Morgunblaðið - 21.11.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 21.11.2003, Blaðsíða 50
ÍÞRÓTTIR 50 FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ „ÉG er ánægður með að halda hreinu – þó að það munaði litlu þegar einn þeirra komst einn í gegn en ég náði sem bet- ur fer að verja það,“ sagði Árni Gautur Arason, mark- vörður og fyrirliði liðsins eftir leikinn. „Mér fannst vera fín færsla í þessu hjá okkur og vörnin stóð sig vel. Mexíkanar voru meira með boltann og oft næstum því að skapa sér færi en náðu ekki að fá mörg dauðafæri. Við erum greinilega með stóran hóp – ef til vill stærri en við héldum og ég er virkilega sáttur við þessi úrslit,“ sagði Árni Gautur sem sagðist sérlega ánægður með hversu mörg færi liðið skapaði sér. „Helgi fékk fín færi en náði ekki að skora. Þetta minnti á æfingar þar sem hann nær aldrei að skora á móti mér,“ sagði fyrirliðinn og glotti. „Mjög ánægður“ Árni Gautur FÓLK  TVEIR leikmenn urðu að hlaupa beinustu leið í sturtu eftir leikinn og þaðan upp í bíl sem flutti þá út á flug- völl þaðan sem leiðin lá til Chicago og Lundúna. Þetta voru Helgi Kolviðs- son og Ólafur Ingi Skúlason. Sá fyrr- nefndi þurfti reyndar að fljúga frá Lundúnum til Austurríkis þar sem hann leikur með Kärnten, en Ólafur gat farið heim til sín í Lundúnum.  ÞAÐ fór ekki illa um forráðamenn KSÍ og blaðamenn frá Íslandi þar sem þeir létu fara vel um sig í svítu númer 44 á vellinum, en 67 slíkar svítur eru á leikvanginum, uppi á þriðju hæð í stúkunni. Svíta númer 44 er fyrir tólf manns, þar er leðursófasett, ísskápur, sjónvarp og hljómflutnigstæki og þegar leikur hefst fara menn út og setjast þar í þægileg sæti, sjá vel yfir völlinn og eru með sjónvarp við hönd- ina til að fylgjast með. Þjónustustúlka sá um að allur matur og drykkir væru til staðar og fór virkilega vel um menn. Glæsileg aðstaða Sannarlega góð tíðindi, sérstak-lega þegar haft er í huga að þjálfararnir gátu ekki stillt upp því liði sem hingað til hefur verið talið sterkast. Frammistaða leikmanna var með slíkum ágætum að þeir sendu skýr skilaboð til þeirra sem ekki komust í leikinn að menn geta ekki gengið að sæti sínu í landsliðinu sem vísu. Það var gríðarleg stemmning meðal áhorfenda á leiknum, fólk var litskrúðugt og mikið var spilað og blásið í lúðra. Hvort það var það eða eitthvað annað sem virtist setja ís- lenska liðið út af laginu í byrjun leiks skal ósagt látið en það tók íslensku strákana ekki langan tíma að komast yfir taugaveiklunina á upphafsmín- útunum og í hönd fór hinn skemmti- legasti leikur. Þó svo Mexíkanar hafi verið mun meira með boltann og náð að leika honum á milli sín langtímum saman var ekkert að gerast fram á við hjá þeim – til þess var vörn Íslands of skipulögð og þeir komust hvorki lönd né strönd. Tvö fyrstu skotin að marki voru ís- lensk og í öðru tilvikinu sá maður fyrir sér að Ísland kæmist yfir. Helgi Sigurðsson og Veigar Páll Gunnars- son komust tveir gegn einum varn- armanni. Í stað þess að gefa á Veigar Pál, sem var aleinn fyrir miðju marki, en Helgi með mann í sér á vinstri vængnum, tók Helgi á rás að vítateignum og átti fínt skot sem fór rétt framhjá. Þegar leikurinn hafði staðið í tutt- ugu mínútur fékk Helgi boltann óvænt hægra megin, náði honum af markverðinum, en var kominn í nokkuð þröngt færi og varð að teygja sig of mikið í boltann þannig að honum tókst ekki að koma honum í tómt markið. Mexíkanar komu greinilega til leiks til þess að sækja og sækja og ætluðu sér augljóslega að rúlla yfir litla Ísland. Fyrir vikið var vörn þeirra