Morgunblaðið - 21.11.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 21.11.2003, Blaðsíða 52
ÍÞRÓTTIR 52 FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLAND mætir Portúgal í dag í for- keppni Evrópumóts kvennalandsliða í handknattleik en leikið er í borginni Siracusa á ítölsku eyjunni Sikiley. Þetta er fyrsti leikurinn af þremur en Ísland er í fjögurra liða riðli og komast þrjú liðanna í útsláttarleiki um sæti í lokakeppni EM sem haldin verður í Ungverjalandi í desember á næsta ári. Ísland leikur við Makedóníu á morgun og loks við Ítalíu á sunnudag. Stefán Arnarson landsliðsþjálfari sagði við Morgunblaðið í gær að þótt þrjú lið af fjórum kæmust áfram væri langt frá því að vera sjálfgefið að Ís- land yrði eitt þeirra. „Þetta verður jöfn og tvísýn keppni ef að líkum lætur. Við- ureignin við Portúgali er lykilleikur, við höfum tapað þrisvar fyrir þeim með litlum mun og ég tel möguleika liðanna í þeim leik vera jafna. Makedónía er hins vegar með mjög öflugt lið, hefur fengið fjóra Rússa í sínar raðir og teflir fram einum besta hornamanni heims, sem spilar með Slagelse í Danmörku. Ítalska liðið er síðan algjörlega óskrif- að blað en við sjáum á morgun hvar það stendur,“ sagði Stefán. Að sögn þjálfarans eru aðstæður í Siracusa mjög góðar og aðbúnaður til fyrirmyndar á Sikiley. „Það er gríð- arlegur áhugi hérna og búist við mikilli aðsókn á leikina. Við erum með alla leikmenn heila og hlökkum til að takast á við þetta verkefni. Liðið hefur tekið ágætis framförum og við mætum þokkalega bjartsýn til leiks,“ sagði Stefán Arnarson. Kvennalandsliðið mætir Portúgal á Sikiley TYRKNESKIR áhorfendur sýndu á sér nýja og betri hlið en oftast áður þegar flautað var til leiksloka í viðureign Tyrkja og Letta í síðari leik umspils EM í fyrrakvöld. Þá stóðu þeir upp og klöppuðu leikmönnum lettneska lands- liðsins lof í lófa þegar þeir gengu af leikvelli. Þá höfðu Lettar tryggt sér sæti í úr- slitakeppni EM í knattspyrnu í Portúgal næsta sumar á kostn- að heimamanna. Reiknað hafði verið með að tyrkneskir áhorf- endur myndu í reiði sinni gera aðsúg að Lettunum, en sú varð ekki raunin þegar upp var staðið. Reyndar höfðu nokkrir þeirra kastað inn á leikvöllinn og í átt að leikmönnum Letta tómum plastflöskum og öðru lauslegu þegar þeir minnkuðu muninn, 2:1. En í leikslok tóku langflestir tapinu á fyrr- greindan hátt, þ.e. með því að hylla leikmenn lettneska lands- liðsins sem tryggði sér sæti á stórmóti í knattspyrnu í fyrsta sinn. Áhorfendur lýstu hins vegar yfir gremju vegna slaks árang- urs landsliðs Tyrkja og beindist sú gremja nær eingöngu að landsliðsþjálfaranum, Senol Günes. Hann var eindregið hvattur til að segja starfi sínu lausu hið fyrsta. Tyrkir sýndu á sér aðra og betri hlið KNATTSPYRNA Mexíkó - Ísland 0:0 Pacific Bell Park-leikvangurinn í San Francisco, vináttulandsleikur, miðvikudag- inn 19. nóvember 2003. Aðstæður: Góðar. Glæsilegur leikvangur, logn og um 14 stiga hiti. Áhorfendur: Um 17.000. Gult spjald: Adolfo Bautista 7. mín., fyrir mótmæli. Skot að marki: