Morgunblaðið - 21.11.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.11.2003, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í MORGUNBLAÐINU 12. nóv- ember sl. birtist grein eftir formann Neytendasamtakanna þar sem vikið er að umfjöllun í síð- asta tbl. Neyt- endablaðsins um hagnað bankanna og fréttatilkynningu Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja af því tilefni. Í stuttu máli segir þar að: i) SBV fari með rangt mál um að meginhluta aukins hagnaðar á þessu ári sé að rekja til stóraukins gengishagnaðar af verð- bréfum í eigu bankanna; ii) fullyrð- ing SBV um lækkun vaxtamunar á síðustu árum sé röng; iii) fullyrðing Neytendasamtakanna um spreng- ingu í þjónustutekjum standi óhögg- uð; iv) fullyrðing SBV um að íslensk- ir bankar standist verðsamanburð við Norðurlöndin standist ekki. Bankastarfsemi á Íslandi hefur tekið stökkbreytingu síðasta áratug með fjölgun þjónustuleiða. Fyrir um tíu árum voru innlánskjör lág, lána- form einsleit og ekkert til sem hét netbanki eða greiðsluþjónusta. Núna notar fjöldi viðskiptamanna Netið fyrir flest sín bankaviðskipti og mjög margir láta þjónustufulltrúa bank- anna sjá um greiðslu reikninga sinna í greiðsluþjónustu bankanna. Hér- lendir bankar hafa stöðugt verið að bæta reksturinn með hagræðingu og aukinni tækni. Enn búa þeir þó við mestan fjölda útibúa meðal Evr- ópuþjóða í hlutfalli af mannfjölda, vegna strjálbýlis landsins, sem hlýt- ur að hafa áhrif á rekstrarkostnað. Ef litið er á 9 mánaða uppgjör bankanna sést að samanlagður geng- ishagnaður af hækkun verðbréfa í þeirra eigu nam 11,37 milljörðum. Heildarhagnaður yfir sama tímabil fyrir skatta nam hins vegar 12,99 milljörðum. Gengishagnaður á tíma- bilinu nam því 87,5% af heildarhagn- aðinum og ljóst að án hans hefði arð- semin orðið mun minni. Tekjur í nútímabankarekstri stafa að meg- instefnu frá þremur þáttum, þ.e. hreinum vaxtatekjum, þókn- anatekjum og gengishagnaði (eða tapi eftir árferði á mörkuðum). Ef horft er til þjónustu- og þókn- anatekna í 9 mánaða uppgjörum þá jukust þær milli ára um 4,5% hjá Ís- landsbanka, 33% hjá Landsbanka og 40% hjá Kaupþingi-Búnaðarbanka. Þetta hlýtur að endurspegla ólíkar áherslur á uppgjörstímabilinu hjá bönkunum þremur. Horft á skipt- ingu þjónustutekna kemur í ljós að langmestur hluti þeirra stafar frá þjónustu við fyrirtæki en ekki ein- staklinga. Könnun sem viðskiptaráðherra birti árið 2002 sýnir þróun vaxta- munar hérlendis yfir tæplega tíu ára tímabil. Þar kemur fram að vaxta- munur banka á Íslandi hefur lækkað jafnt og þétt frá árinu 1995. Hann fór úr 4,13% 1995 í 2,89% 2002. Vaxta- munurinn skv. 9 mánaða uppgjöri 2003 var 2,57%. Þessar tölur liggja fyrir og tala sínu máli. Til sam- anburðar má nefna að í nýlegri sam- antekt Fjármálasamtaka Noregs kemur fram að meðalvaxtamunur banka á Norðurlöndunum um síð- ustu áramót var um 2,75% í Noregi, 3,2% í Svíþjóð og 3,5% í Danmörku. Staða Íslands er því eftirtektarverð, ekki síst í ljósi þess að áhættumeira er að lána til smærri viðskiptavina en stærri og hérlendis eru engin risa- fyrirtæki eins og þau sem við þekkj- um frá nágrannaþjóðunum. Á hinn