ekki sannfærandi og það nýtti íslenska liðið sér vel, sótti skipulega og kom vörninni oft í bobba. Ekki tókst þó að skora en er á leið leikinn sáu Mexikanar að við svo búið mátti ekki sitja og gættu þess að hafa alltaf nægilega marga leikmenn aftar á vellinum til að verjast sóknum Ís- lands. Um miðbik hálfleiksins náðu heimamenn betri tökum á leiknum og markið lá í loftinu. Sóknarmaður komst einn inn fyrir en Árni Gautur varði í horn og aftur bjargaði hann vel með því að slá boltann yfir þver- slána eftir lúmskt skot sem kom upp úr hornspyrnunni. Fyrirliðinn stóð fyrir sínu. Skömmu eftir þessi færi fengu heimamenn dauðafæri á hinu mark- teigshorninu, vinstra megin, þegar Adolfo Bautista komst í fínt skotfæri en Árni Gautur sá við honum og varði glæsilega með úthlaupi. Sókn Mexíkana var þung á þessum kafla en íslenska vörnin stóðst áganginn og það var markalaust í hálfleik. Helgi fékk besta færi leikins eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik. Ríkharður Daðason nikkaði þá boltanum inn í teiginn eftir auka- spyrnu, Helgi var inni í markteig, náði að skjóta en markvörðurinn varði vel. Báðir lágu þeir í jörðinni eftir, svona tvo metra frá marklínu, og Helgi náði að skjóta liggjandi en boltinn fór í lærið á markveðinum og upp í loftið og varnarmenn björguðu. Mínútu síðar datt sóknarmaður Mexíkó inn í vítateig Íslands, ekki í fyrsta sinn í leiknum, en dómarinn brosti bara út í annað og benti við- komandi á að hætta þessum leikara- skap ef hann hefði í hyggju að vera áfram inn á. Eina skiptið sem boltinn fór í net- möskvana í nótt var þegar Veigar Páll sendi hann þangað á 77. mínútu. Ríkharður skallaði boltann þá út til Veigars Páls, sem var í miðjum víta- teignum, eftir aukaspyrnu inn á markteiginn, en dómarinn dæmdi á Ríkharð, sagði hann hafa verið full aðgangsharðan við markvörðinn og trúlega hafði hann á réttu að standa. Íslenska liðið lék vel í nótt og það sem var hvað jákvæðast við leik þess var að sóknirnar voru skipulagðar og vel útfærðar, ekki tilviljunarkenndar eins og stundum hefur viljað brenna við gegn sterkum þjóðum. Varnarleikurinn var skipulagður og agaður. Menn lokuðu vel svæðum og voru sér greinilega meðvitaðir um hvert þeirra hlutverk var í vörninni. Árni Gautur átti fínan leik, varði vel í tvígang og greip inn í þegar á þurfti að halda. Bjarni Þorsteinsson átti traustan leik í hægri bakverð- inum og í miðju varnarinnar var Ólafur Örn Bjarnason eins og kóng- ur í ríki sínu. Kristján Örn Sigurðsson var mjög óöruggur í fyrri hálfleik, sérstaklega á upphafsmínútunum en kom tvíefld- ur í síðari hálfleikinn og lék þá eins og hann á að sér – öryggið uppmálað. Vængmennirnir Auðun Helgason og Hjálmar Jónsson skiluðu varnar- hlutverki sínu af mikilli prýði en sendingar Hjálmars hefðu mátt vera betri. Sama má segja um Ólaf Stígs- son á miðjunni, það vantaði oft eitt- hvað upp á að sendingarnar væru nægilega nákvæmar. Gylfi Einars- son átti fínan leik, vann hvert einasta skallaeinvígi sem hann fór í og barð- ist vel. Veigar Páll átti einnig ágætan dag, lék nokkuð framarlega, mun framar en búast hefði mátt við í leik á móti svo sterkri þjóð. Frammi voru þeir Helgi Sigurðsson og Ríkharður Daðason. Helgi var gríðarlega dug- legur og stoppaði ekki þann tíma sem hann lék og Ríkharður sýndi hvers vegna hann er valinn í lands- liðið, sterkur og útsjónarsamur leik- maður sem skapaði mikið í sókninni. Varamennirnir fengu mislangan tíma. Björgólfur Takefusa kom sterkur til leiks og kæmi ekki á óvart að hann verði viðloðandi landsliðs- hópinn