Ísland 8/2 - Mexíkó 17/8. Horn: Ísland 3 - Mexíkó 11. Rangstaða: Ísland 0 - Mexíkó 5. Dómari: Ali Saheli, Bandaríkjunum, átti fínan dag og lét ekki leikaraskap Mexíkana blekkja sig. Ísland: Árni Gautur Arason M - Bjarni Þor- steinsson M, Ólafur Örn Bjarnason MM, Kristján Örn Sigurðsson - Auðun Helga- son, Gylfi Einarsson M, Veigar Páll Gunn- arsson (Ólafur Ingi Skúlason 85.), Ólafur Stígsson (Helgi Kolviðsson 75.), Hjálmar Jónsson - Helgi Sigurðsson M (Björgólfur Takefusa 80.), Ríkharður Daðason M. Mexíkó: Oswaldo Sanchez - Ricardo Osor- io, David Oteo, Mario Pérez - Salvador Carmona, Israel Lopez, Rafael Garcia, Oct- avio Valdez (Ramón Morales 46.) - Fern- ando Arce (Luis Pérez 46.), Adolfo Bautista (Juan Pablo Rodríguez 65.), Emilio Mora (Jorge Campos 65.). HM í Suður-Ameríku Kólumbía – Argentína .............................1:1 Juan Pablo Angel 46. – Hernan Crespo 26. Brasilía – Úrúgvæ ....................................3:3 Kaka 20., Ronaldo 28., 86. – Diego Forlan 57., 76., Gilberto Silva 77. (sjálfsm.)  Fyrra mark Ronaldo var hans 50. lands- liðsmark. Ekvador – Perú ........................................0:0  Fjögur lið komast beint á HM 2006, en 5. liðið leikur við þjóð úr Eyjaálfu. Staðan er þessi: Paragvæ 9 stig, Argentína 8, Brasilía 8, Úrúgvæ 7, Venesúela 6, Perú 5, Ekvador 4, Chile 4, Bólivía 3, Kólumbía 1. Vináttuleikir Kosta Ríka – Finnland .............................2:1 Luis Marin 15., Alvaro Saborio 72. – Mika Nurmela 62. Lúxemborg - Moldavía............................ 1:2 Schauls 77. – Golban 19., Dadu 90. KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla: Þór – Fjölnir ....................................... 71:104 Staða efstu liða: Fjölnir 7 6 1 639:519 12 Valur 6 5 1 517:483 10 Skallagrímur 6 5 1 571:477 10 Stjarnan 5 3 2 388:390 6 ÚRSLIT HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla: KA-húsið: KA – Afturelding .....................20 Selfoss. Selfoss – Stjarnan ...................19.15 KÖRFUKNATTLEIKUR Fyrirtækjabikarkeppni KKÍ, Hópbílabik- arinn, undanúrslit í Laugardalshöll: Grindavík – Njarðvík ............................18.30 Keflavík – Tindastóll .............................20.15 1. deild karla: Borgarnes: Skallagrímur - ÍG..............19.15 Í KVÖLD EVRÓPUMEISTARAR Frakka, Svíar, Tékkar og heimamennirnir í Portúgal verða í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í fjóra riðla á EM í Portúgal í Lissa- bon sunnudaginn 30. nóv- ember. Stórþjóðirnar Ítalía, Þýska- land, Spánn og England eru í öðrum styrkleikaflokki. Hol- land, Danmörk, Króatía og Rússland eru í þriðja styrk- leikaflokki og í fjórða styrk- leikaflokki eru Búlgaría, Sviss, Grikkland og Lettland. Stór hluti Letta sat sem límdurvið sjónvarpsskjáinn til að fylgjast með beinni sjónvarpsút- sendingu. „Þetta er ótrúlegt, ég á vart orð til að lýsa tilfinningum mínum, en síðast en ekki síst leikn- um sem var einstakur,“ sagði Andr- is Stepanovs, sem var einn þeirra sem dönsuðu á götum Ríga. Leik- urinn var ótrúlegur, það var satt hjá Stepanovs því