bóginn hafa hreinar vaxtatekjur ís- lensku bankanna aukist töluvert á yfirstandandi ári vegna aukinna um- svifa í útlánastarfsemi, en þær höfðu lækkað á milli 2001 og 2002. Meiri umsvif stafa ekki bara frá innan- landsmarkaði heldur hafa bankarnir í vaxandi mæli verið að lána til út- landa, sem mun koma íslenskum neytendum til góða til framtíðar þar sem fastur kostnaður dreifist á fleiri viðskiptamenn. Varðandi samanburð á þjónstu- gjöldum milli Norðurlandanna skal tekið fram að almennt er erfitt er að fá meðaltalstölur frá hinum Norð- urlöndunum. Þó hefur norski Seðla- bankinn tekið saman slík meðaltöl fyrir norska banka. Þar sést að það kostar 40,30 kr. að taka út úr eigin hraðbanka utan afgreiðslutíma og 53,56 kr. ef tekið er út úr hraðbanka annars banka. Tékkafærsla kostar 230,74 kr. og debetkortafærsla 22,60 kr. Til samanburðar er gjaldfrjálst hérlendis að taka út úr hraðbanka, eigin eða annarra, tékkafærsla kost- ar 40–42 kr. eftir bönkum og debet- kortafærsla 12–13 kr. Þá hefur verið ókeypis hérlendis að nýta sér net- bankaþjónustu meðan norrænir bankar eru í vaxandi mæli að fylgja öðrum ríkjum í Evrópu og láta greiða fyrir það. Í Noregi er með- alkostnaður fyrir millifærslu á Net- inu 20,20 kr. Til viðbótar skal haft í huga að hérlendis eru peningar sem lagðir eru inn á reikning í banka til reiðu á rauntíma, þ.e. ekki er flot í bankakerfinu eins og víða erlendis þar sem tekur oft daga að senda pen- ing á milli og hann liggur vaxtalaus í geymslu bankans á meðan. Þegar horft er á kjörin sem við- skiptamönnum fjármálafyrirtækja á Íslandi bjóðast virðast Neytenda- samtökin kjósa að líta fram hjá inn- lánskjörum. Fyrir þann fjölda lands- manna sem á inneignir í bönkum og sparisjóðum skiptir miklu að fá sem besta ávöxtun á innstæður sínar. Sökum harðrar samkeppni bank- anna er hægt að fullyrða að innláns- kjör á Íslandi eru í dag betri en bjóð- ast í nokkru nágrannalandi. Þá virðast Neytendasamtökin loka aug- unum fyrir því að viðskiptavinurinn getur valið á milli þess að sinna þjón- ustunni að mestu leyti sjálfur í gegn- um Netið, sér að kostnaðarlausu, eða biðja starfsmenn síns banka að fram- kvæma sömu aðgerðir gegn gjaldi. Það er von mín að Neytenda- samtökin haldi áfram að sýna fjár- málastarfsemi á Íslandi áhuga. Hins vegar er óskandi að umfjöllun af þeirra hálfu verði framvegis á mál- efnalegri nótum, en ekki leitast við að kasta rýrð á íslenska banka sem hafa verið í fararbroddi fyrirtækja í að bæta þjónustu við neytendur og styðja við bakið á öflugu íslensku at- vinnulífi öllum landsmönnum í hag. Til að svo megi áfram verða er mik- ilvægt að allt starfsumhverfi hér- lendra banka sé fyllilega samkeppn- ishæft við það sem gerist erlendis. SBV vonast eftir góðu samstarfi við Neytendasamtökin jafnt sem stjórn- völd á komandi árum um að vinna að því. Neytendasamtökin og bankarnir Eftir Guðjón Rúnarsson Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. O ftar en ekki eru þeir sem rita pistla á þessum vettvangi af- ar neikvæðir í skrif- um sínum. Menn eru að kvarta og kveina yfir öllu mögulegu. Fólk er sífellt að gagn- rýna aðra en lítur sjaldan í eigin