Morgunblaðið - 21.11.2003, Side 44

Morgunblaðið - 21.11.2003, Side 44
FRÉTTIR 44 FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ALMENN DYRASÍMA- OG RAFLAGNAÞJÓNUSTA Set upp ný dyrasímakerfi og geri við eldri. Endurnýja raflagnir i eldra húsnæði ásamt viðgerðum og nýlögnum. Fljót og góð þjónusta Geymið auglýsinguna Sími 893 1733 og 562 6645 JÓN JÓNSSON löggiltur rafverktaki jon@netpostur.is Bankastræti 3 sími 551 3635 www.stella.is Nudd saltið veitir slökun, vellíðan og silki mjúka húð FJARLÆGJUM STÍFLUR VALUR HELGASON ehf. Sími 896 1100 - 568 8806 www.stifluthjonustan.is Röramyndavél til að skoða og staðsetja skemmdir í frárennslislögnum DÆLUBÍLL úr vöskum, wc-lagnir, baðkerum og niðurföllum – Við notum ný og fullkomin tæki BORIST hafa eftirfarandi yfirlýs- ingar frá Magnúsi Axelssyni fast- eignasala og fasteignasölunum Ein- ari Harðarsyni og Írisi Hall: „Í Fréttablaðinu í morgun, 20. nóv., birtist svohljóðandi frétt: „FASTEIGNASALI DÆMDUR Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt fasteignasala á sextugsaldri í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir rúmlega einnar millj- ónar króna fjárdrátt. Árið 1999 nýtti hann vörslufé til greiðslu á út- standandi skuldum fasteignasölunn- ar Laufáss.“ Vegna þessarar fréttar er óskað eftir að koma því á framfæri, að ég undirritaður Magnús Axelsson seldi fasteignasöluna Laufás í maí 1998. Síðan starfaði ég á Laufási sem lög- giltur fasteignasali, hjá Einari Harðarsyni, núverandi eiganda Laufáss, frá því í mars 2001 þangað til í ágúst s.i. Þannig hef ég tengst fasteignasölunni Laufási í hartnær 22 ár, en var hvorki starfsmaður né eigandi Laufáss þegar brotið sem dæmt er fyrir var framið. Hvorki Einar né neinn annar sem tengist Laufási í dag er sekur í þessu dómsmáli þótt þetta fólk sé fórnarlamb fréttarinnar eins og ég. Það skal tekið fram að fréttin er ekki röng. Og hún er eflaust skrifuð í samræmi við hefðbundnar siða- reglur um slíkan fréttaflutning og nafnbirtingar. Ég er heldur ekki að mæla með að fréttir af brotum fast- eignasala eða annarra sem fremja brot í starfi skuli ekki birtar, en í þessu tilfelli bitnar þetta á saklausu fólki. Magnús Axelsson, fasteignasali.“ „Núverandi eigendur að fast- eignasölunni Laufáss ehf., eru á engan hátt tengdir frétt sem birtist í Fréttablaðinu í gær, þar sem fjallað var um fasteignasala sem dæmdur var í héraðsdómi fyrir að draga sér fé. Yfirlýsingar ritstjóra Fréttablaðsins um vandaða frétta- mennsku samræmast ekki að þeir skuli nefna nafn fasteignasölunnar í frétt sinni vegna dómsins án þess að taka fram að fasteignasalinn hvorki starfar né rekur fasteigna- söluna Laufás í dag, viðkomandi rak fasteignasöluna í mjög skamm- an tíma. Magnús Axelsson, löggilt- ur fasteignasali, átti Laufás fast- eignasölu til ársins 1998 og hóf aftur störf árið 2002 hjá núverandi eigendum og er því þessu máli óvið- komandi. Laufás fasteignasala hefur það að markmiði að veita bestu og örugg- ustu þjónustu sem völ er á og vinna af nákvæmni og fagmennsku. Það skal tekið fram að allar upp- greiðslur lána viðskiptamanna Laufáss hafa farið undantekninga- laust í gegn um MP verðbréf hf., frá því að núverandi eigendur tóku við rekstri fasteignasölunnar til m.a. að bankatryggja fé kaupanda og seljanda. Þessi frétt í Fréttablaðinu í gær er hvorki vönduð né nákvæm. Einar Harðarson Íris Hall, löggiltur fasteignasali.