Lettar lentu und- ir 2:0 í Istanbúl en tókst á ótrúlegan hátt að skora tvö mörk gegn hinu sterka liði Tyrkja sem vann brons- verðlaun á síðasta heimsmeistara- móti í knattspyrnu og þykir afar óárennilegt á heimavelli. Þetta vissi Aleksandrs Starkvos, landsliðs- þjálfari Letta, þegar dregið var í umspilið í síðasta mánuði enda sagði hann þá, þegar ljóst varð hans menn mættu Tyrkjum, að það hefði einmitt verið eina liðið sem hann hefði ekki viljað mæta. Þetta sagði Strakovs raunamæddur á svip en upplitið á honum var allt annað þeg- ar flautað var til leiksloka í Istan- búl. Mannfjöldinn sem kom saman í Ríga kallaði langtímum saman í kór nafn hetju landsliðsins, Maris Verpakovskis, þess sem skoraði sig- urmarkið á heimavelli og síðan jöfn- unarmarkið í Istanbúl sem gull- tryggði farseðilinn til Portúgals næsta sumar. Þá skoraði umræddur Verpakovskis einnig sigurmarkið gegn Svíum í síðasta leik riðla- keppninnar, en sá sigur varð til þess að Lettar komust í umspilið. „Verpakovskis skorar alltaf þegar við vinnum og án hans væri lands- liðið ekki komið í þessa stöðu,“ sagði hin 19 ára gamla Anna sem tók þátt í dansinum á götum Ríga og söng nafn hetjunnar. Það var einnig mikill fögnuður í Lettlandi í gær þegar hetjurnar komu heim frá Tyrklandi. Alls búa 2,3 milljónir manna í Lettlandi og hefur landslið þjóðar- innar tekið þátt í alþjóðlegri knatt- spyrnu í tólf ár eða frá því að þjóðin fékk sjálfstæði eftir að hafa verið undir stjórn Sovétríkjanna í rúma hálfa öld. „Þessi árangur stendur að sjálf- sögðu upp úr í sögu knattspyrnu í Lettlandi og er uppskera þrotlausr- ar vinnu,“ sagði Guntis Indriksons, formaður Knattspyrnusambands Lettlands, og beindi orðum sínum til yfirvalda: „Nú er kominn tími til að forsætisráðherra okkar og aðrir stjórnendur landsins launi okkur erfiðið.“ Knattspyrna er ekki vinsælasta íþróttagreinin í Lettlandi þar sem íshokkí ber ægishjálm yfir aðrar íþróttagreinar. Líklegt má hins vegar telja að knattspyrnunni vaxi fiskur um hrygg á næstu mánuðum fram að lokakeppni EM í Portúgal í júní á næsta ári. Dansað og sungið á götum í Ríga ÞAÐ var dansað og sungið á götum Ríga í Lettlandi langt fram á nótt eftir að landslið þjóðarinnar hafði tryggt sér flestum að óvörum sæti í úr- slitakeppni Evrópukeppninnar í knattspyrnu í fyrrakvöld með 2:2 jafntefli við Tyrki í Istanbúl eftir að hafa unnið heimaleik- inn, 1:0, um sl. helgi. Fólk fjöl- mennti út á götur höfuðborg- arinnar þegar flautað var til leiksloka í Istanbúl, bílstjórar þeyttu flautur sínar og þeir sem gátu nálgast flugelda hik- uðu ekki við að skjóta þeim á loft þrátt fyrir blátt bann við slíku. APÞað braust út geysileg gleði í hópi Letta eftir hinn fræki- lega árangur í Istanbúl. Styrkleika- flokkar EM SIGURSTEINN Gíslason, knatt- spyrnumaðurinn reyndi úr KR, er með tilboð frá Víkingi um að gerast aðstoðarþjálfari liðsins og leika jafn- framt með því í úrvalsdeildinni næsta sumar. Sigursteinn sagði við Morgun- blaðið í gærkvöld að hann væri einnig í viðræðum við KR um að leika þar áfram og málin