Morgunblaðið - 21.11.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.11.2003, Blaðsíða 26
DAGLEGT LÍF 26 FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Eigið úramerki Axel faðir hans er heldur ekki með öllu áhugalaus um hönnun því hann er með eigið vasaúramerki á boðstólum í Gull-úrinu og er líklega eini íslenski úrsmiðurinn sem slíkt gerir í dag. „Það er löng og gömul hefð fyrir þessu, en hér á landi leggst hún að mestu af á árunum í kringum 1950–60,“ segir Axel og segir tiltækið fá góðan hljómgrunn meðal viðskiptavina sinna, en úrin eru sett saman að ósk Axels í verksmiðjum erlendis og merkt úrsmiðnum. Reyndar hefur Axel einnig látið merkja nokkur úr úr- smiðnum Jóni Sívertsen, til heið- urs þeim merka manni er hlaut mikið frægðarorð fyrir að gera við Habrechts-klukkuna í Rosenborgarhöll eftir að mestu hugvitsmenn Dana höfðu orðið frá að hverfa. Úrsmíði er ekki iðngrein sem hægt er að nema á Ís- landi og flestir leita til Dan- merkur í nám. Í dag segir Axel tvo vera í námi úti og telur hann það ekki mikla breytingu frá sínum náms- árum. Þá stunduðu 3–4 námið þegar mest var og oft færri. „Þegar ég hóf störf voru um 40 úrsmiðir starfandi hér á landi og í dag erum við um 25 þann- ig að okkur hefur fækkað nokkuð. Þetta er hins vegar ósköp eðlileg þróun miðað við vinnuna og miðað við núverandi fjölda þá er full vinna fyrir alla svo það er í raun í besta lagi.“ Fermingarúrið var á árumáður fyrsta úrið semmargir eignuðust. Kostn-aðurinn gat numið jafn- virði mánaðarlauna og úreignin því stolt stund í huga flestra barna. Í dag er hins vegar öldin önnur og ágætis úr kostar nú ekki nema and- virði nokkurra daga vinnu fyrir flesta. Þá hafa rafhlöðuúr víða leyst hefðbundið úrverk af hólmi og starf úrsmiðsins tekið töluverðum breyt- ingum í kjölfarið. „Það hafa orðið miklar breytingar í faginu frá því að ég hóf störf ,“ segir Axel Eiríksson, úrsmiður og eigandi Gull-úrsins í Mjódd, en hann hefur starfað sem úrsmiður í ein 40 ár og nýlega lauk sonur hans, Hjalti Axelsson, nemahluta úrsmíð- anámsins hjá föður sínum. „Rafhlaðan breytti náttúrulega óskaplega miklu og ekki síður kostnaðarhliðin, en í dag eru úr miklu ódýrari en þá. Þegar ég byrjaði kost- aði venjulegt ferming- arúr mánaðarlaun eða þar um bil, en í dag kostar þokkalegt úr svona fjögurra daga vinnu og það er mikil breyting. Um leið hafa viðgerðirnar breyst því það er ekki hægt að gera jafnmikið við úrin og áður. Í dag eru viðgerðirnar smærri í sniðum. Skipta þarf um gler, laga trekkjara, úrólar og fleira í þeim dúr. Dýrari úr bjóða að vísu upp á fleiri viðgerðarmöguleika enda eig- endur þeirra ekki tilbúnir að sætta sig við að 200.000 kr. úr sé ónýtt vegna einhverra smámuna.“ Stöðug framþróun Þótt rafhlöðuúrin hafi víða tekið við af hefðbundu úrverki og notið mikilla vinsælda sl. áratugi vísar Axel því alfarið á bug að gamla úr- verkið sé að verða úrelt. „Það er mikil framþróun í úra- hönnun, þótt hún sé stundum bæði hæg og bítandi,“ segir Axel og bendir máli sínu til stuðnings á sjálftrekkt úr. „Þar hélt ég til dæm- is að búið væri að ná fram því sem hægt væri, en síðustu árin hefur framþróun þar verið mikil. Til dæm- is eru komnar kúlulegur í sjálfvind- una, búið er að bæta við vísi sem sýnir hve mikil orka er eftir í úrinu þegar það er lagt niður og eins hafa verið hannaðir eins konar rafgeym- ar sem geyma um- framorkuna þar til úr- ið er tekið í notkun næst.