“ Yfirlýs- ingar NÝVERIÐ af- henti Pétur Pét- ursson þulur Borgarskjala- safni Reykjavík- ur gögn sem hann hefur aflað með rannsóknum sínum um Hvíta stríðið í Reykja- vík. Um er að ræða frumrit og afrit skjala um að- draganda og eftirmál Hvíta stríðs- ins sem háð var í Reykjavík í nóv- ember árið 1921. Pétur hafði afhent Landlæknisembættinu skjölin en taldi þau betur komin í vörslu Borg- arskjalasafns Reykjavíkur. Hefur Pétur lagt mikla vinnu í rannsóknir og aflað heimilda á innlendum sem erlendum skjalasöfnum og hjá stofnunum, félögum, mönnum og konum. Í tilefni afhendingar skjal- anna til Borgarskjalasafns flytur Pétur erindi um Hvíta stríðið í Reykjavík á morgun, laugardaginn 22. nóvember, kl. 14 á 1. hæð Tryggvagötu 15 og er aðgangur ókeypis. Hvíta stríðið eða Drengsmálið voru átök sem vöktu alþjóðarathygli í nóvembermánuði árið 1921 er fjöl- mennt lögreglulið réðst inn til Ólafs Friðrikssomar, ritstjóra Alþýðu- blaðsins, og hugðist taka fastan rússneskan pilt er Ólafur hafði tekið til fósturs og haft með sér heim af Alþjóðaþingi kommúnista í Moskvu. Pétur Pétursson útvarpaði á sín- um tíma 12 útvarpsþáttum um Hvíta stríðið og tók þar viðtöl við sjónarvotta og aðra sem málið varð- aði auk þess sem hann kom að út- gáfu bókarinnar Réttvísin gegn Ólafi Friðrikssyni árið 1986, segir í fréttatilkynningu. Erindi um Hvíta stríðið í Reykjavík Pétur Pétursson EFTIRFARANDI ályktun hefur borist frá náttúrufræðingum á Hafrannsóknastofnun: „Fundur náttúrufræðinga á Haf- rannsóknastofnuninni, haldinn 19. nóvember 2003, mótmælir harð- lega framkomnu frumvarpi til laga, þar sem kveðið er á um skerðingu á mikilvægum réttind- um starfsmanna ríkisins. Núgild- andi lög gera skylt að haft sé sam- ráð við stéttarfélög varðandi endurskoðun laganna, en svo var ekki gert nú. Fundurinn mótmælir kröftuglega að þetta lagaákvæði hafi ekki verið virt. Jafnframt vís- ar fundurinn á bug þeim rökstuðn- ingi frumvarpsins að með því sé verið að færa réttindi starfsmanna ríkisins til jafns við það sem tíðk- ast á almennum vinnumarkaði. Með lagabreytingunni er klár- lega verið að skerða einn hluta af kjörum okkar, sem samanstendur af launum, lífeyrisréttindum og starfsumhverfi, þ.m.t. ráðningar- festu og andmælarétti. Ekki verð- ur unað við það að þannig sé ráðist að réttindum sem í raun teljast til grundvallar mannréttinda í nútíma samfélagi. Fundurinn skorar á alþingis- menn og starfsmenn ríkisins að brjóta á bak aftur þessa aðför rík- isvaldsins á hendur starfsmönnum sínum.“ Náttúrufræðingar mótmæla kröftuglega AUGLÝSINGASTOFAN Hvíta hús- ið og Delta hafa unnið til við- urkenningar frá The Global Awards fyrir auglýsingu fyrir flösulyfið Dermatín. The Global Awards-verðlaunahá- tíðin er sú eina sem eingöngu veitir viðurkenningar fyrir þá markaðs- setningu og miðlun á sviði heilsu- verndar sem helst þykir skara fram úr á alþjóðlegum vettvangi. Að þessu sinni bárust 1.098 inn- sendingar í keppnina frá 33 lönd- um. Þátttakendur eru heilsustofn- anir, sjúkrahús og fræðsluhópar auk auglýsingastofa, hönnunar- og framleiðslufyrirtækja. The Globals sem er hluti af The New York Festivals, samtökum sem standa fyrir árlegri samkeppni á sviði sjónvarps-, útvarps- og prent- miðlaauglýsinga, var haldin 18. september og hefur nú verið haldin alls tíu sinnum. Hvíta húsið og Delta fá viðurkenningu Hvíta húsið og Delta fá viðurkenn- ingu fyrir þessa auglýsingu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.