myndu skýrast fljót- lega. „Ég ætla að spila í að minnsta kosti eitt ár enn og það gæti verið áhugaverður kostur að spreyta sig á þjálfuninni á þessum forsendum og sjá hvort hún á við mann,“ sagði Sig- ursteinn. Hann er 35 ára og hefur orðið 9 sinnum Íslandsmeistari með KR og ÍA. Sigursteinn með Víkingi eða KR  HEIÐMAR Felixson og Patrekur Jóhannesson skoruðu eitt mark hvor þegar Bidasoa tapaði fyrir Caja España Ademar í spænsku 1. deildinni í handknattleik í fyrra- kvöld. Patrekur skoraði mark sitt úr vítakasti.  LA LAKERS lagði New York Knicks á útivelli í NBA-deildinni í fyrrinótt, 104:83, en liðið hafði tapað þremur leikjum í röð á ferð sinni um Austurströndina. Það vakti hins veg- ar athygli að gestirnir fengu 47 víta- skot í leiknum á meðan heimamenn fengu aðeins 6 slík. Karl Malone skoraði 17 stig og tók 14 fráköst. Shaquille O’Neal skoraði 23 stig og Kobe Bryant bætti við 21.  DOC Rivers, fyrrum þjálfari NBA-liðsins Orlando Magic, vandar forráðamönnum liðsins ekki kveðj- urnar í viðtali á ESPN-sjónvarps- stöðinni. Magic hafði aðeins unnið einn leik af 11 á keppnistímabilinu þegar Rivers var sagt upp en hann hafði stjórnað liðinu í fjögur ár með ágætum árangri.  RIVERS segir að forráðamenn liðsins hefðu verið með puttana í málum sem þeim komu ekkert við. „Það er ótrúlegt að vera dæmdur af því sem liðið gerir í tíu leikjum á meðan ég hef náð að kreista meira en margir hefðu getað úr liðinu á síð- ustu fjórum árum,“ sagði Rivers en sérfræðingar vestanhafs hafa á und- anförnum árum lofað hann fyrir að hafa náð árangri með miðlungsleik- menn, og eina stjörnu, Tracy McGrady.  NORÐMAÐURINN John Ham- mervoll og Daninn Jan Gjetterman munu dæma leik Keflavíkur gegn Madeira frá Portúgal í bikarkeppni Evrópu í körfuknattleik sem fram fer í Keflavík hinn 26. nóvember. Öll liðin í b-riðli vesturdeildar eru jöfn að stigum eftir 2 umferðir, með einn sigurleik og einn tapleik.  ÓÐINN Ásgeirsson skoraði 17 stig fyrir lið sitt Ulriken er liðið lagði Kristiansand á útivelli, 104:102, í fyrradag.  ÓÐINN lék í 25 mínútur og hitti 8 af 14 skotum sínum í leiknum, hann tók 5 fráköst, stal boltanum einu sinni en tapaði honum tvívegis í hendur andstæðinga Ulriken sem er nú í öðru sæti deildarinnar með 14 stig að loknum 9 leikjum.  HENRIK Larsson, framherji Cel- tic, segist standa fast við þá ákvörð- un sína frá því í fyrra að gefa ekki kost á sér framar í sænska landsliðið í knattspyrnu. Larsson, sem er 32 ára gamall, hætti að leika með lands- liðinu eftir HM í fyrra. Í gær skoraði landi hans og forseti Knattspyrnu- sambands Evrópu, Lennart Johans- son, á Larsson opinberlega að end- urskoða afstöðu sína til landsins. Larsson sagði áskorun Johanssons engu máli breyta fyrir sig. FÓLK Herrakvöld Víkings Herrakvöld Víkings verður í Víkinni í kvöld, föstudagskvöld, kl. 19.30. Heiðurs- gestur og ræðumaður kvöldsins er Þórólfur Árnason borgarstjóri og veislustjóri er Sig- mundur Ernir Rúnarsson. Jóhannes Krist- jánsson skemmtir. FÉLAGSLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.