Morgunblaðið - 21.11.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.11.2003, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Á ALÞINGI hefur verið lagt fram frumvarp til laga sem hefur hlotið heitið „vændisfrumvarpið“. Þetta frumvarp gerir ráð fyrir því að hver sem greiði fyrir kynlífsþjón- ustu af nokkru tagi skuli sæta fangelsi allt að tveim árum og fjórum árum sé haft milligöngu um vændi annarra. En þetta er ekki allt, því í frum- varpinu er hugtakið kynlífsþjón- usta skilgreint mjög vítt og tekur m.a. til klámtímarita, starfsemi nektardansstaða, klámmyndbanda, kláms á interneti og símavændi. Með því má ætla að kaupi ein- staklingur nýjasta tölublað Playboy þá eigi hann yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi. Sænska leiðin Hinn 1. janúar 1999 tóku lög gildi í Svíþjóð sem gerði sölu á vændi löglegt en kaup ólöglegt. Refsing fyrir kaup eru fjársektir eða allt að sex mánaða fangelsi ólíkt tveggja ára fangelsi sem mælt er með hér á Íslandi fyrir að kaupa Playboy. Taka skal fram að þau lög voru ekki skilgreind jafn- víðtækt og þau sem eru til um- ræðu á Íslandi. Sænskir vinstri menn hafa talað lofsamlega um árangur þessara laga enda stóðu þeir að setningu þeirra. Frægt er þegar jafnrétt- isráðherra Svíþjóðar gekk um vændisgötuna Malmskillnadsgatan í Stokkhólmi og sá að gatan var tóm og lýsti því þar með yfir að lögin hefðu greinilega borið árang- ur þar sem engar vændiskonur voru á kreiki. Ráðherrann gleymdi því að mannskepnan er úrræðagóð og ráðherrann hafði ekki lesið skýrslu NCP (National Criminal Police) sem kom út í júní 1999 þar sem fram kom að lögin hefðu ekki reynst vel. Vændi hefði einfald- lega færst í heimahús, á Netið eða aðra undirheima sem erfitt væri að koma höndum yfir. Einnig kom fram að götuvændi væri á ný byrj- að að vera sýnilegt sökum þess að lögreglan gat ekki beitt alvöru úr- ræðum í samræmi við lögin. Bent var á að lögreglan ætti nú erfiðara með að upplýsa vændismál og í til- fellum þar sem þriðji aðili hafði milligöngu um vændisþjónustu neituðu vændiskonur að bera vitni gegn dólgnum. Enn fremur litu vændiskonur ekki lengur á lög- regluna sem vin sinn heldur þvert á móti hættu hreinlega að gefa lögreglunni vísbendingar um önn- ur afbrot, s.s. fíkniefnasölu, skemmdarverk eða aðrar upplýs- ingar sem þær hafa kunna að hafa undir höndum. Í ritgerð sem dr. Maria Kasp- ersson við Portsmouth-háskóla gerði um sænsku vændislöggjöfina dregur hún saman nokkra punkta í niðurlagi ritgerðar sinnar. 1. Lögin gætu hafa gert meira illt en gott með því að neyða götu- vændiskonur í undirheima. 2. Refsingarákvæði virðist ekki vera besta leiðin til að berjast gegn vændi: Það lítur vel út með tómar götur en skapar um leið falda starfsemi sem erfitt er að ná tökum á. 3. Stjórnmálamenn á vinstri vængnum hafi barnalega trú á að lögin hafi fælingarmátt og breyti gildismati. Það hefur ávallt verið skammarlegt að kaupa vændi og hvers vegna ætti það að breyta hegðum þeirra sem kaupa vændi að festa skömmina í lög. 4. Að lögin sem slík hafi reynst bitlaus og hægt sé að líta á þau sem táknræna en ekki praktíska löggjöf. Miðað við ritgerð dr. Kasp- erssen er það hreint furðulegt að íslenskir stjórnmálamenn og fé- lagasamtök hafa aldrei fjallað um önnur álit heldur en þeirra sem studdu löggjöfina frá upphafi. Sannleikurinn er sá að sænska leiðin er ekki fullkomin og fárán- legt er að halda því fram að með henni náist fram þau félagslegu úrræði sem við viljum veita þeim sem stunda vændi vegna neyðar. Er hægt að banna neyð? Ef markmið þeirra sem standa