna á að veita þeim möguleika á að njóta öryggis, kær- leika og stemningar um jólin, að sjálfsögðu án áfengis,“ segir í frétta- tilkynningu. Bindindisdagur fjölskyldunnar Jarðfræðafélag Íslands stendur fyrir ráðstefnu um náttúruvá og viðbrögð í dag, föstudag, kl. 13 á Hótel Loftleiðum. Félagsmenn greiða 2.500 kr. aðrir kr. 3.000. Erindi halda: Sigrún Karlsdóttir, Leifur Örn Svavarsson, Esther Hlíðar Jensen, Páll Imsland, Steinunn Jakobsdóttir, Páll Ein- arsson, Sverrir Elefsen og Ágúst Gunnar Gylfason. Kirsuberjatréð Þrjár listakonur og þrjú kvennafyrirtæki bjóða upp á „kaffomeððí“ í versluninni Kirsu- berjatrénu, Vesturgötu 4, föstu- daginn 21. nóvember kl. 18–20. Veitingarnar verða bornar fram í ílátum eftir listakonurnar Kristínu Sigfríði Garðarsdóttur, Margréti Guðnadóttur og Ólöfu Erlu Bjarnadóttur sem allar selja list- muni sína og hönnun í Kirsuberja- trénu. Kl. 18.30 munu tvær stúlkur leika á fiðlur og Þuríður Vil- hjálmsdóttir söngkona syngur ís- lensk þjóðlög. Í DAG Dansmót í samkvæmisdönsum verður haldið sunnudaginn 23. nóvember í Ými, tónlistarhúsi Karlakórs Reykjavíkur, að Skóg- arhlíð 20. Keppt verður í báðum greinum samkvæmisdansins þ.e. standarddönsum og suður- amerískum dönsum. Dansmótið er einungis fyrir þau pör sem lengst eru komin í dansinum og keppa í dansi með frjálsri aðferð. Skráning á mótið fer fram á staðnum. Sjö ís- lenskir danskennarar munu dæma keppnina. Tónlistarhús Karlakórsins,Ýmir, verður opnað kl. 12.30 og er skráning til kl. 13.30 en keppnin hefst kl. 14. Frítt er fyrir börn fædd árið 1997 eða síðar og 67 ára og eldri, að- gangseyrir fyrir aðra er kr. 1.200. Á NÆSTUNNI Ólympíuleikar fyrr og nú – ráð- stefna á vegum Grikklandsvina- félagsins Hellas og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands verður haldinn á morgun, laugardaginn 22. nóvember kl. 14–17 í Norræna hús- inu. Heiðursgestur: Vilhjálmur Ein- arsson skólameistari. Fundarstjóri er Þór Jakobsson, ritari Hellas. Er- indi halda: Kristján Árnason dós- ent, formaður Grikklandsvina- félagsins, Ingimar Jónsson íþróttafræðingur, Gísli Halldórsson arkitekt, Stefán Konráðsson fram- kvæmdastjóri og Vilhjálmur Ein- arsson. Ráðstefna um íslenskar mennta- rannsóknir verður haldin á morg- un, laugardaginn 22. nóvember, í Kennaraháskóla Íslands. Á ráð- stefnunni verða flutt um fimmtíu erindi um rannsóknir sem tengjast öllum skólastigunum, frá leikskóla til háskóla. Tveir inngangsfyr- irlestrar verða. Allyson Macdonald, prófessor við KHÍ, flytur fyr- irlestur um þróun mennta- rannsókna og Gerður G. Ósk- arsdóttir, fræðslustjóri í Reykjavík, fjallar um stefnumörkun á grund- vellir rannsókna. Síðdegis verða málstofur um margbreytilegar menntarannsóknir. Ráðstefnustjóri er Guðný Guðbjörnsdóttir, prófess- or við Háskóla Íslands. Í tengslum við ráðstefnunum verð- ur fyrsta tölublað Tímarits Félags um menntarannsóknir gefið út. Tímaritið er ritrýnt vísindatímarit og að þessu sinni eru greinarnar byggðar á erindum sem flutt verða á ráðstefnunni. Félag um menntarannsóknir (FUM) var stofnað í febrúar árið 2002 og eru félagar nú liðlega 200. Formaður félagsins er dr. Jóhanna Einarsdóttir, dósent við Kenn- araháskóla Íslands. Markmið FUM er að efla rannsóknir og þróun- arstarf á sviði menntunar á Íslandi og með það markmið að leiðarljósi heldur félagið nú sína fyrstu ráð- stefnu. Á MORGUN Í MYNDATEXTA með frétt í blaðinu í gær um gjöf sem afkom- endur dr. Hans Kuhn hafa fært Þjóðminjasafninu, var ranglega sagt að Diðrik Jóhannsson hefði afhent menntamálaráðherra gjafabréfið. Hið rétta er að á myndinni mátti sjá Gustav Kuhn afhenda ráðherra bréf- ið. Beðist er velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTT ♦ ♦ ♦ HAFIN er sala á jólakortum Neist- ans, styrktarfélags hjartveikra barna. Kortin eru 15 saman í pakka með umslögum og kostar pakkinn 1.000 kr. Kortin fást á skrifstofu fé- lagsins og er hægt að panta þau á netfanginu neistinn@neistinn.is. Jólakortasalan er ein helsta fjár- öflun Neistans sem hefur það hlut- verk að hlúa að hjartveikum börn- um, fjölskyldum þeirra og aðstandendum. Jólakort Neistans LANDSSAMTÖK hjartasjúklinga hafa í 20 ár verið með jólakortasölu fyrir jólin til tekjuöflunar. Jólakort- in eru með misjöfnum myndum frá ári til árs og eru 5 kort í pakka. Pakkinn kosta 500 kr. Jólakortin fást á skrifstofu LHS að Síðumúla 6 í Reykjavík og hjá aðildarfélögunum úti á landi. Einnig er hægt panta kortin í tölvupósti á hjarta@sibs.is Jólakortasala Landssamtakanna hefur verið aðalfjáröflunarleið sam- takanna til þessa. Jólakort Landssam- taka hjarta- sjúklinga ♦ ♦ ♦ GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.