Morgunblaðið - 21.11.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.11.2003, Blaðsíða 20
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund skapti@mbl.is Bætti 23 ára Íslandsmet | Góður árangur náðist á nóvembermóti HSÞ, í frjálsum íþróttum í íþróttahöllinni á Húsavík. Hæst bar að Bárðdælingurinn Þorsteinn Ingvarsson, sem keppir fyrir Ein- ingu, gerði sér lítið fyrir og setti Íslandsmet í þrí- stökki án atrennu í flokki 15–16 ára sveina. Geysilega góð þátt- taka var á mótinu og voru keppendur yfir 160 frá 9 aðildarfélögum HSÞ. Keppt var í eft- irfarandi aldursflokkum drengja og stúlkna: 10 ára og yngri, 11–12 ára, 13–14 ára, 15–16 ára og 17–18 ára. Keppt var í sömu greinum í öllum flokkum, kúluvarpi, hástökki, langstökki án atrennu, þrístökki án atrennu og 40 m hlaupi. Mikil spenna hafði myndast fyrir keppn- ina því menn væntu þess að Þorsteinn myndi slá metið sem er 23 ára gamalt. Ekki brást hann vonum manna að þessu sinni og stökk 9,34 m og bætti gamla metið um 4 cm. Þetta stökk Þorsteins var að sjálfsögðu einnig héraðsmet og var eitt þriggja hér- aðsmeta sem sett voru á mótinu. Rakel Rós Snæbjörnsdóttir, Eflingu, setti héraðsmet í hástökki 12 ára stúlkna og Börkur Sveins- son, Eflingu, bætti eigið héraðsmet í kúlu- varpi 11–12 ára drengja um 30 cm þegar hann kastaði 12,63 cm. Svavar Ingvarsson, Einingu, kastaði einnig yfir gamla metinu en hann kastaði 12,34 cm. Anna Sigrún Mikaelsdóttir formaður HSÞ var að vonum ánægð með árangur krakkanna á mótinu og sagði jafnframt, umgjörð mótsins mjög góða, sem skipti miklu máli t.d. varðandi tímaáætlanir o.þ.h. „Félögin inna HSÞ skaffa starfsmenn og það er kominn góður kjarni með mikla reynslu sem kann til verka sem auðveldar okkur mjög að halda svona fjölmenn mót“. Anna Sigrún segir mikinn áhuga á frjálsum íþróttum á félagssvæði HSÞ og æft sé bæði á Húsavík og á Laugum. Talsverð fjölgun iðkenda hafi orðið á síðustu árum, þá sér í lagi á Húsavík og eins sé foreldrastarfið mjög gott sem hefur mikið að segja. „Síðast og ekki síst erum við svo heppin að hafa hér mjög góða þjálfara, Jón Fr. Benónýsson og Bryndísi Pétursdóttur en þau gera alveg gríðarlega góða hluti með þessa krakka.“ Úr bæjarlífinu Þorsteinn Ingvarsson HÉÐAN OG ÞAÐAN Sigríður María Gunn-arsdóttir, eigandiSólar- og fegurðar á Ísafirði, hélt opið hús á stofu sinni fyrir skömmu þar sem m.a. gat að líta spjaralitlar konur þekja sig leirvafningum í heilsubótarskyni, að er greint frá á heimasíðu Bæjarins besta. Í vafn- ingana er notaður leir úr Dauðahafinu og þykja þeir hafa mjög góð áhrif á æðakerfi líkamans og húð. Jafnvel eru dæmi um að þeir minnki mitt- ismálið verulega í einum tíma. Þó að uppátækið virðist skondið frá „karl- lægum“ sjónarhóli gera jákvæð áhrif vafninganna ekki upp á milli kynjanna. Fjölmargir gestir lögðu leið sína í Sól og fegurð til að kynna sér starfsemina. Auk leirvafninganna vin- sælu var boðið upp á kynningu á heilsuvörum, sogæðanuddi og sól- arbekkjum stofunnar. Leirvafningar Mýrdalur | Það er orðinn árviss viðburður í Víkurkirkju í Mýrdal að sóknarnefnd kirkjunnar bjóði til tónleika. Að þessu sinni fengu þau þverflautuleikarana Guðrúnu S. Birgisdóttur og Martial Nardeau til að halda tón- leika, en þau hafa spilað saman á flautur síðan 1980, og ýmis íslensk tónskáld hafa samið fyrir þau samspils- verk, t.d. Atli Heimir Sveinsson, en þau spiluðu einmitt tvo kafla úr verkinu Úr Handanheimum á tónleikunum. Að auki léku þau verk frá ýmsum tímabilum, bæði bar- okk og óperudúetta. Þau léku bæði á hefðbundnar þverflautur og einnig á barokkflautur. Tónleikunum var vel tekið af Mýrdælingum. Á myndinni flytja Guð- rún S Birgisdóttir og Martial Nardeau hluta úr verki Atla Heimis, Úr Handanheimum. Morgunblaðið/ Jónas Erlendsson Tónleikar í Víkurkirkju Jón Jens Krist-jánsson frá YtriHjarðardal hefur forvitnilega sýn á draugasafnið á Stokks- eyri: Á Stokkseyri mikið mannlíf er og menningin höfð í stafni. Dekrað er mjög við draugaher sem dvelur þar inni á safni. Beinagrindurnar búa þar með brakandi kjúkur og leggi. Fordæmdar sálir og friðlausar fara í gegnum veggi. Þarna er blandið lævi loft og ljótur er margur siður. Höfuðin tekin ofan oft með öskur og hlátrakviður. Herra biskupinn hrelldur var og harmaði rómi klökkum. En palla og göng munu prýða þar prestar í svörtum stökkum. Magnúsi Halldórs-syni var falið aðyrkja um konur og hesta. Hann sá strax tengslin þar á milli: Konur eru konum verstar; konur eru mönnum bestar; konur eru klókar flestar; konur notist eins og hestar. Helgi Zimsen yrkir: Þessa vísu þrykki hér þarflaust fer að ríma, tilgangurinn enginn er aðeins drep ég tíma. Enn af draugum pebl@mbl.is Akureyri | Mikil hálka hefur verið á götum Akureyrar und- anfarna daga, auk þess sem hált var á götum bæjarins fyrr í haust. Einstaka ökumenn hafa lent í hremmingum af þeim sökum og skemmt bíla sína en lítið hefur verið um meiðsli á fólki. Starfsmenn Norðurorku voru að skipta um ljósastaur í Gilinu í vikunni, en hann hafði skemmst við það að verða fyrir bíl. Þetta var jafn- framt þriðji ljósastaurinn sem starfsmennirnir skiptu um þann daginn. Hver staur með ljósi kostar rúmar 50 þúsund krónur, fyrir utan vinnu við skiptin, þannig að hér er um nokkurt tjón að ræða. „Þessar skemmdir á staurunum eru ekki hálkunni að kenna, heldur þeim ökumönnum sem ekki hafa ekið bílum sínum miðað við aðstæður,“ sagði Guð- mundur Brynjólfsson starfs- maður Norðurorku. „Þessir þrír staurar kosta um 160 þús- und krónur,“ bætti Gísli Páls- son, félagi Guðmundar við. Morgunblaðið/Kristján Sævar Herbertsson, Gísli Pálsson og Guðmundur Brynjólfsson, í holunni, skipta um ljósastaur í Gilinu. Nokkrir ljósastaurar fyrir bíl Hálka TVEIR af frystitogurum Þormóðs ramma-Sæbergs hf., Mánaberg ÓF og Kleifaberg ÓF, þurftu að leita til hafnar í vikunni til viðgerða. Kleifaberg fór inn til Ísafjarðar vegna gangtruflana bæði í aðalvél og ljósavél og Mánaberg er í flotkvínni hjá Slippstöðinni á Akureyri, eftir að leki kom að skipinu. Kleifaberg er komið aftur á miðin fyrir vestan og ráðgert er að Mánaberg haldi aftur til veiða á morgun laugardag. Mánaberg hafði verið á veiðum í 19 daga, þegar ákveðið var að sigla til hafn- ar, eftir að menn urðu varir við leka neðan við sjólínu. Haraldur Gunnlaugs- son, skrifstofustjóri Þormóðs ramma- Sæbergs, sagði að þar hefði fyrst og fremst verið um varúðarráðstöfun að ræða en ekki að um mikinn leka hafi verið að ræða. Hann sagði að Kleifaberg hefði siglt inn til Ísafjarðar undir eigin vélarafli, þrátt fyrir gangtruflanir og stoppað þar í einn sólarhring. Mánaberg og Kleifaberg voru á veiðum fyrir vestan og sagði Haraldur að veðrið hefði verið að gera mönnum þar lífið leitt að und- anförnu, en því mætti búast við á þess- um árstíma. Ágæt aflabrögð hafa verið hjá fyrsti- togurum Þormóðs ramma-Sæbergs að undanförnu. Sigurbjörg ÓF er á veiðum fyrir austan land og í gær var aflaverð- mæti skipsins orðið 35 milljónir króna eftir 13 daga túr. Þá var aflaverðmæti Mánabergs, eftir þessa 19 daga fyrir viðgerð, alls um 61 milljón króna. Frystiskipin þrjú lönduðu öll í Ólafsfirði fyrr í mánuðinum og um síðustu mán- aðamót. Aflaverðmæti Sigurbjargar var tæpar 58 milljónir króna, aflaverðmæti Mánabergs tæpar 68 milljónir króna og aflaverðmæti Kleifabergs tæpar 63 milljónir króna. Tveir tog- arar þurftu að leita til hafnar Í flotkvínni: Unnið að viðgerð á Mána- bergi ÓF hjá Slippstöðinni á Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.