Morgunblaðið - 21.11.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.11.2003, Blaðsíða 30
LISTIR 30 FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ SVO sannarlega hafa bæði Kamm- ersveit Reykjavíkur og Jón G. Ás- geirsson tónskáld og tónlistarfræð- ari verið máttarstólpar í íslensku tónlistarlífi í gegnum árin. Á tæplega 30 ára göngu sinni hefur Kammer- sveit Reykjavíkur boðið áheyrend- um í marga glæsilega tónlistarveisl- una og framreitt tónlistarrétti á heimsvísu og borið oft fram ný ís- lensk verk og blásið þeim byr undir báða vængi. Það er bæði verðugt og þakkarvert að Kammersveitin skuli nú veita okkur með glæsilegum hætti inn- sýn í kammerverkin hans Jóns, frá 35 ára skeiði úr tónsmíðaævi hans. Samtímis er geisladiskurinn tæki- færi fyrir áheyrendur að taka þátt í 75 ára af- mælisfagnaði Jóns G. Ásgeirssonar með þeirri von að áfram megi loga glatt í afli hans. Jón G. Ásgeirsson segir sjálfur að ís- lenska landslagið og náttúran endurspegl- ist í listsköpuninni og við séum kannski grófari í sinni en aðrir. Þetta með grófleikann kemur oft saman við meitlaða og oft tröllslega hætti í tónlist hans, en verkin búa einnig yf- ir einlægri og blíðri stemmingu logn- mýktar á lágnætti. Þar nær strengur Jóns sterkustu tökum á mér, eins og í öðrum þætti Kvintettsins f. strengjakvartett og pí- anó, öðrum þætti Strengjakvartettsins nr. 3 og í Sjöstrengja- ljóðinu. Stærð kammer- sveitarinnar ræðst af kröfum verkanna hverju sinni, frá 3–35 ef því er að skipta. Þessi breytilega skipan er að- alsmerki Kammersveit- arinnar og endurspegl- ast í vali tónverka á þessari plötu. Þar gefur að hlýða á: Kvintett fyr- ir strengjakvartett og píanó í fjórum þáttum frá árinu 1975. Blásara- kvintett nr. 2 í þremur þáttum, sam- inn árið 1998 fyrir hinn rómaða Blás- arakvintett Reykjavíkur, sem er í Kammersveitinni og leikur í þessari upptöku. Einnig Strengjakvartett nr. 3 í þremur þáttum saminn árið 2002. Oktett fyrir tréblásara í einum þætti frá árinu 1977. Síðast en ekki síst Sjöstrengjaljóð fyrir strengja- sveit sem er elst verkanna, samið 1967. Mér finnst að einstök alúð og smekkvísi einkenni þennan disk hvert sem litið er og hlustað. Jóni G. Ásgeirssyni hefur oftast tekist að tala á grípandi tónmáli, stundum fer hann strikinu of langt fyrir minn smekk og smyr tónsneið- arnar fullþykkt, sbr. Lokaþáttinn í kvintettinum. En svo tekst honum að syngja ljúfsár og lagræn stefin svo þau smjúga í mína innstu sálarkima, og stemmingin sem hann nær með að beita frjálslega úrræðum tólf- tónatækninnar í öðrum þætti strengjakvartettsins er sömu ættar. Einkar mikilvægir leiðarsteinar í tónskáldaævi Jóns og áhugavert væri að fleiri fylgi góðu fordæmi Kammersveitarinnar, svo hinir fjöl- mörgu strengir í hörpu Jóns að söng- röddum meðtöldum verði til í heild- arútgáfu. Væntanlega með ósömdum verkum einnig, því nafni hefur hitt og þetta í handraðanum. Grípandi, blíður og stríður TÓNLIST Geisladiskur Kammersveit Reykjavíkur flytur tónlist eftir Jón G. Ásgeirsson. Listrænir ráðu- nautar: Rut Ingólfsdóttir og Bernharður Wilkinson. Hljóðritað í Víðistaðakirkju í des. 2002 og í Ými í júní 2003 af tækni- rekstrardeild Ríkisútvarpsins. Tónmeist- ari: Páll Sveinn Guðmundsson. Hljóð- meistari: Bjarni Rúnar Bjarnason. Hönnun: Goddur. Ljósmyndir: Páll Stef- ánsson. Útg.: Kammersveit Reykjavíkur. 