Morgunblaðið - 21.11.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.11.2003, Blaðsíða 33
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsd. idge kynningarstjóri, J. Wahba sstjóri og Michael Baltzell, fram- stjóri áliðnaðarsviðs Alcoa. verkefnisins hjá Bechtel, og Craig Bridge, kynningarstjóri Bechtel á Ís- landi, kynntu fyrirtækið og áætlanir þess varðandi byggingu álvers Fjarða- áls. Wahba greindi frá því að litið yrði til kanadíska álversins í Deschambault við byggingu álversins í Reyðarfirði, en þangað fór nýverið íslensk sendinefnd í skoðunarferð. Álvershöfnin tilbúin í júlí 2005 Wahba segir að eftir töluverða rann- sóknavinnu á álverslóðinni í Reyðarfirði muni nú litlar framkvæmdir verða þar sjáanlegar fyrr en í október á næsta ári, þegar eiginleg jarðvegsvinna hefjist. Höfnin við álverið á að vera tilbúin í júlíbyrjun árið 2005 og keraraðir verða steyptar upp í lok þess árs. Árið 2006 verður meginbyggingartími versins. Í janúar 2007 verður höfnin tilbúin að taka á móti fyrsta súrálinu að utan og gert ráð fyrir að fyrstu kerin í ker- skálum verði klár til álframleiðslu í apríl það ár. Það kom fram í máli Bridge að 20 til 25% af framkvæmdinni við álverið verði á vegum undirverktaka og að smærri verktakafyrirtæki hafi þar gott tækifæri til að mynda tilboðasamsteypur og koma þannig að verkinu. ntu álversframkvæmdir fyrir heimamönnum á Austurlandi MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2003 33 t um pen- glæpasamtök eningunum miðlararnir nn og þeir til a sem þeir era þessum fyrir og eið til þess.“ ur verið erf- rt vændi hafi í raun minnkað eða ekki í Svíþjóð eftir lagasetninguna. „Stuttu eftir lagasetninguna 1999 sáum við færri vændismanneskjur á götum úti. En við sjáum sífellt fleiri vef- síður með vændissölu. Á Netinu eru alls konar viðskipti. Með bíla, geisladiska, kvikmyndir og allt mögulegt svo að auðvitað er Netið notað til að auglýsa eða selja vændi. Ég held að það væri alveg jafnmikið notað hvort sem lögin væru fyrir hendi eða ekki.“ Samstarf við ýmis samtök Ekman segir að lögreglan gegni víðtæku hlutverki í baráttunni gegn mansali. „Við reynum að sjálfsögðu að vera sýnileg á götum úti. Við reynum ekkert endilega að góma sem flesta kúnna. Við erum oft einkennisklædd og það virkar mjög vel. Kúnnarnir verða hrædd- ir og koma sér í burtu. En við þurfum líka að takast á við mál sem snúa að mansali svo að við er- um ekki á götunum alla daga. Okk- ar helsta hlutverk er að gera mönnum erfitt fyrir að kaupa kyn- líf,“ segir Ekman og bætir við að lögreglan þurfi að vera opin fyrir þessum vanda og senda skýr skila- boð til fólks um að það sé ekki í lagi að kaupa manneskjur. Hann segir að eftir lagasetninguna í Sví- þjóð sé lögreglan í mun betra sam- bandi við vændiskonurnar og þá sérstaklega þær sem eru sænsku- mælandi. Þær hringi jafnvel og láti vita ef þær verða varar við eitt- hvað óeðlilegt eins og til dæmis að ungar stelpur séu boðnar til sölu. „Ég held að flestar konurnar upp- lifi það að við berum hag þeirra fyrir brjósti.“ Ekman segir allar upplýsingar benda til þess að Svíþjóð sé ekki gott land fyrir mansal. Hins vegar sé mansal neðanjarðarstarfsemi sem oft sé erfitt að henda reiður á. „Ég vil meina að við getum minnk- að mansal. Lagasetningin er mik- ilvægur hluti af púsluspilinu til að gera vændismiðlurum erfiðara fyr- ir að stunda iðju sína. Við segjum þeim að koma ekki til Svíþjóðar til að selja konur.“ Ekman bendir þó á að það sé mikilvægt að hafa þessi mál stöð- ugt í umræðunni svo að fólk sé meðvitað um mansal og vændi. Hann bendir jafnframt á að mik- ilvægt sé að lögregla og yfirvöld séu í samstarfi við ýmis samtök sem þekkja til vandans á einn eða annan hátt. „Við reynum að hafa víðtækt samstarf við ýmis samtök. Við getum ekki unnið í okkar horni og talið okkur geta fundið lausn- ina. Við þurfum öll að leggjast á eitt.