að frumvarpinu er að útrýma sýni- legu vændi þá er sænska leiðin ágæt í þeim tilgangi. Ef mark- miðið er að hjálpa því fólki sem sannarlega býr við mikla neyð þá er sænska leiðin ekki rétta verk- færið. Staðreyndin er sú að vænd- ið er ekki orsök neyðarinnar held- ur öfugt og neyð fólks verður ekki útrýmt nema með félagslegum úr- ræðum. Við eigum að koma til móts við það fólk sem þarf á hjálpinni að halda. Bestu vopnin í baráttunni við vændi byggjast á félagslegum úrræðum en ekki lagalegum. Lög sem þessi gera lít- ið annað en að friðþægja almenn- ing. Eitt er víst, það er ekki hægt að koma í veg fyrir neyð með því að banna hana. Ritgerð dr. Mariu Kaspersson er hægt að nálgast á vefslóðinni http://www.hum.port.ac.uk/ipcs/ support/MKpaper.doc Vændi er félagslegt vandamál Eftir Hinrik Má Ásgeirsson Höfundur er tölvunarfræðinemi og situr í stjórn Ungra jafnaðarmanna. www.thjodmenning.is Ensk messa í Hallgrímskirkju Sunnudaginn 23. nóvember nk. kl. 14:00 verður haldin ensk messa í Hallgrímskirkju. Prestur verður sr. Bjarni Þór Bjarnason. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Guðrún Finn- bjarnardóttir leiðir almennan safn- aðarsöng. Messukaffi at athöfn lokinni. Service in English Service in English at the Church of Hallgrímur (Hallgríms- kirkja). Sunday November 23rd at 2 pm. Holy communion. Christ the King – The Sunday Next Before Advent. Celebrant and Preacher: The Revd Bjarni Thor Bjarnason. Organist: Björn Steinar Sólbergs- son. Leading Singer: Guðrún Finn- bjarnardóttir. Refreshments after the Service. Hallgrímskirkja. Eldri borgara starf kl. 13. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Háteigskirkja,eldri borgara starf. Brids aðstoð kl. 13. Kaffi kl. 15. Neskirkja. Kóræfing laugardag kl. 11–13. Stjórnandi Steingrímur Þór- hallsson, organisti. Uppl. og skrán- ing í síma 896 8192. Breiðholtskirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10–12. Kaffi og spjall. Lindakirkja í Kópavogi. Kl. 15 yngri deildarstarf Lindakirkju og KFUM&K í húsinu á Sléttunni, Uppsölum 3. Krakkar á aldrinum 8–12 ára vel- komnir. Ytri-Njarðvíkurkirkja. Stjörnukórinn; barnakór fyrir 3 til 5 ára gömul börn æfir í kirkjunni laugardaginn 22. nóv. kl. 14.15. Kennari Natalía Chow Hewlett og undirleikari Julian Michael Hewlett. Lágafellskirkja. Barnastarf kirkjunn- ar. Kirkjukrakkar í Lágafellsskóla kl. 13.20–14.30. Kirkjuskólinn í Mýrdal. Vegna jóla- þemadags Grunnskóla Mýrdals- hrepps breytist samvera Kirkjuskól- ans í Mýrdal næsta laugardag 22. nóvember. Rebbi refur mun kíkja á nemendur, kennara og gesti við vinnu sína að jólaföndri. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkomur alla laugardaga kl. 11:00. Bænastund alla þriðjudaga kl. 20:00. Biblíufræðsla allan sólar- hringinn á Útvarpi Boðun FM 105,5. Allir velkomnir. Fríkirkjan Kefas: Í kvöld er 10–12 ára starf kl. 19.30. Samvera, fræðsla og fjör. Allir velkomnir. Nán- ari uppl. á www.kefas.is Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 17.30 barnagospel fyrir krakka 4– 12 ára. Kl. 10–18 okkar vinsæli flóamarkaður opinn. Á morgun, laugardag kl. 20, er kvöldvaka. Maj- orarnir Anne Marie og Harold Rein- holdtsen ásamt unglingum sjá um dagskrána. Happdrætti og veitingar. Allir velkomnir að eiga með okkur ánægjulega kvöldstund. Hvítasunnukirkjan á Akureyri. Kl. 21 er unglingasamkoma. Safnaðarstarf MINNINGAR ✝ Ágústa Olga Þor-kelsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 26. ágúst 1909. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Sólvangi 14. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Þorkell Sæmundsson og Okt- avía Guðmundsdótt- ir, þau voru ættuð úr Fljótshlíð. Systkini Olgu voru Haraldur, Lilja, Ísleifur, Þórar- inn og Skúli. Þau eru öll látin. Hinn 8. nóvember 1930 giftist Olga Einari Marinó Steingríms- syni úr Eyjafirði, f. 26. janúar 1903. Hann lést 1970. Dætur þeirra eru: 1) Helga Guðrún, f. 15. febrúar 1931, gift Gísla Árnasyni, f. 13. október 1928, d. 27. janúar 1998. Þau eiga einn son, Einar Ol- geir, f. 7. febrúar 1955. Kona hans er Hanna Ólafsdóttir og eiga þau þrjá syni. 2) Laufey Hrefna, f. 7. janúar 1938, gift Jóhanni Guðmundssyni, f. 14. nóvember 1936. Þau eiga þrjá syni: a) Ingvar Ágúst, f. 16. apríl 1956. Kona hans er Catherine Jóhannsson og eiga þau fjögur börn. b) Einar Marinó, f. 9. ágúst 1960. Kona hans er Sigríður Jak- obsdóttir og eiga þau einn son. c) Þorkell, f. 1. desember 1967. Kona hans er Anna Sólveig Árnadóttir og eiga þau tvo syni. Olga ólst upp í Vestmannaeyj- um en flutti til Reykjavíkur 1937 og bjó þar upp frá því. Útför Olgu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Hún Olga amma var fædd í Vest- mannaeyjum og ólst þar upp í for- eldrahúsum þar sem vinnusemi og dugnaður réðu ferð. Þegar amma var ung kona varð á vegi hennar myndarlegur „dáti“ af varðskipinu Þór sem þá var statt í Eyjum. Þessi ungi maður heillaði dömuna svo, að úr varð hjónaband hennar og Einars afa. Störf þeirra tengdust hafinu, þ.e. hún við fiskverkun o.fl. en hann sjómennsku. Árið 1931 fæddist þeim fyrri dóttirin Helga Guðrún. Síðar háttaði svo að árið 1937 fluttu ungu hjónin „suður“ til Reykjavíkur og var amma þá barnshafandi að seinni dótturinni Laufeyju Hrefnu sem fæddist í ársbyrjun 1938. Framan af bjuggu þau á Mánagötu við þröngan kost, en eftir stríð tók fjölskyldan hennar sig saman og reisti mynd- arlegt sex íbúða hús að Reykjahlíð 10. Þar bjuggu þau sér fallegt heim- ili ásamt ásamt dætrum sínum og var þar ávallt mjög gestkvæmt. Amma var myndarleg húsmóðir og var saumaskapur henni hugleikinn. Hún var mjög sjálfstæð og dugleg, en fjarvera afa var oft löng vegna sjómennsku hans. Afi lést 1970 en hún hélt heimili í Reykjahlíð þar til fyrir liðlega tveimur árum að heilsu hennar fór að hraka og dvaldi hún lengst af eftir það á Sólvangi í Hafn- arfirði þar sem hún lést. Elsku amma. Mér er efst í huga þakklæti fyrir alla þá hlýju og vænt- umþykju sem þú hefur sýnt mér og fjölskyldu minni í gegnum tíðina. Minningarnar eru margar og góðar úr mínum uppvexti og eins eftir að ég stofnaði fjölskyldu. Nú er kallið komið og langri ævi þinni lokið. Ég kveð þig nú með þeim orðum sem þú svo gjarnan kvaddir okkur með: Guð geymi þig. Þinn Einar Olgeir. Nú er hún amma dáin. Þegar mamma hringdi í mig og sagði mér að Olga amma væri dáin kom margt upp í hugann, fyrst sorg, síðan sökn- uður. Söknuður að fá aldrei að sjá hana aftur eða tala við hana í sím- ann og segja henni hversu allt gengi vel, hvað krökkunum gengi vel í skólanum og ýmislegt annað frá okkur hér í Frakklandi. Síðan komu allar minningarnar, frá því að hún sá um mig mín fyrstu ár, eða þegar maður labbaði við í bakaríinu og fékk vínarbrauðsenda, eða þegar hún hafði einn vetur hádegismat fyrir mig og Einar frænda þegar ég var í Iðnskólanum og hann í Vél- skólanum. Eitt var víst, við grennt- umst ekki þann vetur. Þegar ég kom frá Ameríku eftir tveggja ára nám með hár niður á mitt bak og al- skeggjaður, allt alveg eldrautt, þekkti hún mig ekki fyrst, en hvað hún hló dátt þegar hún fattaði að þetta var hann Ingvar sinn. Síðustu 25 ár hef ég búið erlendis, svo