barm. Sjálfur er ég ekkert betri en aðrir hvað þetta varðar og raunar fékk ég dálítið sam- viskubit eftir síðasta pistil, en í því mótmælti ég ýmsu því sem hefur farið í taugarnar á mér síð- ustu daga og vikur. Nú ætla ég að gera brag- arbót og benda á ým- islegt sem hefur kætt mig síðustu daga. Það sem gleður mig mest eru þessir litlu hlutir sem eru sífellt að henda mann í hinu hversdags- lega lífi. T.d. henti mig dálítið skemmtilegt um daginn þegar ég var að versla í hinni ágætu búð Krónunni við Bíldshöfða í Reykjavík. Starfsfólkið þar er af- ar elskulegt og þægilegt í um- gengni. Þegar ég var þarna í búð- inni að versla og var að velta því fyrir mér hvaða salernispappír ég ætti að kaupa sagði einn starfs- maðurinn, sem var að raða í hillu: „Þessi salernispappír er mjög góður.“ Ég þakkaði manninum fyrir að deila með mér reynslu sinni af þessum salernispappír, sem ég að sjálfsögðu keypti, og gekk glaður á braut. Ég held að það hafi verið í vik- unni á undan sem dóttir mín, sem er mér endalaus gleðigjafi, sagði við mig þegar ég sat fastur í hálku og konan mín skammaði mig fyrir að vera enn á sumardekkjunum: „Pabbi, við verðum að fá okkur brunudekk. Þá getum við brunað áfram.“ Og um síðustu helgi heimsótti ég lítinn frænda minn sem er mik- ill bókaormur. Hann settist fljót- lega við hliðina á mér með bók og bað mig að lesa. Þetta var bókin um Rauðhettu, en þessi hryllings- saga hefur athugasemdalaust ver- ið sögð börnum í nokkur hundruð ár. Ég ákvað að spyrja drenginn út í söguefnið til að kanna hversu vel hann þekkti söguna. Og þegar ég spurði hann þessarar lyk- ilspurningar: „Hvað borðaði úlf- urinn?“ fékk ég þetta dásamlega svar. „Að sjálfsögðu grænmeti!“ Þess má geta að drengurinn hafði nýlega séð „Dýrin í Hálsa- skógi“, en þar situr úlfurinn uppi með það í sögulok, að þurfa að fara að éta grænmeti. En það eru ekki bara börnin sem gleðja mig þessa dagana. Ýmislegt af því sem er skrifað í blöð er svo frábært og skemmti- legt að það dugar manni til að komast í gegnum erfiðan dag. Þannig varð ég t.d. fyrir því happi á þriðjudaginn að maður, sem hafði lesið einn af þessum nei- kvæðu pistlum sem ég hef stund- um freistast til að skrifa í Morg- unblaðið, fékk birt lesendabréf í Fréttablaðinu þar sem hann er að benda á ýmsa galla í málflutningi mínum. Í þessum neikvæða pistli, sem ég skrifaði síðla sumars á þessu ári, lýsti ég reynslu minni af strætó sem ég tók nær daglega í 13 ár. Þá vegsamaði ég einkabíl- inn á einkar ómálefnalegan hátt. Þetta bendir höfundur les- endabréfsins réttilega á, en hann endar bréf sitt með eftirfarandi orðum: „Og fátt er hollara en að hlaupa á eftir strætisvagni, mað- ur er sætur í strætó, feitur og ljótur í bíl.