“ Bíðum ekki eftir að Lilja komi til okkar Í erindi sínu kom Ekman inn á reynslu ýmissa kvenna sem hann hefur hitt í starfi sínu og hafa ver- ið seldar landa á milli. „Konurnar koma oftast frá mjög fátækum löndum og sjá þetta sem útgöngu- leið. Í mörgum tilvikum eiga þær börn, foreldra eða fjölskyldur til að framfleyta. Stundum lokka vændismiðlararnir konurnar með því að lofa þeim alvöru atvinnu í Svíþjóð en þvinga þær svo í vændi. Stundum vita konurnar ekki til hvaða lands þær eru komnar,“ seg- ir Ekman og bætir við oft sé þeim hótað, þær beittar ofbeldi og nauðgað. Eina markmiðið sé að fá eins mikinn pening fyrir þær og mögulegt er á sem skemmstum tíma. Ekman segir mikilvægt að lög- reglumenn geri sér grein fyrir hver raunveruleiki vændis og man- sals er. „Kvikmyndin Lilja 4-Ever fjallar um 17 ára stelpu frá fyrrum Sovétríkjunum sem er lokkuð til Svíþjóðar og neydd í vændi. Þetta er raunveruleiki mansals. Myndin er byggð á sannri sögu. Við í man- salsteyminu vitum að þessi mynd er raunveruleg. Veruleikinn er kannski verri.“ Aðspurður hvað lögreglan geti gert til þess að vinna gegn mansali segir hann mikilvægast trúa því ekki að fórnarlömbin komi sjálf- viljug til lögreglunnar og segi frá ofbeldinu heldur verði lögreglan að finna fórnarlömbin. „Við neitum að sitja með krosslagðar hendur á lögreglustöðinni og bíða eftir að Lilja komi til okkar. Við verðum að finna hana.“ erindi um sænsku vændislögin á hádegisfundi á Grand Hóteli í gær nn snýst um peninga nblaðið/Sverrir samtaka. Morgunblaðið/Sverrir ænsku vændislögunum á fundi á Grand Hóteli. hallag@mbl.is S á misskilningur kom fram í grein Jónínu Bjartmarz þing- manns í Morg- unblaðinu, 19. nóv- ember sl., að almenn samstaða væri um að vændi ætti að vera bannað. Sagðist hún ekki hafa heyrt op- inberlega frá neinum tals- manni þess að leyfa það. Hún hefur því greinilega ekki lesið tvær greinar sem ég hef ritað um málið, né held- ur lesið bréf Frjálshyggju- félagsins til hennar og annarra þingmanna, sem gaf vissulega til kynna að ekki væri samstaða um vændisbann. Réttindi minnihlutahóps Frjálshyggjufélagið lýsir því með stolti, að það vilji við- urkenna mannréttindi þeirra minnihlutahópa, sem vilja stunda kynlíf með öðrum hætti en meirihlutinn. Slíkir hópar hafa verið undirokaðir í fortíð- inni, og eru enn að vissu leyti. Þeir eiga alltaf bandamenn í frjálshyggjumönnum, sama hvaða kynlífshegðun er komin í tísku og hefur hlotið almenna viðurkenningu. Seljendur og kaupendur vændis tilheyra minnihlutahópum sem því mið- ur hafa ekki nógu marga mál- svara. Þeir þora ekki að koma fram, vegna þeirra fordóma sem almenningur hefur gagn- vart þeim. Vonandi hverfa þeir fordómar með tímanum, rétt eins og fordómar gagnvart samkynhneigðum eru á und- anhaldi. Bannið skapar vanda Vændisbann skapar meiri vanda en það leysir. Erfiðara en áður er að fylgjast með vændi, þegar það er bannað, hvort sem kaupanda eða selj- anda er refsað. Ýmiss konar of- beldi getur fylgt því, sem erf- iðara er að bregðast við. Fólk hefur sterkar tilfinn- ingar gagnvart vændi. Hvort sem fólk er á móti vændi eða með, ætti það ekki að láta glepjast af tilfinningum, heldur taka afstöðu til laganna með það fyrir augum að gera ástandið sem best. Sú leið að refsa kaupendum virðist ekki hafa gefist vel. Fram hefur komið, t.d. í máli hins sænska, félagslega mannfræðings, Petru Östergren, á fundi í Norræna húsinu, að vændiskonur í Sví- þjóð séu berskjaldaðri fyrir of- beldi vegna laga um að kaup- endum vændis skyldi refsað. Hún sagði að þær væru í verri samningsaðstöðu en áður og þyrftu að taka við nánast hvaða kúnna sem er. Þá sagði hún m.a. að vændiskonur ættu erf- iðara en ella með að greina góða kaupendur frá vondum, því stressið sem þessu fylgdi gerði góðu