á næstu árum. Helgi Kolviðs- son kom einnig sterkur inn, barðist vel og er sterkur en um leið ágætlega útsjónarsamur og skynsamur leik- maður. Ólafur Ingi Skúlason lék síð- ustu fimm mínúturnar og gerði það vel. Íslendingar og Mexíkanar gerðu markalaust jafntefli í San Francisco Ljósmynd/Scot Tucker Gylfi Einarsson í leiknum gegn Mexíkó. Sigur á Mexíkó hefði verið sanngjarn ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu gerði í nótt markalaust jafntefli við Mexíkó í vináttulandsleik í San Francisco. Jafnteflið náðist ekki með því að allir leikmenn Íslands lágu í vörn, heldur með vel skipu- lögðum og öguðum leik, í leik þar sem íslenska liðið fékk fleiri hættuleg marktækifæri og hefði á eðlilegum degi átt að vinna – og það meira en með einu marki. Skúli Unnar Sveinsson skrifar frá San Francisco „VIÐ teljum okkur eiga ágæta mögu- leika á því að verja titilinn og saga okkar liðs í keppninni er góð til þessa. Við ætlum að halda uppteknum hætti og stefnum auðvitað á að vinna keppnina,“ sagði Guðjón Skúla- son, þjálfari körfuknattleiksliðs Kefla- víkur, á fundi með fjölmiðlum á mið- vikudag en undanúrslitaleikir Fyrirtækjakeppni KKÍ, Hópbílabik- arkeppnin, fara fram í Laugardalshöll í kvöld, en úrslitaleikurinn fer fram á sama stað á morgun kl. 16.30. Í fyrri leik kvöldsins sem hefst kl. 18.30 eigast við Grindavík og Njarð- vík. Friðrik Ragnarsson, þjálfari Njarðvíkinga, sagði að allir leikmenn liðsins væru heilir heilsu. „Að mínu mati höfum við verið að sækja í okkur veðrið að undanförnu. Brenton Birm- ingham er að ná fyrri styrk og við ætl- um okkur að fara alla leið í keppninni. Grindvíkingar eru enn ósigraðir í deildinni en í lið þeirra mun vanta þá Helga Jónas Guðfinnsson og Steinar Arason en þeir eru meiddir. Tindastóll og Keflavík eigast við í síðari leik kvöldsins sem hefst kl. 20.30. Lið Tindastóls er enn í mótun þar sem Friðrik Hreinsson og Óli Barðdal hafa bæst á ný í hópinn á und- anförnum vikum. Hugi Halldórsson, talsmaður Tindastóls, sagði að búast mætti við stórum hóp stuðningsmanna liðins, og menn þar á bær væru bjart- sýnir á góðan árangur. Landsbyggðarslagur fjögurra liða í „Höllinni“ Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson Guðjón Skúlason í leik gegn Njarðvík. GUÐJÓN Skúlason, þjálfari meist- ara Keflavíkur í körfuknattleik, segir að samkeppnin um áhorf- endur sé hörð og bendir hann á að hægt sé að taka upp vinsælt sjón- varpsefni sem sýnt sé á sama tíma og leikurinn fer fram. Og átti þjálfarinn þá við Idol-þáttinn á Stöð 2. Það vekur athygli að úrslita- leikirnir fara fram í Laugardals- höll en ekkert liðanna er frá Reykjavík. Í fyrra fór keppnin fram á heimavelli Keflvíkinga sem unnu Grindvíkinga í úrslitaleiknum 75:74, þar sem að Damon Johnson skoraði þriggja stiga körfu rétt fyrir leikslok. Sá möguleiki var í stöðunni að hafa úrslitaleikina á Suðurnesjum á ný en forsvars- menn liðanna náðu ekki lendingu í því máli og ef slíkt gerist á að leika á hlutlausum velli samkvæmt reglum KKÍ. Sigurliðið fær 200 þúsund krón- ur í sinn hlut og tapliðið 50 þúsund en sama upphæð er í boði fyrir kvennaliðin sem eigast við síðar. Aðspurður hvort peningaverð- launin væru áhugaverð fyrir liðin sagði Guðjón að líklega yrði lítið eftir af kökunni þegar veislunni lyki. „Það fylgir því nokkur kostn- aður að leika í Laugardalshöll og þegar búið verður að borga alla reikningana verður eflaust lítið eftir til skiptanna,“ sagði Guðjón. Í samkeppni við skemmtiþáttinn Idol
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.