“ Hvað getur maður sagt við svona rökum? Eina sem mér datt í hug var: „Pass“. Svo þakkar maður guði fyrir að það skuli enn vera til skemmtilegt fólk á Ís- landi. Þó að þetta lesendabréf sé bæði skemmtilegt og málefnalegt finnst mér þó bók sem ég er að lesa þessa dagana enn skemmti- legri. Þetta er ævisaga Winstons Churchills, forsætisráðherra Bretlands. Einhvern veginn hefur maður fengið þá mynd af Churchill að stjórnmálaferill hans hafi verið einkar glæsilegur. En í reynd var ferill hans í meira lagi köflóttur. Hann varð þingmaður 26 ára og ráðherra þrítugur. Hann var gerður að flota- málaráðherra árið 1911, en varð að segja af sér 1915 eftir að breski flotinn hafði orðið fyrir þungum áföllum í fyrri heimsstyrjöldinni. Churchill bauð sig upphaflega fram fyrir Íhaldsflokkinn, en gekk síðan í Frjálslynda flokkinn og bakaði sér hatur fyrrum flokksmanna, sem settu það sem skilyrði fyrir myndun samsteypu- stjórnar 1915 að honum yrði vikið úr stjórninni. Churchill missti þingsæti sitt árið 1922 og gekk í framhaldi af því aftur í Íhalds- flokkinn. Hann varð ráðherra á ný, en komst aftur upp á kant við flokksforystuna, m.a. vegna af- stöðu sinar til sjálfstjórnar Ind- lands. Bretar gerðu hann síðan að forsætisráðherra þegar þeir voru komnir í stríð við Þýskaland, en þá hafði friðarstefna Chamber- lains beðið skipbrot og tilraunir stjórnar hans til að skapa breska hernum vígstöðu í stríðinu mis- tekist. Churchill tapaði hins vegar kosningunum að loknu stríðinu, en vann sigur árið 1951 og varð aftur forsætisráðherra 77 ára gamall. Hvað getur maður sagt um svona feril? Ja, maður getur a.m.k. dregið þá ályktun af ævi Churchills að maður eigi aldrei að gefast upp þó að á móti blási og að lífið bjóði ávallt upp á ný tæki- færi. Það er margt sem gleður Þá vegsamaði ég einkabílinn á einkar ómálefnalegan hátt. Þetta bendir höf- undur lesendabréfsins réttilega á, en hann endar bréf sitt með eftirfarandi orðum: „Og fátt er hollara en að hlaupa á eftir strætisvagni, maður er sætur í strætó, feitur og ljótur í bíl.“ VIÐHORF Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is FYRIR síðustu bæjarstjórn- arkosningar leituðu framsóknarmenn með logandi ljósi að einhverju bita- stæðu til að gera að góðu kosningamáli. Það þurfti að höfða til fjöldans, vera mann- vænt og líklegt til að sópa að atkvæðum. Það sem skipti þó meira máli, það þurfti að höggva nærri þáverandi meirihluta, koma stjórnendum þar í varnarstöðu og leiðindi. Þetta tókst. Jakob Björnsson áttaði sig á því, eftir að hafa lagst undir feld, að aðbúnaður aldraðra á Akureyri var bænum til háborinnar skammar. Þannig hafði það reyndar verið meðan Kobbi var sjálfur bæjarstjóri, en í valdatíð Kristjáns Júlíussonar hafði þetta ekkert lagast. Nú var bara að velta Kristjáni og hans samherjum upp úr eymd aldraðra og lofa bót og betrun, þegar Framsókn kæmist til valda. Þetta gekk bara nokkuð vel, betur en Jakob hafði þorað að vona. Hann komst í valdastöðu, þótt ekki tækist honum að velta Kristjáni Þór úr stólnum. Hann hefur eflaust fengið stuðning hjá gamla fólkinu, en einnig hjá þeirra nánustu, sem hafa fundið það á sjálfum sér, hversu harðsótt það getur verið að fá þjónustu fyrir gamalt fólk á Akureyri. Þá var ekkert annað eftir en að efna loforðin. Það gat nú orðið þrautin þyngri. Þá varð það Framsókn til láns, að það þurfti aftur að kjósa, nú til Alþingis. Þá kom Jakob því að hjá flokksbróður sínum, Jóni Kristjánssyni heilbrigð- Aðbúnaður aldraðra á Akureyri Eftir Sverri Leósson Höfundur er útgerðarmaður. isráðherra, að þarna væru fengsæl