“ Hjalti, sonur Axels, tekur í sama streng og segir sjálftrekktu úrin njóta vissrar endur- reisnar um þessar mundir. „Það er líka heilmikið að gerast í úrahönnun og langt í frá að rafhlaðan sé búin að taka við af úr- verkinu, þótt óneitanlega beri meira á þeim úrum. Fólk er líka farið að sýna meiri áhuga á hlutum sem end- ast og þó að ungt fólk upp að 25 ára aldri kaupi helst rafhlöðuúr, virðist sem að um leið og tekjurnar aukast þá noti fólk tækifærið og fái sér al- mennilegt úr. Úr sem heldur útliti sínu í langan tíma,“ segir Hjalti. Úrahönnun og þróun úrverksins á líka sína áhangendur og segir Ax- el um tíu ár frá því hann fór að verða var við fasta viðskiptavini sem alltaf fylgjast með því nýjasta sem er að gerast. „Þetta fólk á kannski fimm til átta úr og vill alltaf eiga nýjustu gerð. Það fylgir úra- tískunni fast eftir og hefur brenn- andi áhuga fyrir úrum,“ segir Axel. „Þá hefur maður líka heyrt af mönnum sem kaupa sér allt að þrjú hundrað þúsund króna úr á einu ári. Þeir eru svo ofsalega spenntir fyrir nýjungunum,“ bætir Hjalti við. Áhersla á markaðssetningu Hjalti var í myndlistarnámi í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti þegar hann ákvað að taka nema- hluta úrsmíðanámsins samhliða myndlistinni. „Ég hafði aðeins verið að aðstoða í búðinni og sá að það væri sniðugt að læra þetta bara í leiðinni,“ segir Hjalti sem er þó ekki búinn að ákveða hvort hann haldi utan til að ljúka náminu. „Þetta er mjög skemmtilegt fag og í því felst mikil hönnun. Það fellur líka vel að listanáminu og hjálpar óneitanlega mikið í þessum bransa að geta teiknað. Þetta á ekki hvað síst við þegar farið er á sýningar og kannski 300–400 úr skoðuð á stutt- um tíma. Þá kemur sér vel að geta skissað niður þau úr sem lofa góðu því það flýtir heilmikið fyrir. Annars virðist vera mikið lagt upp úr markaðssetningu úra þessa stundina, jafnvel meira en hand- verkinu,“ segir Hjalti og er áhuga- samur um að kynna sér þau mál betur á næstunni. Morgunblaðið/Kristinn Úrahönnun: Stöðugar breytingar í útliti og á úrverkinu vekja áhuga margra. Vasaúr að hætti Axels: Úrin eru merkt honum sjálfum og nokkur til- einkuð Jóni Sívertsen. Úrsmíði er ekki kennd hér á landi og með breyttri úramenningu hefur úrsmiðum fækkað. Þeir sem nú starfa í fag- inu hafa engu að síður nóg að gera, segir Axel Eiríksson úrsmiður. Til er fólk sem hefur brennandi áhuga á úrum, á kannski 5–8 úr, og fylgir úratísk- unni fast eftir. annaei@mbl.is Hjalti Axelsson og Axel Eiríksson: Úrsmíðin er skemmtilegt fag, að sögn feðganna, þar sem sífelld framþróun á sér stað. Sjálftrekkt úr í uppsveiflu  ÚRSMÍÐI | Hönnunin í stöðugri framþróun BANDARÍKJAMENN fitna svo hratt að bifreiðaframleiðendur þurfa að endurhanna bíla með til- liti til aukins ummáls viðskipta- vinanna. Bílaverksmiðja General Motors fól verkfræðingum það verkefni að endurhanna bíla fyr- irtækisins svo viðskiptavinir sem eru vel í holdum geti látið sér líða vel í akstri. Frá þessu var nýlega greint í vefútgáfu Wash- ington Post. Þegnar velferðarþjóðfélaga eru margir orðnir alltof þungir og heilbrigðiskerfi Vesturlanda eru að sligast undan afleiðingum þess. Útsjónarsamir kaupsýslu- menn sjá sóknarfæri í markhópi hinna feitu. Fatahönnuðir bjóða tískufatnað fyrir feitt fólk og skyndibitastaðir hafa minni mat- arskammta en áður og léttari kost. Vesturlandabúar þyngjast jafnt og þétt og í Bandaríkjunum er þriðji hver maður skilgreindur feitur. Læknisfræðin og lyfjafyr- irtæki hafa ekki komið með lausnir á vandanum til þessa og í Washington Post er því lögð áhersla á nauðsyn fræðslu og for- varnarstarfs. Haft er eftir Will- iam Caplan framkvæmdastjóra Kaiser-heilsustofnunarinnar að nauðsynlegt sé að þjálfa lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk sér- staklega til að ræða við feitt fólk um afleiðingar offitu og mik- ilvægi þess að það breyti lífsstíl sínum. „Þótt maður létti sig ekki um nema 5-6% minnka líkur á sykursýki um helming.“ Á meðan þjóðir hins vestræna heims halda áfram að fitna vinn- ur General Motors að því öllum árum að breikka sæti í bílum sín- um án þess að slaka á örygg- iskröfum eða breyta ytra útliti bílanna, enda líta offitusjúklingar oft á ástand sitt sem einkamál sem engum komi við. Associated Press Sóknarfæri: Fatahönnuðir sjá sér leik á borði til að hagnast og hanna nú í gríð og erg á þéttvaxna.  OFFITA Bílar fyrir bústna Fæst aðeins í apótekum Þróað í samvinnu við húðsjúkdómalækna RAKAGEFANDI ANDLITSKREM fyrir viðkvæma húð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.