kaupendurna líkari hinum vondu í framkomu. Fleira kom fram á fundinum, en fjallað hefur verið um hann í fjölmiðlum, m.a. Morg- unblaðinu. Augljóslega er sú leið að refsa seljendum heldur ekki góð fyrir vændisfólkið. Eina leiðin er að leyfa starfsemina, enda er fólk sem hana stundar ekki að skaða neinn annan, að því gefnu að hún fari fram með ofbeldislausum hætti. Vændi er ekki mansal Gefið hefur verið til kynna að vændi sé mansal. Það er vissu- lega rangt. Auðvitað er til of- beldi, sem tengist vændi, rétt eins og ofbeldi tengist mörgu öðru. Mansal á að vera ólög- legt, en vændi á að leyfa. Það verður beinlínis erfiðara að stunda mansal, ef löglegt vændi fær þrifist. Betra er að berjast gegn mansali með því að leyfa vændismanneskjum að fá skír- teini sem vottar að þær stundi atvinnugrein sína af fúsum og frjálsum vilja. Þannig geta kaupendur fengið staðfestingu á að ekki sé um þrælahald að ræða. Kannski stöðvar það ekki mansal, en dregur úr því. Óheiðarlegir kaupendur verða áfram til – en vændisbann virk- ar heldur ekki á þá, þeir eru hvort sem er að brjóta lögin með því að kaupa kynlíf með þræl. Óhamingja vændis- kvenna er ekki rök í málinu Þau rök hafa verið notuð fyrir vændisbanni að vænd- ismanneskjur séu óham- ingjusamar og neyðist jafn- vel til að stunda vændi af fjárhagslegum ástæðum. Sumar eru það reyndar ekki, en lítum fram hjá því. Hvaða vanda leysir það að banna iðju þeirra? Reynslan sýnir að vændið er áfram til staðar. Ofbeldið eykst. Óham- ingjan vex. Það væri heldur ekki endi- lega betra fyrir þær að stunda ekki vændi. Kannski er það ills- kásti kosturinn. Er það lausn á málum þeirra að neyða þær til að taka enn verri kost? Sumir stunda vændi til að borga fyrir fíkniefnaneyslu. Hvers vegna ætli það sé? Það er vegna þess að fíkniefni eru afar dýr, þrátt fyrir lágan framleiðslukostnað. Fíkniefnin eru dýr vegna þess að þau eru bönnuð. Eina lausnin á þeim vanda er að leyfa fíkniefnin. Þá myndu mörg önnur vandamál leysast eða minnka, svo sem farið hefur verið yfir annars staðar. Ríkið er ekki guð Margir stjórnmálamenn hafa tilhneigingu til að telja, gagn- rýnislaust, að ríkið geti leyst allan vanda. Svo er ekki. Ríkið hefur ekki guðlega hæfileika. Hjá því starfa bara opinberir starfsmenn. Bann ríkisins á verknaði eyðir honum ekki endilega. Ríkið skapar meira að segja beinlínis oft meiri vanda með afskiptum sínum. Rökræð- urnar snúast ekki um hvort vændi sé gott eða vont. Þær snúast um hvort bann við vændi sé gott eða vont. Sumir gera því miður engan grein- armun á þessu tvennu. Frjálshyggju- félagið vill leyfa vændi Eftir Gunnlaug Jónsson Höfundur er fjármálaráðgjafi og er í stjórn Frjálshyggjufélagsins. ’ Mansal á að veraólöglegt, en vændi á að leyfa. Það verður bein- línis erfiðara að stunda mansal, ef löglegt vændi fær þrifist. ‘ THOMAS Ekman, yfirmaður teym- is sem sér um vændi og verslun með konur innan lögreglunnar í Gauta- borg, segir erfitt að skilja milli vændis og mansals enda geti kúnn- inn aldrei sagt til um hvort konan er viljug eður ei. Hann bendir á að þrátt fyrir að til sé ein og ein kona sem vinni fyrir sjálfa sig eingöngu þá þrífist hinn raunverulegi vænd- ismarkaður á mansali. „Kúnninn hefur áhuga á kynlífi. Honum er alveg sama hvort konan sem hann kaupir er til sölu af fúsum og frjálsum vilja eða hvort hún er nauðug. Hann getur aldrei vitað það. Flestar konurnar sem við höf- um talað við eru fórnarlömb á einn eða annan hátt. Þær vilja ekkert vera á götunum að selja kynlíf. Maður sem kaupir stelpu sem kannski er frá Rússlandi eða öðru landi heldur að hann geti gert hvað sem er við hana. Hún getur jafnvel ekki talað tungumálið og ekki sagt honum hvað hún samþykkir og hvað ekki,“ segir Ekman. Erfitt að skilja milli vændis og mansals
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.