2003. KAMMERVERK Jón Ásgeirsson Jón Hlöðver Áskelsson FINNSKI tenórinn Peter Lindroos lést í bílslysi í Svíþjóð nú í vikunni, 59 ára að aldri að því er AFP-fréttastofan greindi frá. Lindroos hafði getið sér gott orð fyrir söng sinn á al- þjóðavettvangi og heillaði áhorfendur með túlkun sinni á Rodolfo í La Boheme, Cavara- dossi í Toska og sem Don Jose í Carmen. En Lindr- oos kom tíðum fram í óperuhús- um Vínar, München og Ham- borgar á áttunda og níunda ára- tugnum. Hann hafði gott vald á einum 30 óperuhlutverkum og kom einn- ig fram sem gestasöngvari í Scala-óperunni í Mílanó og konunglegu bresku óperunni í Covent Garden áður en hann lagði söngferilinn á hilluna 1995 og tók að sér hlutverk leiðbein- andans við Síbelíusarakadem- íuna í Finnlandi. Lindroos, sem var á ferð með fjölskyldu sinni, lést eftir árekstur við vörubíl rétt hjá Gautaborg. 18 mánaða sonur hans lést einnig af völd- um slyssins og ástand eigin- konu hans og fjögurra ára dótt- ur er talið alvarlegt. Peter Lindroos látinn Peter Lindroos BERGUR Thorberg opnar mál- verkasýningu í gamla kaupfélags- húsinu á Skagaströnd í kvöld, föstu- dagskvöld kl. 20. Bergur er búsettur erlendis en mun á næst- unni halda nokkrar sýningar á Ís- landi, m.a. á Ísafirði, Vestmanna- eyjum og í Reykjavík. Á sýningunni verða einkum verk máluð með kaffi en einnig akrýlverk. Í fréttatilkynn- ingu segir að kaffimálverk Bergs hafi vakið töluverða athygli erlendis að undanförnu en hann málar þau jafnt á pappír sem á stóra striga. Á meðan á sýningum stendur mun Bergur sýna hvernig hann vinnur verk sín. Á slóðinni www.vitanova.is/thor- berg má sjá verk Bergs. Sýningin á Skagaströnd stendur til kl. 18 á sunnudag. Bergur Thor- berg sýnir á Skagaströnd LEIKDEILD Umf. Dagrenningar, Lundarreykjadal í Borgarfirði frumsýnir leikritið Mann og konu eftir Jón Thoroddsen í félagsheimilinu Brautartungu kl. 21 í kvöld, föstudagskvöld. Leikstjóri er Þórunn Magnea en með helstu hlutverk fara þau Guðmundur Þor- steinsson á Skálpastöðum sem séra Sigvaldi, Guðrún Björk Friðriksdóttir á Skálpastöðum sem Sigrún heimasæta í Hlíð, Unnsteinn Snorrason á Hvanneyri sem Þórarinn mágur, Hildur Jósteinsdóttir á Skálpa- stöðum sem Þórdís í Hlíð, Sigrún Sigurðardóttir á Krossi sem Staðar-Gunna og Helgi Björnsson á Snart- arstöðum sem Hjálmar tuddi. Alls fara sextán leik- arar með hlutverk í sýningunni auk annars starfs- fólks. Leikdeild UMFD var stofnuð árið 1995 og hefur síð- an sett upp nokkrar sýningar, m.a. Húrra krakki eftir Arnold og Bach, Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness, Púntilla og Matta eftir Bertolt Brecht og Íslands- klukkuna eftir Halldór Laxness. Auk þess nokkra leikþættir og dagskrár eftir heimamenn. Næstu sýningar eru á sunnudagskvöld, föstudaginn 28. nóvember og sunnudaginn 30. nóvember. Úr sýningunni Maður og kona sem frumsýnd verður í Borgarfirði í kvöld. Maður og kona í Lundarreykjadal ARNA Kristín Einarsdóttir leikur einleik á flautu og ljóð í Borgarleik- húsinu í tónleikaröðinni 15.15 á morgun. Þar leikur hún á andstæður með því að tefla saman eigin ljóðum, sem varpað er á myndflöt með lýs- ingu Kára Gíslasonar ljósahönnuðar og ólíkum einleiksverkum eftir ís- lenska og erlenda nútímahöfunda og fyrri tíðar meistara. Á „fljóðleik- unum“ verða frumflutt tvö verk eftir Þuríði Jónsdóttur, Fljóð, sem Þur- íður samdi sérstaklega fyrir Örnu Kristínu á Ítalíu í haust og l’Altra- dimensione. Þuríður stundar flautu- leik og tónsmíðar í Bologna á Ítalíu og eru verk eftir hana leikin víða um Evrópu, auk þess sem hún tekur þátt í öllum helstu