atkvæðamið. Jón beit á og skrifaði undir samning um veglega nýbygg- ingu, sem á að rísa við dvalarheimilið Hlíð. Síðan var kosið og Jón hélt stólnum. Það bólar hins vegar ekkert á framkvæmdum við Hlíð á meðan hátt á annað hundrað manns bíða eft- ir að fá þar inni. Þar af eru hátt í þrjá- tíu manns í sárri neyð. Jakob svaraði því til í nýlegu við- tali, að þetta hafi að vísu tafist, en það sé allt ríkinu að kenna. Þeir sem þar stjórna þessum málum vildu fá svör við einhverjum spurningum, sem við áttum að svara, en það tafðist að þeir sendu okkur spurningarnar, þannig að við vissum ekki hvaða spurningum við áttum að svara og svöruðum því ekki, sagði Jakob. Nú er hann víst bú- inn að fá spurningarnar og er að leita að réttum svörum, samhliða leit að heppilegum stað fyrir öskuhauga bæjarins! Hvorug leitin hefur borið árangur og því líklegt að kalla þurfi til hjálp- arsveitir! Um leið viðurkennir Jakob, án þess að roðna, að það dragist í það minnsta í heilt ár, að fyrri áfangi ný- byggingar við Hlíð verði tilbúinn. Þá verða væntanlega einhverjir þeir sem bíða þar eftir plássi komnir í betri heima. Á meðan tugir aldraðra Akureyr- inga bíða í sárri neyð eftir hjúkrun og þjónustu hafa stjórnendur bæjarins átt einhverjar krónur til fram- kvæmda. Það ber ekki á öðru. Hér hafa risið íþróttahallir; ekki bara ein heldur tvær eða þrjár. Hvenær var síðast byggt fyrir aldraða? Það hefur verið kostað hundruðum milljóna til menn- ingarhúsa og reksturs þeirra. Bæj- arbúar hafa í sumar horft á fram- kvæmdir við Samkomuhúsið, sem enginn skilur hvernig eru hannaðar eða hugsaðar. Þær fara tugi milljóna fram úr áætlun, losa eflaust hundrað milljónir króna þegar upp er staðið. Áður höfðu verið settar stórar fjár- hæðir í Listagilið og nú á að byggja menningarhöll fyrir tólf hundruð milljónir króna. Ný skíðalyfta var keypt í Hlíðarfjall og nú eru uppi hugmyndir að kaupa í fjallið tæki til að búa til snjó fyrir einar hundrað milljónir króna. Þetta er allt saman gott og blessað og gerir bæinn okkar eflaust byggilegri fyrir ungt fólk, en á sama tíma er ekki keyptur nagli til að búa betur að öldruðum. Þess í stað hugsa nefndargæðingar bæjarins stórt og láta sér detta í hug, að grafa jarðgöng niður í gegn um Suð- urbrekkuna til að koma væntanlegum íbúum í Naustahverfi í miðbæinn! Það var ekki mulið undir þá kyn- slóð, sem nú þarf á hjúkrun og þjón- ustu að halda til að geta átt gott ævi- kvöld. Þess vegna er þolinmæðin mikil, það er ekki siður þessa fólks að kvarta og kveina, heimta og hrópa neyð sína á torgum. Engu að síður búa margir aldraðir Akureyringar við erfiðar aðstæður, jafnvel neyð. Fólk við heimahjúkrun og nánustu aðstandendur bjarga því sem bjargað verður og þeim sjúkustu er þvælt á milli sjúkrastofnana í skammtímavistun. Ég veit dæmi þess, að aðstandendur aldraðra lesa dánartilkynningar í þeirri veiku von, að almættið hafi losað pláss á dval- arheimilum bæjarins. Þannig hefur ástandið verið í áraraðir. Þetta geng- ur ekki lengur. Jakob og félagar í bæjarstjórn Akureyrar; nú skuluð þið hefjast handa um úrbætur og það strax.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.