sam- verustundirnar hafa ekki verið eins margar og maður hefði óskað, en þær sem við höfum átt voru ynd- islegar. Þegar ég og Cathy giftum okkur í Lúxemborg kom hún og var með okkur, þá var hún um áttrætt. Síðan nokkrum árum seinna kom hún til Frakklands í skírnirnar. Það voru ánægjustundir, mikið talað og hlegið því hún var alltaf svo glöð og ánægð. Nú var hún með langömm- ustelpunum sínum og ekki var gleðin minni þegar strákurinn fædd- ist. Þegar hún var hjá okkur átti hún til að villast í húsinu, fann ekki svefnherbergið, hló bara og sagði að hún væri orðin svo gömul. En það sást ekki þegar Cathy og mamma fóru með hana til Metz að versla, þær voru alveg uppgefnar en ekki sá á Olgu ömmu. Já, minningarnar eru margar. Elsku Olga amma. Ég, Cathy og krakkarnir þökkum þér fyrir allt, allar ánægjustundirnar og um- hyggjuna. Nú ert þú búin að fá hvíldina sem þú þráðir. Minningin um Olgu ömmu lifir að eilífu með okkur. Hvíl í friði, elsku amma. Ingvar Jóhannsson. Elsku Olga amma. Mig langar að rifja upp nokkrar góðar minningar um þig. Ég gleymi ekki öllum jól- unum sem við vorum hjá þér í Reykjahlíðinni. Þá var nú heldur betur kátt á hjalla þegar við fjöl- skyldan og Helga frænka, Gísli og Einar Olgeir vorum hjá þér um jól. Það var alltaf gott að heimsækja þig. Eftir að við vorum búin að vera á skíðum, þá voru oft pönnukökur, flóað súkkulaði og fleira góðgæti á borðum. Ég gleymi ekki þeim tíma sem ég vann úti á flugvelli og var í fæði hjá þér í Reykjahlíðinni. Ég held að ég hafi aldrei borðað eins mikið á æv- inni, alltaf var ömmu-matur á borð- um og ekki má gleyma öllum graut- unum sem voru í eftirmat. Það var alveg sama hvenær kom- ið var til þín, alltaf varst þú búin að laða fram veisluborð á svipstundu og ekki varstu lengi að hrista fram úr erminni heilt fjall af pönnukök- um, sem voru þær bestu í heimi. Að lokum þakka ég þér allar þær stundir sem við áttum saman. Einar Marinó. Það rifjast upp margar skemmti- legar stundir með Olgu ömmu þegar maður hugsar til baka. Alltaf var gott að koma til hennar og fá pönns- ur sem voru þær bestu sem ég hef fengið. Hún var ákaflega barngóð og hugsaði alltaf meira um aðra en sjálfa sig. Oft fór hún í göngutúra niður í bæ til að skoða í búðarglugga og sjá hvað væri til handa þessum eða hinum. Það var alltaf gaman að fá að vera hjá henni í pössun og sagði hún þá gjarnan sögur frá Eyj- um en henni þótti alltaf vænt um Eyjarnar sínar. Mér er minnisstæð Spánarferð sem ég fór í með ömmu og fleirum þegar ég var u.þ.b. fimm ára. Þetta var ein af hennar fyrstu ferðum til útlanda. Þegar farið var út að borða á kvöldin pantaði hún alltaf steiktan kjúkling, það var það eina sem hún treysti Spánverjunum til að elda nógu vel. Eftir þessa ferð fór hún að ferðast meira og þá oftast með Ingveldi föðurömmu minni. Þær voru góðar vinkonur og eru til margar skemmtilegar sögur af þeim tveimur í útlöndum. Ein stendur þó uppúr í minningunni. Við vorum í Lúxemborg vegna brúðkaups Ingv- ars bróður míns. Einn morguninn skömmu fyrir brúðkaupið vorum við öll að aðstoða við lokaundirbúning- inn en um hádegi var ákveðið að gömlu konurnar sem voru 79 og 86 ára skyldu leggja sig á hótelher- berginu meðan við skruppum frá. Þegar við komum til baka voru þær horfnar af herberginu sínu og upp- hófst þá mikil leit að þeim. Leitað var um allt lobbýið og allt í kringum ÁGÚSTA OLGA ÞORKELSDÓTTIR Kirkjustarf Undirföt fyrir konur Skálastærðir: B-FF Opið virka daga frá kl. 11-18, laugardaga frá kl. 11-15. undirfataverslun Síðumúla 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.