hátíðum nútíma- tónlistar á Ítalíu sem flautuleikari. Einnig flytur Arna Kristín verk eftir Debussy, Atla Heimi Sveinsson, J.S. Bach, Geir Rafnsson og Ian Vane. Ljóð Örnu Kristínar sem birt eru í skránni og á myndfleti bera heitin Blár, Himinn og jörð, Formfast, Að eilífu, er, Stærð, Myrkur, Áhættu- atriði og Ryk. Auk þess er birt ljóðið Todo exciste al unísono eftir breska tónskáldið Ian Vine. Í tónleikaskrá segir Arna Kristín m.a.: „Mig langar til þess að sjá hvort orðin bæti einhverju við tónana og hvort tónarnir slái á dýpri strengi þegar orðin birtast með. Orðin og tónarnir eru hvort úr sinni áttinni og tengjast ekki innbyrðis. Orðin eru mín en tónlistin er eftir aðra. Orðin komu ekki í tengslum við upplifun mína á tónverkunum sem þau birtast með.“ Arna Kristín er flautuleikari í Sin- fóníuhljómsveit Íslands. Hún lauk framhaldsnámi í flautuleik við Ind- iana University í Bloomington, BNA, og Royal Northern College í Man- chester á Englandi. Aðalkennari hennar bæði í Bandaríkjunum og á Englandi var Peter Lloyd, en einnig sótti hún einkatíma hjá Wissam Boustany. Arna Kristín starfaði við flautuleik og kennslu á Englandi þar til hún var ráðin flautuleikari við Sin- fóníuhljómsveit Íslands í september 2000. Hún hefur einnig leikið með dú- óinu mallika&mcqueen ásamt slag- verksleikaranum Geir Rafnssyni, bæði á Íslandi og í Bretlandi. Samspil orða og tóna í Borgarleikhúsinu Morgunblaðið/Ómar Arna Kristín Einarsdóttir sameinar ljóð og tóna á 15.15-tónleikum í dag. SÝNING Leikminjasafns Íslands, Frumherji og fjöllistamaður, Sigurð- ur Guðmundsson málari, verður opin í gamla Góðtemplarahúsinu, Suður- götu 7 í Hafnarfirði (á bak við þjóð- kirkjuna) frá kl. 14.00–17.00 laugar- dag og sunnudag. Á laugardaginn kl. 15 flytur Elsa E. Guðjónsson, búninga- og textíl- fræðingur, fyrirlestur á sýningunni sem hún nefnir: Sigurður málari og íslenskir þjóðbúningar kvenna. Sýn- ingin er sett upp í samvinnu við Góð- templarahúsið í Hafnarfirði, Þjóð- minjasafn Íslands og Heimilisiðnaðarfélag Íslands sem leggur til sýnishorn af búningum ásamt Kolfinnu Sigurvinsdóttur og Þjóðdansafélaginu. Aðgangur er ókeypis. Fyrirlestur um Sigurð málara SÝÐASTA sýning á CommonNon- sense á Nýja sviði Borgarleikhússins verður annað kvöld, laugardags- kvöld, kl. 20. Sýningin er spunnin út frá uppfinningum og furðutækjum Ilmar Stefánsdóttur myndlistar- konu. Stephen Harper, einn leikaranna úr sýningunni, þarf að hverfa til ann- arra verkefna í London og verða því sýningar ekki fleiri í Reykjavík. CommonNonsense leggst í víking eftir áramót og verður á fjölum Pero-leikhússins í Stokkhólmi og einnig í Battersea Art Center í London. Síðasta sýning á Common- Nonsense ÞÖGN er yfirskrift sýningar Elín- borgar Halldórsdóttur, Ellý, sem opnuð verður í Listasetrinu Kirkju- hvoli, Akranesi á morgun, laugar- dag. Hún tileinkar sýninguna minn- ingu vinkonu sinnar Katrínar Emmu Maríusdóttur. Ellý sýnir olíumyndir sem hún hefur unnið á þessu ári þar sem hugðarefni hennar eru Akranes og upplifanir hennar frá því hún flutti þangað. Ellý lauk námi við Listaháskóla Íslands vorið 2001. Þetta er sjötta einkasýning hennar en hún hefur áð- ur haldið fimm sýningar á höfuð- borgarsvæðinu. Hún starfar nú sem forstöðumaður Hvíta hússins á Akranesi. Listasetrið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 15–18. Sýningunni lýkur 7. desember. Minningarsýn- ing á Akranesi ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.